Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 5 Þráinn Bertelsson nýr ritstjóri Þjóðviljans STJÓRN Útgáfufélags Þjóðvilj- ans hefur samþykkt fyrir sitt leyti að ráða Þráin Bertelsson kvikmyndagerðarmann sem þriðja ritstjóra Þjóðviljans. Fyrir eru ritstjórarnir Árni Bergmann og Óssur Skarphéðinsson. Ragnar Ámason formaður út- gáfustjómar Þjóðviljans sagði í samtaíi við Morgunblaðið að á fundi stjómarinnar fyrr í sumar hefði honum, ásamt ritstjómm blaðsins, verið falið að leita að þriðja rita- stjóranum og hefði tillaga þeirra um Þráin verið samþykkt einróma á fundi stjórnarinnar nú. Hann tók það fram að samþykkt útgáfu- stjórnarinnar væri gerð með fyrir- vara um samþykki framkvæmda- stjómar Alþýðubandalagsins. Ekki er vitað hvenær Þráinn tekur til starfa á Þjóðviljanum, en Ragnar bjóst við því að það yrði á næstu vikum. Þráinn er 42 ára gamall. Hann lagði stund á heimspeki, sálfræði og kvikmyndun erlendis og hefur Þráinn Bertelsson starfað sem blaðamaður á Vísi og dagskrárgerðarmaður hjá sjónvarp- inu. Hann hefur gert nokkrar kvikmyndir og skrifað skáldsögur. Greiðslustöðvun Nausts framlengd Skiptaráðandinn i Reykjavík hefur framlengt greiðslustöðvun veitingahússins Nausts um rúm- an mánuð. Skiptaráðandi kvað fyrst upp úrskurð um greiðslu- stöðvun hjá Nausti frá 10. júní til 4. ágúst, en framlengdi greiðslustöðvunina nýlega til 10. september. Greiðslustöðvun er veitt með heimild í gjaldþrotalögunum til þeirra sem eiga í verulegum fjár- hagsörðugleikum en vilja freista þess að koma nýrri skipan á fjár- mál sín. Greiðslustöðvun má veita í þtjá mánuði og heimilt er að fram- lengja hana í fimm mánuði ef sérstaklega stendur á. Greiðslu- stöðvunin hefur þau réttaráhrif að á meðan á henni stendur er skuld- ara óskylt og óheimilt að greiða gjaldfallnar skuldir. Ekki má hann heldur stofna til verulegra skuld- bindinga, umfram það sem þarf til að halda áfram starfsemi sinni. Óheimilt er að taka bú skuldara til gjaldþrotaskipta, gera fógetaað- gerð í eignum hans eða selja eignir hans á nauðungaruppboði á meðan á greiðslustöðvun stendur. Lygílegr stór- laxaveiði... Við greindum frá því fyrir skömmu, að Eyþór Sigmundsson aflakló hefi veitt 23 punda hæng í Laxá á Ásum fyrir skömmu. Sagan var í raun ekki einu sinni hálfsögð, þetta var bara byijunin og framhaldið einstakt og sannar og sýnir að áin þarf ekki að heita Víðidalsá eða Laxá í Aðaldal til þess að það fljóti yfir stórlaxa í þeim. Eyþór og félagi hans Hen- rik Thorarensen fengu í sama hylnum þennan morgun fimm laxa sem vógu 16, 20, 20, 23 og 23 pund. Henrik veiddi sum sé annan 23 punda hæng og báðir sinn hvom 20 punda fiskinn og Eyþór að auki 16 punda hrygnu sem var grálúsug. Hún var fyrst á land og engu líkara en að hængamir stóm hafi ákveðið að það væri ekki þess vert lengur að lifa lífínu er hrygnan fagra var horfín upp á bakkann. Þeir tóku eins og kolar til síðasta „manns". Allir laxamir að 23- pundara Henriks undanskildum tóku flugu, Blue Charm nr. 8 og Þingeying straumflugur. Annars hefur verið eindæma veiði í Laxá, rúmlega 1600 laxar em komnir á land og enn er eft- ir nokkur veiðitími og talsvert eftir af laxi i ánni. Það hefur borið við, að legnir laxar hafa veiðst lúsugir að undanfömu, „þaralaxar" sem hafa legið í hálf- söltu neðst í Húnavatni, en síðan gengið upp. Það hefur dofnað lítillega yfir veiðinni og er hún þó enn slík að teldist stórgóð í öllum öðmm ám. Yfir 100 stykki úr Meðalfellsvatni... Mikill lax er í Meðalfellsvatni og má sjá hann á lofti um allt vatn. Yfir 100 laxar hafa veiðst og vóg sá stærsti til þess 17 pund, en hinir em af öllum stærð- um. Erfítt er að henda reiður á laxinn í vatninu, erfítt að vita hvar hann tekur og hvað hveiju sinni. Stundum sitja menn eða standa og dorga heilu dagana án þess að verða varir, en svo gerist ævintýrið skyndilega og betra að vera þá við öllu búinn. Þá hefur silungsveiðin verið nokkuð góð í sumar og að sögn fer urriðinn í vatninu stækkandi. Bleikjan er smá eins og fyrri daginn, en mörgum finnst samt gaman að kljást við hana. Um 200 laxar úr Álftá Mikill lax er í Álftá á Mýmm, stór og smár í bland og hafa veiðst um 200 laxar það sem af er og telst það gott, sérstaklega þar sem áin hefur verið vatnslítil mikinn hluta veiðitímans. Þrátt fyrir úrkomuleysi og minnkandi vatn að undanförnu, veiðast þetta Seinheppinn lax þreyttur á Koteyrarbroti í Langá og skömmu eftir að myndin var tekin var laxinn haldinn til feðra sinna. 4—8 laxar á dag að meðaltali á tvær stangir og á fimmtudaginn mættu á svæðið duglegir jaxlar sem fylltu kvótann, veiddu 20 laxa á stangimar tvær. Það þarf að „dekstra" Álftárlaxinn svolítið þessa dagana, en vafalaust verð- ur gaman að eiga í henni veiði- leyfi um' leið og áin vex í rigningu. Moshe F. Rubinstein Fyrirlestur um hugsun á tölvuöld í HÍ ÞESSA dagana stendur yfir námskeið um lausn viðfangsefna í stærðfræði og raunvísindum á vegum félags raungreinakenn- Námskeiðið heldur Moshe Rubin- stein prófessor við verkfræðideild Kalifomíuháskóla í Los Angeles. Moshe Rubinstein heldur einnig fyrirlestur á vegum félagsvísinda- deildar HÍ, sem hann nefnir „Hugsun á tölvuöld". Þar mun hann m.a. ljalla um breytt viðhorf í skóla- starfi, sem má að hluta rekja til tæknivæðingar nútímans. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, fimmtudaginn 21. ágúst, í stofu 101 í Odda, HÍ og er öllum opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.