Morgunblaðið - 20.08.1986, Side 22

Morgunblaðið - 20.08.1986, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 30 Tékkar og Pólverjar flýjatil V-Þýzkalands MUnchen, AP. VESTUR-ÞÝZKA landamæra- lögreglan skýrði frá því að 27 pólskir og tékkneskir ferðamenn hefðu orðið viðskila við sam- fylgdarmenn sína og orðið eftir i Vestur-Þýzkalandi í lok síðustu viku. . Lögreglan neitaði að skýra frá því hvort mennimir, sem ekki hefðu snúið aftur heim úr sumarleyfi, hefðu beðið um pólitískt hæli. Lögreglan staðfesti jafnframt að tveir tékkneskir bræður, 23 og 29 ára, hefðu laumast yfir tékknesku landamærin án þess að tékkneskir landamæraverðir hefðu orðið þeirra varir. Þeir gáfu sig síðar fram við lögreglu í Bæjaralandi. Veður vtða um heim Lægst Hœst Akureyri 9 alskýjað Amsterdam 13 19 skýjað Aþena 22 36 heiðskfrt Barcelona 28 skýjað Berlín 12 20 skýjað Brtissel 12 20 rignlng Chicago 20 26 heiðskírt Dublin 10 19 skýjað Feneyjar 25 alskýjað Frankfurt 14 24 rigning Genf 16 26 skýjað Helsinki 13 18 skýjað Hong Kong 27 31 heiðskirt Jerúsalem 17 28 heiðskirt Kaupmannah. 10 18 heiðskirt Las Palmas 24 léttskýjað Lissabon 1B 25 rigning London 13 19 skýjað Los Angeles 20 31 skýjað Lúxemborg 15 rigning Malaga 24 heiðskirt Mallorca 33 léttskýjað Miami 25 31 rigning Montreal 17 26 skýjað Moskva 14 17 skýjað New York 21 27 skýjað Osló 8 19 skýjað París 14 23 skýjað Peking 19 29 heiðskírt Reykjavík 10 léttskýjað Rió de Janeiro 13 26 léttskýjað Rómaborg 18 34 heiðskírt Stokkhótmur 11 15 skýjað Sydney 8 17 heiðskirt Tókýó 23 25 rigning Ví narborg 19 26 heiðskírt Þórshöfn 10 skýjað Forseti Angóla vill hitta Reagan Lissabon, AP. JOSE EDUARDO dos Santos, forseti Angóla hefur skorað á Banda- ríkjastjóm að taka á ný við „eðlilegu hlutverki sínu“ í sunnanverðri Afríku og beita sér fyrir samningaviðræðum um frið á svæðinu. Dos Santos kvaðst fús að fara til Bandarikjanna og hitta Ronald Reagan forseta og kynna málstað Angóla bandarískum almenningi. Hann sagðist vona, að stjórnmálaskipti yrðu tekin upp að nýju milli ríkjanna. Útvarpið í Luanda, höfuðborg Angóla skýrði frá þessu á þriðjudag og var tekið fram að dos Santos hefði sagt þetta í viðræðum við Jesse Jackson sem er á ferð um ýmis lönd í suðurhluta Afríku þessa daga. Dos Santos sagði að marx- istastjórn hans væri fús að senda heim þá kúbönsku hermenn sem eru í landinu, svo fremi Suður- Afríkumenn hætti áreitni sinni við Angóla. Nú eru um 30 þúsund kúb- anskir hermenn í Angóla að því er talið er. Yfírlýsing dos Santos gæti boðað stefnubreytingu, þar sem hann hef- ur aldrei tekið í mál að hitta Reagan Bandaríkjaforseta til viðræðna. Stjóm Angóla sleit viðræðum við fulltrúa Bandaríkjanna um lausn í málefnum Suð-vestur Afríku, öðru nafni Namibíu fyrr á þessu ári, eft- ir að Jonas Savimbi leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar UNITA sem berst gegn stjóm dos Santos fékk 15 milljón dollara aðstoð frá Bandaríkjastjórn. Frakkland. Jeu de Paume- safninu lokað London, AP. BRESKUR dómstóll úrskurðaði í gær að stöðva skyldi dreif- ingu tímarits þar sem Harold MacMillan, fyrrum forsætis- ráðherra, er sakaður um að hafa borið ábyrgð á dauða 40.000 Sovétmanna að aflokinni seinni heimsstyrjöldinni. Breski íhaldsflokkurinn kærði útgáfu tímaritsins. Það er gefíð út af samtökum íhaldssamra námsmanna, sem tengd eru flokknum, í Bretlandi. Ásakanir þessar á hendur MacMillan, sem nú er 92 ára að aldri, hafa komið fram áður. Sagt er að hann hafí látið senda 40.000 Sovétmenn, sem börðust með Þjóðveijum, aftur til Sovétrílq'- anna að lokinni seinni heimsstyrj- öldinni. MacMillan hefur sagt að hann hafí eingöngu farið að skip- unum yfírmanna sinna og segir að Bandaríkjamenn, Bretar og Sovétmenn hafí komist að sam- komulagi um að Sovétmennimir skyldu aftur sendir til síns heima. Sagt er að yfírvöld í Sovétríkjun- um hafí ýmist látið taka mennina af lífí eða sent þá í þrælkunar- búðir. Fjölmargir eru sagðir hafa framið sjálfsmorð. Harold MacMillan gegndi stöðu ráðherra á Midjarðarhafssvæðinu þegar Sovétmennimir vom fram- seldir. Hann var forsætisráðherra Breta á ámnum 1957 til 1963. Ritstjóri tímaritsins segir að tengslin við íhaldsflokkinn verði rofín og að tímaritið muni þrátt fyrir allt koma út. Dauðastökkið Myndin sýnir hvar ungur Bandaríkjamaður, Raymond Berry að nafni, kastar sér fram af brunastiga í New York um siðustu helgi. Þrátt fyrir ákafar tilraunir lögreglumanna tókst þeim ekki að telja manninum hughvarf. París, AP. JEU DE PAUME-safninu í París hefur verið lokað. Að sögn tals- manna franska menningarmála- ráðuneytisins eru húsakynni safnsins alltof þröng. Safn þetta Saka Macmillan um stríðsglæp geymir mörg þekktustu verk Cezanne, Renoir, Manet og ann- arra franskra málara, sem taldir eru til „impressionista“. Síðasti opnunardagur safnsins var í fyrradag og komu 3.600 manns til að skoða þá dýrgripi, sem það hefur að geyma. Verk „impressionistanna" verða nú flutt í Orsay-safnið, sem opnað verður í desembermánuði. Jeu de Paume-safnið var opnað árið 1860 en árið 1947 voru verk „impressionistanna" frönsku flutt þangað. Jeu de Paume verður nú notað til hefðbundinna málverkasýn- inga. Franskir sjónvarpsmenn festu á fílmu er dyrum safnins var lokað í hinsta sinn og fjölmargir áhorfendur voru viðstaddir þessa sögulegu stund. Reagan vill fund þjóð- arleiðtoga Tel Aviv, AP. Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, vinnur nú að því að koma á fundi með leiðtogum ísraels, Egyptalands og Jórdaníu og er að því stefnt, að hann verði hald- inn í Washington í næsta mánuði. Israelska daghlaðið Hadashot skýrði frá þessu á sunnudag. Reagan vonast til, að fundur þjóðarleiðtoganna, Shimons Peres, forsætisráðherra Israels, Hosnis Mubarak, forseta Egyptalands, og Husseins, Jórdaníukonungs, geti blásið nýju lífi í viðræðurnar um frið í Miðausturlöndum. í bréfí, sem George Bush, vara- forseti Bandaríkjanna, ritaði Peres, segir hann, að ágreiningur þjóð- anna, Israela, Egypta og Jórdana, sé nú minni en áður var og ætti þess vegna að vera auðveldara fyr- ir þær að semja um varanlegan frið. Lét hann einnig í ljós ánægju með, að ísraelar og Egyptar skyldu fall- ast á skipan sáttanefndar til að útkljá landamæradeilur þjóðanna. Indland: Fyrirkom flestum úr fjölskyldunni Nýju Delhi, Indiandi, AP. MAÐUR nokkur af trúflokki sikka í Uttar Pradesh-ríki á Indlandi drap um helgina 13 manns, fjölskyldu sina og venslamenn. Var ástæðan sú, að ættingjar hans vildu ekki að hann hefði neitt saman við hryðjuverkamenn að sælda. Sagði indverska fréttastofan frá þessu í gær. Maðurinn, Gurmit Singh að nafni, framdi ódæðið á sunnudags- kvöld eftir að hafa setið að drykkju með félaga sínum en hann er grun- aður um að hafa hjálpað til við morðin. Singh, sem var vopnaður mikilli sveðju, drap föður sinn, tvo bræður, eiginkonur þeirra og átta böm. Þriðji bróðir Singhs og ein bróðurdóttir komust lífs af en eru hættulega særð. Singh flýði brott að morðunum loknum og hefur ekki náðst enn. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.