Morgunblaðið - 26.07.1986, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986
Hvað nú — lögreglumenn?
eftir Björn
Arnórsson
Það olli mér mikillar undrunar,
er ég nýkominn úr mánaðarsum-
arfríi sá fyrstu fréttir af nýgerðu
samkomulagi Landsambands lög-
reglumanna við fjármálaráðherra.
Sú undrun minnkaði ekki þegar ég
síðar fékk að sjá samkomulagið í
heild sinni — nú er ég forviða, og
í sanneika sagt dálítið sár.
Verkfall 1984
Mér er ennþá minnisstæður fund-
ur, sem ég átti með lögreglumönn-
um á lögreglustöðinni í Reykjvík í
átökunum 1984. Lögreglumenn
lögðu ekki niður vinnu í verkfallinu
(vegna úrskurðar kjaradeilunefnd-
ar) en störf þeirra voru takmörkuð
við brýnustu verkefni — öryggis-
vörslu. Því var það að þegar Alþingi
var sett, þá vaknaði sú spuming
meðal stéttvísra lögreglumanna
hvort heiðursvörður við setningu
þess flokkaðist undir öryggisvörslu
og hvort þátttaka í heiðursverðinum
skoðaðist ekki sem skortur á sam-
stöðu með hinum félögunum t
BSRB, sem lögðu algjörlega niður
vinnu.
Eftir nokkrar umræður urðu
menn sammála um að verkfallið
beindist ekki gegn lýðveldinu á ís-
landi, þvert á móti bæri einmitt að
leggja áherslu á lýðræðið og sýna
því fyllstu virðingu. Það væri ein-
mitt með skírskotun til lýðræðisins,
sem BSRB væri að fara fram á
aukinn verkfallsrétt fyrir félags-
menn sína og einmitt með skírskot-
un til sama lýðræðis mótmæltum
við skerðingu á verkfallsrétti lög-
reglumanna.
Um þetta sjónarmið var einhugur
og heiðursvörðinn stóð lögreglan
með venjulegri reisn, og vottaði lýð-
ræðinu þar með þá virðingu, sem
alþingismenn og ráðherrar telja
ekki alltaf í sínum verkahring.
Það fer ekki á milli mála að lög-
reglumenn áunnu sér virðingu allra
þeirra er tóku þátt í þessu verk-
falli. Menn gerðu sér ljóst að þeir
voru í mjög erfiðri stöðu, vegna
úrskurðar Kjaradeilunefndar, en
menn gerðu sér þess vegna enn
betur ljóst að lögreglumenn lögðu
sig fram um að sýna stéttvísi sína
og samstöðu með öðrum opinberum
starfsmönnum í hvívetna.
Nægir þar að nefna að lögreglu-
menn höfðu afhent verkfallssjóði
veglegar upphæðir löngu áður en
áskorun þar að lútandi var send út
til félagsmanna BSRB og mót-
mæla- og stuðningsganga þeirra
vakti athygli langt út fyrir land-
steinana — fékk meðal annars
umfjöllun í BBC.
Af þessu stafa sárindin, sem ég
drap á í upphafi. Ég hefði seint
trúað — og trúi reyndar ekki fyrr
en ég sé úrslit atkvaeðagreiðslunnar
— að lögreglumenn ríði á vaðið að
afsala sér verkfallsrétti með eigin
undirskrift.
Samstaða er nauðsyn
En þótt við lítum fram hjá
„prinsipmálinu" í þessu samkomu-
lagi er hægt að benda á æði margt,
sem hefur kjaralegt gildi, sem
minna hefúr farið fyrir í umræð-
unni. Launaviðmiðunin við önnur
stéttarsamtök, sem fjallað er um í
samkomulaginu, verður náttúru-
lega því minna virði, sem samtökin,
sem miðað er við verða veikari.
Þá er ég að sjálfsögðu ekki að
gera því skóna (sem sumir telja að
verði raunin) að þetta sé fyrsta
skref lögreglumanna út úr BSRB.
Hvemig sem niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar verður, megum við
aldrei láta þá ógæfu henda okkur
— hvorki BSRB eða Landsamband
lögreglumanna. En það er rök-
studdur grunur um að fjármálaráð-
herra ætli ekki að láta hér staðar
numið. Næst á dagskrá séu heil-
brigðisstéttir og aðrar stéttir er
sinna öryggismálum, svo sem t.d.
tollverðir. Ljóst er að ef það næði
fram að ganga, mundi BSRB veikj-
ast svo mjög að erfitt er að sjá
hvemig bandalagið gæti varist
síharðnandi árásum á mikilvæg
réttindi eins og t.d. lífeyrissjóðina.
Önnur réttindi eins og lögin um
réttindi og skyldur, veikindaréttur-
inn o.fl. kæmust strax á hættu-
svæði.
Það virðast ansi margir á íslandi
í dag telja þessi réttindi vera eins
og hvert annað náttúmlögmál, sem
ekki verði hróflað við. Gleymist þá
að öll kostuðu þau stórfelld átök
og em forgengileg eins og önnur
mannanna verk, ef ekki er staðinn
um þau öflugur vörður.
Og hvar stæðum við þá, með
ósamhenta verkalýðshreyfingu,
sem Iéti opinberar stofnanir reikna
út þau kjör er þeim þætti réttlát á
hveijum tíma?
Að lifa eða deyja
Enn er ótalið það sem olli mér
ekki minnstum vonbrigðum, en það
er það ákvæði er sérstaklega tekur
fram heimild til aðildarfélaga Land-
sambands lögreglumanna að semja
um styttingu lágmarkshvfldar úr tíu
stundum í átta.
Á síðasta ári hafa forystumenn
lögreglunnar undir ötulli
handleiðslu Einars Bjamasonar,
núverandi formanns landsambands-
ins, gert ítarlega athugun á
lífslengd þeirra lögreglumanna,
sem gengið hafa vaktir. Það var
sameiginleg niðurstaða Qármála-
ráðuneytisins og Landsambands
Björn Arnórsson
„ — en menn gerðu sér
enn betur ljóst að lög-
reglumenn lögðu sig
fram um að sýna stétt-
vísi sína og samstöðu
með öðrum opinberum
starfsmönnum i
hvívetna.“
lögreglumanna að leggja athuganir
þessar fyrir tryggingafræðing til
umsagnar. Umsögn hans var ótví-
rætt á þann veg að athuganir þessar
væru marktækar.
Þessar skýrslur léku stórt hlut-
verk í síðustu aðalkjarasamningum
BSRB og fulltrúar lögreglumanna
vom óþreytandi að kenna okkur
hinum nauðsyn þess að stytta
vinnutíma vaktavinnumanna allra
(félagsvitundin þrengdi niðurstöð-
urnar ekki til lögreglumanna
einna). Það voru líka gerðar tilraun-
ir í þessa átt og þó niðurstaðan
ylli okkur öllum vonbrigðum, þá
voru þó settar fastari skorður í
samningsákvæðið um lág-
markshvíld — er það ekki síst
fulltrúum lögreglumanna að þakka.
Því spyr ég: Er fjárhagsávinning-
ur þessa samkomulags þess virði
að afsala sér verkfallsrétti (jafnvel
þó skertur sé) og snúa við blaðinu
í baráttunni fyrir tíu tíma lágmarks-
hvfldinni? Er það þetta samkomu-
lag, sem sæmir að reisa sem
minnismerki yfir drengilega og heil-
brigða baráttu lögreglumanna
undanfarin ár?
Svari hver sem vill.
Aukin laun
Ég get ekki skilið við þetta mál
án þess að taka rækilega fram að
launahækkanir lögreglumönnum til
handa eru löngu orðin knýjandi
nauðsyn — ekki aðeins vegna lög-
reglumannanna heldur ekki síður
vegna okkar hinna. Það er alvarlegt
mál fyrir alla þjóðina er reyndir og
hæfir lögreglumenn flæmast úr
starfi vegna kjaranna. Ég hef einn-
ig mikla ánægju af því að geta
vottað að þessi stétt (alveg eins og
t.d. fangaveðir) hefur lagt áherslu
á aukna menntun, til að geta sinnt
starfi sínu enn betur, ekki síður en
á kjarabaráttuna. Krafan um vinnu-
tímastyttinguna hefur nefnilega
einnig verið sett fram með því hug-
arfari að geta veitt okkur borgurun-
um betri þjónustu.
Það má því ekki líðast — og verð-
úr seint trúað — að fjármálaráð-
herra verði látinn komast upp með
það að tengja slíka afarkosti, sem
hér hefur verið frá greint, við sjálf-
sagðar kauphækkanir.
Gegn því ber að skera upp
herör!
Höfundur er hagfrteöingur BSRB.
Hvað er að frétta
af friðarári?
eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
Hvað er að frétta
af friðarári?
Á 40 ára afmæli Sameinuðu þjóð-
anna þ. 24. október 1985 var því
lýst yfir að árið 1986 yrði alþjóð-
legt friðarár á þeirra vegum.
Væntingar Sameinuðu
þjóðanna
í samþykkt allsheijarþingsins
þann 24. október, þar sem tiikynnt
var um tilgang hins alþjóðlega frið-
arárs og þær væntingar sem við
það eru bundnar, eru öll þjóðríki,
allar stofnanir Sameinuðu þjóð-
anna, öll áhugamannasamtök, félög
sem sinna mennta-, vísinda-, menn-
ingar- og rannsóknarmálum, svo
og fjölmiðlar, hvött til að leggja
þessu málefni lið. Þess er jafnframt
getið að hið alþjóðlega friðarár sé
ekki einungis til þess fallið að haldn-
ar séu hátíðir og minningarathafnir
í tilefni friðar heldur bjóði það upp
á tækifæri til þess að íhuga og
bregðast við af hugvitssemi til þess
að ná meginmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna, þ.e. varðveislu friðar.
í erindisbréfi frá aðalritara SÞ
til fastafulltrúa íslands hjá SÞ var
beðið um upplýsingar varðandi
stofnun stjómskipaðrar nefndar
sem hafí það hlutverk að sjá um
samræmingu og skipulag vegna
aðgerða á árinu eins og tíðkast
hefur um alþjóðaár tengd öðram
málefnum, t.d. ár æskunnar á sl.
ári og í tilefni kvennaáratugarins.
Ennfremur var spurt um fyrir-
hugaðar aðgerðir á íslandi, sam-
vinnu okkar við aðrar þjóðir í tilefni
friðarárs og um það hvort íslend-
ingar muni fara fram á aðstoð eða
þátttöku SÞ í einhveijum þeim að-
gerðum sem fyrirhugaðar era.
Aðildarríkjum sem enn höfðu
ekki tilkynnt um áform sín var gef-
inn kostur á því að láta til sín heyra
á fundi þ. 14. febrúar sl. í sama
bréfí var beðið um upplýsingar um
fyrirætlanir aðildarríkjanna sem
fara eiga í skýrslu til 41. aðalþings
SÞ og verða þær að berast eigi síðar
en 31. júlí.
Fyrirspurn Kvenna-
lista, svar for-
sætisráðherra
Þann 18. mars sl. var rædd á
Alþingi svohljóðandi fyrirspum frá
Kvennalista:
1. Hefur ríkisstjómin skipað
undirbúningsnefnd vegna
friðarárs Sameinuðu þjóðanna
1986?
2. Hvaða áætlanir hefur ríkis-
stjómin gert í tilefni friðarárs-
ins 1986?
í svari sínu upplýsti forsætisráð-
herra að ríkisstjómin hefði sam-
þykkt á fundi 23. janúar si. þá
tillögu utanríkisráðherra að fela
Félagi Sameinuðu þjóðanna að
skipuleggja dagskrá í tilefni friðar-
árs í samráði við utanríkisráðuneyt-
ið og að höfðu samráði við þau
fjöldamörgu samtök sem tengjast
þessu friðarátaki. Kom fram í máli
ráðherra að ákveðið var að fé verði
veitt úr ríkissjóði til að kosta þá
starfsemi sem Félag SÞ gerir tillögu
um og samþykkt verður.
Forsætisráðherra kynnti nokkrar
hugmyndir sem fram komu á ríkis-
stjómarfundinum:
Hátíðarsamkoma í Þjóðleikhús-
inu í október eða nóvember.
Ráðstefna í Reylqavík um þátttöku
íslendinga í alþjóðlegu friðarsam-
starfi og um ófriðarsvæði í heimin-
um.
Kynningarbæklingi yrði dreift
með ýmiss konar efni, t.d. látið í
té af SÞ í tilefni friðarársins.
Útgáfa frímerkis á vegum Póst-
og símamálastofnunarinnar eða
myntar af hálfu Seðlabankans.
Víðtæk kynning í Qölmiðlum um
markmið friðarársins.
Félagi SÞ var síðan falið að gera
ítarlega starfsáætlun vegna þessa
verkefnis sem yrði tilbúin fljótlega.
Sine Manibus eða
of síðar ermar?
Þetta var 18. mars. Síðan eru
liðnir rétt fjórir mánuðir og það
bólar ekki á neinum aðgerðum.
Þegar fyrirspum þessi var rædd
þótti það lýsa áhugaleysi stjóm-
valda hve seint var farið af stað
og var ísland borið saman við hin
Norðurlöndin sem hófu undirbúning
þegar á árinu 1985.
Forsætisráðherra fullyrti að
þetta starf yrði engin lognmolla
heldur alvörastarf. Um miðjan apríl
þegar umræður urðu um skýrslu
utanríkisráðherra minntist ég aftur
á þetta mál í tengslum við afstöðu
ríkisstjórnarinnar til loftárásar
Guðrún Agnarsdóttir
„Ég taldi íslensk stjórn-
völd gjarnan sein til að
taka afstöðu á alþjóða-
vettvangi í friðar- og
afvopnunarmálum,
gera sér far um að
móðga engan og ganga
hægt um dyr.“
Bandaríkjamanna á Líbýu. Ég taldi
íslensk stjómvöld gjaman sein til
að taka afstöðu á alþjóðavettvangi
í friðar- og afvopnunarmálum, gera
sér far um að móðga engan og
ganga hægt um dyr. Þau vildu
fremur slá mynt til að minna á frið-
inn en taka einarðlega afstöðu á
alþjóðavettvangi þegar það skiptir
máli.
Við veltum fyrir okkur orðalagi
sem engan myndi st.yggja meðan
aðrar Evrópuþjóðir reyndu að koma
í veg fyrir þær loftárásir sem voru
yfirvofandi.
Forsætisráðherra vildi reka af sér
slyðraorðið og ítrekaði þær hug-
myndir sem hann kynnti í svari við
fyrirspuminni í mars, en lauk síðan
máli sínu með því að segja að rík
áhersla hefði verið lögð á það við
stjóm Félags SÞ að hendur verði
látnar standa fram úr ermum og
unnið verði með þeim fjölmörgu
aðilum sem vilja tjá sig um frið.
Enn bíða menn eftir handaverk-
um félagsins og sjöundi mánuður
friðarársins senn liðinn.
Því spyr ég nú:
1. Hvenær megum við vænta
lífsmarks úr homi stjómvalda
vegna friðarársins?
2. Hafa SÞ þegar verið sendar þær
upplýsingar um fyrirætlanir ís-
lendinga á friðarári sem birtast
eiga í skýrslu til 41. aðalþings
og berast eiga fyrir 31. júlí?
3. Ef svo er, hveijar era þessar
fyrirætlanir og hvernig líður
fjármögnun þeirra?
Höfundur er þingkona Samtaka
um kvennajista.
69-11-00
Auglýsingar22480
Afgreiðsla 83033