Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 47 Hjálmfríður Þórðardóttir, starfsmaður Dagsbrúnar (t.v.) afhendir Vilfríði Þórðardóttur 200.000.- kr. gjöf til Kvennaathvarfsins. Dagsbrún gefur 200.000 krónur til Kvennaath varfsins VERKAM ANN AFÉL AGIÐ Dags- brún afhenti Kvennaathvarfinu 200 þús. króna peningagjöf, 1. okt. s.I. Hjálmfríður Þórðardóttir, starfs- maður Dagsbrúnar, afhenti gjöfína á skrifstofu Dagsbrúnar og bað athvarfíð, en einkum þó bömin, vel að njóta. Sagði Hjálmfríður að stjóm Dagsbrúnar vonaðist til að þetta framlag yrði öðrum verka- lýðsfélögum hvatning til frekari stuðnings við Kvennaathvarfíð. Vilfríður Þórðardóttir tók við peningunum fyrir hönd Samtaka um kvennaathvarf og þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýhug og skilning sem að baki býr. Hún sagði ljóst að peningarnir kæmu í góðar þarfír, því eins og komið hefur fram skortir enn á að rekstur athvarfsins sé tryggður, þrátt fyrir allan þann góða stuðning sem það hefur notið að undanfömu. Jan B. Thomsen og Laufey Jóhannsdóttir í Blóminu. Blómið, ný blómaverzlun NÝLEGA opnaði ný blóma- og gjafavöruverzlun, Blómið i Hafn- arstræti 15. Eigendur hennar eru Jan B. Thomsen og Laufey Jó- hannsdóttir ylræktarfræðingur. Blómabúðin mun kappkosta að hafa á boðstólum allar tegundir af pottablómum og afskornum blómum og öðru því er lítur að blómarækt. Þá hefur verzlunin gjafavörur á boðstólum. Blómið býður upp á skreytinga- þjónustu og mun Vigdís Hauks- dóttir ylræktarfræðingur annast þá þjónustu. Ferskur fiskur seldur fyrir 80 milljónir króna ÍSLENZKUR fiskur var seldur á ferskfiskmörkuðum í Bretlandi og Þýzkalandi i þessarí viku fyr- ir tæpar 80 mil(jónir króna. Alls voru seldar um 1.600 lestir og meðalverð var á bilinu 28 krónur til 71 eftir tegundum og löndum. 6 skip seldu afla í Bretlandi og Þýzkalandi, tvö í Bretlandi. Hæst meðalverð fékk Gullver NS fyrir þorsk í Hull, 61,48 krónur. Verð á karfa í Þýzkalandi var 36,10 til 44,17 krónur. Skipin seldu alls rúm- lega 1.000 lestir á samtals 48,3 milljónir króna. í Bretlandi voru seldar 524 lestir af fiski úr gámum. Heildarverð var 30,7 milljónir króna og meðalverð 58,60. Að meðaltali fengust 59,89 krónur fyrir kíló af þorski, 63,12 fyrir ýsuna, 28,18 fyrir ufsa, 30,89 fyrir karfa, 54,05 fyrir kola og 71,34 krónur fyrir aðrar tegundir. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Þessi mynd var tekin í sumar þegar Vranitzky tók við stjórnartaumunum í Austurríki. Á myndinni eru frá vinstn: Franz Vranitzky, kanzlarí, Rudolf Kirchschlaeger, þáverandi forseti Austurríkis, Fred Sinowatz, fráfarandi kanzlarí, og utanríkisráðherra hans Leopold Graz. Austurríki: Stjórn stóru flokkanna líklegust eftir kosningar Austurriska þingið hefur samþykkt einróma að ijúfa þing í byrj- un október og halda nýjar kosningar 23. nóvember næst komandi. Þingkosningar stóðu til S byijun apríl en kjör Jörgs Haider í formannssæti Fijálslynda flokksins, FPÖ, um miðjan september olli þvi að Franz Vranitzky, kanzlari, ákváð að slíta stjórnarsam- starfi Jafnaðarmannaflokksins, SPÖ, og FPÖ strax. Hann kennir öfgafullrí hægrisveiflu fijálslyndra um stjórnarslitin en frétta- skýrendur telja að hann hafi veríð feginn að fá afsökun til að halda kosningar í haust. Óvinsælar aðgerðir gegn erfiðleikum sem steðja að Austurríki bíða ríkisstjórnarinnar og jafnaðarmönn- um þykir ekki verra þótt Þjóðflokkurinn, ÖVP, þ.e. hinn stóri borgaralegi flokkur landsins, sé með í ráðum þegar þær eru gerðar. Samsteypustjóm stóru flokk- anna tveggja virðist óumflýj- anleg. Þeir stjómuðu landinu saman í 21 ár eftir heimsstyijöld- ina síðari, 1945-1966, og reistu þjóðina við úr rústum stríðsins. Vandamálum landsins nú er líkt við erfiðleikana á þessum árum og ekki er talið að annar stóru flokkanna treysti sér til að ráða fram úr þeim án stuðnings hins. Hvomgur þeirra er líklegur til að fá meirhluta í kosningunum. ÖVP hefur 46% fylgi kjósenda sam- kvæmt skoðanakönnunum en SPÖ 45%. Fylgi FPÖ minnkaði úr 3,5% í 2% eftir landsfund flokksins í Innsbruck, þar sem Haider var kjörinn formaður. Græningjar hafa um 4% fylgi í skoðanakönnunum. Vranitzky eina von SPÖ Alois Mock, formaður og kanzl- araefíii ÖVP, talaði eins og samstarf stóm flokkanna væri þegar hafíð í þingumræðum um þingslit. Hann gagnrýndi SPÖ harðlega fyrir slæma stjóm und- anfarin sextán ár en réðst ekki sérstaklega á Vranitzky, sem tók við kanzlaraembættinu í sumar af Fred Sinowatz, formanni flokksins. Hann tilheyrir hægri- væng Jafnaðarmannaflokksins og þykir raunsærri en forverar hans í embætti. Vinsældir SPÖ hafa aukist síðan hann tók við og bar- áttan um kanzlarasætið er milli hans og Mock. SPÖ hefúr verið samfellt í stjóm síðan Bmno Kreisky mynd- aði minnihlutastjóm árið 1970. Flokkurinn hlaut hreinan meiri- hluta á þingi ári síðar og hélt honum fram til 1983. Þá tapaði SPÖ fímm þingsætum og Kreisky sagði af sér. Hneykslismál og efnahagserfíðleikar þjóðarinnar hafa hijáð flokkinn síðan. Óvin- sældum ríkisstjómarinnar var að hluta kennt um þegar Kurt Steyr- er, forsetaframbjóðandi hans, tapaði fyrir Kurt Waldheim I for- setakosningunum í sumar. Fred Sinowatz sagði af sér kanzlara- embættinu eftir ósigur Steyrers. Sinowatz myndaði samsteypu- stjóm SPÖ og FPÖ eftir kosning- amar 1983, en FPÖ hlaut þá 5% atkvæða. Frjálslyndi armurinn í FPO hafði yfírhöndina í flokknum og Norbert Steger var formaður. FPO var stofnaður árið 1955 þeg- ar tveir minniháttar flokkar, frjálslyndir og Samband sjálf- stæðra, sameinuðust. Samband sjálfstæðra var flokkur gamalla nazista. FPÖ naut lítils fylgis þangað til vinsældir samsteypu- stjómar stóm flokkanna fóm að dvína á sjöunda áratugnum. Hann var þá eini borgarlegi stjómarand- stöðuflokkurinn og honum óx fískur um hrygg. Hann komst þó ekki í ríkisstjóm fyrr en fyrir tæpum fjórum ámm. Öfgafullir hægrisinnar finna leiðtoga Steger er Vínarbúi. Meirihluti fijálslyndra stuðningsmanna flokksins býr í helstu þéttbýlis- kjömum landsins eins og hann. Kjósendur FPO í dreifbýli em hægrisinnaðri en borgarbúar og sumir era nýnasistar. Hinn 36 ára gamli Haider höfðar til þessa fólks. Hann steypti Steger af stóli í Innsbmck með 57,7% atkvæða gegn 39,2%. Hann er velefnaður landeigandi í Kartner, þykir að- laðandi og kann að koma fyrir sig orði. Um það er deilt hvort hann sé nýnazisti. Steger er í hópi þeirra sem telja hann einfaldlega tækifærissinna. Skoðanir hans höfða til hóps Austurríkismanna sem hefur ekki átt frambærilegan leiðtoga í langan tíma en telur sig nú hafa fundið hann. Nýnazistar settu svip á lands- fúndinn f Innsbmck. Einn þeirra sagði við konu Stegers að það væri leiðinlegt að nýi formaðurinn héti Haider en ekki Hitler, þá hefði eiginmaður hennar verið leiddur undir vegg og skotinn eða settur í gasklefa. Frú Steger of- bauð svo að hún sagði sig strax úr flokknum. Steger ætlar hins vegar að bíða og sjá hvað setur áður en hann ákveður að segja endanlega skilið við flokkinn. Formannsskiptin í FPÖ komu á óvart. Steger varaði flokkinn við og sagði að það myndi valda stjómarslitum ef Haider yrði kos- inn formaður en flokksmenn létu það eins og vind um eyrun þjóta. Haider sagðist ekki krefjast sætis í stjóminni en jafnaðarmenn kæra sig ekki um að eiga samstarf við FPÖ eftir að flokkurinn kastaði fijálslyndisgrímunni. Mock hefur hins vegar sagt að hann útiloki ekki samstarf við FPÖ ef flokkur- inn bætir við sig fylgi á lýðræðis- legan hátt. Það þykir ólíklegt og væntanlega verður bið á að FPO komist aftur í stjóm. Stuttur kosningaslagur Stjómmálaflokkamir vom ekki búnir undir kosningamar. Inn- byrðis deilur hafa sett svip á Græningja að undanfömu en hin mörgu flokksbrot á víð og dreif um landið hafa nú sameinast und- ir foiystu Fredu Meissner-Blau. Hún hlaut 5% atkvæða í forseta- kosningunum og flokkurinn vonast til að þau atkvæði og jafn- vel fleiri skili sér í þingkosningun- um. ÖVP var búinn að leggja drög að kosningabaráttunni fyrir kosn- ingamar í apríl. Hann verður nú að hefja baráttuna fyrr en til stóð, en kosningamálin liggja fyrin er- lendar skuldir, halli á Qárlögum og yfirvofandi atvinnuleysi vegna erfíðleika ríkisrekinna iðnaðarfyr- irtækja. Flokkurinn leggur áherslu á nauðsyn þess að ný stjóm taki við eftir óstjóm SPÖ. Hann vill minnka ríkisafskipti og auka einkarekstur, hann boðar nýja skattastefnu í anda Ronalds Reagan; og vill endurskoða stjóm- skipun landsins svo að almenning- ur geti haft meiri áhrif á landsstjómina með þjóðarat- kvæðagreiðslum. Mock og Vranitzky þykja báðir frambærileg kanzlaraefni. Vran- itzky nýtur persónulegra vinsælda og það hjálpar SPÖ mikið. Flokk- urinn vonast til að fá stuðning þeirra sem vilja ekki að ÖVP nái hreinum meirihluta og hægri- menn sitji bæði í ríkisstjóm og á forsetastóli. Verkalýðsleiðtogar vilja að SPÖ verði áfram f næstu stjóm, þótt flokkurinn tapi illa í kosningunum, svo að ÖVP og jafnvel FPO komist ekki að og stjómi landinu næstu fjögur til átta árin. Aðrir flokksmenn vilja að SPÖ hætti í stjóm ef hann tapar svo að honum verði ekki borið á brýn að hann sé valdasjúk- ur og sitji í stjóm hvað sem tautar og raular.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.