Morgunblaðið - 20.09.1986, Page 36

Morgunblaðið - 20.09.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 20. SEPTEMBER 1986 HVAÐ ERAD GERAST UM VEGN A tæknilegra mistaka birtist í föstudagsblaðinu dáikurinn: „Hvað er að gerast um helgina" óbreyttur frá því í síðustu viku. Morgunblaðið biður þá sem orðið hafa fyrir óþægindum af þessum sökum, velvirðingar á þessum mistökum og birtist hér dálkurinn í sinni réttu mynd. FÉLAGSLÍF KFUMog K: Hvatningar- samkoma Haldin verður hvatningarsam- koma í upphafi vetrarstarfs, sunnu- daginn 21. september klukkan 20.30, á Amtmannsstíg 25. Þórunn Elídóttir, æskulýðsfulltrúi, flytur upp- hafsorð og bæn. Sagðar verða fréttir af starfinu, kór KFUM og K syngur og leikið verður á píanó. Ennfremur mun Málfríður Finn- bogadóttir, formaður KFUM og K, flytja hugleiðingu. Mikill almennur söngur. Allir hjartanlega velkomnir. MENNING Þrídrangur: Torfhleðslusýning Torfhleðslusýningin FOLD ’86 verður formlega opnuð laugardag- inn 20. september næstkomandi klukkann 15.00 í Vatnsmýrinni sunnan við Norræna húsið. Opnun- artímar sýningarinnar eru frá kl. 15-21.00 alla daga. Henni lýkur 5. október nk. FOLD '86 eróðurtil islenskrar menningar að fornu og nýju og byggir á fjölbreyttri dagskrá. Dans- aðir verða íslenskir þjóðdansar, kveðnar rímur, og farið með Ijóð og kvæðí. Tekist verður á í islenskri glímu og kynntar nýjungar í bar- dagalist. Drukkið verðurminni goðanna og blótað til árs og friðar. Varðeldar verða tendraðir á sýning- arsvæðinu og seiður framinn að fornum sið. Jafnframt verður galaður rúnagaldur, harmónikkutónlist leik- in, sungið um álfa og fjallað um dularmögn íslands. Á sýningarsvæðinu sjálfu má sjá nýstárlegar torfbyggingar með hvolfþökum og myndverk úr nátt- úrulegu efni. Boðið verður upp á veitingar, rúnasteina, og handunn- inn barmmerki til sölu. Leikhóparnir Veit mamma hvað ég vil? og Kram- húsið verða með uppákomur, dansa, leiki og tónlist. Einnig verður leikið steinaspil, haldin tehátíð og margt fleira gert til skemmtunar og fróðleiks. Aðgangur á sýninguna er ókeyp- is. TÓNLIST Skíðaskálinn í Hveradölum: Haukur Morthens og félagar i Skíðaskálanum í Hveradölum munu Haukur Morthens og félagar leika á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum út september- mánuð. Vestmannaeyjar: Eyjakvöld Á haustmánuðum í fyrra byrjaði Hótel Gestgjafinn með hin svoköll- uðu Eyjakvöld, skemmtanir þarsem snæddur var matur frá Vestmanna- eyjum og sungin Eyjalög. í ár verður þessu haldið áfram. Um skemmtiatriði sjá Runólfur Dag- bjartsson leikari, Helgi Hermanns- son söngvari, Jónas Þ. Dagbjarts- son fiðluleikari, Ásta Ólafsdóttir, Ásdís Þórarinsdóttir og Jónas Þórir hljómborðsleíkari. Gestir eru beðnir að mæta tíman- lega því að boröhald hefst kl. 20.30 og skemmtiatriðin kl. 21.30. íslenska óperan: II Trovatore íslenska óperan hefur vetrarstarf- ið með sýningu á óperunni II Trovatore eftir Verdi, sem frumsýnd var í apríl sl. Voru þá 18 sýningar fyrirfullu húsi. IITrovatoreverður sýnd í íslensku óperunni á laugar- dagskvöld kl. 20 og á Blönduósi, sunnudagskvöld, klukkann 20.00. í aðalhlutverkum eru Kristinn Sig- mundsson, Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Garðar Cortes, Viðar Gunnarsson og Elísa- bet Waage. SÖFN Sjóminjasafnið: Sjóminjasafn íslandsverðuropið í sumar, þriðjudaga til sunnudaga, frá kl. 14 til 18. Safnið er til húsa á Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. Árbæjarsafn: Opið um helgina Árbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30 til kl. 18. Sædýrasafnið: Dýrin mfn stór ogsmá Sædýrasafnið verður opiö um helgina eins og aðra daga frá kl. 10 tiM 9. Meðal þess sem er til sýnis eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga 13.30 til 16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11 til 17. Mokkakaffi: Sýning á prjóna- flíkum Ólöf Guðrún Sigurðardóttir (Lóa) hefur opnað sýningu á sérhönnuð- um prjónaflíkum á Mokkakaffi við Skólavörðustíg f Reykjavik. Sýningin stendurtil næstu mánaðamóta. Listasafn ASÍ: „World Press Photo ’86“ í Listasafni ASÍ á Grensásvegi 16, efstu hæð, stendur nú yfir frétta- Ijósmyndasýningin „World Press Photo '86". Á sýningunni eru um 180 Ijósmyndir sem hlutu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni þlaðaljós- myndara. Sýningin eropin frá kl. 16 til 20 virka daga og 14 til 22 um helgar. Sýningunni lýkur 21. sept- ember. Kaffiveitingar kl. 14 til 18 um helgar. MYNDLIST Hallgerður: Hallgrímur sýnir Hallgrímur Helgason sýnir um þessar mundir í sýningarsalnum Hallgerði, Galleri Langbrók á Bók- hlöðustíg 2 I Reykjavík. Hallgrímur fæddist 1959 en hóf ekki að mála fyrr en á miðju árinu 1983, eftir skamma viðdvöl í skól- um, hér heima og erlendis. Þetta er níunda einkasýning Hallgríms en einnig hefur hann tek- ið þátt I nokkrum samsýningum, m.a. í New York. Síðastliðinn vetur dvaldi hann I Bandaríkjunum, en nú i sumar hefur hann stundað list sína hér heima og er afrakstur sumarsins nú til sýnis, um 30 málverk. Sýningin er opin frá kl. 12 til 18 virka daga og 14 til 22 um helgar. Henni lýkur 21. september, en þá heldur Hallgrímur aftur til Banda- ríkjanna. Gallerí Gangskör Jón Þór Gísla- son sýnir Laugardaginn 20. september klukkann 14.00verðuropnuðsýn- ing á málverkum Jóns Þórs Gísla- sonar I Gallerí Gangskör á Amtmannsstíg 1. Jón Þór lauk námi frá Myndlista- og handíöaskóla íslands 1981 og hefur síðan unnið sjálfstætt að list- sköpun sinni. Hann hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt I samsýningum. Sýningin verðuropin fráklukkann 12-18.00 virka daga og klukkann 14-18.00 um helgar. Sýningunni Iýkur2. október. Bólvirkið: Saga og ættfræði Á annarri hæð I húsi verslunar- innar Geysis, Vesturgötu 1, stendur nú yfir sýning á vegum Bólvirkisins á gömlum Ijósmyndum úr Grófinni. Þá er sýnt líkan sem 10 ára nemend- ur úr Melaskóla gerðu I tilefni 40 ára afmælis skólans og 200 ára afmælis Reykjavíkur. Einnig er þar kynning á bókum um sögu og ættfræði Reykjavíkur sem væntanlegar eru á næstunni. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18 virka daga. Gallerí Borg: Harpa Björns- dóttir sýnir Harpa Björnsdóttir heldur nú sýna fyrstu einkasýningu á málverk- um í Gallerí Borg við Austurvöll. Þetta er fyrsta einkasýningin sem haldin er í galleríinu á þessu hausti. Harpa Björnsdóttirfæddistárið 1955 og lauk námi frá nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1981. Hún málar og vinnur i grafík. Sýning Hörpu samanstendur af myndum unnum með blandaðri tækni. Harpa hefur sýnt hér heima og erlendis undanfarin ár, síöast i vor í Gallery Gerly í Kaupmanna- höfn. Sýningin stendur til mánaða- móta. Gallerí íslensk list: Sumarsýning List- málarafélagsins Nú stendur yfir sumarsýning List- málarafélagsins í Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17. Það eru 15 félagar Listmálarafélagsins sem sýna þar 30 málverk. Eftirtaldirmálarareiga verk á sýningunni: Björn Birnir, Bragi Ásgeirsson, EinarG. Baldvinsson, Einar Hákonarson, Einar Þorláks- son, Guðmunda Andrésdóttir, GunnlaugurSt. Gislason, Hafsteinn Austmann, HrólfurSigurðsson, Jó- hannes Geir, Jóhannes Jóhannes- son, Sigurður Sigurðsson, Steinþór Sigurðsson, Valtýr Pétursson og Pétur Már. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9 til 17 en lokuö um helgar. Hveragerði: Myndlistarsýning íEden Guðmundur Ómar Svavarsson sýnir 28 verk í Eden, meöal annars mörg vatnslitaverk. Sýningin er opin alla daga á opnunartíma Eden fram til mánudagsins 22. september. Norræna húsið: UlfTrotzigsýnir Sænski myndlistarmaðurinn Ulf Trotzig sýnir nú málverk og grafík- verk í sýningarsölum og anddyri Norræna hússins. Sýningin er opin daglega kl. 14 til 19 í sýningarsölum og 9 til 19 í anddyri, nema sunnu- daga frá 12 til 19. Sýningunni lýkur 21. september. ísafjörður: Daði Guðbjörnsson sýnir Nú stendur yfir í Slunkariki á ísafirði sýning á verkum Daða Guð- björnssonar. Á sýningunni eru bæði málverk og grafíkmyndir, allar unnar á síðustu tveimur árum. Daði sýndi áður á ísafiröi árið 1983 og hefur auk þess tekið þátt í ýmsum samsýningum og haldið einkasýningar í Reykjavík og víðar. DANS Dansstúdíó Sóleyjar: Danshópur valinn Laugardaginn 20. september klukkann 14 mun Dansstúdió Sól- eyjar, Sigtúni 9, velja sér tólf manna danshóp sem síðan mun æfa sam- an og koma fram fyrir hönd Dansstúdíósins í vetur. Allir sem eru eldri en 17 ára og hafa áhuga á þátttoku eru hvattir til að mæta og sýna hvað í þeim býr. Mikil reynsla er ekki skilyrði. Dómnefndina munu skipa þau Shir- lene Blake, SóleyJóhannsdóttirog Cornelíus Carter. Þjálfari hópsins verður Cornelius Carter. Þýskri samsýningu frestað Af ófyrirsjáanlegum orsökum hef- ur opnun sýningar þýsku málaranna Volkers Nikel og Wolfgangs Prel- owski í Nýlistasafninu verið frestað um eina viku og veröur nánar skýrt frá því um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.