Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 47 Úlfar er í öðru sæti ÍSLENSKIR unglingar eru að gera það gott í iþróttum á alþjóða vettvangi. Úlfar Jónsson keppir á Doug Sanders golfmótinu í Skot- landi og eftir að leiknar hafa verið 54 holur er hann í öðru sæti á 206 höggum sem er hvorki meira né minna en sjö höggum undir pari vallarins. Úlfar hafði forystu eftir fyrstu 18 holurnar eins og við skýrðum frá í gær og í gær léku kapparnir 36 holur og þá komst Skoti upp fyrir Úlfar. Ulfar lék báða hringina í gær á 70 höggum en sá skoski á 69 og 65 höggum. Norðmaður er þriðji þegar að- eins á eftir að leika 18 holur, hefur leikið á 4 undir pari og Daninn sem var í öðru sæti eftir fyrstu 18 hol- urnar er nú í fjórða sæti á 3 undir pari. Ef Úlfar kemst áfram í þessu móti þá missir hann af Norður- landamótinu sem fram fer i Danmörku því hann verður þá að keppa í framhaldi af Doug Sanders mótinu við jafnaldra sína úr öðrum heimsálfum. Ásgeir og Atli leika STAÐFESTING hefur borist til KSÍ frá Stuttgart og Bayer Uerdingen að þeir ísienskir leikmenn sem þar leika séu lausir í landsleikina þrjá sem verða í haust. Þeir sem hér um ræðir eru þeir Ásgeir Sigurvinsson og Atli Eðvaldsson en Lárus Guð- mundsson verður trúlega ekki orðinn heill fyrir þessa leiki. Leikirnir eru við Frakka og Sovétmenn hér heima og gegn Austur-Þjóðverjum úti og eru þeir liðir í Evrópukeppninni. Símamynd/AP • Eðvarð Þór Eðvarðsson stingur sér hér til sunds í úrslitasundinu í gær, en þar varð hann i áttunda sæti. Fyrr í gær setti hann stórglæsi- legt íslands- og Norðurlandamet í greininni og er nú í 12. sæti á heimslistanum. Bjóst ekki við svona mikilli bætingu núna — sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson sem í gær setti stórglæsilegt Norðurlandamet EÐVARÐ Þór Eðvarðsson sund- kappi úr Njarðvík náði í gær þeim frábæra árangri að komast í A- úrslit í 200 metra baksundi á heimsmeistaramótinu f sundi f Madrid. Eðvarð setti glæsilegt Norðurlandamet sem auðvitað var jafnframt íslandsmet í grein- inni er hann synti á 2:03,03 mínútum. Hann er annar íslend- ingurinn sem eignast Norður- landamet í sundi og er þetta Janus þjálfar í H JANUS Guðlaugsson hefur gerst þjálfari 3. deildarliðs íþróttafé- lags Hafnarfjarðar (ÍH) í hand- knattleik og var fyrsta æfingin f gærkvöldi. „Ég er úr leik í knattspyrnunni í bili, en það er erfitt að slíta sig frá íþróttunum. Ég ákvað því að grípa tækifærið þegar það bauðst og verð meö ÍH í vetur," sagði Janus Guðlaugsson i samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. „Það er mikill hugur í strákun- í Hafnarfirði eru margir í um. handboltanum í yngri flokkum FH og Hauka, en þegar kemur upp í meistaraflokk komast fáir að. Strákarnir vilja halda áfram og þá er félag eins og (H nauðsynlegt. Ég þjálfaði nokkra þessa stráka í yngri flokkum FH og þeir urðu ein- mitt íslandsmeistarar í 3. flokki á sínum tírna," sagði Janus. Vegna meiðsla í læri verður Jan- us frá keppni um óákveðinn tíma, en hann gerir ráð fyrir að skipta yfir í lH og leika með liöinu, þó síðar veröi. „Það eru tímamót hjá hand- knattleiksdeild ÍH núna. Þetta er þriðja áriö sem við rekum deildina og hingaö til höfum við þurft að æfa í Kópavogi. Nú höfum við fengið inni í íþróttahúsinu við Strandgötu og í Haukahúsinu og erum mjög ánægðir með að hafa fengið Janus sem þjálfara, þvíhann er frábær íþróttamaður og á örugglega eftir að hleypa lífi í deild- ina,“ sagði Sigfús Jóhannesson, formaður handknattieiksdeildar ÍH. Morgunblaðsliðið — 15. umferð ÞAÐ ERU þrír nýliðar í liði okkar fyrir 15. umferð. Halldór Halldórsson úr FH stendur í markinu og á miðjunni eru þeir Siguróli Kristjánsson og Kristinn R. Jónsson nýir en aðrir hafa verið i liðinu áður. Halldór Halldórsson FH (1) Ólafur Jóhannesson FH (3) Ársæll Kristjánsson Val (3) Valþór Sigþórsson ÍBK (2) Viðar Þorkelsson Fram (6) Ólafur Þórðarson ÍA (4) Valgeir Barðason ÍA(2) Siguróli Kristjánsson Þór (1) Sigurjón Kristjánsson Val (3) Kristinn R. Jónsson Fram (1) Ámundi Sigmundsson Val (3) hreint frábær árangur hjá honum og besti árangur sem íslenskur sundmaður hefur náð. „Auðvitað er ég ánægður. Ég er bókstaflega í skýjunum. Ég ætl- aöi að bæta mig frá því í fyrra en ég bjóst alls ekki við svona mikilli bætingu," sagöi Eðvarð í samtaidi við Morgunblaðið í gærkvöldi en þá haföi hann nýlokið viö keppni í úrlsitariölinum þar sem hann varð áttundi. „Eftir þetta mót í fyrra var ég í 38. sæti í heiminum en núna er ég kominn t 12. sætið og þar sem flest mót eru búinn núna þá fer ég ekkert neðar á þeim lista." Já, Eðvarö hefur svo sannarlega ástæðu til að vera í skýjunum. Hann hefur sýnt það og sannað að með mikilli elju og samvisku- semi er hægt að ná langt í íþróttum jaftivel þó aðstæður séu ekki eins og best er hægt að hugsa sér. í úrslitasundinu í gær var tvíveg- is þjófstartað og virtist það hafa einhver slæm áhrif á Eðvarð sem náði sér aldrei á skrið og varð síðastur í úrslitasundinu, synti þá á 2:04,22. „Ég gerði mér nokkrar vonir um bætingu á þessu móti og stefndi á að slá Norðurlandametið en ég bjóst ekki við aö slá það um rúma sekúndu. Ég sá stjörnur þegar ég kom í mark og sá hver tíminn var. Þetta var æðislegt og það er mjög gaman að eignast Norðurlanda- met,“ sagði Eðvarð. í dag eiga íslendingar frí í keppninni en á föstudaginn verður tekið til við það sem frá var horfiö í gær. „Ég keppi á föstudaginn í 100 metra baksundi og ég er ákveðinn í að standa mig vel þar líka,“ sagði Eðvarð. Guðmundur Harðarson iandsliðsþjálfari: Bestiárangur íslendings í sundi- „ÞETTA er alveg stórkostlegur árangur hjá stráknum, alveg stór- kostlegur," var það fyrsta sem Guðmundur Harðarson lands- liðsþjálfari sagði f samtali við Morgunblaðið í gær eftir að Eð- varð hafði sett hið glæsileg íslands- og Norðurlandamet í 200 metra baksundi. „Svona árangur hefur mikil áhrif á heilsuna hjá manni. Mér er eigin- lega alveg batnað," sagði hann hlægjandi er við spurðum hann um heilsufarið hjá íslenska hópnum en eins og við höfum skýrt frá var Guðmundur veikur og Magnús Ól- afsson varð að hætta keppni þar sem hann fékk hettusótt. „Þetta er án efa langbesti árangur sem íslendingur hefur náð í sundi og þetta er í annað sinn sem við eigum Norðurlandamet- hafa í sundi. Guðjón Guðmunds- son setti Norðuriandamet í 100 metra bringusundi þegar hann varð í 19. sæti á Olympíuleikunum árið 1972.“ Sumarmót HSÍ: Úrslit íkvöld ÚRSLITALEIKIR Sumarmóts HS^ verða í íþróttahúsi Digraness í kvöld og það verða lið UBK og FH sem leika til úrslita klukkan 21.15 en á undan þeim leik, eða klukkan 20, leika ÍR og Fram um þriðja sætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.