Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 184. tbl. 72. árg. Sovétmenn samþykkja eftirlit Stokkhólmi, AP. SOVÉTMENN sögðu á afvopn- unarráðstefnu Evrópu, sem nú er haldin í Stokkhólmi, að þeir væru reiðubúnir til að ganga að skyldubundnu eftirliti með hern- aðarumsvifum sínum. Þetta er talið stórt spor í rétta átt nú þegar síðasta fundarlota ráð- stefnunnar er að hefjast. „Við getum . . . samþykkt að eftirlit fari fram á staðnum," sagði Oleg A. Ginevsky, sendiherra Sov- étríkjanna, við setningu ráðstefn- unnar. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Charles Redman, sagði að Bandaríkjamenn fognuðu því að Sovétmenn hefðu nú viðurkennt opinberlega að eftir- lit með hemaðarumsvifum sé snar þáttur í að ná samkomulagi. Ginevsky og Robert L. Barry, formaður bandarísku sendinefndar- innar í Stokkhólmi, sögðu báðir í ræðum sínum að stefnt yrði að því að gengið verði frá skjali með um- fangsmiklu samkomulagi áður en ráðstefnunni lýkur 19. september. Hún er haldin til að efla traust milli þjóða og er afsprengi Helsinki sáttmálans. Ginevsky forðaðist að veita svör við spumingum um stefnubreytingu Sovétmanna síðan ráðstefnan hófst fyrst í Stokkhólmi í janúar 1984. Þá sagði Andrei Gromyko, þáver- andi utanríkisráðherra, að krafa Bandaríkjamanna um eftirlit væri aðeins yfirskyn. Pakistan: Dregur úr mót- mælum Islamabad, AP. Andstæðingar Mohammads Zia uI-Haq, forseta Pakistan, börðust í gær við óeirðalög- reglu, lokuðu vegum og réðust inn á skrifstofur stjórnarinnar, en nokkuð dró úr átökunum er leið á daginn og var mannfall ekkert. Að minnsta kosti 26 hafa látið lífið í átökum í Pak- istan síðan á fimmtudag. Hreyfing lýðræðissinna (MRD) hóf á mánudag herferð til að koma Zia herforingja úr stóli og neyða stjórnina til að halda kosningar. Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er enn í gæsluvarðhaldi. Sjónarvottar sögðu að lögregla og her hefðu notað táragas og kylfur til að leysa upp göngu stjóm- arandstæðinga í borginni Dadu, sem er norður af Karachi. I Kar- achi vom þátttakendur í mót- mælum færri en lögregluþjónar, sem beittu kylfum og vom fljótir að kveða niður mótmælin. Fimm þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu í borginni Lahore STOFNAD 1913 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 Prentsmiðja Morgtmblaðsins LJOSAFLOÐ YFIR REYKJAVIK Morgunblaðið/Július VEL heppnaðri afmælishátíð Reykjavíkur í fyrradag lauk með glæsilegustu flugeldasýningu í manna minnum. Tugþúsundir gesta fylgdust með af Arnarhólnum og nágrenni hans. Flugeldarn- ir tendruðust og lýstu upp himininn. Afmælisdagskrá var haldið áfram í gær og verður fram haldið í dag. Fréttir frá afmælinu er að finna á bls. 2, 4, 7 og á bls. 32 er skýrt frá fjölmörgum gjöfum, sem borgin fékk á afmælinu. AP/Sfmamynd Ungir stjórnarandstæðingar kveiktu í hjólbörðum og eldiviði í Karachi í Pakistan í gær til að mótmæla því að Beneazir Bhutto, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, er enn í gæsluvarðlialdi. og stóðu mörg hundruð þungvopn- aðir óeirðalögregluþjónar vörð yfir göngumönnum. Gangan fór frið- samlega fram. Víða hefur herinn verið kvaddur til að aðstoða lögreglu og tóku fáir þátt í mótmælaaðgerðum um landið allt en leiðtogar stjómarandstöð- unnar viðurkenna ekki að herferðin gegn stjóminni sé að leysast upp og hvetja Pakistana til að mót- mæla daglega út þessa viku. Sextán manns létust og tugir særðust í átökum í Pakistan á mánudag. Bankastarfsmenn stálu hlutabréfum Mesta fjársvikamál Stokkhólmi, AP. FJÓRIR hafa verið handteknir vegna aðildar að stuldi á hluta- bréfum úr banka og kann þetta að reynast mesta fjársvikamál í sögu Svíþjóðar. Talið er að þjóf- arnir hafi stolið hlutabréfum í skógarhöggsfyrirtæki, selt þau og síðan stolið þeim aftur og þannig komist yfir um 320 millj- ónir íslenskra króna. Að sögn lögreglu stálu tveir starfsmenn sænska bankans „For- eningsbanken" hlutabréfunum en eigendur þeirra höfðu lagt þau inn í bankann vegna þess að bankinn hyggst taka upp tölvuskráningu hlutabréfa. Með þessu móti fá eig- endur bréfanna greiddan arð af þeim án þess að þurfa að koma með bréfin í bankann. Þjófarnir fengu fyrirtæki í Lundi bréfin en það fyrirtæki seldi þau síðan verð- bréfasölum. Þegar hlutabréfm bárust bankanum öðru sinni stálu þjófarnir þeim aftur. Talið er að sum bréfin hafí verið skráð allt að fjórum sinnum hjá bankanum. Stuldurinn varð uppvís þegar í í sögn Svíþjóðar ljós kom að fleiri hlutabréf í fyrir- tækinu, sem nefnist Norrlands Skogságaraes Cellulosa Aktiebolag, voru á skrá hjá bankanum en gefin höfðu verið út til sölu á frjálsum markaði. Að sögn Martins Blomme, yfir- manns fjársvikadeildar lögreglunn- ar í Stokkhólmi, er þetta sennilega mesta fjársvikamál í sögu Svíþjóð- ar. Belgía: Sljórnin boðar um- bætur í skattamálum Brussel, AP. BELGÍSKA ríkisstjórnin ætlar að beita*sér fyrir miklum umbótum í skattamálum, svipuðum þeim sem Bandaríkjaþing samþykkti um síðustu helgi. Var skýrt frá þessu í Brussel í gær. Dirk Bebacker, talsmaður Mark Eyskens, fjármálaráðherra, sagði að áætlað væri að skattalagabreyt- ingunum yrði að mestu lokið fyrir árslok 1989 þegar kjörtímabil stjómarinnar rennur út. Ríkisskip- uð nefnd vinnur nú að því að einfalda skattalögin og á hún að skiia af sér fyrir áramót. Bebacker sagði að Eyskens vildi fækka verulega skattþrepum ein- staklinga en þau eru nú 22 talsins. I Bandaríkjunum verður þeim fækkað úr 15 í tvö en Eyskens sagði í viðtali við Brussel-blaðið Le Soir, að Belgar gætu ekki gengið jafn langt og Bandaríkjamenn í að umbylta skattakerfinu. „Okkar skattakerfí er flóknara og fjárlagahallinn tiltölulega meiri. Þess vegna höfum við minna svig- rúm til breytinga," sagði Eyskens. Eyskens segir að skattalaga- breytingarnar muni ráðast af því hver árangur verður af efnahagsað- gerðum stjómarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.