Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 *' lifc’ - Aðalfundur Skipavíkur hf. í Stykkishólmi: Vélar til skelveiða og vinnslu seldar fyrir 20 milljónir e» Á fullri ferð í strengnum undir Ölfusárbrú. Þeir sem þrautvanir eru hafa þá óvanari á milli sín niður verstu flúðirnar. Finnbogi er fyrir miðju í biáum bát. Stykkishólnii. AÐALFUNDUR skipasmíðatöðv- arinnar Skipavíkur hf. í Stykkis- hólmi var haldinn 14. ágúst sl. Rögnvaldur Lárusson form. stjórnar setti fund og rakti í stuttu máli framkvæmdir og verkefni sl. árs. Fundarstjóri var I leit að óþekktum leiðum: Enskir siglingamenn fóru niður Hvítá á kaiökum Selfossi. Selfossi. HÓPUR Englendinga lauk sunnudaginn 11. ágúst sl. ferða- lagi sínu niður Hvitá á kajökum. Föstudaginn 8. ágúst sigu þeir niður í Hvítárgljúfur neðan við Gullfoss og réru þaðan niður að Brúarhlöðum og síðan áfram nið- ur ána. Ferð sína hófu siglinga- mennirnir í Blákvísl á Kili og hefur hún í alla staði tekist vel enda í hópnum mjög reyndir menn sem m.a. hafa farið niður ár í Himalajafjöllum. Þegar siglingamennimir fóru síðasta spölinn frá Selfossi niður að Eyrarbakka slóst í för með þeim Finnbogi Guðmundsson frá Sel- fossi, áhugamaður um kajakferðir. Áður en farið var af stað tóku þeir sér tíma sunnudaginn 10. ágúst til æfínga í sundlauginni þar sem Finnbogi fékk tilsögn í því að kom- ast á réttan kjöl ef kajaknum hvolfdi, en sérstaka tækni þarf til að snúa kajaknum án þess að losna úr honum. s Á leið sinni niður ána sýndu Englendingarnir mikla varúð og aðeins þeir reyndustu fengu að fara niður erfiðustu hjallana. Ferð þeirra undir Ölfusárbrú vakti mikla at- hygli vegfarenda enda óvenjuleg sjón. Heimamenn eru því vanastir að láta ána í friði og leika sér ekki að hættum við hana að óþörfu. Á leiðinni niður flúðimar fyrir ofan og neðan Ölfusárbrú tóku reyndari ræðaramir tvo óvana á milli sín og fóm þeir niður flúðirnar þrír saman eins og ekkert væri og var að sjá að þetta væri Ieikur einn, þó svo það sé ekki á færi nema snjöllustu manna að halda sér á réttum kili niður slíkar flúðir. Þátttakendur í ferðinni niður Hvítá em flestir frá Yorkshire og hémðum þar í kring og frá írlandi. Hópurinn bar heitið „Icelandic Canoe Expedition". Með í för sigl- ingamannanna em konur sumra þeirra og böm, alls 24. I inngangi að ferðaáætlun hópsins segir m.a. að kajaksiglingar gerist æ vinsælli í Englandi og séu að verða vinsæl- asta frístundagamanið í Englandi. Kajaksiglingar em stundaðar á síkjum og vötnum þar sem hættulít- ið er að vera eða á straumhörðum ám og við brimharðar strendur sem bjóða upp á æsingu og átök. Það hefur færst mjög í vöxt að famar séu ferðir á kajökum niður straumharðar ár þar sem em mikl- ar flúðir og straumur harður. Það sem hefur freistað manna til slíkra ferða, segir Alan Barber, er að sýna fram á að það sem var áður talið ómögulegt sé það í raun ekki. „Nú, þegar flest helstu fjöll heims hafa verið klifín, farið hefur verið í krappri beygju í einum strengnum niður þekktustu árnar á kajökum og djúp hafsvæði könnuð er kominn tími fyrir eitthvað, sem er öðm- vísi,“ segir Alan Barber. „Eitthvað, sem er ögrandi en ánægjulegt að takast á við og gefandi fyrir þátt- takenduma. Með þetta í huga leitum við óþekktra leiða.“ Englendingarnir sögðust undr- andi á því hvað áhugi á kajaksigl- ingum væri lítill á íslandi. „Og þið, sem eigið svo góðar ár til þess að stunda þetta sport,“ sagði einn þeirra. Þeir sögðu einnig að í Eng- landi væri vaxandi áhugi fólks á íslandi bæði þeirra sem stunduðu sport sem þetta og þeirra sem hefðu áhuga á að kynnast sérstæðri nátt- úru og aðstæðum sem væm á Islandi. Sig Jóns. Magndís Alexandersdóttir og fundarritari Árni Helgason. Rögnvaldur sagði að verkefni félagsins hefóu aðallega verið á sviði viðhalds og breytinga stærri skipa og tekist hefði að halda eðli- legum rekstri allt árið. Hann sagði að félagið hefði farið í að smíða og framleiða vélar til skelveiða og vinnslu. Hefðu þeir þegar selt þessi tæki bæði til Noregs, Færeyja og Grænlands og þegar hefði þessi sala í útflutningi numið 20 milljón- um og hefðu þeir fengið góða auglýsingu út á þessa framleiðslu. Hugað væri að meiri breidd í þess- ari iðn. Velta félagsins jókst um 10% milli ára en efnissala minnkaði að sama hlutfalli. Seld vinna jókst um 31% og vélavinna um 25%. Launagreiðslui' urðu 53% hærri og stjómarkostnaður hækkaði um 42%. Afskriftir urðu tæpar 3 millj. Halli á tilboðsverkum 2,9 millj. og halli ársins 2,6 millj. Tekjur skv. rekstrarreikningi voru um 50 millj. og niðurstöður efnahagsreiknings 44 millj. Hrein eign í árslok 29 millj. aukning um 17%. Eignastaðan er því góð, en orsaka hallareiknings er að leita í harðri baráttu á tilboðsmarkaði og minnkandi efnissölu. Fram- kvæmdastjóri, Ólafur Kristjánsson, las um reikninga og skýrði þá. Þeim Rögnvaldi kom saman um að ofan á þá erfiðleika og fá ný verkefni bættist hversu erfiðara væri með hveiju ári að fá hæfa og þjálfaða starfsmenn og halda þeim. Þetta ættu ótal fyrirtæki við að glíma. Ýmislegt hefði verið reynt til að lagfæra þetta og horfurnar í dag væru betri en í fyrra. Á árinu voru 35 starfsmenn hjá fyrirtækinu og laun greidd 14 milljónir. Ákveðið var að greiða hluthöfum 10% arð. Vissulega eru margii' örðugleikar að baki. Og framundan bíður glíma við aðra og vonast sigrast á þeim, því bjartara er framundan sagði Ólafur. Við höfum lagt 1,5 milljón- ir í viðgerðir og endurbætur en það þarf að gera betu. Skipavík hf. er eitt af traustum fyrirtækjum í Hólminum og góður atvinnuveitandi. Árni Vörumarkaðurinn hí. EÐISTORG111 S: 62 22 00 IGNIS Kæliskápar í miklu úrvali. Góð greiðslukjör. Öll verð miðuð við staðgreiðslu. H. 81, br. 46, d. 50, 80 litra, m/is- bakka. H. 85, br. 46, d. H. 113, br. 56, d. 60, H. 104, br. 47, d. ^, litra' m/,rV*H- 60, 180 litra, H. 85, br. 56, d. 60. m/frystihólfi. 160 Iftra, án frysti- H. 133, br. 55, d. 60, 270 litra, m/frysti- hólfi. H. 144, br. 60, d. 60, 340 lítra, m/frysti- hólfi. hólfi. 60, 140 litra, h.86, br.66, d.60,160 hólfs, sjólfvirk af- m/frystihólfi. lítra, m/frystihóHi. þiðing. H. 53, br. 52,d.ð0, 90 lítra, m/ísbakka. I I I ARF 904 kr. 15.875,- Væntanlegur. ARF 446 kr. 14.995,-ARF 889 kr. 18.211,- ARF 888 kr. 18.430,-ARF 905 kr. 19.855,-ARF 906 kr. 21.375,- ARF 907 kr. 24.415,- ARF 842 kr. 25.640,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.