Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Heim að Hólum Elzta kirkja landsins, Hóla- dómkirkja, vígð 1763, liggur undir skemmdum. Gólf kirkjunnar hafa sigið, veggir sprungið, sem og múrhúð í lofti. A staðnum eru og merkar fom- minjar, sem þarf að varðveita, og búa svo um, að þeir megi njóta er staðinn sækja heim, bæði í samtíð og framtíð. Hólar í Hjaltadal eru einn af þremur söguríkustu stöðum Iandsins, ásamt Þingvöllum og Skálholti, og eiga tilkall til hlið- stæðs sóma og þeim stöðum hefur verið sýndur. Hólar urðu biskupssetur snemma á tólftu öld og skipuðu veglegan sess í kristnisögu okkar, menntun og menningu, öldum saman - og gera raunar enn, þó tímar og aðstæður séu breyttar. Eitt hundrað ár eru liðin síðan gagngerar endurbætur fóru fram á Hóladómkirkju. Sitt hvað hefur þó síðan verið gert kirlqunni til góða. Stjómvöld létu setja kopar- þak á kirkjuna árið 1950 og gáfu henni pípuorgel árið 1958 í tilefni af 850 ára afmæli bisk- upsstóls að Hólum. Og nú er unnið að viðgerð á altaristöfl- unni, sem Jón biskup Arason, síðasti biskup að Hólum í ka- þólskum sið, setti upp í dómkirkj- unni, og er stórmerkur kirkju- gripur. Kirkjan sjálf, sem er eitt af örfáum öldnum, söguríkum mannvirkjum íslendinga, liggur hinsvegar undir skemmdum. Hóladómkirkja hefur sérstöðu um fleira en sögu og aldur. Hún heyrir, sem friðað hús, að hluta til undir Þjóðminjasafn, sem hinsvegar hefur mjög takmarkað fjármagn til vemdarfram- kvæmda. Hún er jafnframt sóknarkirkja og heyrir sem slík undir safnaðarstjóm í fámennum sveitahreppi, sem hefur heldur ekki ijármuni til kostnaðarsamra framkvæmda í þágu kirkjunnar. í hugum íslendinga er Hóladóm- kirkja og nánast þjóðareign, enda saga hennar hluti af menn- ingararfleifð þjóðarinnar, virð- ingu hennar og reisn. Viðhald og varðveizla kirkjunnar og fom- minja, sem hún geymir, er því sameiginlegt verkefni þjóðarinn- ar allrar. Hjálmar Jónsson, prófastur Skagfírðinga og formaður Hóla- nefndar, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að arkitekt Þjóðminjasafns væri væntanlegur til Hóla, enda hafi þjóðminjavörður áhuga á að he§a skipulagsvinnu að væntan- legri viðgerð kirkjunnar. Telur prófasturinn að standa eigi eins að verki að Hólum og á Þingvöll- um, það er að gerð verði framkvæmda- og fjárhagsáætl- un til margra ára til að bjarga Hóladómkirkju og sögulegum minjum norður þar. Pjárveitingavaldið hlýtur að huga að þessu brýna verkefni við fjárlagagerð. Samhliða er hugsanlegt að fram fari einhvers konar landssöfnun til fram- kvæmda heima að Hólum. Það stendur að vísu Norðlendingum næst að taka af skarið í þessu efni. En dijúgur hluti fólks, sem býr utan Norðlendingafjórðungs, á rætur nyrðra. Og öll á þjóðin ógreidda skuld fýrir það sem Hólar í Hjaltadal vóru í kristni- sögu íslendinga, menntun þeirra og menningu um aldir. Það má aldrei gleymast að það var fyrst og síðast tunga okkar, saga og menningararfleifð, sem fullveldi okkar 1918 og lýðveldi 1944 vóru reist á. Og Hólar í Hjalta- dal vóru menntasetur - í mörgum skilningi - meðan menningararf- leifð okkar var í mótun. Hjarta- aðgerðir Ein merkasta íslenzk fjöl- miðlafrétt liðinnar viku greindi frá því að hafnar væru hjartaaðgerðir í Landspítalanum og hefði vel til tekizt. I raun eru þessar hjartaaðgerðir gagn- merkur viðburður í íslenzka heilbrigðiskerfinu. Verið er að flytja inn í landið, að stórum hluta, aðgerðir, sem sóttar hafa verið með æmum kostnaði og fyrirhöfn til annarra landa, eink- um Bretlands og Bandaríkjanna. Það er þó ekki höfuðatriði máls- ins að þessar aðgerðir spara bæði fé og fyrirhöfn, heldur hitt, að það eykur á öryggi að hafa þessa aðstöðu hér heima. Hjartaaðgerðir á Landspítala færa okkur enn einu sinni heim sanninn um að við eigum vel menntaðar og vel starfshæfar heilbrigðisstéttir. Háskóli Islands gegnir veigamiklu hlutverki í menntun heilbrigðisstétta. Það er hinsvegar ljóst að það hefur verið giidur þáttur í því að byggja upp hæfni íslenzkra heilbrigðis- stétta, að þær hafa átt sæmilega greiða menntunar- og starfs- rejmsluleið á vit erlendra mennta- og sjúkrastofnana, beggja megin Atlantsála. Við megum aldrei skera á íslenzk tengsl við alþjóðlega þekkingu og menningu, hverskonar, né loka af lönd, þegar mikilvægar námsgreinar eiga í hlut. Morgunbladið/Steinþór Guðbjartsson Öll börn hænast að Einari og Þóru enda hafa þau alla tíð látið sér annt um börn. Hér eru þau með íslenskum vinum, sem þau kynntust í Winnipeg, en hittu i Reykjavík á dögunum. í íslenskum fötum o| verður maður hluti s - rætt við Þóru og Einar Árnason frá Winnipeg í Kanada „f FRAKKLANDI er maður ejns og vængbrotinn fugl hafi maður ekki tappatogara, en héraa á íslandi þarf aðeins að kunna að segja takk fyrir, ekki meira, því hér er allt til alls og allt fyrir mann gert,“ sagði Einar Áraason í samtali við biaðamann Morgunblaðsins fyrir skömmu. „Og þú gleymir þessu alltaf," bætti Þóra, kona hans, við. Þóra og Einar Ámason eru stödd hér á landi í stuttri heimsókn, en þau búa í Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada. Þóra fæddist í Hænuvík við Patreksfjörð árið 1905, dóttir hjónanna Jóhanns Magnússonar og Olafar Össurardóttur. Þau fluttu til Winnipeg þegar Þóra var 5 ára gömul og í Manitoba-fylki hefur Þóra búið síðan. Foreldrar Einars voru séra Guð- mundur Ámason frá Munaðamesi og Sigríður Sæmundsen frá Leirá í Borgarfirði. Þau fluttu til Winnipeg árið 1890 og þar fæddist Einar árið 1910. Þóra verður 81 árs í haust og Einar 76 ára, en þau bera ekki aldurinn með sér og ljóma af ánægju og lífsgleði. Tala íslensku eins og innfæddir Á undanfomum árum hafa sam- skipti milli íslands og íslensku byggðarinnar í Manitoba aukist mikið. Margir íslendingar hafa stundað háskólanám í Winnipeg, einnig hafa nokkrir Vestur-íslend- ingar sest á skólabekk á íslandi til að læra málið og margir taka íslensku í íslenskudeild Manitoba- háskóla. Þá hefur verið boðið upp á beint leiguflug á milli landanna og hafa þær ferðir notið mikilla vinsælda, en Þóra og Einar eru í einni slíkri ferð. íslendingar sem hafa hitt landa sína í eða frá Vestur- heimi undrast hve margir tala góða íslensku, en Einar og Þóra tala málið eins og innfæddir. — Hvemig stendur á þessu? „íslendingamir sem fluttu til Manitoba settust að á sömu sióðum og íslenska var málið," sagði Ein- ar. „Heima var aldrei talað annað mál en íslenska og haldið var í íslenska siði og venjur. Okkar kyn- slóð ólst upp við þetta og því er okkur málið tamt, en við notum oft orð, sem ekki heyrast í íslensku nútímamáli, og svo vantar oft orð, en þá búum við þau bara til.“ Þóra sagði að þau hefðu einnig mikið samband við ísienska náms- menn og þannig heyrðu þau málið eins og ætti að tala það. „íslenskir stúdentar eru alltaf svo fjörugir og skrafhreyfnir og tala góða íslensku," sagði Einar. „Það er ætíð gaman að skrafa við þá um ýmislegt, kynnast þeim og halda sambandinu eftir að þeir eru famir aftur til Islands, því þá er maður í stöðugu íslensku sambandi." „Svo lesum við mikið af íslenskum bókum og kynnumst á þann hátt vel bæði landi og þjóð,“ sagði Þóra. „íslend- Hvalamálið - samninga- snilli eða lagaklækir? eftir Erlend Haraldsson dósent Þann 2. febrúar 1983 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis „að samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins um takmörkun hval- veiða ... verði ekki mótmælt af íslands hálfu“. Með þessu var verið að staðfesta samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem við erum aðilar að, um tíma- bundna (1986—1990) friðun hvala, sem taldir hafa verið í útrýmingar- hættu. Sem aðili að Alþjóðahval- veiðiráðinu vomm við skuldbundnir til að virða þessa friðun. Þar með var stefna okkar í hvalveiðimálum mótuð og þriggja ára aðlögunartími framundan. Nú virðist á skrifum „Það er lítil stjórnviska að beijast fyrir alþjóða- lögum um hafið og auðlindir þess en brjóta síðan sjálfir eða níða niður slíkar samþykktir þegar okkur hentar.“ margra að þessi ákvörðun og skuld- binding sé grafin og gleymd. s Fundin var smuga í samþykkt hvalveiðiráðsins þar sem gefinn var möguleiki á mjög takmörkuðum veiðum til rannsókna en alls ekki í ábótaskyni. Þessi smuga - eins og við notuðum hana — byggðist í besta falli á mjög vefengjanlegri túlkun, og var vís til að valda deilum og úlfúð. Þannig var gengið fram hjá anda og tilgangi þessarar sam- þykktar og veiðum haldið áfram. Nú býsnast menn yfír hugsanlegum viðbrögðum annarra þjóða þegar við höfum í reynd brotið samþykkt alþjóðastofnunar sem við erum aðil- ar að. Ef við viljum halda áfram hval- veiðum væri við hæfi að gera það á mannsæmandi hátt en ekki með undirferli og útúrsnúningum laga- króka. íslendingum var fijálst að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu, losa sig þannig undan samþykktum þess, og veiða síðan með reisn og taka afleiðingum eða ávinningi af því. Ef við ætlumst til að aðrar þjóð- ir haldi alþjóðasamþykktir útúr- snúningalaust er þá rétt að sýna slfkan refsskap, sem við nú gerum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.