Morgunblaðið - 26.07.1986, Side 14

Morgunblaðið - 26.07.1986, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 Sakleysið uppmálað Innocenti 990. Sakleysislegur og smekklegur smábill. Suður i Mílanóborg á Ítalíu er bangaður saman bíll nokkur og nefnist þvi sakleysislega nafni Innocenti. Nafngiftin gæti gefið til kynna að honum sé nú ekki beinlínis ætlaður staður i þeim hluta markaðar- ins semjgerir kröfur um afl og hraða. Utlit bílsins er líka með eindæmum sakleysislegt og virðist helst eiga að höfða tU þeirra kaupenda sem vilja bæta litlu og vinalegu krútti við fjöl- skylduna. En - er nú svo víst að hann sé svo alsaklaus þessi? Athugum málið. Innocenti er framleiddur í tveimur grunnútgáfum, bensín og diesel. Síðan eru tilbrigði við bensínstefið og þar skýtur upp kollinum einn óþekktargemlingur: Turbo! Gat nú verið! Fer þá mesti blíðubragurinn af fjölskyldu þess- ari þegar slíkir ólátabelgir gera sig þar heimakomna, það gerðist í vor að Turboinn bættist í hóp- inn. Því miður hef ég ekki upplýsingar um hann, aðrar en þær að hann lítur út eins og hin- ir og er í tæknilegu tilliti eins uppbyggður. Japanskt ætterni Já, já, þeir eru líka hér. Dai- hatsu leggur til vélbúnaðinn í Innocenti-bflana. Vélin er 993 sm3 Daihatsu og skiptingin er frá þeim líka. Vélin er 52 hestöfl, þriggja strokka og getur fleygt bflnum fram á 145 km hraða. Hann er framdrifínn og með fímmgíra kassa eða tveggja gíra sjálfskiptingu (Daimatic). Ben- síneyðsla er að jafnaði 6,8 lítrar á hundraðinu. Diskahemlar eru að framan og skálar að aftan og sjálfstæð fjöðrun á hveiju hjóli. Fimm manns komast fyrir eða, ef aftursætin eru felld fram, tveir og 990 1 af farangri. Ég átti þess kost að skoða nokkra svona bfla í vor og það er sannast sagna að litli Inno- centi kom á óvart. í fyrsta lagi ber að nefna að frágangurinn á öllu er einstaklega góður og plás- sið ótrúlega gott í ekki stærri bfl. (Hann er aðeins 3.375 m á lengd og 1.52 m á breidd). Sætin eru góð og mælaborð óvenjuvel búið mælum. Bfllinn lítur í heild vel út og sé verðið í lagi er hann all- góður kostur fyrir þá sem vilja lítinn og þó rúmgóðan bfl. Innocenti er ekki enn fluttur hingað til lands, að því er ég best veit, en - eins og fyrr segir - ef verðið er í lagi á hann ekki síður erindi á okkar markað en aðrir í þessum stærðarflokki, er jafnvel betri kostur ef eitthvað er. Hyundai-flotans Stafnbúi Nú eru Kóreumenn komnir í hóp stærri bflaframleiðenda með Hyundai-bílnum og geysast fram á vígvöll samkeppninnar á heims- markaðinum með fólksbflana í broddi fylkingar og er þessi stafn- búi þess flota. Stellar heitir hann og hefur ekki minni afrek á sinni metaskrá en að hafa tekið kanadíska markaðinn með áhlaupi í fyrra. Eins og myndin ber með sér er Hyundai Stellar með hefð- bundnu lagi, sæti eru fyrir fímm, vélin er að framanverðu og drif að aftan. Völ er um tvær gerðir véla, 92 hestafla 1400 vél eða 100 hestafla 1600. Lykillinn að vel- gengni Hyundai í Vesturheimi er gamalkunnug uppskrift: Lágt verð, vandaður bfll, gott útlit og spameytin, aflmikil vél. Stellar á sér minni bræður tvo, Pony og Excel. Þá framleiða Hyundai- verksmiðjumar suður-kóresku einnig álitlegt úrval af vömbflum og rútubflum. Ekki hef ég enn haft spumir af því að Hyundai-flotinn sé lagð- ur í Íslandsvíking, en trúlegt þykir mér að gott yrði þeim til fanga hér á þessum síðustu bflasölutím- um á Islandi. PARTAR Yatnsmálning á bíla Hjá Volvo er nú verið að þróa málningu sem byggir á vatni sem aðaiuppistöðu, og er þess að vænta að strax á næsta ári verði silfursanseruð slík málning notuð í fram- leiðslunni. Þessi málning mun bera nafnið Aquabase (vatns- grunnur). Moskvitsch Nú mun nýr Moskvitsch vera í burðarliðnum og mun þar vera ámóta bylting í fram- leiðslunni og varð hjá Lada með tilkomu Samara. IH selur mest Intemational Harvester hefur mesta markaðshlutdeild vörubfla jrfir 16 tonn í Banda- ríkjunum. Þeirra hlutur er 21,4%. í 7. sæti er Volvo með 8,8%, lítið eitt framar General Motors, sem er í 8. sæti. Arftaki Willys Nú er nýi jeppinn frá Amer- ican Motors kominn á fulla ferð. Hann heitir Wrangler og tekur við af CJ-5/CJ-7 sem áður hét Willys. Sá fyrsti hing- að til íslands er væntanlegur nú þessa dagana. Bens 4x4 Nú eru í gangi tilraunir hjá Daimler/Bens verksmiðjunum með Qórhjóladrif í fólksbflana og eins og við er að búast úr þeim herbúðum er ekki um neitt venjulegt kerfi að ræða. Þeir vilja hafa aldrif þegar á þarf að halda, ekki annars, og - bfllinn sér algjörlega sjálfur um að tengja drifín þegar beggja er þörf. Rúllutertur Heimglishorn Bergljót Ingólfsdóttir Rúllutertur eru fljótbakaðar, þægilegar í meðförum og flestum þykja þær hreint afbragð með kaffinu. Hér á eftir birtast upp- skriftir af fímm mismunandi tegundum rúllutertu. Með þær er þó farið á sama hátt, bakað í rúllutertumóti eða á smjörpappír á bökunarplötu. Kökunum er hvolft á sykraðan pappír eða sykr- inum skráð yfír bakaða kökuna og síðan hvolft. Rúllutertumar má frysta, alveg tilbúnar, með góðum árangri. Mokkarúlla 3 egg l'/2 dl sykur 3/< dl kartöflumjöl 1 tsk. vanillusykur 2 matsk. kakó 1 tsk. lyftiduft Egg og sykur þeytt vel, þurr- efnin sigtuð og sett varlega saman við. Deigið sett í mót eða á smjör- pappír, smurt með bræddu smjörlíki, bakað í 6—8 mín. við 250 °C og hvolft á pappír. Kaffikrem 1 matsk. skyndikaffí (kaffiduft) V2 matsk. sjóðandi vatn 2 matsk. flórsykur 100 g smjör eða smjörlíki 2 eggjarauður Kaffíduftið leyst upp í vatninu og samanvið er hrært flórsykri, smjöri og eggjarauðum. Kremið bragðbætt ef þurfa þykir t.d. með sterku nýlöguðu kaffí eða ijóma- lögg, smurt jafnt á kökuna og síðan rúllað saman. Kókosrúlla 3 egg 2 Vs dl sykur 3 dl kókosmjöl U/2 tsk. lyftiduft Egg og sykur þeytt vel saman, kókosmjöl, kartöflumjöl og lyfti- duft sett varlega saman við. Deigið sett í mót eða á pappír og bakað í 6—8 mín. við 250 °C. Þegar kakan er bökuð er kók- osmjöli stráð yfir og henni hvolft á bökunarpappír. Kremið 150 g smjör eða smjörlíki 2 dl flórsykur 1 eggjarauða börkur og safí úr einni sítrónu Smjör og flórsykur þeytt vel, eggjarauðu, berki og safa hrært saman við. Kremið smurt jafnt á kökuna og hún rúlluð saman, geymist á köldum stað. Kökuna má frysta. Súkkulaðirúlla 3 egg IV2 dl sykur 1 dl hveiti 3 matsk. kartöflumjö! 1 tsk ljrftiduft Egg og sykur þeytt vel saman, þurrefnum bætt varlega saman við og deigið sett í smurt form eða á smjörpappír. Bakað við 250 °C í 6—8 min. Kökunni hvolft á sykraðan pappír og látin kólna. Mokkarúlla og kókósrúlla. Súkkulaðikrem 150 g smjör IV2 dl flórsykur 1 eggjarauða 3 matsk. kakó Smjör og sykur þejrtt vel sam- an. eggjarauðu og kakói bætt saman við og hrært vel. Kreminu smurt á kökuna og hún rúlluð saman. Kökuna má setja í frysti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.