Morgunblaðið - 20.08.1986, Page 6

Morgunblaðið - 20.08.1986, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 Hápunkt- urinn Hápunkt hátíðahaldanna í til- efni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar var að sjálf- sögðu að finna á sjálfan afmælis- daginn, þann 18. ágúst. Að morgni þess dags var skýjað en vafalaust hefir hann Davíð okkar borgarstjóri legið á bæn næturlangt því er leið á daginn blíðkuðust veðurguðirnir og sólin sindraði á hvers manns vanga. Undirritaður hvarf að sjálf- sögðu í mannhafið og komst hvorki nálægt afmælistertunni miklu né gæðadrykknum góða frá Sanitas, en vélmennið frá Kók skenkti svo- litlu í glasið. En hvílíkur dagur, orð fá ekki lýst þeim rausnar- og mynd- arskap er mætti okkur Reykvíking- um í yndisfagra miðbænum okkar þennan dag og allt fólkið. Nú væri gott að eiga Tómas að. Kvöldið Starfsins vegna sat undirritaður að sjálfsögðu heima fyrir framan sjónvaipið er kvölddagskráin hófst á Arnarhóli og undi reyndar hag sínum hið besta því þeim sjónvarps- mönnum tókst alveg prýðilega að fanga stemmninguna. Vil ég þar einkum þakka Jóni Hákoni Magnús- syni, Karitas Gunnarsdóttur og Jóni Gústafssyni er höfðu það erfiða hlutverk með höndum að hverfa í fjöldann með hljóðnemann en ekki var síður vandasamt hlutverk út- sendingarstjóranna þeirra Marí- önnu Friðjónsdóttur og Tage Ammendrup og tæknistjóm Gísla Valdemarssonar var einnig afar torleyst. Þetta ágæta fólk leysti málið fimlega og áreynslulaust að virtist en sli'k eru einmitt meistara- tökin. Eg veit ekki hvort það telst beint í mínum verkahring að leggja dóm á kvölddagskrá afmælisbarnsins og þó var hún ekki birt á skjánum í allri sinni dýrð. Fyrst vil ég þá nefna að mér fannst útset.ningar Gunnars Þórðarssonar á Reykjavíkurlögun- um hreinasta snilld og svo naut músíkin sín með eindæmum vel í hljóðkerfínu. Söngur hins volduga kórs í verki Jóns Þórarinssonar lyfti huganum til hæstra hæða og leik- rit Kjartans Ragnarssonar lýsti prýðilega hinni miklu baráttu Skúla fógeta við einokunarvaldið og aftur- haldsöflin, mikill leikhúsmaður Kjartan, en lýsingin á Danakóngi máski fullglannaleg. Þá brugðu hin- ir svokölluðu „grínarar" Karl Ágúst og Laddi á leik og léttu skapið. Annars þurfti ekki að grínast á hinu fagra sviði og jafnvel þurftu menn ekki brennivín til að gleðjast eins og Guðni rektor benti á því svo myndarlega var að öllu staðið þama á Amarhólnum bæði af hálfu manna og guða að ég sá ekki betur en Ingólfur brosti. Svo steig hann Davíð á svið og tendraði fyrsta flugeldinn og brátt logaði himingeimur af gneistandi ljósadýrð og fólkið fagnaði sem einn maður. Fallegasta flugeldasýning sem ég hefi nokkm sinni séð... sagði mér ensk kona er hefir viða farið en hreifst þama upp úr skón- um á Amarhólnum eins og aðrir gestir borgarinnar við Sundin. Það er annars eins gott að festa þessa hátíðlegu stund vel í minni því fæst okkar lifa að sjá borgina þijúhundr- uð ára en hér kemur sjónvarpið og myndbandið sér vel, þar er hátíðin mikla ’86 geymd óbomum kynslóð- um til yndisauka. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP í dagsins önn: Börn og umhverfi þeirra Umsjónarmenn 1 0 30 þáttarins í O dagsins önn, þær Anna G. Magnúsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir, ætla í dag að segja frá heimsókn sinni á barna- heimilið Marbakka Kópavogi. Þar ræddu þær við Sól- veigu Victorsdóttur for- stöðukonu og Elínu Ágústsdóttur fóstm. Þær segja frá dagheimilinu á Marbakka og starfi fóstra og kjömm. Enn fremur verður lítil- lega rætt um tilganginn með rekstri dagheimila, hvort þau fullnægi þörfum barna og ýmislegt sem tengist leik þeiira og starfí. Björn Thoroddsen er meðal þeirra sem fram koma á djasstónleikunum á Arnarhóli. Djass- hátíð á Arnarhóli ^■■M Sjónvarpið ætl- 91 15 ar í kvöld að “ vera með beina útsendingu frá Amarhóli. Þar verða djasstónleikar sem Jassvakning stendur fyrir í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Hljómsveitimar sem koma fram em Trío Jóns Páls Bjarnasonar, Bjöm Thoroddsen og félagar og hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar. Erna Amardóttir Erill og ferill ■■■■ Þáttur Emu 1 700 Arnardóttur, 1- • ~~ Erill og ferill er að vanda á dagskrá rásar 2 kl. 17. Að þessu sinni ætlar Erna að helga þáttinn 200 ára afmæli Reykjavíkur. Gestir hennar verða báðir borgarbúar og ætlar hún að ræða við þá um borg- ina, lesa upp úr gömlum dagblöðum og reyna að endurvekja tíðarandann þá. Tónlist verður í háveg- um höfð í þættinum að venju en að þessu sinni munu lög sem tengjast Reykjavík að einhveiju leyti sitja í fyrirrúmi. Sonur elds og ísa Síðastliðinn QA00 laugardag hóf “" Baldvin Hall- dórsson lestur sögunnar Sonur elds og ísa eftir Jó- hannes Heggland í þýðingu Grétu Sigfúsdóttur. I kvöld verður lesinn annar hluti sögunnar. Jóhannes Heggland fæddist árið 1919 í Týsnesi sunnan við Björgvin. Hann hóf rithöfundar- feril sinn árið 1941 með skáldsögu og hefur síðan Jóhannes Heggland skrifað bæði skáldsögur og smásögur handa fullorðn- um og auk þess sagnfræði- legar ritgerðir, blaðagrein- ar og fleira. Flestar barna- og ungl- ingabóka hans hafa hlotið verðlaun í Noregi, meðal annars verðlaun kirkju- og menntamálaráðuneytisins. Sumar af sögunum hafa verið fluttar í útvarpi. Jóhannes Heggland er fyrrverandi formaður rit- höfundasambands Noregs og hann situr í nefnd þeirri er úthlutar bókmennta- verðlaunum Norðurlanda- ráðs. I UTVARP MIÐVIKUDAGUR 20. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Olla og Pési” eftir Iðunni Steinsdóttur. Höf- undur les (10). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Guðmundur Sæ- mundsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Land og saga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Guðmundur Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Börn og umhverfi þeirra. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Fólk á förum" eftir Ragnhildi Ólafs- dóttur. Elisabet Jónasdóttir þýddi úr dönsku. Torfi Jóns- son les (2). 14.30 Norðurlandanótur. Dan- mörk. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tóhleikar. 15.20 Á hringveginum — Vest- urland. Umsjón: Ævar Kjartansson, Asþór Ragn- arsson og Stefán Jökulsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar. a. Keisaravalsinn eftir Jo- hann Strauss. Útvarps- hljómsveitin í Berlín; Ferenc Fricsay stjórnar. b. Forleikur að óperunni „Rakarinn í Sevilla", eftir Gioachomo Rossini. Fílharmoníusveitin i Lund- únum leikur; c. Tónlist eftir Saint Saéns og Chabrier. Cécile Ousset leikur á píanó. 17.0 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö. Umsjón: Kristín Helgadóttir og Sigur- laug M. Jónasdóttir. 17.45 f loftinu. — Hallgrimur Thorsteinsson og Guölaug María Bjarnadóttir. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Aö utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Sagan: „Sonur elds og isa" eftir Johannes Hegg- land. Gréta Sigfúsdóttir þýddi. Baldvin Halldórsson les (2). 20.30 Ýmsar hliðar. Þáttur i umsjá Bernharðs Guð- mundssonar. 21.00 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Þættir úr sögu Reykjavíkur — Skólamálin. Umsjón: Sumarliði ísleifs- son. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hljóð-varp. Ævar Kjart- ansson sér um þátt í samvinnu við hlustendur. 23.10 Djassþáttur. — Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 20. ágúst 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur, Kristjáns. Sigurjóns- sonar, og Siguröar Þórs SJÓNVARP 19.00 Úr myndabókinni — 16. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Gamli pró- fessorinn segir frá Charles Dickens, Ali Bongo, Raggi ráðagóði — lokaþáttur, Kuggur — lokaþáttur, Villi bra bra, Snúlli snigill og Alli álfur, Alfa og Beta og Klettagjá. Umsjón: Agnes Johansen. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Við kranans máttuga sö/ig. Það er hald manna að hafn- MIÐVIKUDAGUR 20. ágúst arskilyrðin hafi ráðið miklu um þá ákvörðun Ingólfs Arn- arsonar að byggja i Reykja- vík fremur en á öðrum stöðum á fslandi. Tækni- sýning Reykjavikur hefur látið gera mynd um Reykjavíkurhöfn undir heit- inu Við kranans máttuga söng. Kvikmyndun: Sigurð- ur Jakobsson. Texti: Ólafur Bjarni Guönason. Lesari: Arnar Jónsson. Hljóðsétn- ing: Kot. 20.45 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. í þættinum er m.a. fjallaö um hreinsun á koparstyttum, nýjungar í flugvélasmiðum og tækni- brellur i kvikmyndagerð. 21.15 Djasshátíö á Arnarhóli. Bein útsending frá djasstón- leikum á Arnarhóli, í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavik- urborgar. Það er Jazzvakn- ing sem stendur fyrir þessum tónleikum, en hljómsveitirnar sem fram koma eru Trió Jóns Páls Bjarnasonar, Björn Thor- oddsen og félagar og Hljómsveit Guðmundar Ing- ólfssonar. Dagskrárlok óákveðin. Salvarssonar. Guöríöur Har- aldsdóttir sér um barnaefni ífimmtanminúturkl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Kliöur Þáttur í umsjá Gunnars Svanbergssonar og Sigurð- ar Kristinssonar. (Frá Akureyri.) 15.00 Nú er lag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný'úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Taktar Stjómandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 17.00 Erill og ferill Erna Arnardóttir sér um tón- listarþátt blandaðan spjalli við gesti og hlustendur. 18.00 Dagskrárlok Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.