Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 17 Ummyndanir í klettahöfða sem gengnr fram í Jökulsá. „Beint af hengi- bergi byltast geysiföll...“ sagði Matthías Jochumsson um Dettifoss. Víst er að þarna eru geysiföll. er um 100 m frá botni og upp. Svokölluð Eyja klýfur Ásbyrgi í tvennt. Hún er mest um 250 m breið og hækkar eftir því sem innar dregur og er suðurveggur Eyjunnar um 57 m hár. Eyjan er í laginu sem skip er stefnir inn í höfn sína. Mikill gróður er í Ásbyrgi. Birki og gulvíðir setur svip sinn á svæð- ið. Innst er skógurinn mjög hávax- inn og vekur beinvaxið birkið athygli ferðamanna. Skógrækt ríkisins gróðursetti nokkur þúsund greni og furuplöntur um miðja þessa öld og hafa þau tré dafnað mjög vel. Tjaldstæði eru leyfð víða í Ás- byrgi, en þau voru til skamms tíma bönnuð innst í Byrginu vegna gróð- urskemmda. Nú er hins vegar aftur leyfilegt að tjalda þar. Vesturdalur Um tólf kílómetra langur vegur er af þjóðveginum fyrir vestan Ás- byrgi og upp í Vesturdal. Vesturdal- ur er hluti af þjóðgarðinum_ í Jökulsárgljúfrum rétt eins og Ás- byrgi. Vesturdalur er hluti af Jökulsárgljúfrum. Ekið er yfir gróð- ursæla, en þýfta Ásheiði, og skyndilega opnast fyrir vegfarend- um Vesturdalur með margbrotnu landslagi, sem svo sannarlega leyn- ir á sér. Ferðamanninum endist ekki dagur eða vika til að skoða allt það sem skoðunar er vert. Þama er ævintýralandið, paradís ferða- manna, fjölskyldufólks og náttúru- skoðara. Ef til vill er það illa gert að upp- lýsa lesendur um eðli undralandsins eins og gert verður hér á eftir í kaflanum um jarðfræði Gljúfranna. Margir vilja halda í hina bamslegu trú um verk huldufólks, sem reist hafi völundarbyggð af margvíslegu tagi í gljúfmnum á þessum slóðum. Þannig varð höfundi þessarar greinar við, þegar hann kom fyrst á þessar slóðir. Hér á frelsi ímynd- unaraflsins að njóta sín, óheft af rökum vísindamanna, kaldri raun- hyggju, sem hefur útrýmt huldu- fólki, tröllum, útjlegumönnum og kynjaskepnum á íslandi. Jökulsár- gljúfur, Vesturdalur, á að vera friðland þess konar samfélags, jafn- vel þó það lifi aðeins í hugum þeirra sem ferð eiga um þessar slóðir. Hversu ómerkilegur verður ekki Kastalinn og Hljóðaklettar þegar búið er að afhjúpa þá sem veðraða gígaröð? Vesturdalurinn er mjög skjólsæll og þar er nokkuð mikið kjarr. Þarna er því gott tjaldsvæði og fer mjög vel um fólk ef vel viðrar. Frá Vest- urdal eru margar og skemmtilegar gönguleiðir, lengri sem skemmri. Skammt er út að Jökulsá og þaðan út að Kastala og Hljóðaklettum. Ef haldið er upp með Jökulsá er skammt í Karl og Kerlingu, staka kletta sem standa á fljótsbakkan- um. Nokkru ofar er Kallbjarg og er þar enn búnaður til að draga vöru yfir fljótið. Þessi búnaður var nýttur af ábúendum á bænum Svínadal, vestan fljóts, og Hafur- staða að austan. Báðir þessir bæir eru nú farnir í eyði. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður 1973 þegar jarðirnar Ás og Svínadalur voru friðlýstar. Árið 1978 var Ásbyrgi tengt þjóð- garðinum með sérstökum samningi við Skógrækt ríkisins. Flatarmál þjóðgarðsins er nú um 100 ferkm. Yfirstjórn hans er í höndum Nátt- úruverndarráðs og fara landverðir ráðsins með gæslu í Ásbyrgi og Vesturdal á sumrum. Reistar hafa verið þjónustumiðstöðvar á báðum stöðum og eru ferðamönnum veittar leiðbeiningar um tjaldstæði og nátt- úru þjóðgarðsins. Helstu upplýsingar um þjóðgarð- inn er að fá í bók Theódórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi, Jökulsárgljúfur, sem Bókaforlag Odds Bjömssonar gaf út í litprent- aðri útgáfu ásamt góðum kortum árið 1983. Náttúraverndarráð hefur einnig gefið út bæklinga um þjóð- garðinn. Jarðfræði Jökulsár gljúfra Ef til vill kann ýmsum að finnast þetta harla lítil saga, þó fljótið sé mikið. Þeir sem þekkja ævi Jöklu era þó á öðra máli. Jökla hefur verið mikilsvirkt afl í mótun um- hverfis síns. Jarðfræðingar hafa með tímanum ráðið í þær rúnir sem fljótið hefur meitlað í fjöll og sanda og nú liggur sagan fyrir. Oddur Sigurðsson, jarðfræðing- ur, sýnir fram á í bók Theódórs Gunnlaugssonar frá Bjarmalandi um Jökulsárgljúfur, að Jökulsá á Fjöllum eigi meiri þátt í mótun landsins heldur en margur hyggur. „Fallvötn, sem eiga upptök sín í jökli, grafa sér gjaman djúpa farvegi, þar sem straumur er stríður. Þau era fljótari að því en bergvatnsár, vegna þess að þau bera jafnan með sér mikinn aur, sem vinnur á bergi eins og þjöl. Þar sem lygnir, setur áin sandinn af sér og hleður undir sig uns hún rennur á hrygg. Við slíkar aðstæður breytir áin oft um farveg og heitir þá, að hún sé á auram." Oddur segir að sögu Jöklu megi rekja tíu þúsund ár aftur í tímann, þegar Jökulsárgljúfur vora ekki til, heldur rann fljótið eftir breiðri lægð sem hann kallar „Jökulsárdal". Síðan komu mikilvirk öfl, sem breyttu þessu ástandi, eldgos, hraunrennsli, framhlaup jökla, jök- ullón og fleira. í fyrsta hamfara- hlaupi sínu tók Jökla að grafa sig niður. Tvö forsöguleg hlaup, sem merki sjást um, komu í fljótið og era þau með þeim stærstu sem þekkt era á íslandi, ef til vill marg- falt stærri en Kötluhlaupið 1918. Vatnsmagnið og vatnshraðinn var með ólíkindum og landið lét undan og á örskömmum tíma gróf fljótið sér djúp gljúfur. Oddur Sig- urðsson segir í grein sinni í áður- nefndri bók að sennilega hafi hún unnið jöfnum höndum að því að mynda Ásbyrgi og gljúfrið austan Áshöfða. Síðar komu upp eldar í farvegi Jöklu og hraun fyllti hluta af gljúfrinu: „Auðvitað stíflaðist áin við þetta gos, sem varð svo að segja í miðjum farvegi hennar. Við það rann hún út á hraunið rauðgló- andi og kælingin varð svo misjöfn, að öll stuðlamyndunin hljóp úr skorðum eins og óreglu- legir stuðlar víða í Vesturdal bera vitni um.“ Annars staðar gaus og Jökla rann yfir glóandi hraunið og í dag má sjá merki þessa, þar sem ofar- lega er óreglulega stuðlað en neðst er rönd af fallegum, reglulegum stuðlum, s.s. í vígabergi og Réttar- bjargi í Forvöðum. Um 500 áram fyrir Kristsburð koma aftur hlaup í Jökulsá á Fjöll- um sem rekja má í dag. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur, segir um þetta hlaup: „I hana kom fírnamikið hlaup, sennilega alla leið sunnan úr Kverkfjöllum. Áin flæddi hvar- vetna yfír bakka sína, jafnt í gljúfram sem grannum farvegi. Sést það á því að hún hefur þveg- ið öll Ijósu öskulögin burt af stóram spildiim beggja vegna gljúfursins í Ásbyrgi og lægðinni þar suður af. Hraunið frá Hljóða- klettum er vatnsnúið víða á brúnum gljúfursins frá Vestra- Landi suður að Rauðhólum, en annars staðar á sömu leið er hraunið þakið vatnsnúnu stór- grýti. í þessu hlaupi hefur áin raðst gömlu leiðina niður um Ásbyrgi. Eflaust hefur hamrasal- urinn víkkað og lengst til muna við þessar aðfarir, og Botnstjöm í Ásbyrgi er hylurinn undir foss- inum, sem steyptist þar fram af bjargbúninni. Hlaupið tók mikið af nýja hrauninu úr farvegi sínum, gróf út Vesturdal og hreinsaði allt lauslegt af gígun- um þar, svo eftir standa aðeins stöplarnir sem stóðu í gígaröð- inni. Þeir era nú kallaðir Hljóða- klettar, en leifar uppranalegu gíganna era Rauðhólar norðan Vesturdals og rauðmalarskriðan rétt austan ár, nokkra sunnan Hljóðakletta." Höfundur starfar sem lausráðinn blaðamaður, og befur skrifað und- anfarin tvö ár um innlend ferða- málí Morgvnblaðið. Hann var stofnandi ogfyrsti ritstjóri tíma- ritsins Áfangar. n Éq eraðbræða þaðmeð mér ff sagði nýbakaða kartaflan sem vildi njóta samvistanna við smjörið sem lengst. N Ý VERÐLÆKKUN: Stórt stykki af smjöri kostar tœpar 117 krónur, smjörklípan í kartöfluna 2-3 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.