Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 38
38______ ' Minning: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 Svava Rönning Hinn 23. júlí fór fram jarðarför móðursystur minnar, Svövu Rönn- ing. Ég var þá staddur í útlöndum og gat því ekki fylgt Svövu síðasta spölinn. Mig langar því að kveðja hana með nokkrum orðum. Svava Rönning fæddist 14. ágúst 1916 og var sjötta bam hjónanna Ástríðar Stephensen og Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra, en þau hjónin eignuðust alls níu böm. Svava giftist árið 1947 Jóhanni Rönning, miklum sómamanni, og einguðust þau eina dóttur, Ástu • Sylvíu. Jóhann Rönning dó 1978. Kynni okkar Svövu hófust fyrir mitt minni, en Svava aðstoðaði við fæðingu mína. Frá því að ég man eftir mér hafði Svava samband við mig á afmælisdegi mínum og nefndi þá gjaman að hún væri fyrsta manneskjan sem hefði séð mig líta dagsins ljós. Síðustu árin átti Svava við mikil veikindi að stríða og samband okk- ar á millli var fremur slitrótt. Ég minnist hinsvegar frá bams- og unglingsárum mínum þessarar glaðværu og fallegu frænku minnar sem kom oft í heimsókn til foreidra minna á Barónsstígnum. Við spjöll- uðum þá margt saman, einkum um kvikmyndir, en kúreka- og leynilög- reglumyndir vom uppáhaldsmyndir okkar og mikið þótti mér skemmti- legt að eiga fullorðna frænku sem hafði gaman af slíkum myndum. Nú við fráfall Svövu votta ég Ástu Sylvíu, manni hennar og böm- um þeirra samúð mína. Ég mun ávallt minnast hennar með hlýhug og þakklæti. Eggert Briem t Eiginmaöur minn, EYJÓLFUR J. EINARSSON vélstjóri, Miðtúni 17, lést 18. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Árnadóttir. t Faðir minn og bróðir okkar, ERLINGUR SIGURLAUGSSON, Hlégerði 2, Kópavogi, lést 17. ágúst sl. Ásthildur Erlingsdóttir, Tryggvi Sigurlaugsson, Gunnar Sigurlaugsson, Fanney Sigurlaugsdóttir. t Elsku ástkæra dóttir mín, ELSA KRISTÍN, Melbæ 23, lést í Barnaspítala Hringsins þann 17. ágúst. Auður Ósk Aradóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA SIGURÐAR HELGASONAR, Engjaseli 3. Margrét Bjarnadóttir, Árni Finnbogason, - Bjarni Bjarnason, Sigriður Ólafsdóttir, Tryggvi Bjarnason, Kristjana Guðmundsdóttir, Leifur Bjarnason, Elínborg Sigurðardóttir og barnabörn. V t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR, Syðstu-Görðum. Lára Guðnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Legstelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. SB S.KELGASON HF 81 STEINSinKMA ■■ SKEMKWVEU 48 SÍMI 76677 Við grátmúrinn mikla Á þessu ári, sem helgað skal friði og fyrirheitum gagnkvæms skilnings og samúðar allra þjóða, væri ekki úr vegi að minnast eins elzta mannvirkis á vegum mann- kyns, sem hlýtur flestu fremur að vekja hræðilegar minningar um það, sem helzt þarf að var- ast, ef þau fyrirheit ættu að rætast. Á 40 ára afmæli frá lokum síðari heimsstyijaldar, sem vafa- laust var hin versta og grimmileg- asta í veraldarsögu allri, eru sérstök hátíðahöld víða um heim, þar sem sérstaklega eru í huga hafðar hryllilegar minningar um ofsóknir gegn ísraeismönnum bæði fyrr og síðar og þó sérstak- lega Qöldamorðunum miklu í Mið-Evrópu, undir forystu Hitlers. Ekkert er jafnhörmulegt og sá vitnisburður, að „kristnar þjóðir" svonefndar skuli hafa gengið fram að vilja og valdskipan svo bijálaðs foringja í mörg ár, og geri það nær ósjálfrátt enn í dag. Eitt er víst, ekkert er eða getur verið neikvæðara og ijarstæðara í fari og skapgerð verðandi valdhafa í kristnu landi en hatur, grimmd og ofsóknir. Sannur kristinn dóm- ur getur aldrei notið refsingar, árásir og hefndaraðgerðir, að ekki séu nefnd hryðjuverk til að bæta heiminn á vegum hins góða. Þar stefnir algjörlega í gagnstæða átt við kenningar meistarans Jesú frá Nazaret, sem kristinn dómur og kirkja hans er kennd við á flestum tungumálum. En einmitt á þeim brautum hefur kirkjan hvað eftir annað um aldaraðir hugsað og þroskast al- gjörlega gegn sínum sanna frumheija, sem kvaddi hinn sýni- lega heim að mestu í krossfesting- arkvölum með bæninni fögru: „Faðir, fyrirgef þeim. Þeir vita ekki hvað þeir gera.“ Það er því sorglegt í hæsta máta fyrir kirkju Krists að daglega skuii berast fregnir um hefndir og hryðjuverk „kristinna manna“, ekki aðeins- austan frá Líbanon og löndum araba, sem viðurkenna vissulega grimman Guð að því er virðist, heldur einnig frá löndum og þjóð- um, sem eru meðal fyrstu kristnu þjóða heims, eru einnig nágrann- ar, frændur, vinir og forfeður okkar hér í heimkynnum friðar og frelsis á íslandi. Þessir hefnigjörnu og grimmu „fylgjendur Jesú Krists ættu sannarlega að bæla sig við Grát- múrinn góða stund, þeir trúa þó væntanlega á sólarföður kærleik- ans, sem Jesús taldi hinn æðsta í himni og heimi. Einn af þekktum fylgjendum hans hér úti á íslandi átti þann þroska fyrir þúsund árum, að geta sagt: „Ekki er mér sonur minn bættari, þótt bana- maður (Bolli) hans sé drepinn." Aðeins slíkur kristindómur skapar frið og frelsi á jörðu. Ef til vill standa slíkir menn sem Ólafur pá í broddi fylkingar hinna sönnu frumheija þeirra, sem eiga eftir að bjarga mannkyni frá sjálfsmorði. Það er vart vafamál. En eru þeir ekki of fáir? Meira að segja hefur það kom- ið í ljós nú þegar á þessu „friðar- ári“ hjá þeim, sem er gefíð umboð Hitiers í heiminum af heimskum múg í menningarlöndum. En snjallt væri af þeim að taka sér stund til að gráta heimsku sína við „Grátmúrinn" hve hátt sem þeir gnæfa á vegum vísinda og vélmenna. Annars verður „Múrsins" mikla naumast minnzt án þess að getið sé þeirrar þjóðar, sem þar hefur staðið næst í margar aldir, já, allar, síðan hann varð til og átti að verða vamarmúr borgarinnar helgu, Jerúsalem á fyrstu öldum okkar tímatals. Sú saga verður ekki sögð hér. Enda koma ísrael- ar þar ekki mikið til mála nema þá. óbeint. En allar þessar aldir grétu þeir við múrinn. Hann varð líkt og tákn á eilífðarvegum og um leið allra þeirra, sem heim- sóttu þetta land og þessa borg úr veröld víðri. Þar var beðið, fómað, óskað og grátið. Hinn mikli Jahve virtist vægast sagt heymardaufur og gleyminn gagn- vart þessum bömum sínum, sem orðin vom olnbogaböm og bitbein allflestra þjóða á Vesturlöndum og víðar, ofsótt, htjáð og hrakin, særð ofsóknum og grimmd í greipum dauðans, oft án minnstu mannréttinda og allra saka. Samt hélt hún áfram að vera hvert sem böm hennar bámst, ein hin gáfaðasta, snjallasta og dug- mesta þjóð, sem hugsazt gat. Allt frá því að vera fólkið, sem alls staðar var eftiað hvemig sem að var farið gegn því, þá komu þaðan lærðustu, sniðugustu, listfengustu bömin í tónlist, skáldskap og allri virkt, meira að segja beztu bænd- ur og fomstu hershöfðingjar og allt þar á milli. Hún var því öfunduð og hrakin þessi þjóð, enda oft auðgert, til- tölulega fáar manneskjur f hverri borg, hveiju landi. Auðvelt reynd- ist því að ofsækja það, hrekja það burt, loka það í „gettóum", án allra réttinda. Og síðast flytja það í útlegð, ræna það öllu og nota auð þess til að brenna það á báli haturs og djöfuiæðis. Meira þarf ekki að segja. Aldr- ei verra en á þessari öld, okkar öld með sex milljón morðum í síðustu lotu. Þá glampaði leiftur gegnum tár grátenda við Grátmúrinn. Brezka stórveidið veitti gyðingum rétt til að hverfa til síns fyrirheitna lands á ný. Sjálfsagt án nokkurra raka og réttar, nema þá vegna valds, sem varla fékkst sannað. ísraels- menn fjölmenntu „heim“ til síns „fyrirheitna lands" að nýju úr öll- um heimsins homum. Gleði og vonir gáfu þar framtíðarsýn. Nú var Grátmúrinn tákn hins eilífa sigurs, tárin þar gleðitár. Meira að segja auðnir landsins breyttust í aldingarða, eyðimörkin varð paradís, svo vel var að unnið. En bráðlega var heimtað: „Burt með þessa heimshomaflækinga. Hér hafa þeir engan rétt.“ Vopn- aðar fylkingar Palestínumanna, sem raunar höfðu tórt af í landinu um aldaraðir, án allra framfara, töldu sig auðvitað hafa þar öll ráð, allan rétt, réðust ein af ann- arri á gestina: „Burt með þá að eilífu", varð krafa sem stendur enn. Samt stóðust þessir gestir hverja raun og færðu meira að segja fljótlega út kvíarnar. Unnu hvern sigur á fætur öðrum. Og síðast, „Sex daga stríðið", gegn sameinuðum aröbum. Aldrei höfðu þeir gengið fyrri í svo víðtækt bandaiag og heldur aldrei tapað svo miklu á tæpri viku við Miðjarðarhafíð. Nú varð gleði- hátíð við grátmúrinn. En slíkt var auðvitað fjarstæða. Nú gengu vestræn stórveldi til samstarfs við kröfur araba og hinn fámenni hópur sigurvegaranna við „botn“ Miðjarðarhafs varð að skila aftur að mestu leyti, öllu því sem þeir höfðu unnið úr höndum árásar- þjóðanna. Enn stóð múrinn mikli sem ókleiftir múr, sem aldrei virð- ist verða klifinn að brún. Nú var aftur grátið þar höfgum támm. En þótt allt væri látið í hendur kröfuhafa, varðveittu fmmhetjar og forystulið hins nýja ísraelsríkis manngöfgi sína, manngildi og gimsteina fomrar frægðar og menningar. Engar sögur fóm af hefndum né hatri, hvemig sem þeir höfðu verið ofsóttir, rægðir og svívirtir. Vægast sagt var ætl- ast til alls af þeim. Nú skyldi líka öllum, sem fýrir vom í landinu, boðin sömu mannréttindi og þess- ir aðkomnu gestir og böm frægra forfeðra. Og nú er svo komið, að þriðji hluti af fjölda þess fólks, sem býr í ísrael, teist til araba og að öllu með sama rétt og ísraelsmenn. Enginn hópur araba í víðri ver- öld býr við betri kjör, meira frelsi, frið og framfarir en fylkingin innan ísraelsku landamæranna. Samt er unnið að því að hrekja „gestina" burtu sem allra fyrst með öllum ráðum. Allt frá njósn- um, níði og bakmælum fjölda fréttamanna og ijölmiðla víða um heim, og til áþreifanlegra hryðju- verka þjálfaðra glæpamanna og sjálfsmorðssveita frá Afríku, Áustur-Evrópu og jafnvel Japan. En þannig hefur hópnum við Grátmúrinn ekki orðið þokað um þumlung. Nýlega gerðust samt atburðir, sem reynt hefur verið og tekist að telja hryðjuverk til hefnda af hálfu ísraels. Það er meira en tárum taki. Ef sannað verður, eini stóri ósigurinn sem jafnvel höfug tár við Grátmúrinn geta ekki náð á brott. ísrael er sannarlega búið að Iíða nóg, þótt ekki verði menn þar taldir hiyðjuverkamenn. Vissulega verður þessari göfugu þjóð meistarans mikla og göfuga ekki hlíft, ef eitthvað hendir, sem hægt er að sanna til vanza og óláns. Grátmúrinn mikli virðist enn sem fyrr engar varnir veita. Nú ættu samt „kristnar þjóðir", að vera komnar á það þroskastig í fylgd meistara síns, að fulltrúar þeirra og sendiboðar mæti við múrinn til að fella þung iðrunar- tár, og vinna þess heit, sem verði efnd, að allar þjóðir, allir menn megi njóta sömu virðingar og eiga sama rétt. Það sýnir sannan læri- svein og réttlátt bam þess föður, sem Jesús boðaði í sínum fagnað- arboðskap kærleikans. Þarna þurfa einnig allar svonefndar kirkjudeildir að fylgjast að og minnast þess, að hann gjörði Samverjann, sem var fyrirlitinn og hundraðshöfðingjann róm- verska, sem allir hötuðu ásamt hórseku konunni, sem átti að grýta öll að jöfnu Guðs börn vegna kærieika, sem þau sýndu í verki. Þar gilti einu um trúar- játningar, gamlar erfíkenningar trúfræða og bókstaf ritninga. Lífið sýnir anda og kraft Guðs í framkvæmd öllu orðagjálfri ofar. Vonandi eiga bæði ísrael og allir þjóðflokkar heims eftir að mætast við Grátmúr elskunnar, iðrast þar allra fordóma og alls hroka og finna ættarmót við aðrar þjóðir og aðra kynþætti, án tillits til litarháttar og kynþátta. Gefa Guði dýrð, með frið á jörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.