Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 19
086r rxu. >Á ,0S HUUAOtOílVÖlM .ÖiÖAHHK'JOHOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. AGÚST 1986 Bjórbannið er táknrænt fyrir ítök íhaldssamra af la á Alþingi — segir Helgi Gunnlaugsson þjóðfélagsfræðingur en grein um rann- sóknir hans á rótum bjórbannsins birtist í bandarísku tímariti í haust TÍMARITIÐ Law and Society Review birtir í haust ítarlega grein um bjórbannið á íslandi. Annar höfundanna, Helgi Gunn- laugsson þjóðfélagsfræðingur, hefur undanfarið stundað fram- haldsnám við háskólann i Miss- ouri. Greinin er byggð á athugunum á viðhorfi almenn- ings, stjórnmálamanna og fjöl- miðla til bjórsins og hvernig kenningar þjóðfélagsfræðinga um táknræna merkingu áfengis- bannsins í Bandarikjunum á fyrstu áratugum aldarinnar geti varpað ljósi á þau öfl sem móta íslenska þjóðfélagið. Law and Society Review er al- þjóðlegt fagtímarit þjóðfélagsfræð- inga og lögfræðinga. Þykir mikil upphefð að fá birta grein í ritinu, en ritstjórarnir hafna um 80% af aðsendu efni. í samtali við blaða- mann sagði Helgi að hann hefði unnið greinina með kennara sínum, John F. Galliher, eftir rannsókn sem hann gerði í námi sínu. Þeir hefðu viðað að sér heimildum um gang bjórmálsins á þingi, skoðanakönn- unum á viðhorfí almennings og athugað hvernig Morgunblaðið hef- ur fjallað um þetta mál frá upphafi. Einnig er vitnað til samtala Helga við alþingismenn. Fulltrúar g-amla tímans „Þessi athugun hefði verið gagnslaus ef hún fjallaði um bjórinn einan, út af fyrir sig,“ sagði Helgi. „Ég hef lengi haft áhuga á því að kanna sambandið milli laganna og þess þjóðfélags sem setur þau, og í því samhengi skoða ég bjórmálið. Það er almenn skoðun að bjór- bannið sé ekki rökrétt, vegna þess að við leyfum sterkara áfengi. Þó hafa allar tilraunir til að fá lögunum hnekkt mistekist. í greininni leiði ég rök að því að á Alþingi séu sterk, íhaldsöm öfl — fulltrúar gamla tímans — sem komi í veg fyrir að bjórbanninu sé aflétt. Þess- ir fulltrúar koma fyrst og fremst úr Framsókn, sem er bænda- og dreifbýlisflokkur, og verkalýðs- hreyfingunni, sem sögulega hefur átt sterkust ítökin í Alþýðubanda- laginu og Alþýðuflokknum. For- sendumar fyrir andstöðu þessara afla eru að mestum parti söguleg- ar. En það er misvægi atkvæða sem veldur því hversu dreifbýlisþing- menn hafa mikið vald á þinginu." Áfengisbannið var aðallega táknrænt Helgi sagði að niðurstöður sínar kæmu heim og saman við kenning- ar Josephs R. Gusfield og fleiri um áfengisbannið í Bandaríkjunum. Þeir halda því fram að það hafí fyrst og fremst haft táknræna merkingu og neysla áfengis hafí alltaf viðgengist í skjóli aðgerðar- leysis yfirvaldanna. Bannið hafi hinsvegar sýnt áhrifamátt lútersku bændastéttarinnar á sama tíma og iðnvætt borgarsamfélag var í mót- un. Um aldamótin var einnig gífurlegt streymi innflytjenda frá Suður-Evrópu til Bandaríkjanna, og fluttu þeir með sér kaþólska siði, þ. á m. víndrykkju. „Bannlögin voru ekki tæki til að stjórna þjóðfélag- inu, heldur vora þau meira táknræn. Tilgangur þeirra var að friða hinn sterka minnihluta, sem smátt og smátt var að missa tök sín á þjóð- félaginu. Slíkum lögum er aldrei framfylgt nema að litlu leyti, enda er það stundum ómögulegt," sagði Helgi. Ellefu árangurs- lausar tilraunir í grein Helga kemur fram að braggun og sala á bjór hafi verið bönnuð hér á landi frá 1915. Inn- flutningur á víni var leyfður 1922, og á öðram áfengum drykkjum síðan 1934. Frá árinu 1932 hafa verið gerðar 11 árangurslausar til- raunir til að aflétta bjórbanninu. Árið 1928 ákvað Alþingi að láta þjóðaratkvæðagreiðslu skera úr um framtíð áfengisbannsins. Liðu fimm ár þar til hún var haldin, og sam- þykkti meirihluti kjósenda að aflétta banninu. „Á þinginu árið 1934 var lagt fram frumvarp um að leyfa innflutning á áfengum drykkjum. Jafnframt yrði fram- leiðsla þeirra hér á landi bönnuð, með þeirri undantekningu að leyft yrði að bragga bjór. Andstæðingar afnámsins vora fljótir að koma auga á að lögin vora sér ósamkvæm og notuðu það óspart sér til framdrátt- ar í umræðum. Má segja að tilviljun hafi ráðið því að bjórinn hlaut sér- stöðu gagnvart lögunum, fyrst vegna þess að fylgismenn hans töldu bjórinn saklausan og vildu því gera undantekningu frá reglunni, síðan vegna þess að bindindismenn notuðu hann sem hálmstrá til að halda í bannið. Það er mjög fróð- legt að fylgjast með umræðunni á þessum tíma, því segja má að meg- inröksemdirnar hafi ekki breyst í hálfa öld,“ sagði Helgi. Framsókn og vinstri- menn stöðva bjórinn Helgi kemst að þeirri niðurstöðu að landsbyggðarþingmenn, aðal- lega úr Framsóknarflokknum ásamt þingmönnum sem eiga rætur í verkalýðshreyfingunni, hafi stöðv- að allar tilraunir til að lögleiða bjór. Þeir telja bjórinn böl, sem muni auka drykkju í landinu og á hana sé vart bætandi. Einnig heyrast þær röksemdir að auðveldur aðgangur að veiku áfengi muni valda því að verkamenn drekki, jafnvel í vinn- unni, sólundi lágum launum sínum og komi fjölskyidunum á vonarvöl. Flesta stuðningsmenn hefur bjórinn átt í þingliði Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn telja að það sé órökrétt að banna öl en leyfa sterk- ara áfengi. Bjórinn sé meinlaus og hvetji til hóflegri neyslu ef eitthvað er. Einnig benda þeir á að bjórinn sé vara sem ríki og einkaaðilar geti hagnast á að selja innanlands og utan. Heildardrykkja hefur minnkað „Eitt að því sem andstæðingar bjórsins nefna mjög oft er það að drykkja sé alltaf að aukast í réttu hlutfalli við aukinn aðgengileika áfengis. Bjórinn muni því koma eins og holskefla yfir þjóðfélagið. Sér til stuðnings hafa þeir áfengisvarn- aráð sem hefur oftar en einu sinni lýst því yfir að drykkja sé að auk- ast. Um þetta er hinsvegar rétt að efast. Heildardrykkja fer minnkandi í mörgum hinna vestrænu ríkja og má nefna Bandaríkin því til stað- festingar. Og raunar minnkaði drykkja hér á landi milli áranna 1984 og 1985. Þó hefur vínveitinga- leyfum fjölgað jafnt og þétt og aðgangur að áfengi er alltaf að aukast. Ég held að stöðugur áróður gegn áfengi hafi í för með sér að Islendingar drekka þjóða minnst í að skoða sambandið milli lag- anna og þess þjóðfélags sem setur þau. í því samhengi skoða ég bjórmálið“ sagði Helgi Gunnlaugsson þjóðfélagsfræð- ingur. Evrópu og Ameríku. Mér finnst að áfengismálin verði að skoðast í víðara samhengi en oftast er gert, fleira hefur áhrif á heildameysluna en greiðari aðgangur," sagði Helgi. Sumum stéttum ekki treystandi? „Öll þessi umræða um að bjór- drykkja muni koma harðast niður á verkamönnum og ungu fólki sem era verkamennn framtíðarinnar er líka mjög kyndug. í fyrsta lagi held ég að verkamenn séu því ekki sam- mála að þeir séu veikarí fyrir áfengi en aðrar stéttir. Og í öðra lagi er verið að gefa í skyn að sumum stétt- um sé treystandi fyrir bjór, og raunar ítrekað með því að gefa far- mönnum, sjómönnum og ferða- mönnum greiðan aðgang að honum. í Bandaríkjunum var verkalýðs- hreyfingin á móti áfengisbanninu Hér er þessu öfugt farið. Ástæðan er sú að A-flokkamir ásamt verka- lýðshreyfingunni eiga svipaðan upprana og ungmennafélögin og bindindishreyfíngin. “ Ottast að þjóðar- atkvæði svipti burt hulunni Skoðanakannanir sem Helgi vitn- ar til sýna að fylgi við bjórinn hefur farið vaxandi meðal almennings. I Hagvangskönnun árið 1983 styðja 63,5% þeirra sem taka afstöðu bjór- inn. Kemur sá stuðningur að miklu leyti úr þéttbýli, en andstaðan hins- vegar úr dreifbýlinu. í mars 1984 birti DV könnun þar sem 74% studdu þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Helgi segir að andstæðingar bjórsins séu mjög greinilega andvígir þjóðaratkvæðagreiðslu og jafnvel skoðanakönnunum. Þeir ótt- ist að þær svipti hulunni af því hversu skakka mynd Alþingi gefur af þjóðinni. í viðtölum Helga við alþingismenn kemur m.a. fram að hinir íhaldssömustu telja að fyöl- miðlar stjómi skoðunum fólks. Einn þeirra sagði: „Áróður fjölmiðla fyrir aukinni neyslu áfengis hefur haft áhrif á skoðanir almennings. Ég held samt sem áður að meirihluti landsmanna sé andvígur bjómum og kannanir sem sýna hið gagn- stæða era líklega vitlausar." Alþingismaðurinn ónafngreindi hafði raunar lýst sig fylgjandi skoð- anakönnunum í umræðum á þingi nokkra áður. Annar þingliði sagði við Helga: „Ef þjóðaratkvæði eiga að skera úr um málið, hvernig eig- um við þá að vemda rétt minnihlut- ans?“ Valdastofnanir rót- fastar í gömlum tíma „ísland er skýrt dæmi um þjóð- félag sem tekið hefur stiikkbreyt- ingu. Á rúmum 80 áram hefur það breyst úr einföldu, sttjálbýlu bændasamfélagi yfír í lagskipt, margþætt iðnaðarþjóðfélag. Hér hefur enn engin stéttaskipting þró- ast að heitið geti. Fólkið er vel menntað, heilsuhraust og afkoma þess góð. Bjórmálið sýnir og sannar að æðstu valdastofnanimar hafa ekki fylgt þessari þróun og era enn rótfastar í gömlum tíma. Ef vægi atkvæða við Alþingiskosningar yrði jafnað myndi afnám bjórbannsins án efa ijúka í gegnum þingið" sagði Helgi. „Þótt ég kjósi að kalla bjór- bannið táknrænt, tel ég ekki rétt að alhæfa svo gjörsamlega. Engin lög era fullkomlega táknræn og þeir sem styðja bannið era sann- færðir um að nauðsynlegt sé að stjóma drykkju landsmanna, vemda þá gegn þessum vágesti með boðum og bönnum." Bjórbanninu af létt innan skamms Helgi sagði að burtséð frá fræði- legum athugunum væri hann sannfærður um að bjórbanninu yrði aflétt innan tveggja ára. „Alþingi verður fyrr en síðar að beygja sig fyrir því sem virðist vera vilji al- mennings." BS H. 159, br. 55, d. 60, 300 lítra, m/blást- H. 159, br. 55, d. 60, urskælingu, tvi- 310 litra, tviskiptur. skiptur. H. 167, br. 60, d. 60 365 lítra, tviskiptur. H. 160, br. 67, d. 60, 410 litra, tvískiptur, m/vatnskæli. H. 165, br. 55, d. 60, 290 litra, sambyggð- ur, kælir/frystir, 2 pressur. H. 180, br. 60, d. 60, 390 lltra, sambyggð- ur, kælir/frystír, 2 pressur. H. 180, br. 60, d. 60, 380 iitra, sambyggð- ur, kælir/frystir, 2 pressur. H. 139, br. 55, d. 60, 265 lítra, tviskiptur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.