Morgunblaðið - 26.07.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 26.07.1986, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1986 • Landsliðshópurinn sem keppir við vestur-þýska landsliðið um helgina og á miðvikudaginn: Efri röð frá vinstri: Svanfrfður Guðjónsdóttir, form. kvennanefndar KSÍ, Katrín Eiríksdóttir, Karitas Jónsdóttir, Ema Lúövíksdóttir, Halldóra Gylfadóttir, Svava Tryggvadóttir, Vala Úlfljóts- dóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Sigurbergur Sigsteinsson, landsliðsþjálfari. Neðri röð frá vinstri: Ingibjörg Jónsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Arna Steinsen, Magnea Magnúsdóttir, Krístfn Arnþórsdóttir, Ásta M. Reynisdóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Sæ- mundsdóttur og Sigurlín Jónsdóttur. Kvennalandsliðið: Mætir V-Þjóðverjum íKópavogi á morgun ÍSLENSKA kvennalandsliðið leik- ur 2 landsleiki gegn landsliði Vestur-Þýskalands á morgun og miðvikudag. Leikurinn á morgun verður í Kópavogí og hefst klukkan 18, en á miðvikudag verður leikið i Laug- ardalnum og hefst sá ieikur klukk- an hálf átta. íslenski hópurinn er skipaður leikmönnum frá 6 félögum og eru 2 nýliðar í hópnum. Eftirtaldir leik- menn hafa verið valdir fyrir leikina, landsleikjafjöldi i sviga: Erna Lúövíksdóttir, Val, (9), Vala Úlf- Ijótsdóttir, ÍA, (1), Arna Steinsen, KR, (5), Ásta B. Gunnlaugsdóttir, UBK, (11), Ásta M. Reynisdóttir, UBK, (6), Guðrún Sæmundsdóttir, Val, (2), Halldóra Gylfadóttir, ÍA, (3), Ingibjörg Jónsdóttir, Val, (0), Laufey Siguröardóttir, Berg. Glad- bach, (8), Magnea Magnúsdóttir, UBK, (9), Karítas Jónsdóttir, ÍA, (3), Katrin Eiríksdóttir, ÍBK, (2), Kristín Arnþórsdóttir, Val, (6), Sig- urlín Jónsdóttir, ÍA, (0), Svava Tryggvadóttir, UBK, (4) og Vanda Sigurgeirsdóttir, ÍA, (4). íslensku stúlkurnar léku tvo landsleiki gegn þeim færeysku fyrr í sumar og vann íslenska liðið báða leikina með miklum yfirburðum. Til þessa hafa veriö leiknir 11 lands- leikrr og hefur liöið unnið 3, gert 2 jafntefli og tapað 6 leikjum. Leikið hefur verið gegn landsliðum Nor- egs, Finnlands, Skotlands, Svíþjóðar, Sviss og Færeyja. Vest- ur-Þjóöverjar eiga eitt af bestu kvennalandsliðum í Evrópu, og er því ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Næstu leikir kvennafandsliðsins verða í lok ágúst, en þá verður leikiö gegn Svisslendingum. Þjálfari íslenska liösins er Sigur- bergur Sigsteinsson. Knattspyrna helgarinnar Margir knattspyrnuleikir verða í deildakeppni karla og kvenna um helgina auk leikja íyngri flokk- unum. Heil umferð verður f 1. deild karla, 3 leikir í 2. deild og landsleikur f kvennaknattspyrnu. Norðurlandamót drengjalands- liða hefst í Danmörku á morgun og þá verður einnig leikur úrvals- liðs Suður-Amerfku gegn úrvals- liði annarra þjóða til styrktar Mexíkönum, sem urðu fyrir tjóni vegna jarðskjálftans í Mexfkó- borg fyrir tæpu ári, og fer leikur- inn fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Laugardagur 26. Júl( 1. daild: Akureyrarvöllur Þór A.—Víöir Kópavogsvöllur UBK—(BV Akranesvöllur lA—KR 2. deild: Siglufjaröarvöllur KS—Þróttur R. Vopnafjaröarvöllur Einherji — ÍBÍ Njarövikurv. Njarövik — Skallagrimur 3. deild karia: Fáskniösf völlur Leiknir F. — Reynir Á. Sauöárkróksv. Tindastóll — Valur Rf. Ólafsfjarðarvöllur Leiftur — Austri E. Neskaupstaður Þróttur N. — Magni 4. delld karla: Stykkishólmsv. Snaefell — Þór Þ. Stokkseyrarv. Stokkseyri—Vikingur Ól Gervigrasvöllur Léttir — Vikverji Gervigrasvöllur Árvakur — Grótta kl. 14.00 14.00 14.30 14.00 14.00 14.00 14.00 14.00 14.00 14.00 14.00 14.00 15.00 13.00 Fellavöllur Leiknir R. — Hafnir 14.00 Hólmavikurvöllur Geislinn — Hörður 14.00 isafj.v. Badmint. isafj. — Bolungarvfk 14.00 Súgandafjaröarv. Stefnir—Reynir Hn. 14.00 Hofsósv. Höfðstrendingur — Kormákur 14.00 Svalbarðseyrarv. Æskan — Austri R. 14.00 Húsavikurvöllur Tjömes — HSÞ-b 14.00 Seyöisfjaröarvöllur Huginn — Súlan 14.00 Breiödalsvöllur Hrafnkell — Sindri 14.00 Sunnudagur 27. júll 1. delld: ValsvöllurValur —FH 20. Keflavikurvöllur IBK — Fram 20. 2. deild kvenna: Borgarnesv. Skallagrimur—Afturelding 14. (R-völlur ÍR — Grundarfjörður 14. 4. delld karta: Gervigrasv. Skotf. R. — Grundarfjörður 14, Kópa.v. Landsl. kv. island — V. Þýskal. 18. 27. júli tll 3. ágúst: Noröurl.mót drengjalandsliöa í Danmörku. 00 .00 00 .00 .00 00 íslandsmótið 1. deild KÖPAVOGSVÖLLUR Breidablik — I.B.V. laugardag kl. 14.00. SPORTBÚÐ KÓPAVOGS Hamraborg 22 Sími 641000 Búðin sem Blikar versla í Kópavogsbúar fjölmennið á völlinn og styðjið liðið ykkar. Breiðablik í umbro BYKO Fimmtíu þúsund horfðu á fyrstu æfingu Barcelona Frá Bob Hennassy, fréttamanni Morgunblaöslns I Englandl. ÞAÐ ER ekki ofsögum sagt af knattspyrnuáhuganum í Barc- elona. Á fyrstu æfingu leik- manna fyrir næsta keppnistímabil, sem haldin var á Nou Camp, heimavelli liðsins í Barcelona, komu 50 þúsund áhorfendur — hvorki meira né minna. Geysileg stemmning var á leikvellinum, flöggum liðsins veifað og flug- eldar sprengdir á meðan leikmennimir skokkuðu örlft- ið, skiptu f tvö lið og tóku léttan leik. „Ef þetta er svona á æfingum, hvernig er þetta þá á leikjunum?" sagði Gary Lineker, sem þarna kynntist áhorfendum í knattspyrnu- borginni í fyrsta sinn. Á æfingunni voru leikmenn liösins kynntir fyrir áhorfendum og var Lineker, sem nefndur er „markaprinsinn", fagnað gríðarlega. Það sama má reyndar segja um Mark Hughes og aðra leikmenn. Leikmenn- irnir héldu í gær í tveggja vikna æfingabúðir til Andorra. Vinsældir knattspyrnunnar i Barcelona eru lygilegar, og byggjast reyndar að hluta til á því að knattspyrnufélagið varð einskonar sameiningartákn íbúanna sem vildu sjálfstæði Katalóníu á valdatíma Francos, og hefur nánast trúarlega merkingu í hugum þeirra. Til marks um þessar vinsældir má nefna að í þorginni eru gefin út þrjú dagblöð sem fjalla ein- göngu um knattspyrnu. Þá er i borginni útvarpsstöð sem ber nafn félagsins og útvarpar 5 klukkustundum af spjalli, við- tölum og umsögnum um félag- • Gary Lineker ið og leikmenninna — á hverjum einasta degi. Barcelona er lokaö félag — meölimirnir eru 109.052, og hver borgar um 2 þúsund krón- ur í árgjald, Langur biðlisti er eftir félagsskírteinum, og talið er að svartamarkaðsverö þeirra sé allt að 120 þúsund krónur. Skírteiniö færir eigandanum rétt til að kaupa miða á alla heimaleikina 25 fyrir samtals um 2.500 krónur. Meðaláhorf- endafjöldi á leikina er yfir 100 þúsund manns. Ofan á þetta hlaðast svo gríöarlegir fjármun- ir sem félagið fær fyrir auglýs- ingar á leikvellinum og annars staðar. Barcelona er svo ákveðið í slíkum samningum að enginn leikmanna má t.d. leika í skóm merktum framleiðanda nema greitt sé fyrir það stórfé — ef ekki, þá eru hvítu rendurn- ar einfaldlega fjarlægðar af skónum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.