Morgunblaðið - 26.07.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 26.07.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 Þessir hringdu . . . Full þörf á Kvennaathvarf- inu Eydís Ástráðsdóttir starfsmað- ur Kvcnnaathvarfsins hringdi: „Fannborg Þórmundsdóttir ber fram fyrirspum í Velvakanda á fimmtudaginn um hvort þörf sé á Kvennaathvarfi, hvort ekki sé hægt að láta lögregiuna sjá um að hirða karlana, stinga þeim inn og sofa úr sér vímuna eins og hún orðar það. Þama er einmitt komin rótin að skilningsleysi fólks á þessu vandamáli. Ef málið væri svona auðvelt mætti kannski deila um þörfína á Kvennaathvarfínu en svona gengur þetta alls ekki fyrir sig. I fyrsta lagi eiga ekki allir ofbeldismenn við áfengis- vandamál að stríða, það gildir bara um um það bil 50 til 60% þeirra. í öðru lagi hefur lögreglan aðeins rétt á að halda mönnum í 24 klst án þess að gefa út ákæm. Það er sama hvemig á þetta mál er litið, að láta karlana sofa úr sér vímuna er engin lausn. Það segir sig sjálft að það tekur engin kona sig upp frá heimili sínu með kannski 3 eða 4 böm og kemur á Kvennaathvarfíð til að dvelja þar mánuðum saman að gamni sínu. Þar er slæm aðstaða, lítil og fá herbergi og konan getur alltaf átt von á annarri konu með böm inn í herbergið hennar. Karl- ar beita konur ekki bara ofbeldi meðan þeir em undir áhrifum áfengis. Ef kona sem gift er manni sem á við áfengisvandamál að stríða hyggur á skilnað yrði lögreglan í mörgum tilfellum að halda manninum inni í rúmt ár. Auk þess höfum við ótal sinnum tekið við konum hér sem þegar hafa skilið og þurfa samt að koma á athvarfið með bömin sín vegna ónæðis og oft síendurtekinna inn- brota fyrrverandi eiginmanna eða sambýlismanna. Ef svara á spum- ingum Svanborgar á fullnægjandi hátt þyrfti nokkrar blaðsíður því að ástæður fyrir komu kvenna til Kvennaathvarfsins em margar en aðalástæðan er samt sú að þess- um konum og bömum þeirra er hreinlega hvorki vært á heimilinu né hjá ættingjum eða vinum." Penni saknar eiganda síns Sigurrós Ólafsdóttir hringdi: „Sá sem fann svartan byro- penna á afgreiðsluborði í Eden þ. 27. júní s.l. er beðinn um að hringja í síma 12011. Góð fúndar- laun verða greidd. Seðlaveski tap- aðist Á.L. hringdi: „Mánudagskvöldið 21. júlí varð ég fyrir því óláni að týna veskinu mínu með peningum og skilríkjum í hér í miðbæ Reykjavíkur, senni- lega fyrir utan Skalla. Þetta er lítið seðlaveski, svart að lit. Skilvís fínnandi er vinsamlega beðinn um að hringja í síma Morgunblaðsins, 691100. Þorvarður gaf út skuldabréfið, ekki Þorvaldur Olafsson Guðmundur A. Finnbogason hringdi: „í Velvakanda miðvikudaginn 23. júlí birtist grein eftir mig i Velvakanda sem ber yfírskriftina „Um Þorvald Ólafsson". Greinin var samin í tilefni af því að Matt- hías Á. Mathiesen utanríkisráð- herra færði Landsbankanum 100 ára skuldabréf að gjöf á afmæli bankans 25.júlí s.l. Við samningu greinarinnar stóð ég i þeirri mein- ingu að Þorvaldur Olíifsson hefði gefíð skuldabréf þetta út, en eins og lesa má bæði í frétt blaðsins og á sjálfu skuldabréfínu, er hann ekki útgefandi þess, heldur Þor- varður Olafsson, bóndi á Jófríðar- stöðum. Hér hef ég því ruglað saman þeim Þorvaldi og Þorvarði og biðst afsökunar á þeim mistökum. Að öðru leyti stenst allt það sem í greininni stendur nema fæðingar- dagur Lilju Aradóttur, dóttur Ara Jónssonar stórbónda og kirkju- haldara á býlinu Innri-Njarðvík. Réttur fæðingardagur hennar er 24. september 1816. Rautt veski tap- aðist H.J. hringdi: „Ég varð fyrir því óhappi að týna rauðu veski í skemmtistaðn- um Hollywood, Ármúla 5 laugar- daginn 12. júlí. Veskið er rautt að lit og í því voru áríðandi kvitt- anir og ökuskírteini. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 84818.“ Skriðjöklar gefa plötu sína á Akureyri. Vinsældalisti rásar 2: Njóta aðdáendur Skriðjökla ekki sömu réttinda og aðrir? Nokkrir hlustendur rásar 2 höfðu samband: „Við erum héma nokkrir vinnufé- lagar sem höfum verið að ræða okkar á milli um uppistandið út af vinsældalista rásar 2. Að okkar dómi eru það forkastanleg vinnu- brögð hjá starfsfólki rásarinnar að svipta aðdáendur Skriðjökla at- kvæðisrétti við val á listann. Ekki síst þar sem lag eftir einn af starfs- mönnum rásarinnar hafði komist fyrirvaralaust í 1. sæti listans, áður en nokkur maður hafði heyrt það. Lag Skriðjöklanna „Ég sé um hest- inn“ var hins vegar orðið gríðarlega vinsælt fyrr á þessu ári eftir frá- bæra frammistöðu þeirra félaga í sjónvarpsþættinum „Á líðandi stundu". „Hesturinn" er þar fyrir utan miklu betra og skemmtilegra lag en hallærislag Jóns Ólafssonar. Sagt var að aðdáendur Bítlavinafé- lagsins hefðu hringt inn lagið. Aðdáendur Skriðjökla og „Hests- ins“ gerðu það líka. Njóta aðdáend- ur Skriðjökla ekki sömu réttinda og aðdáendur annarra hljómsveita? - Okkur félögunum fínnst að starfsfólk rásarinnar hafi orðið sér rækilega til skammar í þessu máli. Jlpööur á morgun Lúk. 16. Hinn rangláti ráðsmaður. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Orgelleikari BirgirÁs Guðmunds- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. ÁSPRESTAKALL: Vegna safnað- arferðar austur undir Eyjafjöll verður guðsþjónusta í Asólfs- skálakirkju kl. 2. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BORGARSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sigfinnur Þorleifsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson messar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólaf- ur Skúlason. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 1. Orgelleikari Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guömunds- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Altarisganga. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur 29. júlí: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Pétur Maack. Organisti Kristín Ög- mundsdóttir. Sóknarnefnd. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. Miövikudagur: Fyr- irbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SEUASÓKN: Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 11. Altaris- ganga. Síðasta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verður Ellen Halldórsdóttir búsett á Flórída, Bandaríkjunum, P.T. Réttarseli 16, Reykjavík. Organisti Sighvat- ur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- koma kl. 20.30. Samkoma verður miðvikudag kl. 20.30. Kveðju- samkoma fyrir kaftein Miriam Óskarsdóttur sem er á leiö til Panama. Ofursti Guðfinna Jó- hannesdóttir stjórnar. - KFUM & K: Samkoma kl. 20.30. Upphafsorð og bæn Steinunn Ásgeirsdóttir. Ræðumaður Guðni Gunnarsson. Gjafir í starfssjóð. FÍLADELFÍA Hátúni 2: Safnaðar- guðsþjónusta kl. 14.00. Ræöu- maður Sam Glad. Almenn guðsþjónusta kl. 20.00 á vegum Forlags Fíladelfíu. Elísabet Eir og Guðný syngja tvísöngva. Flutt verða ávörp. Samskot. Sam- komustjóri Einar J. Gíslason. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há- messa kl. 11. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14.00. Vestur- Islendingar og vinir þeirra sér- . staklega boðnir velkomnir. Sr. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta kl. 11.00 í Hrafnistu. Sr. Bragi Friðriksson messar. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Hrafnistu Hafnarfirði kl. 11.00. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 14.00. KAPELLA St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.00. Rúmhelga daga er messa kl. 18.00. v KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Lágmessa rúmhelga daga kl. 8.00. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta verður kl. 14.00. Kristján Björnsson guðfræðinemi prédik- ar. Organleikari: Einar Sigurðs- son. Sóknarprestur; SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl. 17.00. Sr. Sigurður Árni Þórðar- son rektor Skálholtsskóla pré- dikar. í dag, laugardag, verða sumartónleikar kl. 15.00 og 17.00. Leikin veröa verk eftir Jón Nordal tónskáld. ÞORLÁKSKIRKJA Þorlákshöfn: Messa kl. 11.00. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, guðfræðinemi, prédikar. Minnst verður þess að eitt ár er liðið frá vígslu kirkjunn- ar. Tómas Guðmundsson. Heilbirgðis- og tryggingamálaráðuneytið: Reglugerð um starf- semi Heilsuhælis NLFI endurskoðuð HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið hefur skipað nefnd til að endurskoða reglu- gerð fyrir starfsemi Heilsu- hælis NLFÍ í Hveragerði. í frétt frá ráðuneytinu segir að nefndinni sé sérstaklega falið að gera tillögur að breyttri reglugerð, með hliðsjón af breyttum lögum um heilbrigðisþjónustu. Ennfremur að kveða nánar á um afskipti héraðs- læknis af rekstri hælisins og tengsl endurskoðenda hælisins við ráðu- neytið auk annarra atriða. I fréttinni segir að ráðuneytið vænti þess að með endurskoðun*^- þessari takist að jafna þann ágrein- ing sem upp heftir komið varðandi rekstur Heilsuhælis NLFÍ í Hvera- gerði. í nefndinni eiga sæti: Ólafur Ól- afsson, landlæknir, sem jafnframt er formaður, Ingimar Sigurðsson, lögræðingur, Dr. Jónas Bjamason, efnaverkfræðingur, tilnefndur af rekstrarstjórn Heilsuhælis NLFÍ, og Friðgeir Ingimundarson, for- stjóri Heilsuhælis NLFI, tilnefndur af Náttúrulækningafélagi íslands. SÓLBORG SIGURSTEINSDÓTTIR, Hringbraut 111 lóst í Landspítalanum að morgni 25. júlí. Fyrir hönd annarra aöstandenda, María Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.