Morgunblaðið - 20.08.1986, Side 23

Morgunblaðið - 20.08.1986, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 Myndín sýnir systurskip U-35, U-29, sökkva grísku flutninga- skipi í júlímánuði 1940. Frægur kafbátur finnst á Víkinga- bankanum í Norðursjó Frá Magnúsi Magnússyni, fréttaritara Morgunbladsins í Þrándheimi. ÞÝSKI kafbáturinn U-35 úr síðari heimsstyrjöldinni, fannst á hafsbotni á Víkingabankanum í Norðursjónum, við árlega botn- hreinsun Norðursjávarins, sem norska olíumálaráðuneytið framkvæmir. í flaki þessa kafbáts gætu verið verðmæti fyrir sagnfræðinga. Flestir þeirra 14 kafbáta, sem til þessa hafa fundist á hafsbotni úti fyrir Noregsströndum, eru annaðhvort svo skemmdir eða á svo djúpu vatni, að eftir litlu yrði að slægj- ast fyrir þá, sem vilja kanna þá. Hinn nýfundni kafbátur virtist í fyrstu vera venjulegt skipsflak. Við nánari eftirgrennslan með ómönnuðum smákafbát, kom þó í ljós að hér var um að ræða flak kafbátsins U-35, eins af fyrstu bátunum, sem var sökkt í síðari heimstyijöldinni. Kafbáturinn var á sínum tíma stolt þýska sjóhers- ins og var nefndur VII A. Hann var 60 metra langur, með 44 manna áhöfn, bar 11 tundur- skeyti og hafði sterkar fallbyssur á fram- og afturdekki. U-35 olli mikilli skelfingu með- al sjómanna og var skeinuhættur óvinum sínum. Tæpum tveim mánuðum eftir innrásina í Pól- land, var U-35 umkringdur af ensku tungurspillum „Kingston", „Kashmir" og „Icarus“ í Norð- ursjó og skotinn í kaf eftir stutta viðureign. U-35 sökk með manni og mús. Fundur flaksins þykir merkur fyr- ir þá sök að þetta er fyrsti kafbátur sinnar tegundar, sem hefur fundist í sæmilegu ástandi á botni Norðursjávarins. Frakkland: Fjórir farast í sprengj utilræði Toulon, AP. BILL hlaðinn sprengiefni sprakk í loft upp í fyrradag í hafnar- borginni Toulon. Fjórir farþegar voru í bílnum og létu þeir allir lífið. Ekki er vitað hveijir bera ábyrgð á sprengingunni en talið er líklegt að tilræðismennirnir hafi ætlað að sprengja skrifstofu samtaka, sem berjast gegn kyn- þáttamismunun og hatursmönn- um erlendra innflytjenda. Menn hafa getið sér til að far- þegamir flórir hafí verið hryðju- verkamenn og að sprengjan hafi sprungið fyrir tilætlaðan tíma. í fjölmiðlum í Frakklandi hefur verið látið að því liggja að „Þjóðemis- V estur—Þýzkaland: Flúði í flugvél Hof, Vcstur-Þýskalandi, AP. AUSTUR-Þjóðveija tókst á þriðjudag að fljúga yfir landa- mærin til Vestur-Þýsakalands án þess að landamæraverðir yrðu vélarinnar varir. Flugvélin sem maðurinn flaug var sérútbúin til áburðardreifingar. Manninum tókst að lenda flugvél- inni næmi Hof í Bæjaralandi og gekk lendingin áfallalaust. Lögregl- an í Hof vildi ekki láta nafn mannsins uppi en sagði hann vera 33 ára gamlan. Að- sögn lögreglu er sjaldgæft að menn reýni flótta frá Austur- Þýskalandi með þessum hætti. fylkingin“ (Front National) beri ábyrgð á sprengingunni. Fýlking þessi er yst til hægri í frönskum stjómmálum og fékk hún 35 full- trúa kjöma á þing í síðustu kosning- um. Eitt af baráttumálum „Þjóðemisfylkingarinnar“ er að settar verði hertar reglur um er- lenda innflytjendur. Talsmenn fylkingarinnar hafa neitað þessum ásökunum harðlega og segja samtökin ekki stunda hryðjuverkastarfsemi. Foringja í Chile- her rænt Santiago, Chile, AP. KOMMÚNÍSK skæruliðasam- tök í Chile segjast hafa staðið að baki þegar foringja i Chile- her var rænt fyrir nokkrum dögum. Er þetta í annað sinn á einu ári, að háttsettum manni í hernum er rænt. Ríkisfréttastofa í Chile sagði í gær, að talsmaður kommún- ískrar skæmliðahreyfingar hefði hringt og sagt, að liðsmenn hennar hefðu rænt herforingjan- um Mario Orlando Haeberlen. Sagði hann ennfremur, að Hae- berlen yrði látinn laus innan sólarhrings. í apríl sl. rændu kommúnískir skæmliðar for- ingja í þjóðvarðliðinu til að vekja athygli á baráttunni gegn Pino- chet, einræðisherra, en honum slepptu. þeir heilum á húfi eftir tvo sólarhringa. Bandaríkin: Lítill hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi New York, AP. HAGVÖXTUR i Bandaríkjunum var aðeins 0,6% á öðrum árs- fjórðungi og hefur hann ekki verið minni siðan samdráttar- skeiðinu lauk. í skýrslu við- skiptaráðuneytisins segir, að auknum viðskiptahalla sé mest um að kenna. Heildarþjóðarframleiðslan, sem vegur þyngst í hagvextinum, hefur ekki aukist um minna síðan hún minnkaði um 3,2% á þriðja ársfjórð- ungi 1982 en þá var samdrátturinn í algleymingi. Á síðas'ta ársfjórð- ungi þess árs var hagvöxturinn hins vegar 0,6% eða sá sami og nú. Stjórnvöld spáðu því í síðasta mán- uði, að hagvöxturinn á öðmm ársfjórðungi nú myndi reynast 1,1% en á fyrsta íjórðungi ársins var hann 3,8%. Er þessi samdráttur að mestu rakinn til aukins viðskipta- halla og hmnsins í olíu- og gasiðn- aði. Á fyrsta misseri þessa árs jókst hagvöxtur um 2,2% en stjórnvöld höfðu gert ráð fyrir 4% hagvexti á öllu árinu. Þeirri spá var síðar breytt og gert ráð fyrir 3,2% hag- vexti en til að ná því fyrir allt árið þyrfti hagvöxturinn að verða 4,2% á síðara misseri ársins. Það þykir þó með öllu útilokað. Fréttir af verðbólgunni em enn allar góðar. Á öðmm fjórðungi árs- ins var hún 1,9% fyrir allt árið og hefur ekki verið svo lítil frá því á vordögum árið 1972. Mikilli lækkun orkukostnaðar er fyrst og fremst um að þakka. Iran: Enn ein bílsprengjan Nikosía. AP. BÍLSPRENGJA sprakk á stærsta torginu í Teheran, þriðjudagsmorgun og segir í fréttum að tuttugu manns hafi látizt og mjög margir hafi slas- ast, þar af sumir lífshættulega. Sprengjan sprakk um kl. 8,20 að staðartíma, þegar fólk var að fara til vinnu og mikil um- ferð var. Strætisvagn sem keyrði um torgið skemmdist og fjöldi farþega í honum slasað- ist, auk gangandi manna. Iranska fréttastofan sagði að þetta væri verk útsendara heims- valdasinna sem vildu kollvarpa islömsku stjórnarfari landsins. Þetta er í annað skipti á fjómm dögum, að slíkur atburður verður í íran og hinn sjöundi á þessu ári. rn-w 4 hitafletir, je\t > þriíum. ,nteðagratt' Glerbei'uborö. slitsterkt.auð l itir. hvítt, brr ?5fer6; Fullkomið eldhús með glæsilegum eldhústækjum Við bjóðum upp á eitt stærsta og fjölbreyttasta úrvalið af innbyggingatækjum frá Blom- berg. Tækin eru ekki bara glæsileg heldur hönnuð þannig að öll þrif verða leikandi létt og fullkomið barnaöryggi er á ofnunum. Þú getur staðsett tækin nákvæmlega þar sem þér hentar. Þú eignast glæsilegt og þægilegt eldhús með Blomberg eldhústækjum. Verið velkomin til okkar að skoðaþetta glæsilega úrval af eldhústækjum. EINAR_ FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTaDASTRÆTI 10 A - SlMI 16995

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.