Morgunblaðið - 20.09.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1986
31
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Sæll Gunnlaugur. Hvað
getur þú sagt mér um
stjörnukort mitt? Ég er fædd
kl. 14.30, 3. júlí 1953 á Vest-
íjörðum. Þakka þér fyrir."
Svar
Þú hefur Sól, Mars, Úranus
og Miðhimin í Ki-abba, Tungl
í Hrút, Merkúr í Ljóni, Venus
í Nauti og Vog Rísandi.
Tilfinningavera
Margar plánetur í Krabba
tákna að þú ert mikil tilfinn-
ingavera. Þú ert að mörgu
leyti íhaldssöm og þráir ör-
yggi og varanleika en staða
Úranusar á Miðhimni, ná-
lægt Mars, táknar að ekki
er víst að þér takist alltaf
að skapa þér frið og ró. Úr-
anusi fylgir þörf fyrir
spennu, frelsi og nýjungar.
Sól í samstöðu við Mars
táknar að þú átt auðvelt með
að beita þér í starfi, að vilji
þinn og framkvæmdaorka
starfa i einingu.
Einlœg
Tungl í Hrút táknar að til-
finningar þínar eru opnar og
einlægar. Þú ert hrein og
bein og átt til að vera óþolin-
móð og fljótfær. I daglegu
lífi þarft þú töluverða hreyf-
ingu og fjölbreytileika. Það
að hafa Sól í Krabba og
Tungl í Hrút gefur til kynna
að þú sért í aðra röndina
varkár og jafnvel feimin
(Krabbi) en í hina óþolinmóð
og ákveðin (Hrútur).
Eldfim
Krabbinn er viðkvæmur en
Hrúturinn kappsfullur og
snöggur upp á lagið. Þú get-
ur því átt til að ijúka upp
af litlu tilefni. Sem Krabbi
lætur þú eitt óhugsað orð
særa þig, dregur þig í skel,
eða ef Hrúturinn nær yfir-
höndina, ákveður að sókn sé
besta vömin og ræðst á þann
sem hefur sært þig.
Stolt
Merkúr í Ljóni táknar að þú
ert stolt í hugsun og mótar
þér ákveðnar skoðanir sem
þú ert lítið fyrir að fela.
Staða Merkúrs á Miðhimni
táknar að þú hefur hæfileika
til að starfa að málum sem
hafa með viðskipti að gera,
eða beitingu hugsunar og
vitsmuna. Upplýsingamiðl-
un, skrifstofustörf, mennta-
mál, tungumál o.þ.h.
Vilt þœgindi
Venus í Nauti táknar að þú
ert íhaldssöm í ást og vin-
áttu, vilt varanleika og
t,'yKR''yn(ii. Þú laðast að
hlutum sem eru náttúrulegir
og ekta, og kannt vel að
meta góðan mat og þægindi.
Réttlát
Vog Rísandi táknar að þú
leggur áherslu á að vera
réttlát í mannlegum sam-
skiptum og fáguð og kurteis
í fasi og framkomu. Þú ert
að öllu jöfnu ljúf og þægileg
í umgengni, það er að segja
þegar Krabbinn lætur ekki
særa sig og Hrúturinn rýkur
upp. Satúrnus Rísandi tákn-
ar að þú leitast við að vera
öguð og yfirveguð og hefur
sterka ábyrgðarkennd. Hon-
um getur hins vegar fylgt
sú hætta að þú gerir of mikl-
ar kröfur til þín og bælir
sjálfa þig niður.
Skapstór
Að öðru leyti má segja að
þú sért tilfinningarík og
skapstór. Þú hefur gott
minni og átt auðveit með að
tjá þig. Staða margra plán-
eta fyrir ofan sjóndeildar-
hring táknar að starf út í
þjóðfélaginu skiptir þig
miklu.
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
LJOSKA
HANN VEgPOR A MOKG-
UHVef&ARFUNPUM
ALLA
VÁ, MAÐOR.' HEIL HÆTR)-
LAOS
VIKA/
FERDINAND
O n M Á 1 1/
oMAFOLK
MERE'S TME UIORLP UdAR I
FLVINS ACE MI6U OVER
N0 MAN'5 LANP...
UERE'S TME UJORLP WARI
FLVIN6 ACE UI6M OVER
NO PER50N’5 LANP...
Hér er flugkappinn úr
fyrra stríði hátt yfir einsk-
is manns landi...
Þú heldur vist að þú sért
að fljúga yfir einskis
manns landi, eða hvað?
Jæja, af hverju ekki engr-
ar konu landi?!
Hér er flugkappinn úr
fyrra stríði að fljúga yfir
engrar persónu landi...
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Norður hefði getað reynt við
þijú griind með þremur spiiðum
yfir striigli makkers á þriðja
sagnstigi, en hann valdi að
passa.
Vestur gefur: A/V á hættu.
Norður
♦ G53
V 753
♦ DG4
♦ Á1074
Suður
♦ D
¥K62
♦ Á53
♦ KD9632
Vestur Nordur Austur Suður
Vcstur Norður Austur Sudur
1 spaði Pass 2 spaðar 3 lauf
Pass Pass Pass
Það þarf býsna nákvæma
vörn til að hnekkja þremur
griindum, því ekki má gefa suðri
níunda slaginn á spaða eða
hjartakóng. En hér eru það þijú
lauf sem eru til umræðu. Sá
samningur hangir á bláþræði.
Vestur lyftir spaðaás og skiptir
svo yfir í tígul. Taktu við.
Hættan í spilinu er augljós:
að tapa þremur slögum á hjarta,
sem er einum of mikið þegar
spaða- og tígulslagimir bætast
við. Nú er það ekki sjálfgefið
að austur eigi tígulkónginn þótt
vestur skipti yfir í tíuna. En það
verður að teljast líklegt. ()g ef
við gefum okkur að austur eigi
tígulkónginn, þá er ljóst að vest-
ur á hjartaásinn. Sem er alvar-
legt mál, en þó viðráðanlegt —
það er a segja, ef tígultían er
gefin!
Norður
♦ G53
V 753
♦ DG4
♦ Á1074
Vestur
♦ ÁK1042
VÁG8
♦ 10962
♦ 5
Suður
Austur
♦ 9876
VD1094
♦ K87
♦ G8
♦ D
VK62
♦ Á53
♦ KD9632
Tilgangurinn með því er að
koma í veg fyrir að austur kom-
ist inn í spilið til að spila hjarta
í gegnum kónginn. Vestur spilar
áfram tígli og þú drepur kóng
austurs með ás. Tekur svo tvisv-
ar tromp og stingur spaða. Ferð
síðan inn á blindan á tíguldrottn-
ingu, spilar út spaðagosa, hendir
hjaita heima og leggur upp kot-
roskinn. Vestur verður að spila
frá hjartaásnum eða út í tvöfalda
eyðu.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á World Open-mótinu í
Philadelphia í Bandaríkjunum í
sumar kom þessi staða upp í
skák hins kunna bandaríska
stórmeistara Yasser Seirawan,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Boris Kogan.
39. Bxe6+! og svartur gafst
upp, því ef hann þiggur biskups-
fómina með 39. — Bxe6 kemur
laglcgur leikur: 40. Df8+! —
Kxf8, 41. Rxe6+ - Ke7, 42.
Rxc7 — Kd6, 43. Re8+ og svart-
ur verður tveimur peðum undir
í riddaraendatafli.