Morgunblaðið - 20.08.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 20.08.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 * Aningarstaður: eftir Sigurð Signrðarson Af öllum þeim náttúruundrum sem land okkar býr yfir eru As- byrgi og Jökulsárgljúfur einna stórfenglegust, svo hrikaleg sem þau eru, en um leið fögur. Þarna var að verki eldur úr iðrum jarð- ar, mórautt vatnið í Jöklu og gróður jarðar. Ásbyrgi og Jök- ulsárgljúfur er nú þjóðgarður íslands, vin fyrir ferðamenn, náttúruskoðara og skáld. Hver vildi ekki vera fær um að mæra þessa staði í bundnu máli líkt og Einar Benediktsson, Matthías Jochumsson og Krislján Jónsson, fjallaskáld. í þesáari grein verður reynt að lýsa þessum stórkostlegu stöð- um fyrir lesendum i máli og myndum. Við hefjum ferðina við Dettifoss og höldum siðan í Ás- byrgi og endum í Vesturdal. Jökulsá á Fjöllum kemur undan Dyngjujökli, sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Þaðan rennur fljótið norður í AxarQörð. Þrjár brýr eru á Jöklu, eins og kunnugir nefna fljótið, í Kelduhverfi, á Mývatnsör- æfum og loks sunnan við Upptypp- inga. Jökla er mikið fljót strax við Upptyppinga. Skammt fyrir neðan fellur jökuláin Kreppa í Jöklu og eykst þá vatnsmagnið talsvert. Fáar ár aðrar bætast í fljótið, en líklega kemur mikið vatn neðanjarðar und- an Ódáðahrauni, á Mývatnsöræfum er Jökla orðið skaðræðisvatnsfall. Skammt norðar fellur fljótið í gljúf- ur, sem er farvegur þess allt norður í Kelduhverfi. Þar kemur fljótið fram á sléttar eyrar, framburð síðustu árþúsunda, og þar hverfur Jökla loks í hafíð. Við brúna í Öxarfirði er meðal- vatnsrennsli í Jöklu um 220 rúmmetrar á sekúndu, en við mynni árinnar er meðalrennslið um 240 rúmmetrar á sekúndu. Til saman- burðar má nefna að meðalrennsli Elliðaánna er um 5,5 rúmetrar á sekúndu og meðalrennsli Ölfusár 420 rúmmetrar á sekúndu, en hún er talin vatnsmesta á landsins. Hins vegar er Jökulsá á Fjöllum 206 km á lengd, en Þjórsá 230 km á lengd. Dettifoss Eftir nokkurn akstur frá Mývatni er komið að brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum. Skammt austan hennar liggur vegur í norður um svokallað- an Hólssand og er vegurinn við hann kenndur, þó svo að Hólssand- ur sé aðeins hluti af leiðinni norður í Öxarfjörð. Fyrsti viðkomustaður- inn á leiðinni norður er að sjálfsögðu Dettifoss. Nokkuð erfitt er að lýsa Detti- fossi af einhverri sanngimi. Þeir sem ekki hafa séð Dettifoss verða vísast fyrir vonbrigðum að sjá hann eftir að hafa lesið um hann há- stemmda lýsingu. Samt er vart hægt annað en að nota sterk lýsing- arorð, fossinn er stórkostlegur og fagur. Einar Benediktsson, skáld, orti um Dettifoss, sem hann sá með „gagnaugunum" eins og það hefur verið nefnt, þegar menn sjá hag- nýtt gildi í einhveiju. Einar sá ekki aðeins stórkostlegt náttúrufyrir- bæri, heldur einnig kraftinn sem hægt var að virkja í rafmagn, þjóð- inni til hagsbóta: Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafin yrði í veldi fallsins skör... Kristján Fjallaskáld Jóhannsson sá fossinn á annan hátt. Sem kunn- ugt er vom ljóð Kristjáns ekki alltaf með bjartri brá, heldur frekar þung- lyndisleg. Um fossinn yrkir Krist- ján: ... og þegar sveit með sorgarhljóði syngur döpur of ann’ra ná, í jörmun-elfdum íturmóði yfir mér skaltu hlæja þá. Annað er hljóðið í Matthíasi Joch- umssyni er hann lýsir Dettifossi. Ifyrir honum er fossinn gífurlegur kraftur og tákn um guðlegt verk. Beint af hengibergi byltast geysiföll flyxufax með ergi fossa—hristir—tröll; hendist hádunandi hamslaus iðu-feikn. Undrast þig minn andi, almættisins teikn. Þó er eins og flestum, sem á annað borð þekkja til ljóðs Matt- Áning innst í Ásbyrgi. Náðhús við Dettifoss, á brún Jökulsárgljúfurs. Óneitanlega er þetta falleg mynd og þess vegna er hún birt. híasar um Dettifoss, sé minnistæð- ast þetta niðurlag eins erindisins: Þó af þínum skalla þessi dynji sjár, finnst mér meir, ef falla fáein ungbams tár. Dettifoss fellur fram af háu bjargi ofan í djúpt gljúfur og má með nokkru sanni segja að fossinn sé í syðsta hluta Jökulsárgljúfra, þó svo að gljúfrin byrji svolítið of- ar, þar sem er Selfoss. Fossinn er mjög fagur af eystri bakkanum, en þó mun vera enn betra að líta hann frá vestri. Varast ber að koma nálægt bjargbrúninni, því hún getur verið ótraust. Dæmi eru til þess að fólk hafi hrapað niður í gljúfrið. Nokkru fyrir neðan Dettifoss er Hafragilsfoss. Þó laglegur sé, er hann á engan hátt sambærilegur við Dettifoss, hvorki að lögun, hæð eða reisn. Umhverfi Hafragilsfoss er þó ákaflega tilkomumikið, mynd- anir í hamraveggjunum eru til- komumiklar og víða eru gróðurtorf- ur sem skreyta gljúfrið. í gljúfrinu fyrir neðan Dettifoss regnbogi í úðanum frá fossinum. Jökulsárgljúfur, innan þjóðgarðs- ins, eru um 30 km löng. Þegar hér er komið sögu, hefur verið stiklað á jarðsögu gljúfranna og í leiðarlýs- ingu eru að baki aðeins tveir km af gljúfrunum. Vart myndi heilt myndast á sólríkum dögum fagur Fagurt stuðlaberg í bakgrunni. tölublað Morgunblaðsins duga .í skilmerka leiðarlýsingu. Ásbyrgi Haldið er nú sem leið liggur nið- ur í Öxarfjörð, yfir brúna og í Ásbyrgi. Ásbyrgi er merkilegt fyrir- bæri, sem í raun tilheyrir aðeins þjóðgarðinum, en ekki hinum eigin- legu Jökulsárgljúfrum. í langan tíma var það mönnum hulið hvemig Ásbyrgi hefði myndast. Sú þjóðsaga lifir að Sleipnir, hestur Óðins, hafi drepið þar niður fæti, enda er Ás- byrgi ekki ólíkt hóffari hests ef grannt er skoðað. Framanaf héldu menn, jafnvel Þorvaldur Thorodd- sen, að Ásbyrgi væri jarðfall, en í byijun aldarinnar komust glöggir menn að þeirri niðurstöðu að Ás- byrgi væri verk Jöklu og mun það vera rétt eins og hér kemur fram á eftir. Ásbyrgi er mest um 1,1 km á breidd. Dýptin frá norðri, suður að tjöminni innst inni, er nefnist Byrgistjöm, er 3,5 km og þar em um 450 m á milli hamraveggjanna. Hæðin á hömmnum við Byrgistjöm Horft til norðausturs úr Ásbyrgi, eyjan til vinstri. Þverárhyma og Sandfell I baksýn. i Stuðlabergsmyndun fyrir framan Vesturdal. „Kastalinn" i Vesturdal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.