Morgunblaðið - 20.08.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 20.08.1986, Síða 27
MORGÚNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 27 UNNU í KNATTÞRAUT KNATTÞRAUT felst í því að halda bolta sem lengst á lofti, og má nota alla líkamshluta nema hendurnar við það. ísleifur Þórsson úr Breiðabliki varð sigurvegari í keppni sem Bikarinn á Skólavörðustíg efndi til fyrr í sumar, fyrir drengi 12 ára og yngri. Hann hélt boltanum á lofti 313 sinnum. Haukur Þór Hannesson 10 ára, úr Víkingi, var einnig verðlaun- aður, en hann hélt boltanum á lofti með 245 snertingum. Adidas-umboðið gaf verðlaunin. Fljótarottan sýnd í Regnboganum KVIKMYNDAHÚSIÐ Regnboginn hefur tekið til sýningar kvikmynd- ina Fljótarottan (The River Rat). Með aðalhlutverk fara þau Tommy Lee Jones, Brian Dennehy og Martha Plimton. Leikstjóri er Tom Rickman. Myndi fjallar um 12 ára gamla stúlku, Jonsy McCain sem býr ásamt ömmu sinni á litlum bát á Missisippi- fljóti. Faðir hennar, Billy, hefur verið í fangelsi í 13 ár en er nú, að því er virðist, frjáls ferða sinna. Þau Jonsy fá það sameiginlega áhugamál að gera upp bát sem Jonsy hefur verið gefmn og skíra hann Fljótarottuna. En um það bil sem þau eru að leggja af stað í skemmtiferð niður fljótið birtist óvæntur gestur, fyrrverandi fangavörður sem hyggur á hefndir. Skemmtiferðin verður því á nokkuð annan hátt en ætlað var í upphafi. Verðlaunahafarnir I knattþrautarkeppni Bikarsins, ísleifur Þórsson t.h. sem sigraði og Haukur Þór Hannesson sem fékk sérstök verðlaun. Norræna húsið: Dagskrá um Þingvelli FIMMTUDAGINN 21. ágúst kl. 20.30 talar sr. Heimir Steins- son, þjóðgarðsvörður, um Þingvelli, hvert hlutverk þeirra hafi verið í vitund þjóðarinnar og sögn. Spjall Heimis verður flutt á dönsku, en dagskráin er einkum ætluð norrænum ferða- mönnum. Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvikmyndin „Þijár ásjónur ís- lands“ með norsku tali. Þetta verður síðasta dagskráin í hinu hefðbundna Opna húsi í sumar, en Þingvellir verða aftur á dagskrá í Norræna húsinu fimmtudagskvöldið 28. ágúst. Þá verður fjallað um lífriki Þingvalla- vatns og Mývatns. Pétur M. Jónasson, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, flytur inngangsorð, Karl Gunnars- son, líffræðingur, sýnir litskyggn- ur og segir frá hrygningaratferli silungsins. Sýnd verður ný kvik- mynd, sem Magnús Magnússon hefur tekið af fuglalífi Mývatns og að lokum verður sýnd mynd frá Kröflueldum 1980, sem Vil- hjálmur Knudsen tók. Þessi dagskrá er í tengslum við ráðstefnu í Norræna húsinu dag- ana 27. ágúst til 29. ágúst, þar sem fjallað verður um lífríki Þing- vallavatns undir forystu Péturs M. Jónassonar. Einnig verður far- ið til Mývatns og ráðstefnunni fram haldið þar. Leiðrétting í UMFJÖLLUN um þáttinn á „Á hringveginum" sem var á dagskrá útvarps í gær misritaðist nafn tæknimanns þáttarins. Hið rétta er að Hallgrímur Gröndal annaðist það starf. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.