Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
37
Yanne og Gaud, við brottför hans.
Gaud að bíða árangurslaust við
ekknakrossinn úti við sjóinn eftir
þeim sem aldrei kom af íslandsmið-
um.
Sérstakt kort var gefið út í til-
efni þessara tímamóta með teikn-
aðri mynd eftir Alain Lenost af
íslandsförum í Paimpol-höfn. Og
fyrsta kvöldið flutti þjóðlagaflokk-
urinn Cabestan, sem hefur sérhæft
sig í sjómannalögum, hljómieika.
Mátti þar m.a. heyra rytmískan
söng Islandsfaranna, þegar þeir
moka saltinu til í lestinni.
Sonarsonur Lotis
viðstaddur
Sonarsonur rithöfundarins sem
fyrir 100 árum skrifaði skáldsög-
umar um fiskimennina, „Bróðir
minn Yves“, „Á íslandsmiðum" og
„Matelot", segir í viðtali við frétta-
mann Mbl. á staðnum að Pecheur
d’Islande hafi lengst af í þessi 100
ár verði lesin í Frakklandi og nú
verði þau hjónin vör við að fólk lesi
ekki aðeins um íslandssjómennina
heldur líka aðrar bækur höfundar-
ins, frá Tyrklandi, Alsír og Tahiti,
í sívaxandi mæli, beri lýsingamar
saman við nútímann. En þau hjónin
vom einmitt á föram á söguslóðir
afa hans á Tahiti og síðar til Arg-
entínu. Hann hrósaði mjög nýlegri
ævisögu Pierres Loti, eftir Lesley
Blanchs, sem hefur aftur vakið
mikla athygli á höfundinum. En
Blanchs náði að hitta móður hans
og aðra sem þekktu Pierre Loti
(Grein um Loti byggð að mestu á
þessari ævisögu birtist í Mbl. 9/2
1986). Frönsk útgáfa ævisögumar
er nú að fá bókmenntaverðlaun
„Academie de Saintonge".
Sonarsonurinn ber í rauninni
nafnið Pierre Pierre Loti-Viaud, því
skímamafn hans er Pierre og höf-
undamafni afa hans var öllu bætt
formlega við nafn fjölskyldunnar
(Hann hét Julian Viaud). Hann
kvaðst lítið muna eftir afa sínum,
sem var orðinn gigtveikur og illa
farinn síðustu árin og afkomendum
hjákonubama hans af baskakyni
kynntist hann ekki fyrr en nýlega
er ævisagan kom út. En hann ólst
upp til 19 ára aldurs með móður
sinni og ömmu í gamla furðulega
fjölskylduhúsinu í Rochefort með
tyrkneska herberginu, moskunni
frá Damaskus, kínversku stofunni
o.fl. sem rithöfundurinn hafði með
sér heim úr ferðum sínum. Og hann
man hve hræddur hann var sem
drengur í kínversku setustofunni
við allar þessar styttur með
grímumar. Þar til hann neyddi sig
til að fara og horfast í augu við
hveija fyrir sig. Alveg eins og afi
hans hafði í Luxor horft framan í
hveija múmíu til að finna sjálfan
sig úr fyrra lífi. Hrópaði svo: „Þetta
er ég.“ Það var þá Ramsus 2. En
Pierre Loti-Viaud yngri þekkti vel
bretónska sjómanninn Pierre le
Cor, sem varð kveikjan að sögunum
um íslandssjómennina hjá afa hans,
því sjómaðurinn var á æskuheimili
hans og fóstraði þessa tvo sonar-
syni Lotis, syni eina hjónabands-
bamsins, Samúels.
Þrír fyrirlestrar
um f iskimennina
í þijú kvöld vora fyrirlestrar með
umræðum á eftir. Á sunnudags-
kvöldið talaði Jean-Loup Avril,
prófessor við læknadeild Háskólans
í Renne, um heilsufarslegan og fé-
lagslegan aðbúnað fiskimanna á
tímum íslandsveiðanna. En hann
hefur ásamt Michel Quémére gert
úttekt á þessu efni í bók, þar sem
m.a. kemur fram ömurlegur að-
búnaður, geysilegt vinnuálag og þar
með stöðug áfengisnotkun um borð.
Vakti hann m.a. athygli á því að
Pierre Loti leggur alla áherslu í
skáldsögu sinni á hið mikla mann-
fall er skipin fórast eða menn fóra
í sjóinn, þar sem hafið var aðalóvin-
urinn. Allar aðrar hættur hverfa.
Ekkert um sjúkdóma, slys og vos-
búð, sem tók svo stóran toll og var
hluti af því mikla mannfalli sem
Gestir skoða tunnu, bekk, tréskó og sjómannakistu. Gjafir frá Kviskeijabræðrum og Minjasafninu á
Höfn. Hlutimir eru úr skútum frá Paimpol og Dunkerque 1873.
Söguhetjan Gaud úr Pécheur d’Islande kveður sjómanninn Yanne, sem heldur á íslandsmið.
Frá opnun sýningarinnar. Le Meur, bæjarfulltrúi og sá sem stóð fyrir sýningunni, flytur ávarp. Við
hlið hans t.v. er Querrien, borgarstjóri.
varð á skútunum á íslandsmiðum.
Nefndar era tölumar 1,20—1,28%
á vertíð. Rakti prófessorinn helstu
sjúkdómana samkvæmt skýrslum
lækna á spítalaskipunum.
Á miðvikudagskvöld talaði Jean
Pierre Balou, prófessor við háskól-
ann í Brest, um „Pierre Loti og
Bretagne". Rakti hann og bar sam-
an dagbók höfundar og skáldsög-
una um íslandssjómennina. Sagði
hann að kynni höfundar af fiski-
mönnunum væra byggð á persónu-
legri vináttu og ást til viss fólks
jar. Bróðir minn Yves sé einkum
byggð á þessháttar vináttu, Péche-
ur d’Islande sé afrakstur ástar til
konu og Matelot sé sonarást til
móður (hans eigin). Þetta sé upplif-
un höfundar, umbreytt í skáldsögu.
Á föstudagskvöld flutti Francois
Chappee,. háskólabókavörður í Le
Mans, fyrirlestur undir nafninu
„ímynd íslandssjómannanna í bók-
menntunum" og setti líf fiskimann-
anna í félagslegt, menningarlegt
og pólitískt samhengi í Paimpol á
áranum 1870—1914. Velti hann
upp þeirri spumingu hvort skáld-
sagan væri trú raunveraleikanum.
Fyrir utan smávægilegar villur, svo
sem að ragla saman tveimur trúar-
hátíðum í lýsingu, hafi Loti verið
trúr staðháttum og siðum. Farið
nokkuð rétt með. En eins og allir
aðrir höfundar, sem fjalli um þetta
efni, segi hann einungis sögu fiski-
mannanna. Hlutverk útgerðar-
mannanna komi vart við sögu og
skipstjóranna yfirborðslega.
Á sýningunni í hátíðasalnum í
Paimpol vora til sýnis ýmsar útgáf-
ur af bókinni „Pécheur d’Islande“,
safn teikninga, dagbækur skútu-
skipstjóra og safnað hafði verið í
um 30 möppur, sem gestir máttu
gramsa í, afritum af ýmsu efni eft-
ir og um höfundinn og varðandi
efnivið hans i bókunum um íslands-
farana, allt upp í kópíeraðar heilar
bækur. Þar var m.a. grein sem
Pierre Loti skrifaði 1897, þegar
skútumar Petit Jean og Catharina
hurfu með manni og mús við Island
og hann gekkst fyrir söfnun handa
ekkjum og bömum. Nefndi hann
greinina „Le Livre de la Pitié et
de la Mort“, eða Bókina um samúð
og dauða.
Kvikmynd og
leikþáttur
Á mánudagskvöldið af sýnd kvik-
myndin „Pécheur d’Islande" sem
Pierre Guerleus gerði eftir skáld-
sögunni 1836 með Tomy Bourdelle
(sem enn er að leika) og Mergue-
rite Winterberger í aðalhlutverkum.
Myndin var tekin í Paimpol og urðu
líflegar umræður um hana á eftir.
Vikunni lauk með því að Menn-
ingarfélag Anjelu Duval setti á svið
í hátíðasalnum þætti úr skáldsög-
unni með viðeigandi búningum og
gripum. Gaud t.d. svartklædd með
hvítan hefðbundinn höfuðbúnað
Paimpolakvenna og Yves í sjóklæð-
um skútualdar. Var leiknum mjög
vel tekið. Um efni sögunnar, tilurð
hennar og höfundinn vísast til
greinar í Mbl. 23/2 1986.
Nútíma ísland
Á miðri hátíðinni sýndi Jean Le
Meur litskyggnur sem hann hafði
tekið í tveimur ferðum á Islandi,
annarri í fylgd með gamla íslands-
sjómanninum Tonton Yves. Sagði
hann frá Islandi nútímans og tengdi
það sambandinu við Bretónana á
fyrri tíð. En áhugi hans á þessum
tengslum og viðhaldi þeirra var
m.a. kveikjan að þessari hátíðaviku
í Paimpol, sem hvíldi að mestu á
hans herðum.
Fyrirlestrar og myndasýningar
voru í sérkennilegu umhverfi, í skip-
inu Mad Atao, sem hefur verið gert
upp með sal í lestinni og liggur sem
hluti af sjóminjasafninu í höfninni.
Setti það skemmtilegan svip á efnið,
líf fiskimannanna við ísland í tilefni
af 100 ára afmæli bókarinnar, sem
farið hefur með sögu þeirra um
allan heim.
E.Pá.
1