Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
Sumarstarfi í
Vindáshlíð lokið
Kaffisala á sunnudaginn
SUMARSTARFI KFUK í sumar-
búðunum i Vindáshlíð er lokið
að sinni. Kaffisala verður í húsi
KFUK og KFUM á sunnudag og
mun allur ágóði af sölunni renna
til viðhalds á húsnæðinu í Vind-
áshlið.
Þetta var 37. sumarið sem sum-
arbúðimar hafa verið reknar í
Vindáshlið og vom dvalarflokkamir
alls 11. Flestir flokkamir vom fyrir
stúlkur á aldrinum 9 til 12 ára, en
auk þess var unglingaflokkur, §öl-
skylduflokkur og flokkur fyrir 17
ára og eldri. Dvaldi hver flokkur
að jafnaði í eina viku í senn og
vom dvalargestir í sumar alls um
600.
Kaffisalan á sunnudaginn verður
að Amtmannsstíg 2b og hefst hún
kl. 15.
Eitt verka Sigríd
Sigrid Valtingojer hlýtur verð-
laun fyrir grafíkverk sín
- hefur unnið á íslandi um árabil
Sumarbúðimar i Vindáshlið.
GRAFÍKLISTAKONAN Sigrid
Valtingojer hefur hlotið verð-
laun fyrír verk sín á alþjóðlegrí
grafíksýningu „Hanga Annual
’86“ í Metropolitan Museum i
Tokyo, en hún hefur starfað á
íslandi um árabil.
Hanga-félagið er stærsta grafík-
félag í Japan og hefur haldið
sýningar á hveiju ári síðan 1931.
Þar em yfírleitt sýnd um 600 verk,
þau bestu sem unnin em það árið.
SKOIA
MALTIBIR
Til foreidra og nemenda
í grunnskólum Reykjavíkur
og Reykjaness
Nú eiga nemendur
grunnskóla á Reykjavíkursvæöinu
og á Reykjanesi þess kost aö kaupa
sér holla og ódýra máltíö í skólanum
- máltíö sem saman-
stendur af drykk, sam-
loku og eftirrétti. Nemendur
munu geta valið um mjólk,
kókómjólk eöa hreinan ávaxtasafa
og samloku með mismunandi áleggi.
Hollur og góður málsverður er
grundvöllur góðs námsárangurs.
/árrsis
nmr
í ár var erlendum grafíklistamönn-
um boðið að sýna í fyrsta sinn. 160
listamenn frá ýmsum löndum tóku
þátt í sýningunni og verður þetta
fyrirkomulag fastur liður í framtí-
ðinni.
Sigrid Valtingojer ásamt þremur
listamönnum frá Tékkóslóvakíu,
Júgóslavíu og Svíþjóð hlutu verð-
laun í þetta sinn. Verk Sigrid verða
meðal flögurra annarra verka á
grafíksýningunni „íslensk Grafík",
sem nú stendur yfír á Kjarvalsstöð-
um um helgina.
BrBds
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag’
Kópavogs
Sl. fimmtudag var fram haldið
barómeterkeppni félagsins. Nú þeg-
ar spilaðar hafa verið 9 umferðir
er staðan eftirfarandi:
Armann J. Lárusson
— HelgiVíborg 115
Sigurður Siguijónsson
— Þorfinnur Karlsson 99
Magnús Aspelund
— Steingrímur Jónasson 69
Grímur Thorarensen
— Guðmundur Pálsson 67
Keppni verður fram haldið nk.
fimmtudag 9. okt. kl. 19.45 stund-
víslega. Fimmtudaginn 16. okt.
verður hins vegar að gera hlé á
barómetemum vegna landství-
menningsins sem spilaður verður í
öllum félögum í þeirri viku. Nauð-
synlegt er að þeir sem hyggja á
þátttöku í honum hjá félaginu skrái
sig í síðasta lagi á spilakvöldi 9.
okt. en þá lýkur skráningu.
Bridsfélag Akraness
Aðalfundur Bridsfélags Akra-
ness var haldinn fimmtudaginn 18.
september. í stjóm voru kosnir:
Alfreð Viktorsson formaður, Ingi
Steinar Gunnlaugsson ritari og Ein-
ar Guðmundsson gjaldkeri.
Að loknum venjulegum aðalfund-
arstörfum var spilaður tvímenning-
ur.
Hótel Akranes-mótið
Opna Hótel Akranes-i jtið var
haldið helgina 27. og 28. septem-
ber. Tuttugu og Qögur pör mættu
til leiks og var spilaður Barometer,
flögur spil milli para. Úrslit urðu
þessi:
Guðmundur Sveinsson -
Valur Sigurðsson 214
Aðalsteinn Jörgensen -
ÁsgeirÁsbjömss. 174
Júlfus Siguijónsson -
Matthías Þorvaldss. 160
Karl Alfreðsson -
Alfreð Viktorsson 130
Ragnar Magnússon -
Valgarð Blöndal 124
Sigfús Öm Ámason -
Jón Páll Siguijónss. 116
Gunnar Þór Gunnarsson -
IngibergurGuðmundss. 101
Þráinn Sigurðsson -
Vilhjálmur Sigurðsson 65
Páll Valdimarsson -
RúnarMagnússon 56
Hermann Tómasson -
Jón Ingi Bjömsson 16
Keppnisstjóri var Vigfús Pálsson
og Baldur Ólafsson sá um útreikn-
inga.