Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 lnnilegar þakkir til allra þeirra mörgu vina minna sem sýndu mér vináttu og hlýhug á 60 ára afmœli mínu 5. ágúst. GuÖ blessi ykkur öll. Guðjón Guðmundsson, Kleppsvegi 52. SHANNON DATASTOR | Alft á sínum staö meö ishannon: :datastor: :datastor: skjalaskáp Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf aö leysa blöjum viö viökomandi góöfúslega aö hafa samband viö okkur sem ailra fyrst og munum viö fúslega sýna fram á hvernig ihllHHOH skjalaskápur hefur „allt á sínum staö','. Útsölustaðir: REYKJAVlK, Penninn Hallannúla. KEFLAVlK. Bókabúð Keflavikur AKRANES. Bókaversl Andrés Nielsson HF. ISAFJÖRÐUR. Bókaverslun Jónasar Tómassonar AKUREYRI. Bókaval. bóka- og ritfangaverslun. HÚSAVlK. Bókaverslun Þófanns Stefánssonar ESKIFJÖRÐUR, Elis Guðnason. verslun VESTMANNAEYJAR. Bókabúóin EGILSSTAÐiR. Bókabúóin Hlödum SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 Ragnheiðarstaðahátíð verður laugardaginn 23. ágúst og hefst kl. 18.00 með grillveislu. Hópferð á hestum verður farin föstudag- inn 22. ágúst frá Víðivöllum kl. 14.00. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins. Stjórnmálaforingi dregur sig fhlé í Staksteinum í dag er vitnað í skrif Aften- posten í Noregi um Káre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem ákveðið hefur að draga sig út úr stjórnmálum. Einnig er vikið að ummælum Svavars Gestssonar, for- manns Alþýðubandalagsins, um afstöðu utanríkisráðherra til hugmyndarinnar um Norðurlönd sem kjarnorkuvopnalaust svæði. Sjónarsviptir Fyrir skömmu fjallaði dagblaðið Aftenposten í Noregi um þá ákvörðun Káre Willoch, fyrrum forsætisráðsherra lands- ins, að verða ekki í forsvari fyrir borgara- flokkunum, ef þeir komast aftur til valda. í forystugrein Aftenpost- en sagði, að ef það væri tíl einhvers myndi blaðið hafa kraflst þess að Wilioch yrði áfram for- sætisráðherraefni Hægri flokksins. Þetta stafaði ekki af þvi, að ekki væri hægt að mynda borgara- lega stjóm án hans - þvi eftirmaður hans Rolf Presthus væri fyllilega hæfur tíl að takast það hlutverk á hendur - held- ur af því, að Willocli ættí enn mörgum verkefnum ólokið í norskum stjóm- málum. Hann hyrfi á braut þegar illa áraði og það væri landinu til tjóns. Aftenposten segir síðan, að um þetta þýði ekki lengur að deila, þvi ákvörðim Willochs sé endanleg. Hann sé mað- ur, sem standi við ákvarðanir sinar. Af- stöðu hans beri að virða. Þeir tímar komi, að menn sem era í hinu op- inbera sviðsljósi telji að einkalíf sitt og fjölskyldulíf skiptí meira máli en stjómmálin. Slík stund sé runnin upp fyrir Willoch, nú þegar hann er 57 ára að aldri og hefur helgað stjómmál- unum hálfa ævina og nær öll fuUorðinsár sín. Hann hafi verið þingmaður, setíð í ríkisstjóm, verið formaður Hægri flokks- ins, formaður þingflokks hægri manna, leiðtogi stjómarandstöðunnar og forsætisráðherra. Blaðið fjallar síðan um feril WiUochs og segir, að líta megi á hann sem sérstakt skeið í norskum stjóramálum. Allt frá því hann tók fyrst sætí á Stórþinginu hafi hann verið alveg sér á bátí og menn strax veitt því at- hygii. Stjómmálin hafi orðið hættuiegri, bæði samheijar og andstæð- ingar hafi orðið að skerpa rök sín, kanna heimildir sínar, gæta sín á samkvæmni í málflutn- ingi og að hafa hugsað um afleiðingar hug- mynda sinna. Willoch hafi komið á aga, skipu- lagi og markvissum viimubrögðum í borgara- flokkunum og einkum þó innan Hægri flokksins. Orðrétt segir Aften- posten síðan: „Ef John Lyng [fyrrum formaður Hægri flokksins] var sá maður, sem sýndi borg- araflokkunum fram á, að þeir gætu komist tíl valda, var Káre WUloch maðurinn, sem leiddi þeim fyrir sjónir, tíl hvers þeir ættu að nota völdin. Öðrum mönnum fremur gaf hann borg- aralegri stjóniiuííla- stefnu sjálfstætt inntak og veittí hemii þá ímynd. að hún væri í grundvaU- aratriðum annað en mUd útgáfa af sósialískri stjómlyndisstefnu. Hún væri ekki minna af þvi sama, heldur stjómmála- stefna af allt öðm tagi.“ „Fulltrúi lítils minnihluta“ ÞjóðvUjinn birtír í gær forsíðuviðtal við Svavar Gestsson, formanns Al- þýðubandalagsins, undir fyrirsögninni: „FuUtrúi lítils minnilUuta." Þar er Ijallað um niðurstöðu fundar utanríkisráð- herra Norðurlanda um hugmyndina um kjam- orkuvopnalaus Norður- lönd. Orðrétt er haft eftír Svavari: „Fram- koma utanríkisráðherra í þessu máli er einstök. Hann hefur þama af- stöðu sem er ekki í samræmi við viðhorf meirihluta alþingis og greiiúlegt er að ríkis- stjómin hefur ekki einu sinni komið sér saman um afstöðu í málinu. Auðvitað ættí utanríkis- ráðherra að hlíta við- horfum meirihluta þingsins i þessu efni og það er algjör lágmarks- krafa að rikisstjómin fjaUi um málið og hafi nokkum veginn skýra afstöðu í máli af þessu tagi.“ Eins og fram hefur komið hér í blaðinu var það niðurstaða utanríkis- ráðherrafundarins, að fela forstöðumönnum stjómmáladeUda utan- ríkisráðuneyta Norður- landanna að kanna hvort ástæða sé til að skipa sérstaka embættís- mannanefnd tíl að fjalla um Norðurlönd sem kjamorkuvopnalaust svæði. Tillaga danska þingsins inn að skipa þegar slíka nefnd náði ekki fram að ganga. Svavar Gestsson telur að andstaða Matthiasar Á. Mathiesen við þá hug- mynd skipi honum á bekk „fámenns minni- hluta“. Staðreyndin er hins vegar sú, að í þessu efni fer ráðherra algjör- lega eftír samhljóða samþykkt Alþingis á síðasta ári, þar sem m.a. er lögð áhersla á að hafa þurfi í huga mun stærra svæði en Norðurlöndin ein, þar á meðal svæði í Norður-Evrópu þar sem kjamorkuvopn em fyrir hendi. Gremja Svavars Gestssonar er hins vegar skUjanleg, þvi það hefur alltaf verið ætlun Al- þýðubandalagsins að misnota hina samhljóða samþykkt Alþingis tíl framdráttar hugmynd- um um einhliða kjam- orkuafvopnun, sem eiga sér fáa fylgismenn. Það er m.ö.o. formaður Al- þýðubandalagsins sem er „fuUtrúi lítíls minni- hluta“, en ekki utanríkis- ráðherra, sem í þessu efni talar augþ'óslega fyrir skoðanir meirihluta alþingismanna. i Sex mínútna eldspýta Tendrast eins og eldspýta Fijótlegt, öruggt, lyktarlaust Logar í 6 mínútur Heildsölubirgðir MATCH ^f^KARL K. KARLSSON & CO. Skúlatúni 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.