Morgunblaðið - 05.10.1986, Side 44

Morgunblaðið - 05.10.1986, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 ~44 Fjögurra vikna ævintýraferð til Thailands í heimsókn hjá Akha-konu Kona þessi nýtur greinilega talsverðrar viðringar í þorpinu ef dæma má af silfrinu sem piýð- ir höfuð hennar. Hún sýnir hér stolt híbýli sín og bam sem hún ber á bakinu. Myndin er tekin í innra herbergi eða kvennaskemmu kofans. Thailenskt brúðkaup Hjónavígslan fer fram eftir kúnstarinnar reglum. Munkamir þylja bænir yfír brúðhjónunum er þau höfðu nýlokið við að leggja blómvendi að fótum þeirra, sem þakklætisvott fýrir vígsluna. Eins og í a usturlensku ævintýri — eftirAldísi Yng-vadóttur Sagt frá dvölinni í höf- uðborginni Bangkok og kynnum af einkar vina- legu og lífsglöðu fólki. Lýst er einstakri ferð tii Norður-Thailands, heimsókn til frum- stæðra fjallaættbálka norðursins, til Gullna þríhyrningsins á ianda- mærum Thailands Burma og Laos þar sem ópíumsmyglarar fara um í skjóli myrkurs. Framundan var tíu tíma beint flug til Bangkok höfuðborg- ar Thailands, „mest heillandi og framandi áfangastaðar Asíu“, eins og Thailendingar gjarnan auglýsa landið sitt. Ferlíkið sem flytja átti mig þessa löngu leið á vit ævintýra og óvæntra atburða hóf sig á loft frá Kastrupflug- velli fyrir utan Kaupmannahöfn. í fyrstu var ég ein á ferð, en það stóð fljótlega til bóta því að vinur minn, Yai Klampaiboon, ætlaði að taka á móti mér á flug- vellinum í Bangkok. Yai er borinn og barnfæddur Thailend- ingur en hefur stundað nám í Svíþjóð undanfarin ár þar sem við kynntumst. Tilgangur ferðar- innar var, ásamt ævintýraþránni, að heimsækja Yai og fjölskyldu hans, en hún rekur Farfugla- heimili Bangkok. Ómældur lúxus eða argasta fátækt Bangkok, sem verið hefur höfuð- borg Thailands síðan 1782, er nýtísku borg en þó með frumstæðu ívafi. Þar er að fínna hvert lúxus- hótelið á fætur öðru sem tilheyra frægustu hótelkeðjum heims. Á hinn bóginn má svo sjá hrörlegustu fátækrahverfi þar sem húsakynni fólks vart halda veðri né vindum. Þrátt fyrir misjöfn kjör og mikla stéttaskiptingu eru Thailendingar glaðlynt og einkar vingjarnlegt fólk. Lífsgleðin bókstaflega skín úr and- litum þeirra. í Bangkok búa um fímm milljón- ir manna og hefur maður á tilfinn- ingunni að borgin sé allt of lítil og rúmi engan veginn þessa mann- mergð, slíkur er ysinn og þysinn og mannhafið á götum úti. Á gang- stéttum er það sölumennskan sem ræður ríkjum. Þar reynir hver sem betur getur að selja vaming sinn sem oftast er matarkyns. Fataversl- unin blómstrar líka. Þó svo að götukaupmennskan sé ólögleg eru viðskiptin blómleg, sérstaklega hjá þeim sem eitthvað ætt hafa á boð- stólum, því Thailendingar eru matglaðir og síborðandi. Það er ekki nema fyrir mjög hugdjarfar manneskjur að hætta sér út í umferðina á götum Bang- kok sem stjórnandi ökutækis. Vinstri umferð er enn í hávegum höfð og ringulreiðin sem skapast er allir reyna að ota sínum tota er með ólíkindum. Algeng farartæki á götum Bangkok og eflaust stór- hættuleg eru vélknúin þríhjól sem kallast „tuk tuk“. Hjól þessi eru ódýrustu leigubílar sem völ er á í borginni og taka tvo til þijá far- þega. Að ganga á götu í Bangkok er ekki einungis upplifun fyrir augað heldur einnig lyktarskynið. Þar ægir saman lykt af sætum og safa- ríkum hitabeltisávöxtum og þurrk- uðum físki, af djúpsteiktum hrísbollum og grilluðu kjöti. Allar þær dularfullu kryddtegundir sem notaðar eru í matargerðina auka á seiðingarmátt lyktar- og bragð- skyns. Margt af þessum kosti kemur okkur Vesturlandabúum spánskt fyrir sjónir. Djúpsteiktar engisprettur voru að vísu ekki á hvetju götuhomi, en fáanlegar samt og stóðu ekkert að baki ýmis konar „snakki" sem hér er vinsælt. Fyrir Vesturlandabúa með digra Pyngju hlýtur að vera erfítt að hemja kaupæðið sem getur gripið um sig innan um allt sem þama fæst á bókstaflega hlægilegu verði. Til dæmis er hægt að borða sig saddan fyrir tíu baht, en svo heitir gjaidmiðiil landsins, það samsvarar 18 íslenskum krónum. Þetta lága vöruverða á götu- markaði alþýðunnar á sér eflaust sína skýringu í því að launin eru J Musterið sem hýsir Smaragðsbúddann Það er risastórt þó Búddalíkneskið sé í minna lagi. Byggingarstíllinn er dæmigerður fyrir thailensk musteri nema þama em skreytingar helst til meiri en gengur og gerist enda í konunglegu umhverfí í hallargarði Grand Palace. Engin rafmagnseldavél Matreitt yfír opnum eidi í húsagarðinum á heimili Yais. Þessi fomeskju- lega eldunaraðferð stafaði ekki af fátækt heldur íhalds- og nægjusemi. Húsagarðurinn þjónaði einnig hlutverki setustofu fyrir gesti farfuglaheimil- isins. lág. Meðalmánaðarlaun verka- manns em u.þ.b. 800 baht. Það er líka hægt að kaupa sér ómældan lúxus fyrir peningana, lúxus sem þykir þó ekki of dým verði keyptur í samanburði við verð- lag í mörgum öðmm löndum. ' Höllin of lítil Eitt af því stórfenglegasta sem sjá má í Bangkok er konungshöllin (The Grand Palace). Höllin er þó ekki heimili Thailandskonungs og fjölskyldu hans. Hún þykir ekki nógu stór né rúmgóð til þess að geta þjónað því hlutverki. Konung- urinn hefur því flutt í aðra stærri höll. Thailendingar em flestir Búdda- trúar og trúir guði sínum og er konungurinn þar engin undantekn- ing. Enda gnæfa stórkostlegustu og fegurstu Búddamusteri landsins langt upp yfír hallarmúrana sem umlykja Grand Palace. Eitt þessara mustera hýsir dýrmætasta og allra heilagasta Búddalíkneski Thai- lands, Smaragðs-Búddann (The Emerald Buddha). Margir Thailend- ingar koma til þess að tilbiðja guð sinn í þessu musteri. í öllum must- emm búa Búddamunkar og stunda þar trúariðkanir og fræði Búdda. En frá þessari hefð er horfíð í musteri The Emerald Buddha. Menningarsjokk Það er margt sem skilur að thai- lenska menningu og vestræna og þar sem ég bjó á heimili thailenskr- ar fjölskyldu varð ég eflaust áþreif- anlegar vör við þennan menning- armismun en margur annar vestrænn ferðamaður. Ég varð því að laga mig að breyttum siðum og aðstæðum og læra að heilsa að hætti heimamanna. Ég þurfti líka að temja mér nýja aðferð við að beita hnífapömm þar sem gaffallinn kom í hnífs stað og skeiðin gegndi aðalhlutverkinu. Pijónar vom líka mikið notaðir, sérstaklega ef matur- inn átti rætur sínar að rekja til Kína. Það er þó nokkuð um kínversk og indónesísk áhrif í thailenskri matargerðarlist. Mér tókst fljótlega að venjast mikið krydduðum matn- um. Ég upplifði thailenskt brúðkaup þegar Tutu, systir Yais, gekk í það heilaga með Bandaríkjamanni. At- höfnin var mjög frábmgðin því sem ég hef áður séð í þessum efnum. Hún hófst kiukkan sjö að morgni til og það var ekki bara einn munk- ur sem sá um vígsluna heldur vom þeir tíu talsins. Ættingjamir og faðir brúðarinnar sérstaklega tóku virkan þátt í athöfninni. Viku seinna var síðan veisla mikil þar sem gestir vom á sjötta hundrað og var framreiddur matur handa öllum þessum fjölda. Salemismálum Thailendinga er talsvert öðmvísi háttað en því sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.