Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 39 Jón Þ. Árnason: Spurningin er: Hversu löng er leiðin frá skynjun til skilnings annars vegar, og frá skilningi til viturlegra viðbragða hins vegar? Lífríki og lífshættir CXII. Bandarískur vísindamaður, Lynn White að nafni, birti ritgerð fyrir nálægt 20 árum, að ég bezt man, í tímaritinu „Science" árið 1967, sem mér fannst afar at- hyglisverð, og oft runnið minni til. Síðan hefi ég alloft séð í grein- ina vitnað og tekið eftir, að hún mun hafa haft veruleg áhrif, eink- um á fræðimenn og lífvemdarfólk almennt. Ætlun mín að þessu sinni er ekki að gera efni ritgerðarinnar nein skil hér. Á hana minnist ég nú af þeirri ástæðu einni, að í henni getur höfundur þess, að samtölum við enska rithöfundinn og gagnrýnandann Aldous Huxley (1894—1963), hafi vanalega Iokið þannig, að hann einn hafi haft orðið, og viðmælendur hlustað heiliaðir á erindi hans. Huxley varð hugsi Rösku ári áður en Huxley lézt, segir White, að orðræður hafi ein- hvetju sinni borizt að því áhyggju- efni, sem helzt hafið leitað á huga hans síðustu æviárin: Hinum geig- vænlegu afleiðingum þess, hversu heimskulega menn hafi hegðað sér í umgengni við umhverfí sitt, og hvflíkum ógnum hugarfar og lífshættir nútímans hlytu að valda náttúruríkinu. Máli sínu til nánari fyllingar nefndi Huxley, að suma- rið áður hefði hann brugðið sér til Englands — hann hafði haft fasta búsetu í Bandaríkjunum síðan árið 1937 — og heimsótt lítinn, afskekktan dal, þar sem hann hafði lifað margan ham- ingjudag á bamsaldri. Þá vom þar grónar grundir og víðir vellir, umluktir og varðir þéttum skógar- lundum. Nú var aðkoman öll önnur. Vellimir voru þaktir rytjulegu lyngi og kræklóttu spreki, blóma- brekkur skrælnaðar niður í svörð. Fyrmrn hafði iðað þar kanínu- mergð, sem varnaði því að upp yxi kjarr. Kanínumar vom nú útdauðar vegna sjúkdóms, er lagzt hafði á stofninn. Af ásettu ráði höfðu bændumir í sveitinni sýkt kanínumar, sem valdið höfðu þeim tilfínnanlegu tjóni, þegar þær flykktust á akra og í garða. Óvíst er, hvort Huxley hafí fundizt sú ráðabreytni blöskmn- arverð eins og á stóð, og sjálfsagt hefir honum verið kunnugt um, að kanínur vom í öndverðu fluttar inn til Englands árið 1176, líklega í því skyni að gera fátæku fólki auðveldara að afla sér kjötmetis. Það, sem honum hins vegar varð einkum efni til umhugsunar, var sú röskun, er orðið hafði í sam- ræmisskipan lífríkisins af völdum manna. Ef Huxley hefði auðnazt að lifa 10-20 ámm lengur en raun varð á, myndi hann eftir atvikum hafa látið sér fremur fátt um heiðardal- inn sinn og afdrif hans fínnast. Þau hefðu sennilega gleymzt, ef hann hefði orðið að þola að horfa upp á það yfirgengilega afhroð, sem náttúmríkið hefir beðið í vöm sinni gegn peningafýsnum hrygg- dýrategundar þeirrar, er hefír strákað sig upp í að útnefna sig „kórónu 'sköpunarverksins" og „herra náttúmlögmálanna". Og meira: „Skapaða í Guðs rnynd." „Hvílíkur Guð! í sem stytztu máli verður varla vægar til orða tekið en að ham- farimar hafi verið með þeim hætti, og afleiðingamar, er í sífellu hrópa til himins, hafí orðið slíkar, að ógemingur hlýtur að vera annað en að fallast á rétt- dæmi Konrad Lorenz í niðurlags- orðum nýjustu bókar hans („Der Abbau des Menschlichen", Múnchen 1983), sem hljóða á þessa leið: „Ef ég neyddist til að trúa, að einhver almáttugur Guð hefði vit- andi vits skapað nútímamanninn eins og hann opinberast í meðal- tali tegundar okkar, myndi ég sannlega örvænta um Guð. Ef þetta fyrirbæri, sem í miðmögnun gerða sinna er iðulega ekki aðeins illyrmislegt, heldur einnig heimskt, skyldi vera lifandi eftir- mynd Guðs, hlyti ég að stynja: „Hvílíkur Guð!“. En sem betur fer veit ég, að á jarðneskan tíma- kvarða mælt, höfum við „bara einungis" verið mannrænir ap- ar . . .“ Fjarri fer, að Konrad Lorenz hafí verið eða sé einn um þessa afstöðu til hinnar botnlausu, ■ frekjulegu sjálfsupphafningar manneskjunnar, sem allt útlit er fyrir að eiga muni örlagaríkari þátt í endanlegri tortímingu en flest önnur helfararöfl, sem nú eru þekkt. Og enda augljóst, að manndýrkun ber banamein f sér. Eða réttar sagt: Er sjálft bana- meinið. Hér gerist ekki þörf að þrykkja nafnarunur skoðanasystkina Lor- enz á biað. Nægja hlýtur að geta, að þau nöfn eru sjaldgæf á félaga- tali sérhagsmunasamtaka. Þar á hlut að máli óvinsæll minnihluti — og þvi gagnmerkur. Hann hefir gerzt svo djarfur að vekja athygli á, að heilaspuninn utan um þá ímyndun, að manneskjan sé frá upphafi fastákvarðað lokatak- mark allrar þróunar, er mjög nærri að vera hámark þess leiftr- ANNO 2025 16% Samtals 8.178.000.000 Þróunarprestar þurfa ekki að kvíða atvinnuleysi mætasköpunar allra þjóða veraldar árið 1960. Það ætti því ekki að vera þörf á að kalla sam- an neitt aukaþing djúphugsuða til að renna stoðum undir þann grun, að peningaleysi muni ekki hafa verið mesta mein mannheima undanfama áratugi. A.m.k. myndi yfirritaður hafa ríka til- hneigingu til að trúa, ef heiðarleg- ur maður segði, að hæfileg peningastífla væri hraustri mann- eskju hættuminni en beljandi peningaflóð. Skyldurækni lýðræðisfólks Syndaflóð bandarískra pappírs- peninga á efalítið eftir að færa hundruð milljóna Vesturlandabúa niður í eymd og volæði, og ekki er varlegt að treysta, að mjög löng bið verði á. Fjármálasukk og efnahagsöngþveiti eru raunar ekki ný fyrirbæri í baslsögu þjóð- anna. Af þeim sökum hafa mörg ríki hrunið í rúst. Hins vegar er ekki kunnugt um, að nein þjóð hafa glatazt af þeim sökum, og dæmi finnast þess, og ekki fá, að upp úr rústunum hafí þjóðir risið tvíefldar að baráttuþreki og sókn- ardirfsku, reist sér ný ríki og horft vígreifar í augu við komandi tíma. En þá var framtíðin allt öðru vísi en nú. Þá hafði náttúruríkið upp á gnægtir að bjóða, fólks- ijölgun var hæg og þess vegna sáralítil hætta á að mannkynið megnaði að taka sér eilífðargröf með tönnunum. Vísindi voru hugðarefni og starfsvettvangur andlegs aðals, sem þau iðkaði þeirra sjálfra vegna og hafði því blessunarlega takmarkaðan áhuga á að beita þeim eingöngu til að þjóna ístruhugsjónum Hagvaxtarapinn glottir Samvizku- leysið lifir $ 2.500.000.000.000 í lausu lofti Heimshungrið nálgast norðurslóðir andi hroka, sem boðar fall. Fall, sem engin efnahagshyggja af neinu tagi megnar að draga úr, hversu mjög sem peningaveltan kann að auka hraðann. Ekki er mér kunnugt um neina heilvita manneskju, sem ber við að draga í efa, að útlit sé háska- legt, eða a.m.k. varhugavert. Stundum gerast og atburðir, sem stugga um stundarsakir jafnvel við ólæknandi bjartsýnisbjálfum, en aðeins um stundarsakir. Nefna ber eitt og eitt Chemobyl, er hef- ir þá auðvitað í för með sér að Seveso, Harrisburg og Bhopal hljóta hinztu hvfld í gröf gleymsk- unnar. Reglubundin þjóðamorð Sovétherra og linnulaust útrým- ingarstríð ísraelsgyðinga gegn langhrjáðu og vamarlausu Pal- estínufólki í ömurlegum flótta- mannabúðum vekja almenning á Vesturlöndum ekki fremur af sið- leysissvefni heldur en peninga- brall „stjómmálamanna" á atkvæðasnapi. Augljós sjúk- dómseinkenni Með góðri samvizku verður tæplega hægt að fullyrða, að framtíðin brosi við okkur. Vonina um, að geimfarið Jörð nái að kom- ast leiðar sinnar slysalaust lengi enn, telja því flestir málsmetandi framrýnar íjarska djarflega. Þýzki tauga- og geðsjúkdómapró- fessorinn Hoimar von Ditfurth (f. 1921) segir af því tilefni (í að- fararorðum nýjustu bókar sinnar, „So lasst uns denn ein Apfel- báumschen pflanzen", Hamburg 1985): „Sérhver sá, sem gerir sér það ómak að gaumgæfa hina áþreifanlegu váboða aðsteðj- andi tortímingar, getur ekki lokað augunum fyrir þeim skilningi, að möguleikar lífverutegundar okkar til þess að komast ósködduð yfir tvær næstu kynslóðir eru sturlandi litlir." Ástæður telur v. Ditfurth vitan- lega fjölmargar. Þær rekur hann og rökstyður t ským, ítarlegu og tæpitungulausu máli. Þeirra á meðal rakst ég samt hvergi á „misgengi kaupgjald og verð- lags“, sem margir hér telja nú allra voðavalda ískyggilegastan. Ójafn kosningaréttur og ranglát lqördæmaskipun í Suður-Afríku eru ekki heldur talin geta skekið jörðina af braut sinni, enda munu allir vísindamenn vera bærilega sammála um það. Sönnu er raunar nær, að at- kvæðaskortur og peningaþjark eru ekki á meðal mestu vanda- mála mannkyns. Öðru nær Peningaflóð og atkvæðamergð eru þegar orðin stórfelld vand- ræðamál, sem bíða fyrirkvfðan- legra úrræða. Árið 1985 urðu Bandaríkin, í fyrsta sinn síðan árið 1917, nettó-skuldari erlendra ríkja. Þá varð halli á utanríkisviðskiptum þeirra meiri en nam verðgildi allr- ar þjóðarframleiðslunnar árið 1940, og á árunum 1960-1985 hrapaði hlutdeild brúttó-þjóðar- framleiðslu Bandaríkjamanna úr 50% í 20% heimsframleiðslunnar. Á sama tímabili 20-földuðust ríkisútgjöldin og hallinn á Qárlög- unum 70-faldaðist. Og nú er dollarinn orðinn meiriháttar heimsvandamál, því að árið 1985 nam hin lausbeizlaða dollara- þensla „Evrómarkaðarins", sem fyrir löngu var orðinn heimsmark- aður dollara í umferð erlendis, yfir 2.500.000.000.000 — tveimur billjónum og fimm hundruð millj- örðum — dollara. En það er 250-földun síðan árið 1965 eða 5.000-földun síðan árið 1960. Kaupmáttur þessara stjam- fræðilega háu dollarafeikna þvarr í samræmi við allt að 240% hækk- un meðalvægis valinna erlendra viðmiðunargjaldmiðla á tæpum 20 árum, og þar sem 60% vöru- skipta í heiminum eru reiknuð samkvæmt dollaragengi, þýðir það, að gengi dollars sker úr um, hversu mikið notendur þurfa að greiða fyrir olíu og benzín, og hvað framleiðendur hráefna fá fyrir málma og matvæli. Af þessu gengi ræðst, hversu mikla vinnu þarf að inna af höndum til að standa skil á greiðslum afborgana og vaxta (og vaxtavaxta) af öllum þeim skuldum, sem skráðar hafa verið í dollurum. Og upphæð þeirra lána, sem skráð eru í bandarískum gjald- miðli nema engum smápeningum: Samanhrærð skuldasúpa heims- byggja nam um mitt árið 1985 nálægt $ 1.400.000.000.000 - einni billjón og fjögur hundruð milljörðum -, eða jafnvirði saman- lagðrar efnahagslegrar verð- „kjarabaráttu“-flokka. Þessar forsendur mega heita úr sögunni — með afleiðingum, sem þegar eru víða orðnar óbæri- legar, og láta nú til sfn fínna um allan heim, reyndar með mismun- andi aðsópsmiklum fyrirboðum, er fæstir skilja og Qöldinn — ævinlega eðli sínu trúr — ýmist skynjar ekki eða virðir að vett- ugi. Hann hefir t.d. ekki hugmynd um, að þref út af hvaladrápi við strendur íslands eða deilur um fiskveiðar við Svalbarða eru tákn þess, að svigrúm þjóðanna til fæðuöflunar hefír þrengzt vegna þess að lffríkið hefír ekki undan að seðja síflölgandi munna og maga, dýraríkið til lands og sjávar nýtur ekki þeirra skilyiða til lífs og þroska, sem því eru nauðsynleg og það fyrrum naut. Ennþá lumbrulegri hugmyndir, ef nokkrar, gerir Qöldinn sér vegna flóttafólks, sem hrekst upp á strendur Kanada eða í gegnum Sovétmúrveldið til Vestur-Þýzka- lands í þúsundatali dag hvem. Hann hefir ekki frétt, að regn- skógar eru felldir S eymdarríkjun- um og eyðimörkin þenst út án afláts, samtímis því, að van- þroskaþjóðir auka kyn sitt eins og líkamsþróttur framast leyfir. Vesturlandalýður er „frelsinu" dyggur. Hann gerir svikalaust það, sem hann er bezt til fallinn: Hann bara kýs, þegar greiðasalar baula, og hann kýs eins og hann er vanur - nefnilega ávallt það, sem hann heldur að gefí sér mesta peninga í báðar hendur i bili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.