Morgunblaðið - 20.09.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 20.09.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 5 fljps fWiWWi PRMMP * tSEMIHiSnil ^ * ~>C 1 • 1 1 1 • // spSS! »»Synir ao þeir eru hræddir — segir Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 ■■■£ M| «1| ■■■■! Stöð 2 er farin að senda út stillimynd. Hún lítur svona út. „MÉR finnst þetta í hæsta lagi neyðarlegt fyrir Ríkisútvarp- ið-sjónvarp að ætla að fara að færa sinn fréttatíma um hálftíma, á þann sama tíma og við hjá Stöð 2 ætluðum að hafa okkar aðalfréttatíma,“ sagði Páll Magnússon, frétta- stjóri Stöðvar 2, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þessi ákvörðun Utvarpsráðs sýnir að þeir eru hræddir við okkur, en það er engin hætta á öðru en við finnum ekki gott svar við þessu. Maður leggst nú undir feld yfir helgina og hugsar upp eitthvað krassandi. Við vor- Samþykkt útvarpsráðs: Rás 2 geti sent út allan sólarhringinn Á FUNDI útvarpsráðs í gær var samþykkt sú tillaga Eiðs Guðnasonar þess efnis að fela útvarpssljóra að hefja undir- búning er miði að því að unnt verði að útvarpa allan sólar- hringinn á rás 2. Þá samþykkti ráðið að lengja dagskrá rásar 2 frá og með nk. mánudegi þannig að útvarpað verði milli kl. 12.00 og 14.00 alla daga nema sunnudaga, en hingað til hafa rásimar verið samtengd- ar á þessum tíma og því hlé á dagskrá Rásar 2. Morgunþætti mun sem fyrr ljúka kl. 12.00 á hádegi og við mun taka lítt kynnt tónlist og fréttir verða samtengd- ar kl. 12.20. Bæði leiknar og lesnar auglýsingar verða fluttar á þessum tíma. Kl. 13.00 hefst svo eftirmiðdagsdagskráin, í stað kl. 14.00, eins og verið hefur. Þorgeir Ástvaldsson, dag- skrárstjóri Rásar 2, sagði á fundi með blaðamönnum í gær að þess- ar breytingar væru til komnar vegna samkeppni fyrst og fremst og væri tímalengd útsendingar afar mikilvægt atriði í þeim efn- um bara rétt í þessu að heyra af þessum áætlunum sjónvarps- ins,“ sagði Páll um miðjan dag í gær, „svo okkur hefur ekki enn gefíst tími til að funda um mál- ið.“ Páll sagðist ekki vita að svo stöddu til hvaða ráða yrði gripið, en auðvitað kæmi það vel til greina að halda sínu striki og hafa aðalfréttatímann kl. 19.30 eins og ákveðið hafði verið í upp- hafi þrátt fyrir þessa ákvörðun útvarpsráðs. „Þá munu a.m.k. báðar fréttastofumar byrja hlaupið á sama stað og það verð- ur bara að koma í ljós hver sigrar. Slagurinn er sem sé haf- sagði Páll að lokum. mn. Bylgjan útvarpar allan sólar- hringinn um helgar FORRÁÐAMENN hinnar nýju útvarpsstöðvar, Bylgjunnar, hafa ákveðið að útvarpað verði alian sólarhringinn um helgar. Verður þá stanslaus dagskrá frá kl. 6.00 á föstudagsmorgnum fram til 24.00 á sunnudagskvöldum. um. „Samkeppnin er fyrst og fremst hér á höfuðborgarsvæð- inu, en við hjá Ríkisútvarpinu megum ekki gleyma því að við höfum 40% þjóðarinnar úti á landsbyggðinni sem okkur ber skylda að sinna enda hefur rás 2 nú yfir að ráða 38 sendum víðsvegar um landið. Við megum samt ekki ijúka upp til handa og fóta nú allt í einu, heldur verður að grandskoða kostnaðaráætlan- ir og vega og meta hveiju sinni hvaða breytingar munu best koma að gagni.“ Einar Sigurðsson, útvaipsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin í upphafi hefði verið að útvarpa alla daga vikunnar allan sólarhringinn og því væri nú verið að fylgja þeirri ákvörðun eftir. „Við höfum marglýst því yfir að við hygðumst útvarpa alla sólarhringa og geri ég mér vonir um að svo geti orðið fyrir áramót. Við ætlum að byija nú um helgar og sjá svo til hvernig það reynist, en til okkar hafa borist margar óskir um að svo verði.“ Einar sagði að næturútvarpið, sem verið hefði á dagskránni und- anfarið til kl. 4.00 á morgnana, hefði mælst mjög vel fyrir. Hug- myndin er að frá 4.00 til 9.00 á morgnana verði leikin tónlist af rólegu nótunum og eftir það verði aðeins farið út í hressari tónlist. Einar sagði að óskir hefðu borist viða að, sérstaklega frá fólki, sem stundaði vaktavinnu. Þetta væri því liður í að uppfylla óskir þeirra. Um lengingu dagskrár rásar 2 sagði hann að sér þætti þetta eðli- leg Viðbrögð af hálfu Ríkisútvarps- ins. „Stofnun rásar 2 á sínum tíma voru viðbrögð við dagskrá okkar. Við munum halda áfram ótrauðir og hef ég raunar trú á því að dag- skrá rásarinnar muni halda áfram að sveigjast að okkar.“ Einar vildi taka það fram, að lenging dagskiúr Bylgjunnar væri á engan hátt viðbrögð við lengingu rásar 2, heldur hefði þetta ávallt verið áformað. „Spurningin um það hvenær Bylgjan bytjar að útvarpa allan sólarhringinn alla vikuna er ekki spuming um hvort, heldur hvenær. Við verðum hins vegar að fara þessa leið í áföngum enda fáum við engin afnotagjöld," sagði Einar Sigurðsson að lokum. GE/R í 5. SÆT/Ð Á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1981, var Geir H. Haarde, hagfræðingur, einróma kjörinn formaður. Slík samstaða um formannsefni hafði ekki náðst í hálfan annan áratug. TIL STJÓRNMÁLALEGRAR FORYSTU KJÓSUM HANN í 5. SÆTI. í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVlK 18. OKTÓBER. Þegar fjármálaráðherra fékk efnahagsmálanefnd Sjálfstæðis- flokksins það verkefni 1983 að benda á mann til að gegna stöðu aðstoðarmanns ráðherra, varð Geir H. Haarde einróma fyrir valinu. Hann hefur notið ótvíræðs trausts og virðingar samherja sinna og tveggja fjármálaráðherra. NÚ VEUUM VIÐ GEIR H. HAARDE Stuðningsmenn Skrifstofa stuöningsmanna Geirs H. Haarde er opin alla daga frá kl. 14-21 aðTúngötu 6, símar 12544 og 12548.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.