Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Stefán frá Hvítadal ognorska skáldið Per Sivle (1857-1904) eftir Ivar Orgland Ekki vekur það neina furðu, þegar einn heimildarmaður getur þess, að Stefán hafi lesið verk eftir Alexander L. Kielland og Ame Garborg í Stafangri, því að vitað er, að Jens Tvedt, leiðbeinandi hans um bókaval, var undir sterkum áhrifum þess- ara skálda í fyrstu verkum sínum. Mest hafði hann þó lært af óbundnu máli hjá Per Sivle. Og í grein í Stavanger Avis (1890) telur hann eðlilegt að líta á „Sog- or“ Sivle sem fyrirmynd og mynstur hreinna og ósvikinna sveitasagna eigi þær að standast listrænt mat. Sivle var bæði lausamálshöfundur og skáld, eitt dæmigerðasta skáldið í síðari tíma bókmenntun norskum. Það var hin sterka þjóðemiskennd hans, sem gerði hann einn af mestu sjálfstæðis- og þjóð- skáldum Norðmanna síðasta áratuginn fyrir sambandsslitin við Svíþjóð 1905. Sem maður var hann ósamræmur sjálfum sér, sem einnig kemur fram í máli því, sem hann skrifaði. Það breyttist frá dönsku í norsk-dpnsku, síðar í nýnorsku og að lok- um í hreint „Vossamál", eina af þeim mállýskum, sem standa næst íslenzkunni. Ekki er heldur efamál, að þar kunni hann bezt við sig og skrifaði á því máli sumt af sínum beztu verkum, a.m.k. í óbundnu máli. En hafi Jens Tvedt verið sjálfum sér samkvæmur og heill á sálu, þá var Per Sivle, á sama hátt og Stefán, fremur al- gjör andstæða þess. Sigurður Norðdal hefir gefið þá lýsingu á Stefáni, að hann hafi verið furðulegt sambland af bami og skáldi, að minnsta kosti skelmi. Stefán var að líkindum meiri skelmir en Sivle, en Iíkingin virðist áberandi mikil, hvað snertir hið barnslega í lundinni. Per Sivle var sem bam, bæði í meðlæti og mótlæti. Slíkur lífsunnandi sem hann var, hefir hann fagurlega lýst hæfileikum sínum til að gleðjast. Það er hin sánna, ósjálfráða bamslega gleði eins og hjá Stefáni, þegar hann seg- in „Það er engin þörf að kvarta/þegar blessuð sólin skín,“ (vorsól). En Sivle átti líka sín Skuggabjörg, þegar dauðaöflin höfðu jrfirhöndina. Það daprasta í örlögum Sivle var hinn þreytandi sjúkdómur og drykkjusýkin. Það var honum að vísu mikiil styrkur að vera virkur þátttakandi í sjálfstæðisbaráttunni, og hann gat teflt gleði og gamansemi gegn eyðingaröflunum í huga sínum. En honum var um megn að sigrast á þeim. Og svo óhagsýnn sem hann var, kunni hann líka lítil skil á fjármálum, og var það ekki óveruleg ástæða þess, að heimilislíf hans gekk úr skorðum, (hann gat aldrei komið sér almennilega fyrir). Hinar miklu sveiflur milli bamslega hreinnar náttúmgleði og djúps þunglyndis em, sem kunnugt er, einkennandi fyrir Stefán. Hjá Sivle fá þær útrás í stuttum persónulegum kvæðum, sem em hreinar perlur, og teljast til hins göfugasta og bezta í verkum hans. Eftir upplýsingum Guðmundar Hagalíns vom það einmitt þessi kvæði Sivles, sem Stefán mat mest. Það vom hin hreinu ljóðrænu kvæði en síður söguleg, sem Stefán var hrifnastur af, og Hagalín nefnir sem dæmi Vaar-Von með viðkvæðinu: „Og kjenner du inkje ikveld, ikveld,/at Livet, det er no det lik- aste lel?“ „En fínnurðu ekki í kveld, í kveld,/að lífíð, það er nú það skásta þrátt fyrir allt?“ Hann nefnir líka annað kvæði Eit Ord. (Ja, no skal Noreg/ha Takk fyr meg.) En bezt líkaði honum þó ef til vill áðumefnt Vaar-Von og Lerka. Þetta kvæði söng í Stefáni, segir Hagalín. Og er ekki eitthvað af sama yndisþokkanum, léttleikanum og ljóðrænu glóðinni, sem er að finna í sumum kvæðum Stefáns, í þessu hljómfagra og heillandi kvæði Sivle? Svo hljómrænt, sem kvæðið Lerka er, væri þess að vænta, að Sivle sjálfur hafi verið mjög söngvinn. í venjulegum skiln- ingi var hann það þó ekki, telur Anders Hovdem, en hann hafði næmt eyra fyrir hljómfalíi og var orðheppinn bæði í bundnu máli og óbundnu. Eitthvað svipað má einn- ig segja um þljómvísi Stefáns (1. bindi, bls. 56—57). í sambandi við annað kvæði eftir Sivle gefur Guðmundur Hagalín eftir- farandi dæmi, sem sýnir glöggt, hve skyldleiki Stefáns og Sivle var augljós: „Stefán kom vorið 1924 vestan úr Dala- sýslu, hitti mig niðri í Alþingishúsi (Hagalfn var. þingskrifari), heilsaði mér og bað mig að koma með sér upp á aðra hæð. Þar fékk hann lánað herbergi, því að hann sagðist þurfa að tala mikið við mig. — Svo hóf hann að tala um bók mína, Strandbúa, sem hafði komið út haustið áður. Hann hafði lesið hana vel, og ég hafði ekki hitt neinn, sem hafði komizt svo vel til botns í sögunum og skilið svo ágætlega það, sem ég taldi þýð- ingarmest varðandi efni og form. Þetta gladdi mig mikið. — Svo töluðumst við lengi við, og hann las fyrir mig eitt kvæði, sem að því er ég bezt man, var Þér kon- ur. Það var nýort. Vel lá á Stefáni og við vorum báðir svo hrifnir hvor af öðrum, að við föðmuðumst. Nokkrum dögum síðar mætti ég Stefáni niðri í Bankastræti. Og þá tók hann að tala við mig um Strandbúa, eins og hann hefði aldrei á þá minnzt við mig fyrr. Nú hafði hann margt út á sögumar að setja. Meðal annars hélt hann fram þeirri fjar- stæðu, sem ég hafði einnig heyrt annan mann segja, að Barómetið væri stæling á En Skipperhistorie eftir Alexander L. Per Sivle Kielland. En sagan átti rætur að rekja til stuttrar sögu, sem ég hafði heyrt frá Vestmannaeyjum (um Sigurð Sigurfinns- son, — kvæði um hann eftir Öm Amarson). Eg varð Stefáni ekkert reiður í það sinn. En ég frétti síðar, að hann hefði mætti Tómasi Guðmundssyni, eftir að hann tal- aði við mig í Alþingishúsinu, og hefði þá Tómas farið að hrósa sögunum við hann. Stefán tók því vel í fyrstu, en hóf síðan að niðra sögumar og fann þeim því fleira til foráttu, því lengur sem þeir töluðu um þær. Nú varð ég reiður. Og reiðin hvarf ekki, jafnvel þótt nokkrir dagar liðu án þess að ég heyrði meira um þetta. Þegar Stefán var farinn úr bænum hitti ég Þorfínn Kristjánsson kennara. Hann sagði að Stefán hefði mætt sér og lastað sögur mínar mikið. Þá fór ég beint niður á Landsbókasafn, náði í kvæði eftir Per Sivle, þýddi kvæðið Svola (Svalan) og lét prenta það í blaði (Vísi, segir H.) án höf- undamafns. Daginn eftir heyrði hann að kvæðið hlyti að vera eftir Stefán frá Hvítadal. — En svo var tekin inn athuga- semd næsta dag, að kvæðið væri ort af Per Sivle, og þýtt af Guðmundi Hagalín. Þýðing Hagalíns, sem nefnist Lóan kem- ur, lítur svo út samkvæmt uppskrift frá þýðandanum, borin saman við frumkvæð- ið: Það vissi ég ekki að vor er nær,- Ég fann og heyrði það fyrst í gær. Eg sá ei blómin sem brostu við, né heyrði lindanna létta nið. Eg visste kje av, det var vorte Vaar, —eg visste kje av det fyrr her igaar. Det var, som eg inkje sku gaatt eingong, at Lauvet spratt, og att Fuglen song. Og þá kom hann með þetta um mig og Alexander Kielland: Já, lóan blessuð er ljúfust mey,- og lofi hún sumri, hún svíkur ei. Svo vítt um heiminn sem vængur ber hún veit ei sælla en sumar hér. Að Hagalín hefir ekki aðeins haft Sivle í huga, þegar hann þýddi þetta kvæði, kemur víst greiniiegast í ljós í fyrstu fjór- um vísuorðum 2. erindis, sem leiða hugann þegar að 6. erindi kvæðisins Erlu: Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig. Kveldið er svo koldimmt, ég kenndi í bijóst um mig. Þegar Erla, eitt af beztu kvæðum Stef- áns, líkist svo mjög Sivle gæti það vakið efasemdir um frumleik Stefáns sem skálds. Stefáni geðjaðist ekki að því, að talað væri um, að hann hefði orðið fyrir norskum áhrifum, segir Hagalín. Það er því auðvelt að gera sér í hugarlund, að heimildarmaður hafi náð sér vel niðri. í uppskriftinni af Lóan kemur fylgir hann aftur á móti ekki þeirri uppsetningu, sem var svo sérkennandi fyrir Sivle (sjá frum- kvæðið við hliðina) og Stefán tók upp eftir honum. Hinn einfaldi og hreini ljóðræni tónn í persónubundnum kvæðum og auk þess sérkennileg uppsetning vísnanna hjá Sivle hefir án efa fallið Stefáni vel í geð. Vor- þráin er einkennandi fyrir þá báða, og gleðin yfir vorkomunni er jafn tindrandi hrein hjá Sivle og Stefáni (sjá t.d. Paa Solsida í Skaldemaal eftir Sivle). Og óþol- inmæði þeirra beggja og vonsvik eru áþekk, ef vorið bregzt eða því seinkar um of. Sterk og lifandi trú í bijóstum þeirra er tengd vorinu. Er haustaði, urðu þeir þunglyndir og ortu báðir fógur angurljóð með haustmyndum. (Baldur Jónsson og Jóhanna Jóhannsdóttir þýddu) Höfundur er doktor / islenskum bók- menntum ogskáld. Kvennaráðgj öfin flutt í Hlaðvarpann Lj6sm. Mbl. Ami Sseberg. Nokkrir aðstandendur Kvennaráðgjafar. Frá vinstrí: Sigrún Bened- iktsdóttir, lögfræðingur, Hjördís Hjartardóttir, félagsráðgjafi, BrynhUdur Flóvenz, laganemi og Asta Magnúsdóttir, laganemi. Kvennaráðgjöfin flutti nýlega úr Hótel Vík i Hlaðvarpann, Vesturgötu 3. 452 konur hafa leitað til ráðgjafarinnar þau tvö og hálft ár sem hún hefur starf- að. Aðsókn að kvennaráðgjöfinni hefur frá upphafi verið mjög jöfn, ráðgjöfin er opin eitt kvöld í viku og sækja hana 4-5 konur í hvert sinn. Konumar eru á öllum aldri og úr ólíkum þjóðfélagshópum, en flestar hafa ekki starfsmenntun. Þó að flestar konumar komi sjálfar er einnig hægt að hringja eða skrifa. Ráðgjöfin er unnin í sjálfboðalið- svinnu og því ókeypis. Það eru konur með lögfræði- og félags- fræðimenntun og nemar í þessum greinum, sem starfa við kvennaráð- gjöfina. „Við tölum við þær eins og kona við konu, ekki eins og starfsmaður við skjólstæðing", sagði Sigrún Benediktsdóttir, lögfræðingur, sem starfar við ráðgjöfína.„Við viljum gera konur meðvitaðar um rétt sinn og hvar eigi að leita hans. Konumar hafa leitað til ráðgjaf- arinnar með allskyns vandamál s.s. fy'ölskylduvandamál, sifjarétt, fyár- hagsvandræði og sumar koma eftir mikla píslargöngu gegnum „kerf- ið“. Aberandi margar konur, eða 246 það er 55%, hafa leitað hingað til að fá upplýsingar um réttarstöðu sína við slit á hjúskap eða óvígðri sambúð. Við viljum eindregið hvetja þær konur sem eru að hefya sambúð að koma og forvitnast um hver rétt- arstaða þeirra er.“ Kvennaráðgjöfin hefur ákveðið að gefa út bæklinga með aðgengi- legum upplýsingum um ýmis rétt- SKlimWM Réttarstaða hjóna við ski/nað. Forsji barna Eignaskipti On.oFl.on......... Forsíða bæklingsins 1|m skilnað sem Kvennaráðgjöfin hefur gef- indamál, hvert beri að snúa sér o.s.frv. Fyrsti bæklingurinn er tilbúinn til dreyfíngar. Hann fjallar um skilnaði og hægt er að nálgast hann í Kvennaráðgjöfinni, en óvíst er um frekari dreyfingu. Annar er í vinnslu nú og fjallar sá um óvígða sambúð. Kvennaráðgjöfin er opin á þriðju- dagskvöldum kl. 20.00 - 22.00. Síminn þar er 2 15 00.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.