Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 48
\ heim Sbókhauhð SEGÐU RMARHÓLL PEGAR ÞU EERÐ ÚTAÐ BORÐA -----SÍMI18833---— MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 VERÐ I LAUSASOLU 40 KR. Engar hrefnu- veiðar í sumar — segir Halldór „ÞAÐ nánast liggur fyrir að ekki verður af þeim héðan af í sum- ar,“ sagði Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra þegar hann var spurður að þvi hvort tekin hefði verið ákvörðun um href nuveiðar við landið í sumar. Spurður um ástæðuna fyrir þessu sagði Halldór að mönniim þætti orðið of áliðið sumars. Enn hefði Ásgrímsson ekki gefist tækifæri til að útvega sprengiskutla í stað svokallaðra kaldra skutla, eins og Alþjóða hval- veiðiráðið hefði mælt með. Þá hefði ekki tekist að undirbúa rannsókn- imar nægilega vel, en það yrði að gera því hrefnuhluti rannsóknar- áætlunarinnar hefði fengið mesta gagnrýni í vísindanefnd Alþióða hvalveiðiráðsins. -Beint úr flug’sýningn í sjúkraflug inn á öræfi ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti í gærkvöldi slasaða konu að Skjálfandafljótsgljúfri fyrir norðaustan Tungnafellsjökul. Konan er ráðskona hjá brúarvinnuflokki sem þarna er að störfum. Hún slasaðist í andliti og var lögð inn á Borgarspítalann í gærkvöldi. í gærkvöldi tókst ekki að afla frétta af tildrögum slyssins. Morgunbladið/Ingvar Sjúkraflutningamenn taka við slösuðu konunni og aka henni á mik- illi ferð í spitalann. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Búrhvalinn rak dauðan á land fyrir u.þ.b. viku, en hafði sést á reki í sjónum í Eyjafirði í einn til tvo daga þar á undan. Búrhval rak á land við Árskógsströnd BÚRHVAL hefur rekið á land við Fagur- höfða, sem er um einn km norður af ÁrskógsstÖnd við Eyjafjörð. Trillusjómenn urðu varir við búrhvalinn þar sem hann lá uppi við ströndina á milli kletta þar, en þá hafði hann verið á reki í sjónum í einn til tvo daga, að þeirra sögn. Jóhann Siguijónsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Morg- unblaðið að hvalurinn væri dæmigerður búr- hvalstarfur, fullorðinn 16 metra langur, sem er meðalstærð. Gunnlaugur Konráðsson, útgerðarmaður á Arskógsströnd, hefur undanfarin sumur stundað hrefnuveiðar og sagði hann í samtali við blaða- mann að vart hefði mikillar hvalagengdar í sumar og væri allt vaðandi í hval í firðinum, en því miður mætti ekki veiða hann. Flugleiðir: Sækja um áætlun arfliig1 til Boston A að koma í stað f lugs til Detroit Þyrla Landhelgisgæslunnar var á Reykjavíkurflugvelli þegar hjálp- Norðurlanda- met Eðvarðs EÐVARÐ Þór Eðvarðsson sund- maður úr Njarðvík setti í gær Norðurlandamet í 200 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í sundi sem fram fer i Madrid. Eðvarð synti á 2:03.03 mínútum og bætti Norðurlandametið um rúma sekúndu og íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Eðvarð er annar íslendingurinn sem nær því að setia Norðurlanda- met í sundi, Sjá nánar á bls. 47. arbeiðnin barst, á flughátíð í tilefni af 50 ára afmæli Flugmálafélags íslands. Áhöfn þyrlunnar sýndi björgun með þyrlu og var að undir- búa hífingu Péturs Einarssonar flugmálastjóra upp í þyrluna þegar kallið kom. Þyrlan hætti við sýning- una í skyndingu og fór áhöfnin að undirbúa sjúkraflugið en flugmála- stjóri stóð eftir á vellinum í fullum skrúða. Þyrlan fór í loftið um klukk- an átta og var komin til baka rúmlega tíu. Þannig vildi til að læknir tók þátt í sýningu þyrlunnar á Reykjavíkurflugvelli og fór hann með í sjúkraflugið. Sjúkraflugið gekk mjög vel að sögn Páls Hall- dórssonar fiugstjóra þyrlunnar. FLUGLEIÐIR vilja hætta áætl- unarflugi til Detroit og fljúga þess í staðinn til Boston. Lög- fræðingar félagsins lögðu umsókn þess efnis inn til banda- ríska utanríkisráðuneytisins á mánudag. Áður hafði sendiherra íslands í Washington átt milli- göngu um fundi með banda- rískum yfirvöldum og fulltrúum félagsins. „Við eigum mjög stóran markað á New England svæðinu í kringum Boston," sagði Sigurður Helgason forstjóri í samtali við Morgunblaðið. „Þessum viðskiptavinum hefur farið fækkandi vegna hækkunar á flug- fargjöldum milli Boston og New York. Á undanfömum tíu ámm höfum við lík;a byggt upp flutninga á ferskum físki til New York, en raunin er sú að megnið af honum er síðan flutt landleiðina á markað í Boston. Með því að bjóða upp á beint fragtflug þangað tel ég að við getum bætt markaðsstöðu okk- ar.“ Sigurður sagði að sótt hefði ver- ið um Ieyfíð frá og með 1. nóvem- ber, þegar vetraráætlun félagsins gengur í gildi. „Ef þetta næst í gegn verðum við jafnframt eina flugfélagið sem getur boðið flug frá Boston til Norðurlandanna, en far- þegar munu geta skipt um vél á Islandi og haldið áfram til þeirra ákvörðunarstaða." Hann sagði að á lciðinni til meginlands Evrópu yrði hinsvegar hörð samkepnni. Meðal félaga sem bjóða flug á þeirri leid eru Trans World Airlines, North- west Orient og Sabeena. Útlit fyrir góða berjasprettu: Vika í að ber nái fullum þroska NÚ FER sú tíð að ganga í hönd þegar landsmenn flykkjast út á heiðar og móa landsins til að tína ber. Morgunblaðinu forvitnað- ist um það í sveitum landsins hvernig beijaspretta væri í suraar. Hún er viðast hvar góð en það var samdóma álit viðmælenda blaðsins að enn verði fólk að bíða eina til tvær vikur til viðbótar áður en berjatíðin verður í algleymingi. „Það er geysileg beijapretta héma. Ég hef sjaldan séð jafn mikið af blábeijum hér, þetta er miklu meira en í fyrra sem var þó gott sumar," sagði Dóra Þór- hallsdóttir, prestsfrú á Þingvöll- um, í samtali við Morgunblaðið. „Berin eiga þó eftir viku til tíu daga til að ná fullum þroska, en þá eru landsmenn velkomnir hing- að í beijatínslu." „Ég reikna ekki með því að það verði mikið af beijum í Heiðmörk í ár,“ sagði Hafliði Jónsson fyrr- verandi garðyrkjustjóri. „Beija- sprettan byggist á vordögunum í maí þegar blómgunin á sér stað en nú í vor var all kalt á þeim tíma. Það á reyndar líka við um Suð-Vesturland, Vestfirði og jafn- vel Norðurland. „Það er lítið um ber enn sem komið er hér á Snæfellsnesinu og þau eru flest smá og römm. Eg býst ekki við því að þau verði orðin góð fyrr en um mánaðamót- in,“ sagði Finnbogi G. Lárusson á Laugarbrekku í Breiðuvík í sam- tali við Morgunblaðið. „Þetta getur þó verið misjafnt eftir því hvar þú ert staddur. Þetta eru nánast einvörðungu krækiber, ég hef nánast engin bláber séð.“ „Þetta lítur vel út. Aðalbláberin eru að verða þroskuð, krækiberin mættu stækka aðeins meira en bláberin eiga svolítið í iand ennþá þetta eru mest grænjaxlar enn- þá,“ sagði Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum í Reykhólasveit. „Þetta er þó svo lítið mismunandi eftir svæðum. Sumstaðar er þetta komið lengra á veg. Það virðist ætla að verða vel í meðallagi af beijum hér á Vestfjörðum í sum- „Þetta er ekkert í frásögur færandi eins og er, bömin eru rétt farin að kroppa í berin," sagði Sigurður Pétur Björnsson á Húsa- vík. „Annars er erfítt að spá í þetta núna, útlitið er mjög óljóst eins og stendur. Þó virðist mér ekki vera von á neitt sérstöku betjasumri þrátt fyrir ágætt veð- ur.“ „Það virðist vera all sæmileg beijaspretta hérna," sagði Gréta Friðriksdóttir á Reyðarfirði í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég komst nýlega í aðalbláber í Áreyjum en þar voru líka krækiberin all stór. Ég hef einnig ,svo dæmi sé tekið, heyrt að mikið sé af aðalbláberum í Vöðlavík og krökkt af blábetjum. Þetta verður líklega mjög gott beijasumar hér á Austurlandi ef að veðrið breytist ekki mikið frá því sem nú er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.