Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 29 Bæjarmálafréttir Kvennaathvarfið í Reykjavík stutt Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita Kvennaat- hvarfinu í Reykjavík fjárstuðning að upphæð 100 000 krónur. Til- laga þess efnis kom fram í bæjarstjórn í lok júlímánaðar og var þá vísað til bæjarráðs að til- lögu Freys Ófeigssonar, bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins. Freyr sagði í samtali við Morgunblaðið, að tillaga hans hefði verið byggð á því, að upplýsingar hefði þurft um það hvort Akureyringar nýttu sér þessa aðstöðu í Reykjavík. Á fundi bæjarráðs hefí vcrið stað- fest að konur héðan hefðu nýtt sér þessa þjónustu og því hefði fjárstuðningurinn verið sam- þykktur. Aukafjárveiting til fjárhagsaðstoðar Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt ósk félagsmálaráðs um einnar milljónar króna aukaíjár- veitingu vegna fjárhagsaðstoðar við þá bæjarbúa, sem minna mega sín. Þörf þessa fólks hefur orðið meiri en ráð var gert fyrir í fjár- hagsáætlun bæjarins og því var þetta samþykkt. íþróttaf élaginu Þór veitt fé Bæjarráð hefur samþykkt að veita íþróttafélaginu Þór auka- fjárveitingu að upphæð 100.000 krónur vegna hátíðahalda þann 17. júní síðastliðinn. í bréfí frá Skúla Lórenzsyni fyrir hönd þjóð- hátíðarnefndar félagsins er farið fram á þetta fé á þeim forsendum að fyrri fjárveiting bæjarsjóðs vegna hátíðahaldanna hafí reynzt ónóg. Skipagata 13 skal víkja Bæjarráð hefur hafnað erindi frá Jóni Steindórssyni þess efnis að stöðuleyfi vegna hússins að Skipagötu 13 verði framlengt til 1. júní árið 1989. í erindi sínu kveðst Jón tilbúinn til að fjar- lægja húsið að þessum tíma liðnum gegn því að bæjarsjóður greiði helming af brunabótamats- verði hússins eins og það kunni að verða í lok tímabilsins. Húsið stendur þvert á núverandi skipu- lag miðbæjarins. Notaður körfubíll fyrir slökkviliðið Bæjarráð hefur ákveðið að fela slökkviliðsstjóra að kanna kaup á notuðum körfubíl fyrir slökkviliðið °g leggja niðurstöður sínar fyrir bæjarráð. Ákvörðun bæjarráðs var tekin í framhaldi bréfs frá slökkviliðsstjóra, þar sem greint var frá því, að rani á körfubíl slökkviliðsins hafi brotnað og bíllinn sé því ónothæfur. Viðgerð muni mjög kostnaðarsöm og álita- mál hvort ekki sé skynsamlegra að leita eftir nýjum eða notuðum bíl. K. Jónsson & Co. byggir Bygginganefnd Akureyrar hef- ur samþykkt að veita K. Jónssyni & Co. leyfí til að steypa undirstöð- ur undir skrifstofuhús á athafna- svæði fyrirtækisins. I erindi frá því segir að húsið verði ein hæð nema suðurendi þess, sem verði tveggja hæða. Jafnframt er óskað eftir því, að heimild verði veitt án skilyrðis um greiðslu bygging- argjalds áður en framkvæmdir hefjist enda verði það greitt áður en næsti áfangi framkvæmda heij'ist. Framkvæmdir þessar verði vegna malbikunar lóðarinn- ar í sumar. Skólastjóri við Síðuskóla Skólanefnd Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir auglýs- ingu á stöðu skólastjóra við Síðuskóla. Ingólfur Ármannsson gegndi þessari stöðu áður, en hann hefur verið ráðinn skóla- og menningarfulltrúi bæjarins. Jafn- framt hefur skólanefnd samþykkt að veita Ingólfi launalaust leyfi frá störfum skólastjóra Síðuskóla til eins árs. Sænsku- og norsku- kennsla Innan skólanefndar hefur verið rætt um hugsanlega kennslu í norksu og sænsku við grunnskól- ann á Akureyri og mögulega framkvæmd þeirrar kennslu á næsta skólaári. Á fundi nefndar- innar 31. júlí var samþykkt að fresta afgreiðslu þess máls. Hið þekkta skemmtihús Akureyringa, Sjallinn. Að margra dómi hefur Sjallinn meira aðdráttarafl fyrir ferðamenn en allt annað á Akureyri. Hlutafé í Sjallanum aukið um 40 milljónir* — Þátttöku Framkvæmdasjóðs Akureyrar óskað AKVEÐIÐ hefur verið að auka hlutafé í Akri hf., sem á og rekur Sjallann á Akureyri um allt að 40 milljónum króna. Skráð hlutafé er 37.607 krón- ur. Vegna þessa hefur bæjar- ráði Akureyrar verið sent erindi, þar sem þess er óskað, að Framkvæmdasjóður Akur- eyrar taki þátt í hlutafjárút- boði Akurs hf. fyrir allt að 10 milljónir króna. Bæjarráð hef- ur vísað erindinu til atvinnu- málanefndar. Freyr Ófeigsson, einn bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta mál yrði að kanna betur áður en bæjaryfirvöld tækju ákvörðun um það, hvort þau tækju þátt í hluta- fjáraukningunni eða ekki. Hins vegar væri það mjög slæmt ef rekst- ur Sjallans félli niður. Hann væri mjög mikilvægur fyrir bæinn, sér- staklega hvað varðaði ferðamenn, móttöku þeirra og þjónustu. Það yrði vafalítið hnekkir fyrir bæinn, yrði þessum rekstri hætt og því væri nauðsynlegt að huga að því með hvaða hætti hægt yrði að tryggja áframhaldandi tilvist Sjall- ans. Jón Kr. Sólnes, lögfræðingur og einn hluthafa í Akri, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að uppbygg- ing hússins eftir brunann fyrir nokkrum misserum hefði verið kostnaðarsöm, en reksturinn þó verið í lagi, þar til að „aðförinni" í vetur hefði komið. Vegna þess hefði eldra hlutafé verið afskrifað að mestu og engin jöfnunarbréf verið gefín út. Vilji væri fyrir því, að gera Akur hf. að góðu félagi og tryggja rekstur Sjallans sem lengst. Þess vegna hefði verið ákveðið að auka hlutaféð og í því skyni verið leitað til margra aðila, meðal .ann- ars þeirra, sem ferðamálum tengd- ust á einhvern hátt. Jón vildi ekki segja við hvetja hefði verið rætt að svo komnu máli. Sjávarútvegsráðherrar Norðurlandanna: Lýsa áhyggjum af mengun hafsins A NORRÆNU fiskimálaráð- stefnunni á Akureyri fjölluðu sjávarútvegsráðherrar Norður- landanna um mengun sjávar og afleiðingar hennar fyrir lífið í hafinu. Þeir sendu af því tilefni frá sér eftirfarandi ályktun: — Sjávarútvegsráðherramir bera hver í sínu landi ábyrgð á að viðhalda sem hagstæðustum lífsskilyrðum í hafínu og skyn- samlegri nýtingu fiskveiðiauð- lindarinnar með stjómun fiskveiða og öðmm ráðstöfunum til verndunar auðlinda hafsins. — Sjávarútvegsráðherrar Norður- landanna hafa því áhyggjur af mengun hafsins, sem meðal ann- ars stafar af því að hættulegum efnum er veitt í sjóinn, úrgangi er sökkt eða brennt á hafi úti. — Sjávarútvegsráðherrar Norður- landanna álíta að mikilvægt sé ef takast á að varðveita lífíð í hafínu að mengun eyðileggi ekki vistfræðilegt jafnvægi þess. — Sjávarútvegsráðherrar Norður- landanna eru sammála um að hvetja til að lagt verði bann við að sökkva eða brenna úr- gangsefnum á hafi úti. að lýsa yfír stuðningi við þær Frá fundi sjávarútvegsráðherra Norðurlandanna. Fundinn sátu eftirtaldir: Bjarne Mörk Eidem, Nor- egi, Atli Dam, Færeyjum, Moses Olsen, Grænlandi, Lars P. Gammelgaard, Danmörku, Halldór Ás- grímsson, íslandi, Svante Lundkvist, Sviþjóð, Reinu Uronen, ráðuneytisstjóri, Finnlandi og Lasse Wiklöf, Álandseyjuin. aðgerðir um vamir við mengun hafsins sem nú er unnið að inn- an ramma alþjóðlegra sam- þykkta. að fela samstarfsnefnd Norður- landanna um fískveiðimálefni að Ijalla um þær afleiðingar sem mengun hafsins hefur í för með sér fyrir lífið í hafínu og um leið að skiptast á upplýsingum um þær ráðstafanir sem gripið er til f hveiju einstöku landi í þeim tilgangi að bæta lífsskil- yrðin í hafínu eða varðveita þau. Ráðherrarnir lýstu ánægju sinni með að norræn samvinna á sviði fiskveiða sé nú skipulögð í fram- kvæmdanefnd norrænu ráðherra- nefndarinnar á þann hátt að haldnir séu reglulegir ráðherrafundir og stofnuð hefur verið embættis- mannanefnd til að fjalla um fisk- veiðimálefni. Ráðherramir mæltu með því að nefndin tæki saman yfirlit um rannsóknarstarfsemi á sviði sjávarútvegs og hvöttu til auk- innar samvinnu í fískeldi og varðandi önnur verkefni sem máli skipta fyrir Norðurlönd. Ráðherrarnir Qölluðu ennfremur um fjölda einstakra málefna sem varða rannsóknir og veiðistjómun sameiginlegra fískistofna. Jógvansbikarinn í golfi: Keppni hefst* á Súlutindi ÁRLEG keppni um Jógvansbik- arinn í golfi fer fram í dag, miðvikudag. Það er 6 manna hópur sem keppir og að þessu sinni munu þeir hefja keppnina af Súlutindi. Félagamir í Jógvans-klúbbnum fara ekki troðnar slóðir I keppni sinni. Áður hafa þeir hafíð keppnina í Bíldsárskarði og á Vindheima- jökli, en keppninni lýkur alltaf á golfvellinum á Jaðri. Á síðasta ári, 50 ára afmæli golfklúbbs Akur- eyrar, hófu þeir keppni þar sem_ fyrsta golfbraut Akureyrar var, en þar er nú búið að byggja mikla skemmu í eigu Slippstöðvarinnar. Keppnin hefst á Súlutindi síðdeg- is og er áætlað að hún taki nokkrar klukkustundir. 4. áfangi Leiru- vegarins: Norðurverk átti lægsta tilboðið NORÐURVERK hf. á Akureyri átti lægsta tilboð í Iagningu Norðurlandsvegar um Leirur, 4. áfanga, sem Vegagerð rikisins bauð nýlega út. Norðurverk hf. bauð 11.477.940 krónur í verkið og samsvarar það 90% af kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar sem hljóðaði upp á 12.722 þúsund krónur. Sex önnur tilboð bárust í verkið og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun. Næst lægsta til- boðið var frá Möl og sandi á Akureyri, 12.955 þúsund kr. og þriðja lægsta frá Stefni, 13.444 þúsund. Hæsta tilboðið var 23.165 þúsund kr., eða rúmlega tvöfalt til- boð Norðurverks. Þessum áfanga Leiruvegarins á verktakinn að ljúka fyrir 20. desem- ber næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.