Morgunblaðið - 20.08.1986, Side 36

Morgunblaðið - 20.08.1986, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Frá fundinum í Ifrane í Marokkó, Hassan konungur og Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels. Mikil pólitísk g’erjun í Miðausturlöndum eftir fund Hassans og Peres SUMUM finnst eftirtektarvert, að takmarkaðar umræður ellegar viðbrögð hafa komið frá leiðtogum margra Arabaríkja, eftir hinn fræga fund Shimons Peres, forsætisráðherra ísraels og Hassans, Marokkókonungs fyrir nokkru. Líta þessir svo á, að þetta bendi til, að fundurinn hafi í reynd verið gagnslaus og ekki muni frek- ari tíðinda að vænta að sinni. Eins og kunnugt er slitu Sýr- lendingar snarlega stjóm- málasambandi við Marokkómenn og Gaddafí Líbýuleiðtogi sendi frá sér orðsendingu, sem var ekki sérlega hvassyrt á hans mæli- kvarða. PLO-menn drógu í efa, að Peres og Hassan hefðu vit eða umboð til að ræða um framtíðar- skipan mála þeirra. Og þar við heftir eiginlega setið. Af þessu geta menn þó dregið fleiri ályktanir en ætla má í fljótu bragði, einkum og sér í lagi ef menn þekkja til málefna í þessum heimshiuta. Firra væri að ætla að allt sé gleymt og grafíð. Þvert á móti má nú ætla að miklar og heitar umræður fari fram þótt bak við tjöldin sé. Og eins og þar stendur, meira að segja í Araba- ríkjum getur margt búið í þögn- inni. í fyrsta lagi sýnir framhaldið að ekki verður um villzt, að Saud- um hefur þótt tímabært, að einhver þróun yrði í málefnum sem snerta Israel annars vegar og samskipti þeirra við Araba- þjóðirnar hins vegar. Vitað er, að Saudar hafa lengi unnið að því að þrýsta á hófsamari Arabaleið- toga um einhvern þann atbeina, sem leiddi til slökunar spennu í heimshlutanum. Ein meginástæð- an fyrir afstöðu Sauda er aftur sú, að langt er um liðið síðan ráða- menn á þeim bæ hétu Reagan Bandaríkjaforseta að beita áhrif- um í þessa átt. Og stjórnmálaslit Sýrlendinga hafa orðið til þess eins að einangra þá meira innan Arabaheimsins og það þykir Saudum væntanlega ekkert verra. Þeir hafa löngum litið homauga þá tilburði, sem Assad Sýrlands- forseti hefur haft í frammi til að seilast í forystuhlutverk meðal Araba. Auk þess hefur lengi verið grunnt á því góða milli Sýrlend- inga og Marokkómanna og Assad hefur gramist meira en lítið sú sjálfstæða stefna sem hann hefur fylgt, m.a. hvað varðar ísrael. En ekki síður hversu Hassan hefur getið sér orðstír á alþjóðavett- vangi. Þótt Hussein Jórdaníukonung- ur hafi látið sér fátt ftnnast um Ifrane-fundinn, blandast þó eng- um hugur um, að það væri fýrst og fremst honum og ríki hans í hag ef tækist að finna leið út úr ógöngunum. Það býður óhjá- kvæmilega miklum vanda heim, að meirihluti íbúa Jórdaníu eru nú Palestínumenn. Hussein heftn- enda átt ótal marga fundi með ísraelskum ieiðtogum, einkum Shimon Peres, þótt hann hafí ekki treyst sér til að taka af skarið og hitta Peres í allra augsýnd. Það hefur vísast sínar skýring- ar; trúlega myndu róttækir Palestínumenn í Jórdaníu þá taf- arlaust freista þess að gera hann höfðinu styttri, ef hann ræddi formlega við ísraelska leiðtoga án þess að hafa með sér fulltrúa PLO. Hassan konungur nýtur þess umfram Jórdaníukóng að hann býr lengra í burtu frá báðum aðilum. Færa má gild rök fyrir því, að hann hafi sýnt fram á að hann væri þeim hlynntur, þ.e. bæði málstað Palestínumanna og ísraela, án þess að vera jafn til- finninga og hagsmunalega flækt- ur í málið. Þessa röksemd má svo einnig nota gegn honum, eins og liggur raunar í augum uppi. Það er athyglisvert, að Alsír- menn hafa haft hægt um sig eftir fundinn. En það er líka forvitni- legt, að Túnisar hafa farið gæti- lega í að tjá sig. Væntanlega stafar það meðal annars af því, að Bourguiba forseti gerist nú gamall og er ekki sá forystumað- ur sem fyrr. Nýr forsætisráðherra hefur tekið við og ekki liggur fyr- ir, hvort honum tekst að treysta sig í sessi. Túnisar eru líklega hófsamastir gagnvart ísraelum, allra Arabaþjóðanna. Þeir hafa ekki, frekar en aðrar Arabaþjóðir, sætt sig við að Palestínumenn hefðu of mikil ítök í landinu. Þó að þeir hafi leyft Arafat að hafa stjómmálalegar bækistöðvar í Túnis, stafar það einfaldlega af því að þeir em þeirrar skoðunar, að Arafat sé sá eini leiðtogi Palestínumanna sem gæti verið fær um að tala við ísraela. 0g hvað sem fortíð Arafats líður, fer enginn - ekki Israelar heldur - í grafgötur með það, að af PLO leiðtogum er hann sá eini sem væri fáanlegur að ræða við ísra- ela. Túnisar hafa ekki leyft öðrum róttækari fýlkingum Palestínu- manna að vera í landinu. Ætla má að Túnisar og raunar fleiri Arabaríki ígrundi nú málin af miklu kappi og þó með eins mik- illi leynd og unnt er. Það er líka nauðsynlegt Arabaþjóðunum að bíða átekta og sjá hvort Gaddafi Líbýíuleiðtogi heldur völdum í landi sínu eða ekki. Innan fsraels hefur fundurinn verið ræddur hvað opinskáast. Eins og menn muna væntanlega reyndi Yitzak Shamir, væntanleg- ur forsætisráðherra, að gera lítið úr mikilvægi fundarins í byrjun. Hann taldi þó hyggilegra að snúa við blaðinu eftir að viðbrögð komu í ljós, sem sýndu svo að ekki var um villzt að fundurinn hafði ekki aðeins orðið vatn á myllu Peres utanlands og líklega í mörgum Arabaríkjanna. Ekki síður mislík- aði Shamir stórlega þegar niður- stöður skoðanakönnunar meðal Israela af marokkönsku bergi brotnir sýndu að stuðningur þeirra við Peres og frumkvæði hans hafði gerbreytt afstöðu þeirra og meirihluti marokk- anskra Israela hefði kosið Peres ef efnt hefði verið til kosninga þá. Likud-bandalagið hefur státað af því að njóta langtum meira fylgis meðal sefardim-gyðinga eins og kunnugt er. Shamir kúventi þá og kunn- gerði, að hann myndi ekki hika við að reyna einnig að hafa frum- kvæði um viðræður við arabíska leiðtoga eftir að hann tæki við forsætisráðherraembættinu, sem hann hefur nú dreymt um flestar nætur og daga síðan samsteypu- stjórnin í ísrael var mynduð eftir síðustu kosningar. Auðvitað er varlegt að spá, hvað verður. En það er áreiðan- lega óhætt að búast við því, að það er margt í geijun í stjórn- málum í Miðausturlöndum - og var þó ærið fyrir. (Heimildir: The Middle East Review, Jerusalem Post, Jordan Times.) Framkvæmdir við gangstéttir í Stykkishólmi Stykkishólmi. FRAMKVÆMDIR við göturnar í Stykkishólmi halda áfram. Við lagningu gangstétta hefir verið unnið af og til í allt sumar og hefir vel gengið. Steypustöð Tré- smiðjunnar Aspar hf. hefir séð um steypu og efni til hennar, er vinnuflokkur Stykkishólms- hrepps undir stjórn Högna Bæringssonar hefir haft á hendi aðrar framkvæmdir og svo önn- ur umsvif í þágu hreppsins. Hólmurinn breytir um svip með hveiju árinu sem líður. Nóg er af lóðum fyrir þá sem hyggjast byggja og eins eru hús til sölu fyrir þá sem vilja flytja i bæinn. Um miðjan ágúst var fréttaritari á ferð um bæinn ög tók þá þessar myndir af iðjumönnum og vélum í framkvæmdum gatnagerðarkerfis- ins. Það er alltaf vel þegið að fá góðar götur og gangstéttir og hefír sitt að segja. Vegurinn upp úr bæn- um er til fyrirmyndar og það fer ekki milli mála að menn vildu eitt- hvað á sig leggja fýrir betri vegi, og má segja að vegurinn til Borgar- ness mætti vera betri. Við fínnum vel fyrir því að fara til Reykjavíkur og aka bæði malarveg og veg með varanlegu slitlagi. Vonandi verður gert átak á næstunni því góður vegur er góð fjárfesting. - Arni Skoðunarferð um Reykjanes 21. ágúst Félag fyrrverandi alþingis- manna fer í Reykjanesferð fimmtudaginn 21. ágúst og verð- ur lagt af stað frá Umferðarmið- stöðinni kl. 10.00. Verður farið um Reykjaneskjör- dæmi og meðal annars skoðuð ýmis atvinnufyrirtæki. Keyrt verður til Grindavíkur um Reylqanes og ferðin enduð á því að skoða Sjó- minjasafn íslands í Hafnarfírði og snæddur kvöldverður í veitingahúsi þar í grennd. Félag fyrrverandi alþingismanna var stofnað í þeim tilgangi að halda við kynnum og tengslum þeirra manna sem setið hafa á alþingi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.