Morgunblaðið - 20.08.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 20.08.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 3 Staða fiskvmnslu- fyrirtækja í athugun hjá ríkisbönkunum RÍKISBANKARNIR eru þessa dagana að skoða reikninga og meta stöðu þeirra fyrirtækja í sjávarútvegi sem átt hafa við rekstrarvanda að striða að und- anförnu. Byggðastofnun hefur þegar lánað um 200 milljónir króna tii fiskvinnslu- og útgerð- arfyrirtækja viða um land, en enn eiga allmörg fjrrirtæki við verulegan vanda að etja. Undanfarið hafa fundir átt sér stað með fulltrúum fiskvinnslunnar, lánastofnana og sjávarútvegsins og að sögn Jóns B. Jónassonar, skrif- stofustjóra sjávarútvegsráðuneytis- ins, hafa skuldbreytingar á skammtímalánum í lán til lengri tíma nokkuð borið þar á góma. að þeim yrði ekki hjálpað með lán- veitingu. Kvað hann því athyglina einkum beinast að því að liðsinna þeim fyrirtækjum sem ættu við lausafjárvanda að stríða og hefðu nokkurn veginn tryggan rekstrar- grundvöll. „Við höfum ekki fjallað sérstak- lega um þessi mál nýlega, fyrirtæki í sjávarútvegi sem skipta við okkur eru nokkuð misjafnlega á vegi stödd og þar á meðal eru nokkur fyrir- tæki sem ekki blæs byrlega fyrir," sagði Lárus Jónsson, bankastjóri í Útvegsbankanum. Sagði hann vandann í sumum tilfellum það stór- an að ekki væri við því að búast að viðskiptabankamir gætu einir sér leyst hann. Silfurreynir sljórn- arráðshússins að falli kominn í bakgarði stjórnarráðshússins er þessi gamli silfurreynir að dauða kominn, eins og sjá má. Að sögn Guðmundar Benedikts- sonar, ráðuneytisstjóra í forsæt- isráðuneytinu, er tré þetta þeim í stjóraarráðshúsinu ákaflega kært. „Það var óskaplega fallegt þar til fyrir 4-5 árum að það fór að visna. Við höfum frestað því í lengstu lög að fella það, en liklega verður það ekki umflúið í haust, því er nú ver og miður.“ Garðyrkjudeild Reykjavíkur hef- ur umsjón með garðinum umhverfis stjómarráðshúsið og að sögn Haf- liða Jónssonar, fyrrverandi garð- yrkjustjóra, er ekki fullkunnugt um orsakimar fyrir því að svo er kom- ið fyrir þessu aldna tré, þær væm sjálfsagt margar og samverkandi; ekki væri ósennilegt að börkurinn hefði orðið fyrir hnjaski. Hafliði taldi, að silfurreynir þessi hefði verið gróðursettur einhvem tíma um 1910. Hann hefur því lifað nokkuð margar ríkisstjómir. Helgi Bergs, bankastjóri í Lands- bankanum, sagði að nú þegar væri unnið af miklu kappi við að skoða mál einstakra fyrirtækja, en því miður væm sum þeirra svo illa sett Kennsluefni um helsta umhverfis- vanda á íslandi Námsgagnastofnun hefur gefið út hefti sem heitir „Gróðureyðing og endurheimt landgæða*', eftir Ingva Þor- steinsson, náttúrufræðing, og Sigurð Blöndal, skógræktar- sljóra. Heftið, sem er ætlað nemendum grunnskóla og al- menningp, er byggt á greinum eftir höfundana sem birtust i Lesbók Morgunblaðsins árið 1984. Í ritinu er fjallað um gróðureyð- ingu á jörðinni, náttúmlegt gróðurfar íslands, áhrif beitar, gróðureyðingu á íslandi, aðgerðir gegn eyðingunni og leiðir til að endurheimta horfin landgæði. „Námsefni af þessu tagi hefur skort í samfélagsfræðikennslu grunnskólanna, þar sem ekki hef- ur að mínum dómi verið lögð nógu mikil áhersla á kennslu á þessu sviði, en í þessu riti er verið að fjalla um umhyerfisvandamál númer eitt hér á Islandi," sagði Ingvi Þorsteinsson í samtali við Morgunblaðið, og gat þess jafn- framt að ekki hefði verið staðið nægilega vel að uppfræðslu um þessi mál hérlendis. Með þessari útgáfu vill Náms- gagnastofnun leggja sitt af mörkum til að brýna fyrir skóla- nemendum og almenningi nauð- syn þess að vemda gróður og jarðveg iandsins og hvetja til sam- eiginlegs átaks um vemdun og uppgræðslu gróðursins og sagðist Ingvi vera stofnuninni ákaflega þakklátur fyrir að hafa sýnt þessu áhuga. í niðurlagsorðum segja höfund- ar meðal annars: „Tími er kominn til að skipta á þeim tötrum sem landið er nú klætt og þeim við- hafnarklæðum sem því ber. Spurningin er ekki, hvort það verður gert, heldur hvenær og á hvem hátt.“ Ritið er 24 bls. að stærð og prýtt fjölda litmynda. Kápumynd teiknaði Áslaug Sverrisdóttir. Til hamingju meö 200 ára afmælið! Við hjá Sindra Stáli óskum landsmönnum öllum til hamingju með merkisafmæli höfuðborgarinnar. Við erum stoltafborg- inniokkar. Við erum líka stoltafþjónustu Sindra Stáls við höfuðborgarsvæðið og alla landsbyggðina. REYKJAVÍK ■: 4. Jbfr&r SINDRA STALHF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.