Morgunblaðið - 20.08.1986, Page 40

Morgunblaðið - 20.08.1986, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR'20. ÁGÚST 1986 „Viögetuni ekki lal iö nnsþyrnnnpar ojí frelsissviptingu an dóins og laga viöffangast öllu lengur" — tRamtaka liópur listanianna segir ölluni þeini, sem vanviröa samferöamenn sína, stríð á hendur, án oflieldis. , n«wm ssráö e/dv ROKKAÐ til styrktar pólitískum föngum Draumurinn um bættan heim, vistlegri veröld, er nokkuð sem sameinar hinn vestræna hluta heimsins. Við virðumst geta deilt um allt á milli himins og jarðar — trúmál, stjórnmál, siðgæði og lög, en þegar að misþyrmingum, hungri eða frelsisskerðingu kemur — þá ^erum við sammála um, að það sé svaitur blettur á samvisku sérhvers hugsandi manns, svívirða við allt sem lifír. „Minnumst þess, að flest öll stórvirkin hafa verið unnin af mönnum, sem varðveitt höfðu hæfi- leika sinn til að dreyma stóra drauma," stendur einhvers staðar og vissulega er töluvert til í því. En það þarf fleira til. Á tímum þar sem hryllingsmyndir utan úr heimi eru daglegt brauð, blóð og byssur allt að því barnaefni, þá er ekki laust við að fólk verði ónæmt fyrir hörmungunum, fari jafnvel að finnast þetta eðlilegt. Að vekja fólk til vitundar er því fyrsta skrefið - virkja það til að berjast gegn þess- ari ómanneskjulegu smán. Meðal þeirra, sem gengið hafa hvað harð- ast fram í þessu, eru tónlistarmenn — blessaðir popparamir, sem lengst af hafa verið taldir einskisnýtir iðju- leysingjar, tillitslausir hávaðafram- leiðendur. Flestum er eflaust enn í fersku minni hvemig hrifningin hríslaðist niður bak þeirra og í bijóstinu kviknaði baráttubál, er þeir horfðu á „Live-Aid“-tónleikana í sjónvarpinu, fyrir ári síðan. Sá samtakamáttur var ógleymanlegur I - og enn eru popparamir að. Ekki alls fyrir löngu lagði nefnilega fjöldi listamanna upp í hljómleikaför um Bandaríkin, þeir komu fram til að safna fé til styrktar pólitískum föngum, víða um heim. Ferðin hafði lengi verið draumur Jaek Healey, framkvæmdastjóra Amnesty Int- emational í Bandaríkjunum. Það var svo í fyrra, þegar Bono, söngv- ari hljómsveitarinnar U2, afhenti félaginu framlag sitt, sem ráðist var í að hrinda draumnum í fram- kvæmd. Bono hreifst nefnilega af hugmyndinni og hafði samband við vini sína og kunningja, sem eru greinilega fjölmargir innan tónlist- arheimsins. Meðal þeirra voru t.d. Sting, Peter Gabriel, Bryan Adams, Joan Baez, the Neville Brothers og Lou Reed. Þegar lokatónleikarnir voru haldnir, eftir tveggja vikna för um landið, sagði Bryan Adams þessa reynslu hafa verið á við margra ára háskólanám. Bono lét þau orð falla að rokkið hlyti nú að hafa vakið marga upp af væmm blundi og Sting hét því að verða virkari í starfsemi samtakanna, sem hann hefur þó verið félagi í, í ein fimm ár. — En hvað getur almenningur gert til stuðnings þessum pólitísku föngum? „Meðvitaður almenningur er stjómmálalegur þrýstingur," segir Jaek Healey. „Við erum á móti of- beldi, í hvaða mynd sem er, og leggjum því að fólki að skrifa ráða- mönnum viðkomandi ríkja bréf, lýsa yfir vanþóknun sinni á þessari villi- mennsku og krefjast úrbóta. Það hefur líka komið í Ijós að þessi bréf hafa ótvíræð áhrif — þau gera þess- um mönnum grein fyrir því að við vitum hvers lags viðbjóð þeir láta viðgangast í löndum sínum - og innst inni er öllum annt um mann- orð sitt. Það er staðreynd." - Eru tónlistarmenn yfirleitt það vel fjáðir að þeir geti leyft sér að vinna launalaust vikum saman? »J6Ítahl* „Einstöku sinnum koma upp mál, sem eiga ekkert skylt við pen- inga,“ segir forsprakki the Neville Brothers, Cyril Neville. „Við urðum t.a.m. að aflýsa öllum okkar hljóm- leikum vegna þessa. Við höfðum svo sannarlega ekki efni á því fjár- hagslega — en við höfðum síður efni á því siðferðilega að sleppa þessari ferð.“ Auk þeirra, sem fyrr er getið, komu fram á tónleikunum m.a. Madonna og Sean Penn, Rosanna Arquette, Jack Nicholson, Shelley Duvall, Tom Petty, Bob Geldof, Yoko Ono og Dave Stewart. Af- rakstur þessa erfíðis var líka vel viðunandi, litlar 120 milljónir COSPER TF ©PIB umuui COSPER 10271 - Hva-hvað? Hvar er lítli sæti hundurinn minn? MOLLY RINGWALD Hún er tákn táninganna, en segir sjálf sína vera sál Molly Ringwald heitir hún, stelpan sem nú er orðin nokkurs konar tákn fyrir táninga út um allan heim. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn í myndunum „Breakfast Club“ og „Pretty in Pink“, sem nú er verið að sýna í kvikmyndahúsum verald- ar. En hvernig líkar Molly þesi skyndilega frægð? Er hún dæmi- gerður unglingur? „Ja, fólk virðist allavega vera með það á hreinu hvernig manneskja ég er“ segir hún. „I það minnsta hef ég lesið fjöldann allan af greinum, þar sem skapgerð minni og áhugamálum eru gerð ítarleg skil. Áuðvitað eru þær allar skrifaðar af fólki, sem ég þekki ekki, hef ekki einu sinni hitt. Það var sennilega mesta áfallið að upp- götva að úti í heimi hafi fólk bókstaflega atvinnu af þvi að Ijúga hinu og þessu upp á annað fólk. Fyrst í stað var mér alveg sama, enda var ég þá aðeins 14 ára og fannst ég vita alla skapaða hluti. Nú er ég hinsvegar orðin 18 — og einhverra hluta vegna finnst mér ég ekki alveg eins stór og áður. Sumar greinarnar finnst mér reynd- ar enn fyndnar, en aðrar eru bókstaflega illkvittnislegar og und- an þeim svíður sárt,“ bætir hún eldgamla Molly ásamt mótleikurum sínum í „Pretty in Pink“, þeim Andrew McCarthy og Jon Cry- er. við. „Ég veit eiginlega ekki hvað það þýðir, að vera venjulegur ungl- ingur. Mér finnst unglingar nefni- lega ekki síður fjölskrúðugir en þeir fullorðnu. En ef átt er við hvort égtilheyri ekki einhverri klíku — þá er svarið nei. Eg hef alltaf verið svolítill einfari í eðli mínu, alls ekki ólík þeirri manneskju, sem ég leik í „Pretty in Pink“. Eg er sjálfstæð í skoðunum, sættist sjaldan á mála- miðlanir og er frekar alvönigefin. Eg hef gamla sál, ef svo má að orði komast." Líf Mollyar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hún ólst upp við kröpp kjör — faðir hennar var blind- ur jazzleikari og fjárhagurinn því oft æði bágborinn. Þegar Molly var þriggja ára tróð hún fyrst upp — sönggamanvísur í alls kyns klúbb- um vestan hafs. Sex ára sendi hún svo frá sér sína fyrstu og einu hljómplötu, „Molly Sings“. Hún söng síðan jazzlög fram til 13 ára aldurs, þegar hún fékk loks hlut- verk í myndinhi „Tempest". Það var í þeirri mynd, sem þeir sáu hana fyrst, Warren Beatty og John Hug- hes, en þeir tveir eru nú hennar nánustu vinir. „Nú, það hafa auðvit- að ýmis blöð gert sér mat úr þeirri vináttu," segir Molly, „þið getið nú bara rétt ímyndað ykkur. Þær dylgjur eru vissulega ekki svara- verðar — koma einungis upp um rotið hugarfar og spillt siðgæði skríbentanna sjálfra, ekki satt?“ En þrátt fyrir andúð sína á hinum óvön- duðu vinnubrögðum sumra blaða- manna á Molly sér þá ósk heitasta að verða annað hvort rithöfundur eða blaðamaður. „Ég veit ekki hvað eða hvers vegna — ég bara veit að ég verð að fá að skrifa,“ segir hún. Unnusti Mollyar er einnig þekkt- ur — og þá fyrir að vera sonur föður síns — tónlistarmannsins Franks

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.