Morgunblaðið - 20.09.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 20.09.1986, Síða 13
MGRGÚMBLAÐÍÐ, LÁUGARDAGUR 20. ÖH>TEMBER>Í986 13 svarandi, sá þriðji er full langtir enda varð raunin sú að hann var mest notaður, sá fjórði er aðeins fyrir léttan akstur og meiri hraða. Hlykkjóttur vegurinn leyfir ekki mikinn hraða, en reynir þeim mun meira á stýri og fjöðrun. Stýrið er hárnákvæmt, enda ekki nema þrír og hálfur snúningur borð í borð. Því er auðvelt að aka krókótta vegi og að snúast innanbæjar og ekki er þungt að snúa stýrinu þrátt fyr- ir næmi þess. Fjöðrunin er einstök! Á einhvern hátt hefur snjöllum mönnum hjá Citroén tekist að gera hana lunga- mjúka og um leið hæfa til að taka við öllum ójöfnum af fullri einurð. Í beygjum leggst AX-inn mjög lítið og hagar sér á allan hátt eins og þeir bílar sem sérstaklega eru gerð- AX 11 TRE þá tilfinningu að ekið væri þægilegum og öruggum bíl. Þó eru nokkur atriði sem þarf að lagfæra áður en hann yrði seldur hér á landi og er það vegna hinna sérstöku aðstæðna sem hér eru og fínnast vart annars staðar. Þar á ég við veður að íslenskum hætti með láréttu regni og skafrennings- bylgjum. Loka þarf opum sem eru úr hjólaskálum inn í vélarrúmið og vegna steinkasts og aurbleytu á malarvegum okkar þarf að veija nokkra hluta undirvagnsins betur. Það ætti ekki að vera erfiðleikum bundið, enda nú þegar gert á minni Citroén-bílunum, t.d. að setja hlífðarpönnu undir bensíntankinn, sem á AX er staðsettur framan við afturöxulinn af öryggisástæðum og er úr sterku plastefni. Framfjaðra- og hjólabúnaður í AX. MacPherson-gerðin er lögð til grundvallar, gúmmípúðar einangra hljóð mjög vel. Takið eftir hve stýrismaskínan er of- arlega, það sparar pláss! Afturhjólunum er þannig kom- ið fyrir. Láréttur fjöðrun- arbúnaður og demparar spara heilmikið pláss í farangurs- rými. ir til snaraksturs. Hann fjaðrar sjálfstætt á hveiju hjóli og þau eru í ofanálag með nýjum dekkjum, sem sérstaklega voru hönnuð hjá Mie- helin fyrir þennan bíl og gera hann enn stöðugri í beygjum. Rými er með besta móti, þó má finna að því að fótarými er ekki nóg fyrir langfætta ökuþóra og aft- urí er lofthæð fulllítil fyrir hávaxna. En nýting annars rýmis er eins og best getur orðið, sérstaklega eru smámunageymslur margar og góð- ar. Útsýni er mjög gott að einu at- riði undanskildu: innispegillinn skyggir óþægilega á til hægri. Oryggisbúnaður er m.a. fólginn í sjálfri hönnun boddýsins, árekstr- artilraunir sýna að AX-inn fer fram úr þeim kröfum sem gerðar eru um bíla af þessari stærð. Beltin að framan eru í sætunum og þarf því ekki að stilla þau eða verða fyrir óþægindum þótt sætin séu færð. Hemlarnir eru næmir og vandalaust að stöðva eða hægja ferðina. Þó fannst mér að full mikið álag væri á framhjólunum þegar bremsað er á miklum hraða. Þægilegiir og- örug-gnr Að öllu samanlögðu gaf Citroén Innréttingin í AX er hagnýt og nýtir rýmið vel. Allt framstykk- ið er smíðað í heilu lagi til að fá aukinn styrk og betri hljóð- einangrun. I hurðum er pláss fyrir hitabrúsa eða annað af flöskukyni. Citroen AX 14 AX 14 er að grunni til sami bíllinn og hinir minni, vélin er stærri og meira er í búnað hans lagt. Þar má nefna fleiri þægindi innandyra, styrkari fjöðrnn, tvo úti- spegla o.fl. AX 14 er mun snarpari en 11-gerðin og fimm gíra kassinn er með góðum hlutföllum og ef á reyn- ir geta tveir þeir fyrstu komið bílnum í hundraðið á rétt rúmum 10 sekúndum, með tvo menn innan- borðs! Aksturseiginleikar eru betri og stýrið er næmara en í 11-gerð- inni. I heild má segja að þar sem munar á bílunum, er 14-gerðin með afgerandi yfirburði. Niðurstööur Markmið Citroén var að skapa hagkvæman og fullkominn smábíl sem höfðar til nýrra og yngri kaup- enda án þess að fæla frá hina sem eldri eru. Bíllinn varð að vera ódýr og spameytinn, aflmikill og liðug- ur, rúmgóður og lítill! Allt er þetta hálf þversagnakennt, en — ekki verður betur séð en að sérlega vel hafi til tekist. Bíllinn er laglegur og straumlínulagaður (loftmót- stöðustuðullinn er Cd. 0,31), sér- lega lipur í akstri og þægilegur. Þeir gallar sem fram komu í reynsluakstri tveggja gerða af AX eru fremur smáir í sniðum og létt- vægir, kostirnir vega hinsvegar þungt og ber þar hæst afburðagóða fjöðrun, sem er reyndar ekki hin vel þekkta Citroén-vökvafjöðrun, heldur gormar að framan og vind- ingsstrengur að aftan. Þessi fjöðmn hefur það fram yfir vökvafjöðrunina í t.d. GS, að fara betur í smáum og skörpum holum og er að öðru leyti ekki síðri eiginleikum búin. Nýjar framleiðsluaðferðir og al- gjörlega ný hönnun hafa skilað Citroén ríkulegum árangri. AX er einn skemmtilegasti smábíllinn sem í boði er í dag. Nú er aðeins eftir að vita hvenær hann kemur hingað á markað og hvort verðið verður við hæfi. Helstu kostir: Afburðagóð fjöðr- un, góðir aksturseiginleikar, spar- neytni, góð nýting rýmis, gott vélarafl. Helstu gallar: Innispegill skyggir á útsýni, fótaiými ökumanns full þröngt. Steypuskemmd- ir í útveggjum MIKLAR steypuskemmdir hafa komið fram á útveggjum menn- ingarmiðstöðvarinnar við Gerðu- berg í Breiðholti og eru viðgerðir hafnar. Að sögn Guðmundar Pálma Kristinssonar deildarverkfræðings á byggingardeild Reykjavíkurborg- ar, stafa skemmdimar af lélegri steypu á þeim árunum, sem húsið var í byggingu. „Þetta er óeðlilega mikið viðhald á nýju húsi,“ sagði Guðmundur en sex ár eru liðin frá því húsið var fyrst tekið í notkun og í fýrra opnaði Borgarbókasafnið útibú í hluta hússins. Á íjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár er gert ráð fyrir 1,8 miljjón króna I viðgerð á húsinu. Verkið var boðið út og næstlægsta tilboði, frá Semtak sf., tekið. Verk- leg ráðgjöf er í höndum Línuhönn- unar hf. BLÓMASAL ferskum og nýtilhöföum Nýr og spennandi fiaust sérréttaseðill auk annarra úrvals málsverða. alskyns grcenmeti og brauðum. / SigurðurÞ. Guðmundsson leikur hugljúflög á píanóið. H uggulegt kvöld í Blómasal fiennar vegna. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIÐA fit HÓTEL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.