Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÖIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 Morgunblaðið/Haukur Þ. Sveinb. Samstarfsráðherrar Norðurlandanna ásamt lögmanni Færcyja, formanni grænlensku heimasyórnarinn- ar og forsætisráðherra íslands undirrita samning um stofnun þróunarsjóðs fyrir hin vestlægu Norðurlönd Þróunarsjóður hinna vestlægn Norðurlanda stofnaður: Hvetur til meira sam- starfs á milli landanna — segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra „ÞESSI sjóðsstofnun ætti að geta orðið til þess að hvetja til meira samstarfs á milli landanna. Það er síðan okkar sem byggjum þessi lönd að stofna til trúverð- ugra samstarfsverkefna og sækja um Ián úr honuin, og ég held að ekki ætti að verða skort- ur á slíku, en þau verða að vera gagnleg því öll lánin verður að sjálfsögðu að endurgreiða," sagði Halldór Asgrímsson sjávar- útvegsráðherra og samstarfsráð- herra Norðurlanda í samtali við Morgunblaðið í tilefni þess að á Höfn í Hornafirði var í gær geng- ið formlega frá stofnun þróunar- sjóðs fyrir hin vestlægu Norðurlönd. Halldór undirritaði samning Norðurlandanna fyrir hönd íslands í gær. Tilgangur sjóðsins er að efla atvinnulíf á Islandi, Færeyjum og Grænlandi með lánveitingum og styrlqum og með því að veita litlum og meðalstórum fyrirtælq'um ábyrgð til að ráðast í verkefni sem eru tengd þeim eða eru þeim til hagsbóta. Sjóðnum er jafnframt ætlað að stuðla að aukinni sam- vinnu Norðurlandanna á sviði iðnaðar, viðskipta og tækni, bæði milli hinna vestlægu Norðurlanda innbyrðis svo og samvinnu þeirra við önnur Norðurlönd. Stofnfé þróunarsjóðsins verður jafngildi 14,1 milljóna bandaríkja- dala, sem samsvarar 575 milljónum íslenskra króna, sem skiptist þann- ig: Svíþjóð greiðir 220 milljónir króna, Danmörk, Noregur og Finn- land greiða 110 milljónir hvert land, ísland 16 milljónir og Grænland og Færeyjar 4 milljónir kr. Aðsetur sjóðsins verður í Reykjavík og full- trúar hans verða einnig í Þórshöfn og Nuuk. Sjóðurinn mun veita lán og ábyrgðir með sömu skilmálum og bankar. Sjóðnum verður sett stjóm, sem skipuð verður einum fulltrúa frá hveijum aðila, samtals sjö mönnum. Fulltrúar íslands, Færeyja og Grænlands skiptast á um að gegna formennsku í stjóm- inni. Aðspurður um hugsanlegt gagn íslendinga af sjóðnum sagði Hall- dór: „Menn hér á Höfn í Homafírði hafa verið að spyija mig um gagn- semi sjóðsins fyrir svona staði. Eg hef nefnt sem dæmi meiri úrvinnslu úr síldarafurðum í samvinnu við þau Norðurlönd sem hafa meiri þekk- ingu en við á þeim málum. Hér er líka fyrirsjáanleg uppbygging ferðamannaþjónustu og hef ég einnig nefnt samstarf á þeim vett- vangi sem dæmi.“ Kvikmynd um Reykjavík frumsýnd: Þijár mynd- ir íeinni — segir Hrafn Gunnlaugsson REYKJAVÍK - Reykjavík, kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar um Reykjavík, sem gerð er í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar, var frumsýnd í Háskólabíói í gær að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Frum- sýningargestir, sem fylltu salinn, fögnuðu höfundi og aðal leikend- um með lófataki í leikslok. „Ég vil þakka það traust sem mér var sýnt af þeim Agli Skúla Ingi- bergssyni, sem var borgarstjóri þegar ákvörðun var tekin um að gera þessa mynd, og Davíð Odds- syni núverandi borgarstjóra, og svo auðvitað að einum þriðja, Þórði Breiðfjörð, sem aðstoðaði mig við gerð myndarinnar," sagði Hrafn Gunnlaugsson að lokinni frumsýn- ingu. Kvikmyndin, sem upphaflega átti að verða 45 til 60 mínútna löng, varð rúmar 90 mínútur og sagði Hrafn að henni mætti skipta í þijá hluta. Höfundarverk hans með leikn- um atriðum, heimildarmynd með þekktum borgurum og svipmyndum úr borgarpólitíkinni og loks bygging- arsögulegan. „Úr kvikmyndinni má vinna kynningarmynd fyrir Reykja- vík til sölu erlendis, fræðslumynd og svo þriðju myndina sem er mitt höfundarverk," sagði Hrafn. „Við höfum því fengið þama þijár mynd- ir í einni." Það var árið 1981, sem borgarráð Reykjavíkur tók ákvörðun um gerð myndarinnar og er hún að mestu tekin árið 1982. Kvikmyndin byggir á komu ungrar íslenskrar stúlku til borgarinnar í fyrsta sinn, en hún hefur dvalist erlendis frá unga aldri. Fylgst er með henni á ferðum henn- ar um borgina og viðbrögðum hennar við því sem fyrir augu ber. Með hlutverk stúlkunnar fer Kristín Hall, og Edda Björgvinsdóttir, Sig- urður Siguijór.sson og Gottskálk Dagur Sigurðarson fara með hlut- verk frændfólksins sem hún heim- sækir. Tónlist í kvikmyndinni er eftir Gunnar Þórðarson. Kvikmyndin verður sýnd næstu daga í Háskólabíói. Sjá gagnrýni um myndina á bls. 25. Morgunblaðið/Einar Falur Davíð Oddsson borgarstjóri og Hrafn Gunnlaugsson höfundur Reykjavíkurmyndarinnar, taka á móti frumsýningargestum í Há- skólabíói. Morgunblaðið/Júlíus Agnar Gunnar Agnarsson, dóttursonur Gunnars Jónassonar, sem hannaði og smiðaði TF Ögn ásamt Birni Olsen, afhjúpaði flugvélina í gær. Flugsýning í tilefni af 50 ára afmæli flugs á íslandi: TF Ögn afhjúpuð eftir endursmíði Um þessar mundir eru fimmtíu ár liðin frá þvi að Flug- málafélag íslands og Flugmála- stjórn hófu starfsemi sína og í tilefni af þvi var i gær opnuð sýning i Skýli 1 á Reykjavikur- flugvelli. Við opnun sýninjgar- innar var flugvélin TF Ogn, afhjúpuð eftir endurbyggingu, en vélin var smíðuð árið 1931 og er eina flugvélin sem hönn- uð hefur verið og smíðuð hérlendis. Friðrik Pálsson, forseti Flug- málafélags íslands, tók fyrstur til máls við opnun sýningarinnar, en Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðheira, opnaði hana síðan formlega. í ræðum sínum minnt- ust bæði forsætisráðherra og forseti Flugmálafélagsins sér- staklega framlags Agnars Kofoed Hansen til flugmála á íslandi, en nú eru einmitt 50 ár liðin frá því að Agnar Kofoed Hansen var skipaður flugmálaráðunautur íslensku ríkisstjómarinnar. Endursmíði TF Agnar hefur staðið yfir í rúmlega sex ár og stóð Flugsögufélag íslands fyrir því að vélin yrði endurgerð í sinni upprunalegu mynd. Þeir Bjöm Olsen og Gunnar Jonasson hönn- uðu og smíðuðu flugvélina, sem er tvíþekja, árið 1931. Þeir Bjöm og Gunnar voni báðir vélamenn hjá Flugfélagi íslands á kreppuár- unum og þegar félagið lagði niður starfsemi árið 1931, voru þeir félagar atvinnulausir. Tóku þeir þá tii við að hanna og smíða flug- vél, sem þeir ætluðu til kennslu og endurmenntunar reyndra og nýrra flugmanna. Vélin var fullsmíðuð u.þ.b. ári eftir að undir- búningur hófst að smíði hennar og var hún fyrst sýnd almenningi í júní 1932. Erfiðlega gekk að fá hreyfil í vélina og það var ekki fyrr en sjö ámm síðar að safnast hafði nægt fé til að festa kaup á hreyflinum. Vélinni var svo flogið í fyrsta skipti 24. nóvember árið 1940, eða átta ámm eftir að smíði hennar var lokið. Henni stjómaði Öm Ó. Johnson, síðar forstjóri Flugfélags íslands og stjómarfor- maður Flugleiða, og var hann eini flugmaðurinn sem flaug TF Ögn. Þegar ísland var hemumið af Bretum var lagt bann við frekari ferðum TF Agnar og var henni einungis flogið fjórum sinnum árið 1940 og síðan var hún tekin í sundur og komið fyrir í geymslu. Vélin var geymd við fremur léleg- ar aðstæður í áratugi, eða þar til Flugsögufélag Islands tók hana í sína vörslu og hóf endursmíði hennar fyrir um sjö ámm. Gísli Sigurðsson, sem einnig hefur end- ursmíðað Klemminn svokallaða, TF SUX, og Gunnar Jonasson vom þeir sem helst stóðu að end- ursmíðinni. Fjórtán ára dóttursonur Gunn- ars Jónassonar, Agnar Gunnar Agnarsson, afhjúpaði TF Ögn í gær og var Gunnari afa hans fært málverk af flugvélinni eftir breska listamanninn Peter Clark. Á flugsýningunni er starfsemi ýmissa aðildarfélaga Flugmálafé- lags íslands kynnt, ásamt annarra félaga sem tengjast flugi. Land- helgisgæslan sýndi hvemig þyrlan TF-SIF er notuð til að flytja sjúka eða slasaða menn. Afmælisvikan stendur fram yfir helgi og er almenningi boðið að skoða sýninguna alla dagana frá klukkan 17 til 22. Ýmis atriði verða á dagskrá alla dagana og í dag um kl. 19 verður t.d. sýnd langminnsta flugvél íslenska flot- ans, TF-ONI og svifflugur munu sýna listir sínar. Um helgina er ráðgert að halda sérstakan flug- dag með þriggja til fjögurra stunda langri dagskrá og þar munu m.a. erlendar flugsveitir sýna listir sínar. Flugskýli l á Reykjavíkurflug- velli er á bak við Loftleiðahótelið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.