Morgunblaðið - 26.07.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986
17
Dönsk ferðaskrif-
stofa með ódýr flug-
fargjöld til Islands
DÖNSK ferðaskrifstofa, Dansk
folke-ferie, auglýsir nú íslands-
ferðir með Flugleiðum fyrir 1995
danskar kr. eða um 10.300 kr
islenskar.
Ódýrasta fargjald sem íslending-
um býðst til og frá Danmörku er
hins vegar 16.100.
Að sögn Sæmundar Guðvinsson-
ar hjá Flugleiðum er það mjög
takmarkaður fjöldi sæta sem ferða-
skrifstofan getur selt á þessu verði
enda vilja Flugieiðir síst af öllu
lenda í samkeppni við sjálfa sig.
Þetta fargjald sagði Sæmundur
vera svipað og það sem sumar ís-
lenskar ferðaskrifstofur hafa boðið
í ýmsum sértilboðum, til dæmis til
félagsmanna í ákveðnum samtök-
um eða verkalýðsfélögum og sé
liður í tilraun Flugleiða til að auka
ferðamannastrauminn hingað til
lands.
Því miður væri aldrei alltaf hægt
að gera öllum jafnhátt undir höfði
en á móti kæmi að Flugleiðir byðu
oft, sérstaklega á veturna þegar
minna er að gera, íslendingum hag-
stæðari fargjöld en útlendingum.
fullvissu þess að hún mætti verða
til þess að styrkja menningarsam-
skipti íslendinga og Færeyinga.
Mistök veröi leiörétt
Enn er tími til að bæta úr þessum
mistökum og taka að nýju upp við-
ræður við landstjóm Færeyja og
stjóm Norðurlandahúss um málið.
Nauðsynlegt er að góðri reglu verði
komið á þetta efni hið fyrsta og vel
færi á því, að mínum dómi, að það
yrði gert áður en forsetar Alþingis
fara til Færeyja í haust í boði Lög-
þingsins, þó að sú för sé út af fyrir
sig ótengd því máli, sem ég hef
gert að umræðuefni. Förin á það
eigi að síður sammerkt með um-
ræddum fjárveitingum til menning-
arsamskipta milli landanna, að
Alþingi á hlut að máli í báðum til-
fellum og markmiðið með heimsókn
þingforsetanna er fyrst og fremst
að efla vinakynni og menningar-
samskipti milli Færeyinga og
íslendinga.
Kjami málsins er sá, að íslend-
ingar og Færeyingar eiga að efla
samskipti sín og kynnast betur og
leita allra leiða til virkrar sam-
vinnu, sem getur komið báðum að
gagni. Þrátt fyrir allt sem vel er
gert í þeim efnum stendur margt
til bóta.
Höfundur er atþingismaður og
fyrrverandi menntamálaráð-
herra.
ÞÝSKU KOSTAGRIPIRNIR
1987
ERU AÐ KOMA
Betur búniz en nokkru sinni fyrr
Menningarsamskipti ís-
lendinga og Færeyinga
V.W. Golf — mest seldi bíll í Evrópu
V.W. Jetta — írábcer íjölskyldubíll
Laugavegi 170-172 Simi 695500
eftir Ingvar
Gíslason
Um þessa helgi halda Færeying-
ar árlega þjóðhátíð sína, Ólafsvök-
una, í Þórshöfn. Þjóðhátíð
Færeyinga á sér ekki marga líka
meðal annarra þjóða, svo sérstæð
er hún í færeysku þjóðlífi og svo
einkennandi fýrir þjóðmenningu
Færeyinga.
Frá ómunatíð hafa Færeyingar
hist á Ólafsvöku. Þar safnaðist fólk-
ið saman hvaðanæva úr eyjunum
ár eftir ár öldum saman líkt og ís-
lendingar á Þingvöll fyrrum, og
þessum_ sið halda Færeyingar enn
í dag. Ólafsvakan hefur ætíð verið
þjóðarsamkoma, þangað koma allir
sem vettlingi geta valdið og heim-
angengt eiga. Ólafsvakan rann
saman við fomt þinghald þjóðarinn-
ar, sem er jafngamalt þjóðinni, og
þar fóru því fram þingstörf og dóm-
störf og margs konar lögskil, auk
þess sem Ólafsvakan var þjóðhátíð
og afþreyingarsamkoma og heldur
enn því einkenni. Hin langa þing-
hefð Færeyinga og Ólafsvakan er
merkur þjóðararfur, sem á áreiðan-
lega ómældan þátt í að skapa
þjóðarvitund Færeyinga og gerði
þeim kleift, svo örfámennir sem
þeir voru, að standast þá menning-
arlegu ásókn, sem lengstum hefur
fylgt völdum Dana í landinu og var
langt umfram það, sem íslendingar
urðu fyrir. Lögþing Færeyinga, sem
á sér ævafomar rætur, er nú full-
gilt löggjafarþing, sem starfar
innan þeirra marka sem stjórnar-
skráin ákveður. Setning Lögþings
er fastur liður í hátíðarhöldum Ol-
afsvöku, og þannig tengist fortíð
og nútíð.
Frændþjóðir og
nágrannar
íslendingar og Færeyingar em
ekki aðeins nágrannar í Norður-
Atlantshafi heldur náskyldar þjóðir
að máli og menningu, áttu svipaða
landnámssögu og hafa um aldir lif-
að við lík kjör í öllum meginatriðum.
Því er eðlilegt að þessar þjóðir eigi
góð samskipti og fínni leiðir til þess
að rækja frændsemi og nágrenni á
sem virkastan hátt. Samvinnu Fær-
eyinga og íslendinga þarf að efla,
hvort sem er á sviði menningar eða
hagrænna viðskipta. Ríkisstjórnir
beggja landa eiga að láta sam-
skiptamálin til sín taka og vinna
að eflingu þeirra í sameiningu.
Reyndar er gleðilegt til þess að
vita að jákvæð samskipti íslendinga
og Færeyinga hafa eflst á síðari
ámm, bæði hvað varðar menningar-
mál og hagræn viðskipti. En slík
samskipti gætu þó aukist enn að
mun.
Ingvar Gíslason
„Kjarni málsins er sá,
að Islendingar og Fær-
eyingar eiga að efla
samskipti sín og kynn-
ast betur og leita allra
leiða til virkrar sam-
vinnu, sem getur komið
báðum að gagni.“
Gjöf við vígslu
Norðurlandahúss
Þegar Norðurlandahúsið (Nor-
ræna húsið) var vígt í Þórshöfn við
hátíðlega athöfn í maímánuði 1983
beitti ég mér fyrir því, sem mennta-
málaráðherra í þáverandi ríkis-
stjórn, að gjöf íslendinga til
Norðurlandahússins í Færeyjum
skyldi verða í því formi að ákveðin
fjárhæð væri á fjárlögum hvers árs
til þess að efla menningarsamskipti
við Færeyjar. Við þessa ákvörðun
hefur Alþingi fyliilega staðið og á
fjárlögum undanfarinna ára hefur
verið að finna fjárveitingu í þessu
skyni. Nemur hún á líðandi ári 272
þús. kr. Þegar ég tilkynnti um gjöf
þessa á vígsluhátíð Norðurlanda-
hússins og afhenti menntamálaráð-
herra Færeyja bréf þar að lútandi,
lét ráðherrann, sem þá var Tórstein
Poulsen, þau orð falla við mig að
hann teldi eðlilegt að Lögþingið léti
eitthvað af hendi rakna af sinni
hálfu í sama skyni. Nú veit ég ekki
hvort af því hefur orðið, en hafi svo
ekki verið er æskilegt að taka það
mál upp að nýju.
I gjafabréfi því, sem ég undirrit-
aði 5. maí 1983 og stílað var til’
landstjórnar Færeyja, var ráð fyrir
því gert að >/3 fjárveitingarinnar
gengi til styrktar færeyskum stúd-
ent við Háskóla íslands, en V3 til
styrktar samstarfi þjóðanna á sviði
myndlistar, leiklistar og tónlistar
eða annarra greina menningar-
starfsemi og yrði íjárhæðinni
ráðstafað í samráði við landstjórn
Færeyja og Norðurlandahúsið í
Þórshöfn.
Onýttar fjárveitingar
Ég þykist hafa komist að raun
um að menntamálaráðuneytið hafi
ekki sinnt því að framkvæma með
réttum hætti þann vilja sem fram
kom í ráðherrabréfi 5. maí 1983
né notfært sér velvilja Alþingis í
þessu sambandi. Fyrir liggur að
Alþingi veiti í þessu skyni 200 þús.
kr. 1984, 250 þús. kr. 1985 og
275 þús. kr. 1986. Af fjárveitingu
ársins 1984 voru aðeins nýttar 110
þús. kr. Pjárveiting ársins 1985 var
heldur ekki fullnýtt. Hvernig fjár-
veitingu líðandi árs hefur verið varið
eða hvað fyrirhugað er í því efni,
veit ég ekki. Vonandi stendur það
til bóta frá því sem verið hefur fyrir-
farandi ár. Ljóst er því að saman-
lagt nema beinar fjárveitingar á
þremur árum 725 þús. kr. á nafn-
verði hvers árs. Á núvirði er þessi
upphæð talin vera 915 þús. kr., en
af henni hafa verið nýttar (á nú-
virði) 361 þús. kr., sem merkir að
554 þús. kr. (á núvirði) hafa ekki
verið notaðar eða óvíst hvernig
nýttar verða. Til viðbótar þessu er
þess að geta að heimild var fyrir
aukafjárvaitingu í þessu skyni árið
1983 upp á 150 þús. kr., en tókst
ekki að nýta vegna þess að ekki
bárust í tæka tíð tillögur frá Færey-
ingum um ráðstöfnun þeirrar
fjárhæðar.
Það gat ekki komið í minn hlut
að reka sérstaklega á eftir tillögu-
gerð landstjómar Færeyja, og
stjórnar Norðurlandahússins, því að
ég lét af embætti ráðherra fáum
dögum eftir að gjöfin var afhent,
en ég sakna þess að þessu máli
hafa ekki verið gerð þau skil sem
til stóð þegar gjöfm var ákveðin í