Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 37 SVIPMYIMDIR UR BORGIINIIMI/Ólafur Ormsson Já, en hvað með skúrinn? Afmælisgjöfin sem skiptir Reykvíkinga auðvitað mestu máli á tvö hundruð ára afmæli borgar- innar er gjöfin frá veðurguðunum. Sólbaðsstrendur úti í heimi skipta ekki lengur öllu máli eins og svo oft áður, það er engu líkara en að sólin sé komin með lögheimili hér í Reykjavík. Eftir nokkurra daga sólarleysi og rigningarskúri til að vökva gróðurinn fyrir af- mælið er sólin enn komin í heimsókn og nú eru allar líkur til þess að hún vilji dvelja um tíma því hér kann hún greinilega vel við sig. Hún hefur verið hér í Reykjavík meira eða minna í allt sumar. Þegar þetta er ritað, föstu- daginn 15. ágúst, eru veðurfræð- ingar á einu máli um að sólin muni taka þátt í hátíðarhöldunum, mánudaginn 18. ágúst, sam- kvæmt því sem þeir lesa úr veðurspám. Það borgar sig að hugsa vel til sólarinnar. Ég minnist þess að í fyrrasumar þeg- ar hún hafði ekki komið dögum saman og brúnin var farin að þyngjast ískyggilega á ýmsum Reykvíkingum, þeir litu varla glaðan dag, t.d. viðskiptavinirnir í fornbókaversluninni á gatnamót- um Hverfisgötu og Vatnsstígs, einn föstudag á áliðnu sumri. Þá kallaði fombókasalinn þar sem hann stóð við peningakassann, til viðskiptavinar á leið út úr búð- inni, eftir góð kaup og ánægjulega stund. „Ég bið að heilsa sólinni“. Daginn eftir var glaðasólskin í borginni og næstu tvo daga að minnsta kosti. Já, það er enginn vafi á því að blessuð sólin hefur áhrif á allt mannlíf til hins betra. Jafnvel sveitamaður sem aldrei hefur unað sér hér á mölinni og hefur verið á leiðinni heim í sveit- ina svo lengi sem ég man eftir sagði um daginn þegar ég hitti hann á fömum vegi: — Hér er sólin og ég er kominn á þá skoðun, Ólafur, að hvergi sé betra að vera í sólinni en einmitt hér í Reykjavík. Hefurðu tekið eftir því hvað borgin er dásamlega falleg í heiðskím veðri, þegar sól- in skín. Svei mér þá. Ég held mig langi bara ekki lengur í sveitina, sagði hann og skömmu síðar sá ég hvar hann var lagstur í grasið á Austurvelli og góndi út í loftið. Ekki alls fyrir löngu átti ég langt samtal við góðan vin sem er á miðjum aldri og hefur lengst af búið í Reykjavík en býr nú í Hafn- arfirði og hefur búið þar í nokkur ár. Hann hefur ekki átt bíl og ekki haft bílpróf. Hann er bygg- ingarverkamaður og á lélegum launum og það var ekki fyrr en í vor að honum tókst loks að safna saman nokkurri upphæð sem dugði til kaupa á bíl og fyrir val- inu varð ódýr fólksbíll, smíðaður í Tékkóslóvakíu, árið 1985. í til- efni af því að hann var búinn að eignast nýjan bíl þá tók hann auðvitað bílpróf og lauk því með sóma. Vinur minn er hógvær og vill síst af öllu stíga fram í sviðs- ljósið, vill ekki láta nafns síns getið en hefur svo sem ekkert á móti því að ég segi frá hans bíla- kaupum og bílprófi og reynslu af að vera nú allt í einu farinn að aka bifreið. Einhvern tímann fyrr í sumar í himinsblíðu fór hann á bíl sínum frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. Það var eftir hádegi á föstudegi og segir ekki frekar af hans ferðalagi fyrr en hann kemur í miðborg Reykjavíkur. Þar k“itar hann að stæði fyrir bílinn, nokkum tíma án árangurs þar til hann kemur auga á laust stæði í Tjamargötunni ekki langt frá umboði Happdrættis Háskóla Is- lauds. Þar leggur hann bifreiðinni og læsir henni áður hann heldur af stað í búðarráp í miðborginni. Hann fer í nokkrar verslanir, fær sér síðan kaffi á Hressingarskál- anum og hittir þar nokkra kunningja og spjallar við þá um daginn og veginn. Tíminn líður og vinur minn er í miðborginni í tvo tíma. Kveður kunningja sína á Hressingarskál- anum, gengur yfír á Austurvöll, þaðan í Hljómskálagarðinn, um Fríkirkjuveginn og yfir í Lækjar- götu að Hafnarfjarðarstrætis- vagninum. Hann kaupir miða af strætisvagnabílstjóranum, geng- ur inn í vagninn og sest þar sem hann hefur venjulega setið þegar hann ferðast með vagninum. Með vagninum heldur hann heim á leið, til Hafnarfjarðar. Það er síðar um kvöldið, þegar hann er að snæða kvöldverð í eldhúsi með bróður sínum að hann áttar sig á því að hann fór á bílnum fyrr um daginn til Reykjavíkur og lagði honum í stæði við Tjarnargötuna. Hann hafði ekki orð á þessu við nokk- urn mann. Án þess að lítið bæri á tók hann Hafnarfjarðarstrætis- vagninn um miðnætti til Reykjavíkur að vitja um bílinn. Jú, jú, hann hafði beðið eiganda síns eins og frá honum var geng- ið og vinur minn sagðist hafa andað léttar þegar hann settist inn í bílinn, setti hann í gang og ók honum síðan af stæðinu við Tjarnargötuna. Þaðan lá leiðin til Hafnaifyarðar. Það er farið að dimma seint á kvöldin enda komið fram í miðjan ágústmánuð. Þegar veðrið er eins og núna og stjörnubjartur himinn þá eru ýmsir á ferli til að ná stemmningunni að kvöldlagi síðsumar. Kettimir hér í Norður- mýrinni sem eru nokkrir, eru komnir á kreik að gá að nætur- ævintýrum. Nýlega mætti ég á Gunnarsbrautinni ungum elsk- endum í faðmlögum. Þau voru ekki uppteknari en svo að ég heyrði að þau voru að ræða um fyrirhugað afmæli Reykjavíkur og stúlkan leit á unnusta sinn og spurði undrandi: — Er Reykjavík virkilega orðin tvö hundruð ára? Hún sem er svo ung, Breiðholtið og Grafarvogur- inn. — Já, en hvað með skúrinn? Skúrinn á lóðinni þar sem Menntaskólinn stendur við Lækj- argötu? spurði pilturinn. — Já. Hvað með hann? spurði stúlkan. — Hann er tvö hundruð ára, svaraði pilturinn .. . HUMMEL-ÓLI PRIK-Galli 750.- DÚNÚLPUR 2.490.- RÚSSKINSSKÓR — uppháir 990.- SKÓRFRÁ .......... 395.- JOGGING-GALLAR FRÁ: 1.490.- SA VI KU 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.