Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
53
flutning verksins, fremur hafl flutn-
ingur þess orðið snöggtum erfiðari,
þar sem hann hafl aðeins aukið við
það sem fyrir var, en ekkert verið
fellt niður.
Hvað hina tæknilegu hiið útgáfu
þessarar varðar er lítið til sparað.
Katsaris leikur hér á nýja gerð
flygils, sem raunar er sérsmíðaður
fyrir. einleikarann af Mark Allen.
Er hljómur hans að sönnu einstakur
og tær og nýtur sín prýðilega í
Rutgers-kirkjunni í New York þar
sem upptakan fór fram í september
1981.
Hið sama er uppi á teningnum
hvað varðar skífuna sjálfa. „Half
speed mastering" og „direct metal
mastering; DMM“ eru hugtök sem
e.t.v. þurfa nokkurrar skýringar
við, en átt mun við að málmskífan
hafl verið skorin beint á hálfum
hraða og nákvæmnin þannig meiri
en venjulegt er, auk þess sem einu
millistigi er sleppt við plötugerðina.
Allt um það þá er hljómur skífunn-
ar með ágætum og vafamál að
lengra verði komist hvað varðar
hljómgæði hinnar svörtu skífú, sem
stendur nú höllum fæti í samkeppn-
inni við smáskífuna silfurgljáandi:
CD.
Vart mun umflúið að áheyrand-
inn heyrir þetta verk van Beethoven
með nokkuð öðrum hætti eftir að
hafa hlýtt á listilega túlkun Katsar-
is. Yflr verkinu öllu er samt sem
áður nokkur drungi, sem ég kann-
ast ekki við ef litið er til hins
venjulega búnings þess í hljómsveit-
arflutningi. Fegurst hljómar hjá
Katsaris smalasöngur lokakaflans
í einfaldleik sínum.
Niðurstaðan verður sú að hér er
um einstaklega athyglisverða út-
gáfu að ræða, þar sem tækni og
túlkun takast á um fyrsta sætið.
PHILIPS
Cyprien Kastsaris
gerir hann að lfkamning rómantík-
urinnar þegar litið er til baka.
Talið er að Liszt hafí samið um
þrettán hundruð tónverk. Af þeim
eru um Qögur hundruð frumsmíðar,
en afgangurinn svokallaðar um-
skriftir fyrir píanó á tónverkum
annarra höfunda. Snilli Liszt við
hljómborðið eða með tónsprotann
tók fram gáfu hans sem tónskálds.
Við flygilinn var hann að sönnu
einstakur enda taldi hann að þar
mætti ná fram öllum einkennum,
fléttum og þáttum hinnar dýpstu
tónlistarlegu sköpunar. Liszt taldi
að hvað umskriftir hans varðar
væri hann í hlutverki hins meðvit-
aða þýðanda, sem náð heflr tökum
á anda verksins og þannig lagt sitt
að mörkum til skilningsauka á verk-
um hinna miklu meistara.
Umskriftir Liszt á verkum
Schubert og Berlioz fyrir píanó voru
víðfrægar og velmetnar á sínum
tíma, enda þótt sjálfur mæti hann
mest umskriftir sínar á sinfóníum
van Beethoven. Var raunar eitt
uppáhaldsverka Liszt á hljómleikum
hans umskrift 6. sinfóníu van Beet-
hoven, sem kennd heflr verið við
tónlist hjarðsveina, pastorale.
Ekki mun ósennilegt að einstök
snilli Liszt við hljóðfærið hafl vegið
þungt hvað snerti vinsældir verka
þessara á sinni tíð og víst er að
verkin eru fáheyrð í tónlistarsölum
í dag og hér raunar um að ræða
frumútgáfu verksins. Það var þvf
með forvitni og eftirvæntingu sem
skrifarinn nálgaðist frumútgáfu
þessa, þar sem Cyprien Katsaris
leikur umskrift Liszt á sjöttu sin-
fóníu Ludwig van Beethoven fyrir
píanó.
Katsaris er fæddur í Marseille
árið 1951, en fluttist bamungur til
Kamerún með foreldrum sínum og
Hjarðljóð á konsertflyg-il
Sfgildar skífur
Konráð S. Konráðsson
Beethoven/Liszt
Symphonie Nr. 6 „Pastorale"
Cyprien Katsaris
Teldec 6.42781 AZ
Nú á afliðnu sumri var öld liðin
frá andláti Ferencz eða Franz Liszt.
— Ártíðar stórmennis þessa hefír
verið minnst með ýmsum hætti og
m.a. voru hátíðarsöngleikar sum-
arsins í Bayreuth helgaðir minningu
hans, en Liszt var raunar gestur
slíkra hátíðahalda í sjálfri Bayreuth
er hann lést, þá á áttræðisaldri.
Sjálfúr var Liszt fremstur merkis-
bera tónlistar tengdasonar síns,
Richards Wagner, á sinni tíð og
stýrði m.a. frumflutningi óperunnar
„Lohengrin".
Liszt var af fátækum kominn,
en bráðger og mun faðir hans ekki
hafa farið leynt með hæflleika son-
ar síns, sem vakti fljótt athygli
vegna tónlistargáfú sinnar. Var f
Vín á sfnum tíma rætt um að þar
væri sjálfur Mozart endurborinn.
Meðal kennara Liszt í Vín var sá
velþekkti Antonio Salieri, en hjá
honum hafði raunar annar Franz
verið í læri, bar sá eftimafnið
Schubert. Frá Vín lá leið Liszt til
Parísar og síðan út um heims-
byggðina, en Liszt varð á sínum
tíma slíkur sem við í dag myndum
nefna stjórstjömu eða goðumlíkan.
Dulúð hans, óviðjafnanleg snilli,
sem og listamannslegt framferði
farsíminn er minni um sig og kemst því
vel fyrir í bíl eða bát.
farsíminn er léttari og því engin byrði
að rogast með - aðeins 4,3 kg.
farsíminn hefurhlotið viðurkenningu fyrir
hönnun sína - hún er líka frábær.
farsiminn erað sjálfsögðu með allarhelstu
tækninýjungarnar.
farsíminn er enn eittsnilldarverkið i PHIUPS
fjölskyldunni.
farsiminn verður fyrir valinu þegar þú
hefur kynnt þér málið.
farsíminn er vandaður og sterkur. Við
bjóðum hina bestu þjónustu og erum
sérstaklega sveigjanlegir i samningum.
Heimilistæki hf
. SÆTUNI 8, SIMI 27500 — HAFNARSTRÆTI 3 SÍMI 20455-
hóf þar píanónám. Sem unglingur
hélt hann til Parísar til framhalds-
náms og lauk þaðan prófl með láði.
Er á plötuhlif rakinn sá fjöldi verð-
launa sem Katsaris hefir hlotnast
á skammri ævi, enda mun hann
meðal bestu píanóleikara af yngri
kynslóðinni. Víst er að verk það sem
hann hefír valið til flutnings er
ekki á aukvisa færi. Katsaris hefír
aukið nokkuð við umskrift Liszt og
lætur hann þess getið að síst hafi
breytingamar verið til að auðvelda