Morgunblaðið - 20.08.1986, Page 41

Morgunblaðið - 20.08.1986, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVlKUDAGUR 20/ ÁGÚST 1986 41 Madonna og Sean Penn komu m.a. fram á tónleikunum. íslenskra króna. „Þessi samtaka- máttur poppara kemur mér alltaf jafnmikið á óvart," sagði Bono er allt var yfirstaðið. „Poppheimurinn er nefnilega geysilega harður — hann samanstendur af prímadonn- um og eigingimispúkum, fólki sem einskis svífst til að koma sjálfu sér á framfæri og skara eld að eigin köku. Það má eiginlega segja að við séum öll; upp til hópa, ofdekrað- ar dúkkur. I það minnsta hefur lífið gefið mér miklu meira en ég hef gefið því — og stundum líður mér dálítið illa út af því. En þessi tón- leikaferð var frábær, sannaði það einu sinni enn að við getum bókstaf- lega allt, ef við aðeins leggjum okkur fram gleymum græðginni svolitla stund.“ Komin í hlutverk dr. Richard Rankins — horfir málið öðruvísi við. Redgrave í hlutverki Rankins og Richards Síður en svo karhnannleg i útliti — leikkonan Vanessa Redgrave, eins og hún lítur út í raunveru- leikanum. Og eftir að Rankins gekkst und- ir kynskiptaaðgerðina verður karlmaðurinn að kvenmanni. Redgrave i hlutverki tennis- stjörnunnar Renee Richards. Hin heimsfræga leikkona Vanessa Redgrave er sennilega betur þekkt fyrir flest annað en sérlega karlmannlegt útlit. Engu að síður fer hún með hlutverk karlmanns í sinni nýjustu mynd „Second Serve“. Þar leikur hún Dr. Riehard Rankins — kynskiptinginn, sem varð þekktur sem kventennisstjarnan Renee Richards. Rankins var álitinn mjög leikinn með spaðann, áhugamaður um íþróttina, áður en hann gekkst undir kynskipta- aðgerðina. Eftir hana tók hann sér hinsvegar annað nafn og hóf að keppa í greininni — og þá að sjálfsögðu í kvennaflokki. Velgengni hans (henn- ar) á vellinum varð til þess að leyndar- málinu var Ijóstrað upp og honum (henni) neitað um þátttöku í kvenna- flokki. Þennan dóm kærði Renee — málið var tekið fyrir í hæstarétti, sem úrskurðaði Renee konu og neitunina því óréttmæta. Öll sú athygli sem þetta mál vakti á sínum tíma, varð þó til þess að Renee dró sig í hlé og sagði skilið við atvinnumennskuna á þessu sviði. — En nú hefur þessi saga hins vegar verið fest á filmu og með aðalhlutverkið fer engin önnur en Vanessa Redgrave. Zappa. „Við hittumst fyrst fyrir tveimur árum,“ upplýsir Molly. „Þá var hann aðeins fjórtán ára, en ég sextán. Hann vakti strax athygli mína og þar sem ég er æði blátt áfram reyndi ég stöðugt að nálgast hann. Dweezil Zappa er hinsvegar afskaplega lokaður og feiminn að eðlisfari og loks var svo komið að hann lagði alltaf á flótta um leið og ég birtist. Það var ekki fyrr en við lékum saman í myndinni „Pretty in Pink“, sem við kynntumst svona fyrir alvöru — og þá var nú eftirleik- urinn auðveldur," segir hún og hlær dátt. Um framtíðina vill Molly sem minnst segja. „Ég er bara ákveðin í að halda áfram að læra, ætla að setjast aftur á skólabekk eftir tæpt ár,“ segir hún. „Auðvitað veit ég að leiklistin kemur til með að verða stór hluti af lífi mínu, en ég vil líka læra eitthvað annað. Nú er ég orð- in 18 ára og unglingahlutverkin verða vart fleiri. Ég er að færast upp í flokk fullorðinna leikkvenna og við það eykst náttúrulega sam- keppnin. En ég hef fengið að finna smjörþefinn af frægð og frama — og tel mig því undir þetta búna. Það sem skiptir mestu máli I þessu öllu saman er að maður fylgi ákveð- inni stefnu, hviki aldrei frá sam- visku sinni eða sannfæringu og skapi sér sinn eigin stíl. Þetta er nauðsynlegt, vilji maður halda söns- um. Það er líka fyrir þetta sem ég dái Diane Keaton. Hún er alveg sérstök, hefur sinn persónulega stíl og er afskaplega sterk manneskja. Annað átrúnaðargoð mitt er leik- konan Jessica Lang. Hún er eina leikkonan, sem ég hef kynnst, sem getur verið hvort tveggja í senn — afskaplega viðkvæm og góð en um leið sterk ogtraust. Það er nefni- lega hægara sagt en gert að samræma þessa tvo þætti," segir Molly Ringwald, sem nú stendur á þröskuldi „fullorðinsfrægðarinnar". Hin 18 ára gamla Molly Ringwal Warrens Beatty og Johns Hughes. — nánasta vinkona þeirra Opna Samveldismótið í skák: Jóhann Hjart- arson vann glæstan sigur Skák Margeir Pétursson London JÓHANN Hjartarson vann yfir- burðasigur á Opna breska samveldismótinu í skák, sem lauk í London i gær. Jóhann blaut átta vinninga af níu mögulegum, vann sjö skákir og gerði tvö jafntefli. Á mótinu tefldu m.a. fimm stórmeistarar. I þremur síðustu umferðunum vann Jóhann þrjá stórmeistara, þá Plaskett, De Fermian og Kudrin. í öðru sæti á mótinu urðu bandaríski stórmeistarinn Mick de Fermian og indverski alþjóða- meistarinn Prasad með sjö vinn- inga. Prasad hlýtur því titilinn „Skákmeistari breska samveldis- ins 1986“, því hann var efstur keppenda frá samveldislöndunum. Aðeins einn af ensku stórmeistur- unum tók þátt í mótinu, það var James Plaskett, sem Jóhann vann í sjöundu umferð. Sergei Kudrin varð að vinna Jóhann í síðustu umferð til að geta náð honum. Kudrin tefldi því djarft og fómaði manni strax í tíunda leik til að ná mátssókn. Þetta kom Jóhanni þó ekki í opna skjöldu, hann varðist af öryggi og Kudrin gafst upp þegar leiknir höfðu verið 26 leikir því þá blasti mát við honum sjálfum. Skák þeirra Kudrins og Jóhanns gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Kudrin, Bandaríkjunum. Svart: Jóhann Hjartarson. ítalski leikurinn. 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bc4 - Bc5, 4. c3 — Rf6, 5. b4!? - Bb6, 6. d3 - d6, 7. 0-0 - 0-0, 8. Bg5 - h6, 9. Bh4 - g5, 10. Rxg5?! — hxg5, 11. Bxg5 — Kg7, 12. Df3 - Hh8, 13. Rd2 - Kg6!, 14. h4 - Hh7, 15. Hael?! Jóhann Hjartarson - Bg4!, 16. Bxf6 - Dd7, 17. Dg3 - Kxf6, 18. d4 Hvítur hótar nú 19. f3, 18. - Ke7, 19. Bb5 - Hah8! Upphafið á gagnsókn svarts, 20. Rc4 — exd4!, Mun sterkara en 20. — Hxh4?, 21. f3, 21. Rxb6 — axb6, 22. cxd4 — De6!, 23. d5 - Df6, 24. dxc6 - Hxh4, 25. f4 - Db2!, 26. Be2 - Dd4+ og hvítur gafst upp því að hann er óveijandi mát. Jón Garðar Viðarsson frá Akur- eyri var einnig með á Opna samveldismótinu. Byijaði hann illa en vann á í lokin og náði jafn- tefli við spænska alþjóðameista- rann Calvo í síðustu umferð. Jón hlaut fimm vinninga. Vísitala byggingar- kostnaðar hækkaði um 3,6% á þremur mánuðum Jafngildir 15,0% verðbólgn á ársgrundvelli HAGSTOFAN hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í ágúst 1986. Reyndist hún vera 274,53 stig, eða 0,65% hærri en í júlí. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækk- að um 21,4%. Undanfama þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,6% og jafngildir sú hækkun 15,0% verðbólgu á heilu ári. Hækkun á verði steypu um 2,8% olli tæplega 0,3% hækkun vísi- tölunnar en hækkun ýmissa ann- arra efnisliða olli rúmlega 0,3% hækkun. Tekið skal fram, að við uppgjör verðbóta á fjárskuldbindingar sam- kvæmt samningum þar sem kveðið er á um, að þær skuli fylgja vísi- tölu byggingarkosnaðar, gilda hinar lögformlegu vísitölur, sem reiknað- ar em Ijórum sinnum á ári eftir verðlagi í mars, júní, september og desember, og taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar. Vísitölur fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu útreikn* ingsmánuði gilda hins vegar ekki nema sérstaklega sé kveðið á um það í samningum. ♦ +■*--- Leiðrétting: Minni Ingólfs í FRÉTT blaðsins af hátíðar- höldum á Arnarhóli á baksíðu í gær, þriðjudag, misritaðist nafif á tónverki Jóns Þórarinssonar og það ranglega nefnt „Minni íslands“. Verkið heitir „Minni Ingólfs'* og er tilbrigði við lag Jónasar Helgasonar við Ijóð Matthíasar Jochumssonar. Það leiðréttist hér með og eru hlutað- eigendur beðnir velvirðingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.