Morgunblaðið - 20.08.1986, Side 46

Morgunblaðið - 20.08.1986, Side 46
46 " MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 íslandsmótið á kjölbátum Morgunblaöiö/Þorkell • Skýjaborg á beitivindi út Skerjafjörð. Útsýni til landsins er oft stórfenglegt umhverfis Reykjavík. SÍÐASTLIÐNA helgi var haldið íslandsmót á kjölbátum, og var mest siglt á ytri höfn Reykjavík- ur. Alls 14 bátar luku keppni, sem var undir stjórn Odds Friðriks- sonar. Skipta má keppni í tvo aðal flokka. Annars vegar keppni á ''ákveðnum siglingaleiðum þar sem fast land eða siglingaleið markar brautir. Þar má t.d. nefna keppni yfir Atlantshafið, umhverfis eyjar t.d. England eða Sjáland. Þá er keppni umhverfis hnöttinn vinsæl, og er þar skemmst að minnast nýafstaðinnar „Whitbread round the world", þar sem frægir aðilar voru þátttakendur á sérsmiðuðum bátum. Hin tegund keppni er byggð upp á baujum sem lagt er út eftir ákveðnum reglum, en aðalreglan þó að fyrsti leggur skal vera sigling beint upp í vind, eða þar sem bát- ar þurfa að „krussa" upp fyrsta legg. Jafnan er slík keppni kölluð þríhyrningskeppni, enda lögð með 3 baujum. Öllu jöfnu er keppnisstjóri á bát, sem ræsir keppendur við línu, þvert á vind, miðað við bauju nr. 1 og þess reynt að gæta að vind- stefna sé frá bauju nr. 2. Keppendur eru ræstir með merkjagjöf. Hljóð- og fánamerki byrja 10 mínútum fyrir rásmerki og innskot 5 og 1 mínútu áður og tíminn þannig talinn niður. Ef sigldar eru þríhyrningskeppn- j^ir er venjulega stuðst við '„Óplympíuform", þ.e. þríhyrning- ur, pulsa, þríhyrningur, strik. Þá er fyrsta umferð frá línu A/1, að 2 og að 1, annar 1—2—1 (pulsa), síðan annar þríhyrningur, 1/2/3/1 og þá er lagt í síðasta legg (strik- ið) frá 1 að 2, hvar stjórnbátur hefur lagst við fast og markað linu þvert á vind séð frá bauju nr. 2. Þegar bátar skera línuna er gefið merki og millitími tekinn. Engan veginn er gefið, að sá bátur sem fyrstur kemur í mark sigri, þar sem möguleikum þeirra er jafnað með forgjöf. Forgjöfin er reiknitala sem byggð er upp á hlutfalli lengdar sjólínu, seglflatar og þyngdar báts. Siglingatími bátanna í hverri keppni er umreiknaður og hlut- fallstalan sýnir endanlega röð þeirra. Öllu jöfnu eru sigldar 5 umferðir þegar keppt er um titil og ræður samanlögð stigagjöf þeirra hver titilinn hreppir. Spenna í keppni sem þessari er mikil, eink- um vegna þess að leyfilegt er að fella niður „lökustu" niðurstöðu þegar sigldar eru 5 umferðir, þann- ig að spenna er oft mikil vegna frákasts slakrar keppni sem hefur jafnvel gefið 10—14 refsistig. Þríhyrningskeppni sem þessi er vinsæl, og eins og vitnað var í, þá er keppt eftir þessu formi á Ólympiuleikum. Skammt er að minnast keppninnar „American Cup" 1984 þar sem Ástralir mættu til leiks með sérhannaðan kjöl, kjöl með vængjum. Kjöl þennan hafa margir reynt siðan en litlar sögur eru af eiginlegu gildi hans utan þess að auglýsingin hafi haft sál- ræn áhrif á keppinautana, enda varð sigurinn Ástrala sem þurfa að verja hann innan skamms. íslandsmótið á kjölbátum Siglingar hérlendis eru í mikilli sókn og hafa 14—16 kjölbátar lok- ið keppni á undanförnum árum þegar keppt hefur verið um meist- aratitilinn á kjölbátum. Á bakvið keppni liggur mikil vinna og samæfing ef sæmilega á að takast. Öllu jöfnu eru 3—5 skip- rúm mönnuð á hverjum bát þannig að yfir 60 beinir þátttakendur voru í móti helgarinnar. Bátar og áhafnir í mótinu voru: 18—20 feta bátar: Carmen: Gunnlaugur Jónasson, ísleifur Friðriksson, Ólafur Jónsson. Aida: Daníel Friðriksson, Valdimar Karlsson. 20-24 feta: Súsanna: Jóhann Reynisson, Ingibjörg Einarsdóttir, Hannes Tómasson, Már Hallgrimsson. Albatross: Jóhann Gunnarsson, Þorkell Magnússon, Edda Þorkelsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Jóhann Magnússon. Funi: Hjörtur Eiríksson, Rúnar Steinsen, Páll Hreinsson. Assa: Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Hallvarðsson, Baldvin Einarsson. Mardöll: Bjarni Hannesson, Magnús Karl Pótursson, Guðjón Torfi Guðmundsson. 25-28 feta: Skýjaborg: Baldvin Björgvinsson, óttarr Hrafnkelsson, Bjarki Arnórsson, Guðmundur I. Skúlason. Frá: Kristján óli Hjaltason, Stefán Friöfinnsson, Sigurjón Kristjánsson, Ágúst Arnbjörnsson. Stjarnan: Erling Ásgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Ólafsson, Steinar Gunnarsson. 30 feta: Sæstjarnan: Viðar Ólsen, Gunnar Hilmarsson, Amanda Dunn, Steinn Steinsen, Birgir Hilmarsson. Eins og í upphafi var greint frá var keppnisstjórn í höndum Odds Friðrikssonar, með aðstoð Andr- ésar Adolfssonar á „Norninni" fyrri tvo daga keppninnar og Jóhannes- ar Jónssonar á „Venusi frá Akra- nesi" síðasta keppnisdaginn. Fyrsta umferð hófst á Skerja- firði. Rásmark var við Kópavogs- bryggju, sigld var „hafskipaleið" út Skerjafjörð, fyrir „Akureyjar- bauju" og markið var í mynni Reykjavíkurhafnar. Vindur var mestur NNA 4—5 vindstig, sem kallast góður byr. Þó var vindur og alda fyrir Gróttu full mikil fyrir báta undir 25 fetum þannig að þeir þurftu að minnka segl, annað hvort með því að rifa stórsegl eða skipta um fokku. Ekki voru allir sáttir við að rifa þannig að beiting varð hörð frá Gróttu að Akureyjar- bauju, þar sem áhafnir vissu af siglingu „undir belgsegli" allt inn í Reykjavíkurhöfn. Sá leggur var skemmtilegur, enda lens undirfull- um seglum á hámarks hraða. Fyrstu sætum í þeirri keppni skiptu með sér: 1. Frá, 2. Stjarn- an, 3. Carmen, 4. Aida, 5. Eva, 6. Sæstjarnan. Önnur umferð hófst kl. 10.00 á laugardag. Rásmark var gefið kl. 10.10 og sigld þríhyrningskeppni: Rásmark, Hjallaskersbauja, 7 bauja, rásmark, Hjallasker, rás- mark o.s.frv. í þeirri keppni féll Engey inn í brautina. Vindur var NNV 1—2 stig, sem telst fremur hægur og sigling þvi fremur róleg, að undanteknum augnablikum þar sem keppendur reyndu að hrella hvorn annan með því að „stela" vindi hvor frá öðrum eða á annan „löglegan" máta að nýta rétt sinn til þess að komast framar. Fyrstu sæti skiptust þannig: 1. Skýjaborg, 2. Frá, 3. Mardöll, 4. Assa, 5. Carmen, 6. Sæstjarnan. Þriðja umferð hófst kl. 15.25 á laugardag. Þá hafði vindur snúist meira til norðurs 2—3 vindstig og var því þríhyrningurinn frá rás- marki norðan hafnarmynnis, að Akureyjarbauju/Hjallaskeri/rás- merki o.s.frv. Skipting sæta: 1. Skýjaborg, 2. Frá, 3. Carmen, 4. Eva, 5. Stjarn- an, 6. Assa. Á sunnudag voru fyrirhugaðar 2 umferðir, en vegna vindleysis varð að fella niður þá seinni. Keppnin hófst kl. 10.10 og sigldur svipaður þríhyrningur og í keppni 2, nema innan Engeyjar. Vindur var austan 1—3 vindstig. Rásmarkiö var rétt sunnan hafnarmynnis og var frem- ur þröngt. ALIir kusu stjórnborðs- start og var mikil glíma í markinu að ná sem bestri stöðu, einkum þar sem fá stig skildu að marga báta um fyrstu sætin. Leikar fóru fljótt á þann veg að Frá, Stjarnan, Assa og Mardöll náðu að kljúfa sig út úr hópnum og sigla fritt. Flestir aðrir bátanna lentu í vindskugga og gátu illa losnað úr hnappheld- unni. Fyrsti þríhyrningur var þó fremur rólegur, en þegar kom að næsta legg var siglt beint undan vindi þannig að stærri bátarnir, svo sem Sæstjarnan og Skýjaborg náðu að skyggja nokkra fremri báta og hefta þá. Keppnin ein- kenndist því af glímu við að losna, en við baujur þrengdist hópurinn ætíð og sama glíman byrjaði upp á nýtt. Skipting sæta varð: 1. frá, 2. Stjarnan, 3. Carmen, 4, Aida, 5. Albatross, 6. Assa. Eins og greint var áður frá varð að fella niður síðustu umferðina, þannig að ekki var hægt að nýta úrkast. Keppnislok urðu þvi: 1. sæti Frá, 2. sæti Skýjaborg, 3. sæti Carmen, 4. sæti Stjarnan, 5. sæti Aida, 6. sæti Assa. Með sanni má segja að siglinga- keppni, séð úr landi, sé litrík og skemmtileg íþrótt. Marglit segl og fallegir bátar eru á ferðinni. Oft eru það bátar sem eigendur hafa smíðað sjálfir og eiga þá til skemmtunar fyrir sig, fjölskyldu og vini. Siglingar hér eru meira en keppni, því mjög margir bátar eru til, sem taka ekki þátt í þeim, en eru mikið notaðir til hollrar og góðrar útivistar. Við fáar aðrar aðstæður er glímt meira við nátt- úruna og duttlunga hennar, með því að haga seglum í vindi, láta regnið bylja á sér eða sóla sig úti á fjörðum og flóum landsins. Leiðrétting RANGT var farið með nöfn tveggja leikmanna i úrslitum ís- landsmótsins í knattspyrnu yngri fiokkanna, sem greint var frá í gær. Það var Níels Dungal, sem skor- aði fyrsta mark FH gegn Þór, Akureyri, i úrslitaleiknum í 5. flokki, sem FH vann 2:0, og hjá íslands- meisturum Stjörnunnar í 3. flokki var Valdimar Kristófersson sagður Valdimarsson í lista yfir marka- skorara. í nafnalista undir mynd af leikmönnum Stjörnunnar féllu niður nöfn Sigurðar Hilmarssonar, sem er annar frá vinstri í efri röð, og Valdimars, sem er þriðji frá vinstri. Þá féll niður nafn Róberts Gíslasonar, en hann er þriðji frá hægri í efri röð á myndinni af ís- landsmeisturum Fylkis í 4. flokki. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. f / í Morgunblaöið/Þorkell • Sæstjarnan úr Kópavogi og Stjarnan úr Garðabæ háðu glímu um gott sæti við Seilubauju. Sæstjarnan varð fyrri bátur að bauju og gat siðan beitt hærra þannig að Stjarnan fóll í vindskugga og tapaði hæð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.