Morgunblaðið - 20.08.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986
21
V estur-Þýskaland:
Tveimur tamílum
sleppt úr haldi
Hamborg-, AP.
LÖGREGLAN í Hamborg lét á föstudag lausa úr haldi tvo tamíla,
sem grunaðir voru um aðild að smygli á 155 tamílum frá Vestur-
Þýskalandi til Kanada. Embætti yfirsaksóknara Hamborgar sagði
að ekki væru næg sönnunargögn til þess að hafa mennina í haldi
áfram.
Lögregluyfirvöld í Hamborg
sögðu á föstudag að mennirnir
hefðu játað að vera á einhvem hátt
tengdir málinu, en vildi ekki skýra
nánar frá framburði þeirra. Grun-
semdir eru um að málið kunni að
tengjast skæruliðasamtökum sem
berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis
tamíla á Sri Lanka. Vitað er að
sumir hinna skipreika tamíla höfðu
verið þvingaðir til þess að greiða
fé tii stuðnings samtökunum „Hinir
tamílsku tígrisdýr".
Þegar hefur verið lýst eftir skip-
stjóra skipsins, sem talið er að hafi
flutt tamílana yfir hafið. Hann heit-
ir Wolfgang Bindel, en skipið
Aurigae. í ljós hefur komið að tamíl-
amir þoldu hinn versta aðbúnað í
skipinu, ekki síst i ljósi þess að
líklega greiddi hver þeirra 5.000
vestur-þýsk mörk fyrir farið, en það
jafngildir tæplega hundrað þúsund
íslenskum krónum.
Brian Mulroney, forsætisráð-
herra Kanada, svaraði á sunnudag
gagnrýni á sig og sagði að flótta-
mönnunum yrði ekki snúið frá
ströndum Kanada.
Bretland og Guatemala:
Stj órnmálasamband
tekið upp að nýju
London, AP.
STJÓRNIR Bretlands og Guaete-
mala hafa ákveðið að taka að
nýju upp stjórnmálasamband,
sem síðamefnda ríkið rauf fyrir
fimm árum.
Þegar í stað verða ræðismanns-
skrifstofur opnaðar í ríkjunum
báðum og er vonast til þess að
sendiráð verði opnuð fyrir árslok.
GENGI
GJALDMIÐLA
Lundúnum, AP.
Á ÞRIÐJUDAG féll Bandaríkja-
dalur gagnvart helstu gjaldmiðl-
um Evrópu. Gullverð lækkaði
einnig lítillega. Talið er að falli
dals valdi minni aukning þjóðar-
framleiðslu i Bandarikjunum en
gert var ráð fyrir.
í Lundúnaborg fékkst 1,498 dal-
ur fyrir sterlingspundið, en á
mánudag kostaði það 1,493 Banda-
ríkjadali. í nokkrum öðrum gjald-
miðlum Evrópu fengust fyrir dalinn:
2,0585 vestur-þýsk mörk, (2,0650);
1,6625 svissn. franki, (1,6655);
6,7075 franskir frankar, (6,7125);
2,3205 hollensk gyllini, (2,3255);
1.416,5 ítalskar lírur, (1.420,75);
1,3944 Kanadadollar, (1,3933).
Talið er að ákvörðunin leiði til nýrra
tilrauna til að jafna ágreining
ríkjanna út af Belize, fyrrum
brezkrar nýlendu í Mið-Ameríku,
sem Guatemalar krefjast yfirráða
yfir.
Bretar veittu Belize sjálfstæði
árið 1981 en hafa þar ennþá herlið.
Yfiivöld í Belize hafa óttast innrás
frá Guatemala, sem fengi aðgang
að Karíbahafi með töku landsins.
Fall er fararheill
Heimsins stærsta blaðra með mönnum innanborðs var reynd á
Thamesá í London i gær, þriðjudag. Blaðran, sem heitir „Mid-
ori Melonball“, á að geta farið jafnt yfir láð sem lög ef vindurinn
er nægur og er fyrirhugað að láta hana velta yfir Ermasund
síðar á árinu. Tilraunaferðin á Thames tókst hins vegar heldur
illa því að hún var ekki fyrr komin út á vatnið en allur vindur
var úr henni. Tveir menn voru inni í henni og var þeim strax
bjargað á þurrt.
Árásir inn
í Swaziland
frá S-Afríku
Mbabane, Swazilandi, AP.
TALSMAÐUR lögreglunnar í
Swazilandi sagði að 10 vopn-
aðir menn hefðu ráðist yfir
landamærin frá
Suður-Afríku um helgina.
Hann sagði þá hafa gert fimm
árásir á ýmsa andstæðinga
Suður-Afríkustjórnar,
þ. á m. Afríska þjóðarráðið
(ANC).
Solomon Mkhonta, aðstoðarlög-
reglustjóri, sagði að mennirnir,
sem voru bæði hvítir og svartir,
hefðu farið yfir landamærin
skammt frá aðallandamærastöð
ríkjanna. Árásirnar gerðu þeir á
heimili og skrifstofur í höfuðborg
landsins, Mbabane, og helstu
verslunarborg þess, Manzini.
Enginn lést í árásunum, en einn
maður, Manceba Thwala, var skot-
inn í fótinn þegar hann reyndi að
klifra út úr húsi sínu, sem árásar-
mennimir höfðu borið eld að. Þá
munu illvirkjamir hafa stolið
myndsegulbandstækjum af heimili
konu nokkurar, sem vinnur fyrir
kanadíska hjálparstofnun. Áuk
þessa munu þeir hafa stolið skjöl-
um frá stofnun, sem aðstoðað
hefur flóttamenn frá
Suður-Afríku.
ERLENT
Tilraunabann hlýtur
misjafnar móttökur
Bonn, Haag, Moskvu, AP.
YFIRVÖLD í Vestur-Þýzkalandi
og Hollandi fögnuðu ákvörðun
Sovétmanna um að framlengja
einhliða bann sitt við kjarnorku-
tilraunum. Bandaríkjastjórn
sagði ákvörðunina engu breyta
um öryggishagsmuni Banda-
Hrefna dregin á land á Brjánslæk á Barðaströnd
í Noregi að losna við hann. I Banda-
ríkjunum séu svo margir innflytj-
endur á fiski, að erfitt mundi
reynast að hafa auga með þeim
öllum.
Hoel segir að Greenpeace hafi
haft mest áhrif með starfí sínu sem
þrýstihópur á þingmenn. Hann
minnir á, að samtökin séu skipulögð
eins og alþjóðafyrirtæki og einbeiti
sér að bandarískum stjómmála-
mönnum. Á hinn bóginn sé erfitt
að benda á sérgreindan árangur af
starfi samtakanna gegn Norðmönn-
um. Aðeins sé unnt að færa rök
að því, að fisksölufyrirtækið FRIO-
NOR hafi tapað einum sölusamn-
ingi, sem það sagðist hafa náð. Á
hinn bóginn sé þess að gæta, að
verðmæti fiskútflutnings Norð-
manna til Bandaríkjanna hafi
aukist úr 321 milljón nkr. (1775
tnillj. ísl.kr.) 1980 í 1,1 milljarð
nkr. (6 milljarði ísl. kr.) 1985.
ríkjanna og bandalagsþjóða
þeirra. Yfirvöld í Moskvu sögðu
viðbrögð Bandaríkjamanna hafa
valdið sér sárum vonbrigðum.
Larry Speakes, talsmaður
Bandaríkjaforseta, sagði ákvörðun
Sovétmanna litlu skipta fyrir þá þar
sem þeir hefðu mikið forskot á
Bandaríkjamenn á sviði kjarnorku-
vopna. Ákvörðuninni væri því ekki
hægt að fagna þar sem Rússar
væru ekki að gefa neitt frá sér.
Eina raunhæfa leiðin til að komast
hjá tilraunum með kjarnorkuvopn
væri að stórveldin kæmu sér saman
um bann við kjarnorkuvopnatil-
raunum, sem tryggt yrði með
gagnkvæmu eftirliti. Sovétmenn
hefðu eftir sem áður skellt skolla-
eyrum við þeirri hugmynd.
Flokkur Helmuts Kohl, kanzlara
Vestur-Þýzkalands, lét í ljós
ánægju með yfirlýsingu Mikhails
S. Gorbachev, leiðtoga sovézka
Ástrali í
ævilangt
fangelsi
Jakarta, Indónesiu. AP.
DÓMSTÓLL í Denpasar á Bali hef-
ur dæmt ástralskan ferðamann í
ævilangt fangelsi fyrir að hafa í
fórum sínum rösk 12 kíló af maríju-
ana. Maðurinn var handtekinn í
september, nokkru eftir að hann
hafði hreiðrað um sig á hóteli í
Ubud. Ástralinn er frá Sydney,
rúmlega þijátíu ára gamall.
kommúnistaflokksins. Aðalráðgjafi
Kohls í öryggismálum, sagði
ástæðu til að koma til móts við
ákvörðunina með jákvæðum hætti.
Ráðamenn í flokki Kristilegra
demókrata hvöttu Bandaríkjamenn
af þessu tilefni til að gera hlé á
tilraunum sínum og gera sitt til að
auðvelda samninga stói-veldanna.
Hollenzka stjórnin sagði ákvörð-
unina góðra gjalda verða en hún
væri þó ekki framlag til allsheijar-
banns við tilraunum með kjamorku-
vopn. Hún myndi þó tvímælaiaust
leiða til slökunar í sambúð austurs
og vesturs. Sagðist Hollandsstjóm
aðhyllast tilraunabann, sem fylgt
væri eftir með gagnkvæmu eftirliti
og hefði í för með sér verulega
fækkun kjarnavopna.
Kaþólska kirkjan:
Frjálslyndur klerkur
sviptur kjóli og kalli
Vatikaninu, AP.
PÁFAGARÐUR svipti í gær
bandaríska prestinn Charles E.
Curran kjóli og kalli vegna frjáls-
lyndra skoðana hans í kynferðis-
málum. Litið er á ákvörðunina
sem viðvörun til kaþólsku kirkj-
unnar í Bandaríkjunum af hálfif
Vatikansins.
Talið er að ákvörðun páfagarðs
leiði nær sjálfkrafa til þess að Cur-
ran, sem er 51 árs, missi starf sitt
við Catholic University of America
í Washington þar sem hann hefur
kcnnt guðfræði.
Vatikanið hafði margsinnis varað
Curran við, en hann hefur lagt
blessun sína yfír getnaðarvarnir og
sagt fóstureyðingar, kynvillu,
sjálfsfróun, kynmök fyrir hjúskap,
hjónaskilnað og óftjósemisaðgerðir
réttlætanlegar undir ýmsum kring-
umstæðum. Allt þetta er ýmist
bannað eða fordæmt af hálfu kaþ-
ólsku kirkjunnar.
London:
Beið bana í
gassprengingu
London, AP.
EINN maður beið bana og 13
slösuðust þegar sprenging varð
á jarðhæð hússins númer 25 við
Kensington High Street í London
í gær.
Talið er að sprengingin hafi ver-
ið vegna gasleka og er nær útilokað
að um hryðjuverk hafí verið að
ræða. Á jarðhæðinni var mynd-
bandaleiga, en á næstu hæðum fyrir
ofan skrifstofur. Húsið er í hverfí
þar sem mörg sendiráð eru með
aðsetur.