Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 4
4 '5 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986 * € C ( Myndirnar sýna hvernig tunglið hylur sólina smám saman uns hámarki er náð og sólröndin kemur aftur í ljós. Fyrsta myndin er tekin kl. 18:00, rúmri klukkustund fyrir hámyrkvann. Hámark myrkv- ans stóð yfir í fimm sekúndur „Mikill léttir að útreikningarnir stóðust“ - sagði Þorsteinn Sæ- mundsson stj örnufræðingur Morgunblaðið/RAX „VIÐ vorum nákvæmlega á réttum stað og réttum tima ,“ sagði Þor- steinn Sæmundsson stjörnufræðing- ur sem ásamt bandarískum vísindamönnum flaug i þotu inn á braut sólmyrkvans suðvestur af ís- landi á föstudag. Um borð í flugvél- inni voru 4 Bandaríkjamenn og 5 íslendingar og telur Þorsteinn að þeir hafi verið þeir einu i heiminum sem sáu þennan myrkva fullkomn- lega. „Það var mér mikill léttir að útreikn- ingarnir stóðust, 5 kílómetra skekkja til eða frá og við hefðum ekki séð svona fallegan sólmyrkva," sagði Þorsteinn. Hann sagði að útreikningar hans á braut myrkvans hefðu tekið meira en viku því að þessi myrkvi hefði verið mjög sér- stæður og meiri nákvæmni þurft við Kortið sínir miðlínu braut- ar sólmyrk- vans föstu- daginn 3. okt., við sjávarmál og í 40.000 feta hæð, og ertíminn skráðurfram með brautun- um. Almyrkvi við sjávarmál var frá 19:04 til 19:08 og í 40.000 feta hæðfrá 18:59 tíl 19:13. Leiðangursmenn fagna að loknum mælingum og myndatökum. Frá vinstri John Goodman, Mary Good- man, John Beattíe, Glenn Schneider og Þorsteinn Sæmundsson. reikningana heldur en venjulega. Þeir útreikningar sem gerðir voru erlendis reyndust ónákvæmir. Flogið var eftir brautinn sem myrk- vinn fylgdi, í 40 þúsund feta hæð (eða 12,2 km) á 550 km hraða en myrkvinn var á 3300 km hraða og elti flugvélina uppi. Hámark myrkvans stóð yfir í 5 sek. Myrkvinn var á mörkum þess að vera almyrkvi og hringmyrkvi þ.e.a.s. sólin myrkvaðist alveg, nema hvað fáein- ir geislar náðu að skína milli fjalla við darönd tunglsins. Greinilega mátti sjá eldrautt lithvolf sólar við tunglröndina og einnig sást kóróna sólar mjög vel. Þórír Baíd- vinsson arki- tektlátinn ÞÓRIR Baldvinsson arkitekt, fyrrverandi f orstöðumaður Teiknistofu landbúnaðarins, Iést á sjúkrahúsi í Reykjavík aðfarar- nótt laugardags, 84 ára að aldri. Þórir fæddist á Granastöðum í Köldukinn 20. nóvember 1901. For- eldrar hans voru Baldvin Baldvins- son bóndi og oddviti á Ófeigsstöðum og Kristín Jónsdóttir kona hans. Þórir stundaði nám hér heima og í Bandaríkjunum og varð arkitekt frá háskóla í San Francisco árið 1926. Að loknu námi starfaði hann um tíma á teiknistofu í San Francisco. Árið 1930 tók hann til starfa á Teiknistofu landbúnaðaríns í Reykjavík og starfaði þar í tæpa fjóra áratugi, eða til ársins 1969 er hann lét af störfum vegna ald- urs. Hann var forstöðumaður teiknistofnunnar frá 1937. Þórir teiknaði mörg hús í bæjum og sveit- um um land allt, meðal annars Alþýðuhús Reykjavíkur við Hverfis- Þórir Baldvinsson. götu, gamla Mjólkursamsöluhúsið við Laugaveg og eldra verslunarhús Kaupfélags Ámesinga á Selfossi. Hann skrifaði smásögur og ljóð í tímarit og blöð undir dulnefninu Kolbeinn frá Strönd. Hann skrifaði einnig um byggingamál og var um tíma ritstjóri tímaritsins Dvöl. Eftirlifandi eiginkona Þóris Bald- vinssonar er Borghildur Jónsdóttir. Söluherferð fyrír lýsispillum: Stórfelld lyftistöng fyrir seljendur sjávarafurða Washington, frá Jóni Ásgeiri Sigxirdssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „SÖLUHERFERÐ sú, sem nú er stöng fyrir seljendur sjávaraf- tækisins, sem á Long John að hefjast fyrir lýsispillum í urða,“ sagði Warren Rosenthal, Silver-matsölustaðina í Banda- Bandaríkjunum er stórfelld lyfti- stjórnarformaður Jerrito-fyrir- ríkjunum, á ráðstefnu íslensk- ------------—-------------—---------- ameríska verslunarráðsins i Krístín S. Kvaran: Vil samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn á þingi KRISTÍN S. Kvaran alþingismað- ur mun óska eftir samstarfi við þingflokk Sjálfstæðisflokksins á komandi þingi í framhaldi af umsókn hennar í Sjálfstæðis- félag Garðabæjar. Kristín var kosin á þing fyrir Bandalag jafn- aðarmanna í Reykjavík i síðustu kosningum, en hefur ekki starf- að með þingflokknum í tæpt ár. „Ég veit að í starfsreglum þing- flokks Sjálfstæðisflokksins er ekki gert ráð fyrir að þar sitji aðrir en þeir sem kosnir eru á þing fyrir flokkinn. Ég hef því ekki óskað eftir inngöngu í þingflokkinn," sagði Kristín í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Hins vegar veit ég að hægt er að eiga ágætis sam- vinnu við þingmenn flokksins og mun óska eftir sem mestu og bestu samstarfi við þá. Það er sfðan þing- flokksins að ákveða formið á því,“ sagði Kristín einnig. Washington í fyrradag. Um þessar mundir eru stórfyrir- tæki í lyfjaiðnaði að he§a áróðurs- herferð fyrir lýsispillum og er sérstaklega haldið á loft omega-3- efninu í lýsi en það er talið draga úr hættu á hjartasjúkdómum. Long John Silver fær mestan fisk frá íslandi, „gæðafisk, sem aðrir reyna að líkja eftir, og jöfn gæði, sem eiga engann sinn líka,“ að sögn Warren Rosenthal, framkvæmda- stjóra. Hann gat þess, að nú væri búið að ákveða að verja 165 milljón- um dollara í að endumýja eldhús veitingahúsakeðjunnar til að hægt verði að selja soðinn fisk hjá öllum veitingahúsum Long John Silver árið 1991. Ástæðan er minni áhugi al- mennings á olíusteiktum réttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.