Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR’20. ÁGÚST 1986 15 frá að segja. Hann fagnaði líka vel hveijum áfanga, sem náðist við rit- un Sögu Reykjavíkurskóla, en ég hafði þann hátt á að færa honum fyrstum hveija bók. Sátum við þá gjaman lengi ásamt Rósu, konu Einars, og ræddum það, sem nú væri út komið og hvað eftir væri. Því miður var síðasta ferð mín með bók til Einars, skömmu fyrir jólin 1984, ekki eins ánægjuleg og allar aðrar, því að heilsu hans var þá mjög tekið að hraka og Ijóst orðið, að elli var tekin að leggja höft á þennan athafnasama mann. Að leiðarlokum á samleið okkar Einars Magnússonar minnumst við Steinunn hans með þakklæti fyrir margs konar velgjörðir og ánægju- legar samvemstundir. Rósu, dætram þeirra Einars og öðram vandamönnum færam við samúðar- kveðjur. Blessuð veri minning Einars Magnússonar. Heimir Þorleifsson Bernskan og æskan eru trúlega þeir dýrmætustu örlagaþræðir sem við síðan spinnum lífsvef okkar úr. Og inn í þessa þræði spinnast pers- ónur sem hafa áhrif beint og óbeint allt lífið út. Einar Magnússon, fyrrverandi menntaskólarektor og fræðari af guðsnáð, er kvaddur að sinni. Ég held að orð spámannsins Kahlil Gibran eigi að mörgu leyti vel við Einar, en hann sagði: „Ef fræðarinn er í sannleika vitur, þá býður hann ykkur ekki inn í hús vísdóms síns heldur leiðir hann ykkur að dyram ykkar eigin sálar. Stjömufræðing- urinn getur talað við ykkur um þekkingu sína á geimnum en hann getur ekki gefíð ykkur skilning sinn.“ Já, Einar Magg elskaði landið sitt, landafræði og útivist. Hann var náttúrubarn sem kunni sannarlega að tala þannig að aðrir hrifust með honum, þó þeir hinir sömu væra að öllu leyti frábitnir útivera. En hann átti fleiri hliðar. Einar var kvæntur móðursystur minni, Rósu. Hjónaband þeirra hafði staðið í meira en sextíu ár og var hann innilega ástfanginn af henni alla tíð. Hann var ákaflega bamgóður og hafði gleði af bömum, var hress og lifandi og kunni að koma fram í návist þeirra. Dætrum sínum var hann einstakur faðir og mikill heim- ilismaður. Móður minni, mágkonu sinni, var hann sannur mágur og vinur. Minnist ég margra stunda er Einar kíkti við á Dyngjuveginum, rétt til að spjalla, fá sér kaffibolla og heyra hvað væri títt. Já, Einar Magnússon var um margt óvenjulegur og minningin lif- ir þó maðurinn deyi eða eins og skáldið sagði í lok viðburðaríkrar ævi: „Vort líf sem svo stutt og stop- ult er, það stefnir á æðri leiðir." Það er takmarkið. Sé því náð er allt fengið. Og við sem eftir stönd- um óskum góðrar íerðar. Helga Mattína Björnsdóttir Við Einar Magnússon voram samkennarar í rúma íjóra áratugi í Menntaskólanum í Reykjavík, sem trúlega er einsdæmi. Um langt ára- bil vorum við einir um að semja stundatöfluna og notuðum til þess gataða krossviðarplötu sem merkt- um töppum var stungið í. Við slógum vinnunni uppí gaman með því að sæma kennara skringilegum nöfnum og eiginleikum sem gátu orðið okkur dijúgt hlátursefni þegar við voram að fást við tappana þeirra. Einar kenndi lengi vel manna mest í skólanum en hafði samt mörg önnur járn í eldinum svo sem kennslu í öðrum skólum, undir- búning verðandi menntaskólanema, ritstjórn Alþýðublaðsins og smíði sumarhúsa og fleira. Mér er nær að halda að þessi störf hafi oft kostað hann annan eins tíma og kennslan í menntaskólanum. Hve- nær hann svaf er mér ráðgáta. Eitt sumarið var hann vanur að vera kominn inn að Grensásvegi til þess að vinna þar að smíði sumar- húss úr ósamstæðu timbri, sem rekið hafði á fjörur hans. Þá hafði hann jafnan með sér yngri dóttur sína, litla, en árrisula. Hún lék sér þar af lífí og sál að öllu dótinu, meðan hann sagaði og negldi. Þrátt fyrir allt annríkið gaf hann sér tíma til að synda í laugunum, og var með okkur í kennaraleikfíminni, en tók þó lítt þátt í handbolta. Hafði heldur illan bifur á keppnisgreinum. Útivist og ferðalög vora honum að skapi, enda vora þeir Einar og Valdimar Sveinbjömsson leikfími- kennari fyrstir til að ferðast Sprengisand norður í Bárðardal í bíl, með ótrúlega framstæðum far- arbúnaði. Þeir Einar og Valdimar voru aðalbílstjórar skólabilanna Grána og Nýja Grána. Þeir byggðu sér í félagi sumarbústað við Varmá í Mosfellssveit. Byggingaraðferð sinni lýstu þeir þannig: í stað tommustokks höfðu þeir tvær spýt- ur, löngu fjölina og stuttu ijölina, og ef það gekk ekki upp, þá höfðu þeir til taks tvo hnífa. Hvað sem um þetta má segja dvöldust fjöl- skyldur þeirra i bústað þessum mörg sumur og leið þar ágætlega. Þriðja bústaðinn reisti Einar löngu seinna upp við Rauðavatn. Haust nokkurt fóram við í réttir austur í Fljótshlíð á bílnum Stalin, en þann bíl hafði Einar þá nýlega eignast. Einar ók bílnum sjálfur, en farþegar voru Pálmi Hannesson rektor, Sveinbjörn Siguijónsson kennari, Valdimar Sveinbjömsson og ég. Auðvitað var kveðist á í ferð- inni og til skýringar á því sem á eftir kemur skal þess getið að ég skemmti mér og nemendum mínum stundum með kúluvarpi í skólaport- inu. Ég sat aftur í og hafði orð á því að bykkjan gengi skrykkjótt. Var þá skjótt ljóðað á mig úr fram- sætinu: Óttast ruggið Kojls i kugg kúlugugginn þundur En úr aftursætinu var svarað: Sónar bruggar görótt grugg gíraduggur lundur. Þegar frá leið fundu menn út að með því að setja ^Lónar hnugginn" í staðinn fyrir „Ottast raggið" var komin boðleg sléttubandavísa. einu sinni voram við Einar á leið upp að Kolviðarhóli með skíðafólk í kalsaveðri og Einar við stýrið dálít- ið kvefaður. Hann vissi að ég var með pakka af smávindlum í vasan- um en vissi hinsvegar ekki hvað tegundin hét. Þá verður honum að orði: Vindil gefa víst þú skalt svo verði ei kvefið mér að bana Þennan fyrripart var ekki erfítt að botna: Ef þér hefur orðið kalt angrið sefar Pepitana. En Pepitana var einmitt nafnið á vindlunum. Segja má að Einar tæki miklu ástfóstri við okkar gamla skóla. Á fímmta tug aldarinnar, þegar það kom til orða hjá ráðamönnum um skólamál að flytja skólann í nýtt og stærra húsnæði svo að hann gæti einn fullnægt nemendum borgarinnar, lagðist Einar ákveðið á móti því enda varð þróunin önn- ur. Svo kom það í hlut Einars að sjá um endurbætur gamla skóla- hússins. Það var klætt að utan með úrvalsviði án þess að útlit þess breyttist, og gerðar voru nauðsyn- legar breytingar innanhúss. Og skólinn stendur æ hinn sami. Það voru margar ánægjustundir sem við hjónin áttum hjá þeim hjón- um Einari og Rósu, einkum meðan þau áttu heima í Norðurmýrinni. Það verður seint þakkað eins og vert er. Einar Magnússon var einn þeirra manna sem ég hefði mjög ógjarnan viljað hafa farið á mis við að kynnast. Það kom oft fram hvað honum var annt um nemendur, ekki aðeins meðan þeir vora í skóla, heldur einnig að skólavist lokinni. Hann gerðist fljótt fijálsmannlegri í umgengni sinni við nemendur en lengi hafði verið í tízku og áttum við samleið í því. Honum lét aldrei að vera mjög hátíðlegur. Mikið missti Rósa þegar Einar missti heilsuna, meira en táram tekur. Við lifendur getum ekki ann- að gert en að óska henni, dætrum og dætrabörnum þess að þau fái styrk í sorg sinni. Blessuð sé minning Einars Magn- ússonar. Sigurkarl Stefánsson MorgunDlaOiö/bigurour jonsson Hótel Geysir í Haukadal. Á góðviðrisdögum á mikill fjöldi ferðamanna leið hér um og hótelið þjónar því brýnni þörf. Náttúran sér um skemmtiatrið- in á Bláfellsbar Hótels Geysis Selfossi. HIÐ NÝREISTA hótel að Geysi í Haukadal jók nýlega við starf- semi sína og opnaði Bláfellsbar i húsakynnum sínum. Barinn ber nafn af Bláfelli sem blasir við gestum hótelsins til norðurs. Út um glugga hótelsins sér vel yfir hverasvæðið í Haukadal þar sem Strokkur sér gestum fyrir ókeypis skemmtiatriðum og þeytir vatnsstrókum í loft upp. Náttúran er líka söm við sig og gleður auga gestanna með ótrú- legum litatilbrigðum. Hótel Geysir tók til starfa í sum- ar og er ekki að fullu frágengið. Áformað er að ganga frá aðalinn- gangi hótelsins í vetur svo og að laga baðaðstöðuna og sundlaugina sunnan undir hótelinu. Þá er og ofarlega í hugum eigenda hótelsins að byggja álmu með hótelherbergj- um fyrir um 70 gesti við hótelið. „Ef einhvers staðar hefur verið þörf fyrir hótel var það hér á þessu svæði,“ sagði Már Sigurðsson hótel- stjóri. „Fólk á ekki að þurfa að aka langar leiðir eingöngu til þess að borða, þegar það er að fara að skoða þessa staði héma, Gullfoss og Geysi. Fólkið hefur lítinn tíma í dagsferðum en með þessari þjón- ustu okkar héma nýtist tími þess betur og það fær meira út úr ferð sinni. Einnig er það svo að bygging myndarlegs hótels hér á þessu svæði gefur fólki betri mynd af staðnum. Það verkar nefnilega illa á fólk að sjá niðumíðslu á þessum aðalferðamannastað landsins. Á hlaðinu við Hótel Geysi er oft æði mannmargt, einkum þegar Geysisgos era í vændum. Þá skipta gestir þúsundum á einum degi. Það era einkum erlendir ferðamenn sem notið hafa matarþjónustu hótelsins, en fyöldi íslenskra gesta fer vax- andi, giftingarveislur hafa verið haldnar í hótelinu og hópar hafa pantað þar þjónustu. Innréttingar hótelsins era sérstakar að gerð og kalla fram stemmningu sem hæfír. í september er von á knattspymu- liðinu Juventus sem hyggst halda veislu í hótelinu. Salur hótelsins hefur einnig verið nýttur undir sýn- ingar og er þar nú sýning á málverkum Gísla Sigurðssonar. Það era hjónin Már Sigurðsson og Sigríður Vilhjálmsdóttir sem reka Hótel Geysi og söluskálann Geysi. Það er í mörgu að snúast yfír ferðamannatímann enda fara um staðinn 80% þeirra erlendu ferðamanna sem til landsins koma á ári hveiju. — Sig Jóns. Ræðismenn Islands í öllum heimsálfum hittast í Rvík „Þetta er í Jþriðja skipti sem ræðismenn Islands erlendis þinga í Reykjavík, en æskilegt væri að hægt væri að halda slíka fundi reglulega,“ sagði Komelí- us Sigmundsson, deildarstjóri almennrar deildar í Utanríkis- ráðuneytinu, er blm. Morgun- blaðsins innti hann eftir tilhögun þings ræðismanna í Reykjavík dagana 31. ágúst til 4. september nk. Ræðismennimir sem sækja munu þingið eru margir hveijir langt að komnir, a.m.k. einn kemur frá Afríku og munu allar aðrar heims- álfur einnig eiga sína fulltrúa. Búist er við hátt í 300 manna hópi, 130 ræðismönnum ásamt ijölskyldum, og mun allur hópurinn dvelja á Hótel Loftleiðum meðan á heim- sókninni stendur. Island hefur ræðismenn í 162 borgum í rúmlega 50 löndum. Kvaðst Komelíus telja að af þeim sem hingað koma nú, væri elstur í starfi ræðismaður íslands í Ála- sundi í Noregi, Óskar Larsen, en hann hefur gegnt starfanum frá árinu 1949. Dagskrá þingsins hefst þann 1. september á þvj að utanríkisráð- herra, Matthías Á. Mathiesen fjallar um utanríkisstefnu Islendinga í er- indi. Þá ræðir Ingvi Ingvason ráðuneytisstjóri Utanríkisráðuneyt- isins, um utanríkisþjónustuna og hlutverk hennar og Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri í Við- skiptaráðuneytinu, mun fjalla um utanríkisverslun íslendinga. Þá munu ræðismenn snæða hádegis- verð í boði samtaka útflytjenda, en að honum loknum flytur Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra iðnrekenda, erindi um íslensk efnahags- og útflutnings- mál. Þar á eftir fræðir síðan Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, ræðismenn um útflutning íslenskra sjávarafurða og Ragnar Halldórsson, formaður stjórnar Útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins, flytur erindi, er að þeim málaflokkum lýtur. Þessum fyrsta degi þings raeðismanna lýkur við svo búið með kvöldverði í boði utan- ríkisráðherra. Næsta degi verður varið í skoðunarferð m.a. til Gull- foss og .Geysis, en morguninn 3. september gefst ræðismönnum kostur á að hlýða á allmarga fyrir- lestra um menningar- og ferðamál. Þeir snæða síðan hádegisverð í boði borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar, fara í skoðunarferð um Reykjavíkurborg og halda við svo búið í móttöku til forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Að kvöldi þessa þriðja dags heim- sóknarinnar gangast samtök út- flytjenda fyrir kvöldverðarboði og léttri skemmtidagskrá á skemmti- staðnum Broadway. Daginn eftir halda flestir ræðis- mannanna heim á leið, en nokkrir þeirra munu þó, að sögn Kornelíus- ar Sigmundssonar, framlengja dvölina, ýmist til þess að ferðast meira um landið eða efla viðskipta- sambönd sín hér. Courantmynt fyrir Specie Leiklist Jóhann Hjálmarsson Afmæli Reykjavíkur: SKÚLIMAGNÚSSON OG UPP- HAF REYKJAVÍKUR eftir Kjartan Ragnarsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Leikarar Leikfélags Reykjavík- ur. Skúli Magnússon og upphaf Reykjavíkur, leikþáttur eftir Kjartan Ragnarsson, var fluttur á afmælisdegi Reykjavíkur í gær. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða tilraun til upprifj- unar á Islandssögu þar sem Skúli situr í öndvegi með innréttingar sínar. Eins og mönnum er kunn- ugt mætti viðleitni Skúla litlum skilningi þrátt fyrir háan ríkis- styrk og voru það ekki síst einokunarkaupmenn sem snerast gegn fyrirtækinu. í frægri vísu er vikið að innréttingunum með orðunum: „Kominn er fransós, kláði á fé, Courantmynt fyrir Specie." Fór svo að menn unnu á ný ull með hefðbundnum hætti í staðinn fyrir að stunda verk- smiðjurekstur. Kjartan Ragnarsson lætur ís- lendinga kyssa vönd konungs- valdsins og smjaðra fyrir embættismönnum. Upp úr allri eymdinni rís Skúli Magnússon hressilega túlkaður af Þorsteini Gunnarssyni. Ymis atriði sýning- 'arinnar þóttu mér góð og skopleg vel, eins og til dæmis þegar greint er frá fundi Skúla og danskra. Þar era viðhorf Dana til skersins sýnd í þvi ljósi sem við þekkjum. Ekki er líklegt að Kjartan Ragnarsson hafi hugsað sér að semja nýja íslandsktukku með leikþætti sínum um Skúla Magn- ússon. Þótt bragðið hafí verið upp skemmtilegum og fjörlegum myndum í þættinum fengist ég ekki til að mæla með því að hann yrði lengri en það sem við sáum á hátíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.