Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
49
Saga símans
Bókmenntir
Erlendur Jónsson ^
Heimir Þorleifsson: Sögnþræðír
símans. 255 bls. Póst- og síma-
málastofnun. Reykjavík, 1986.
Á síðari árum hafa sagnfræðing-
ar mikið fengist við afmörkuð svið:
héraðasögu, sögu einstakra kaup-
staða, sögu atvinnugreina og svo
framvegis. Oft er tímamóta minnst
með því að sagnfræðingur er ráðinn
til að skrásetja sögu viðkomandi
staðar eða stofnunar. Svo er hér.
»Þróunarsaga íslenskra símamála,
gefín út í tilefni af 80 ára afmæli
landssíma á íslandi,« stendur á titil-
blaði bókar þessarar.
Heimir Þorleifsson upplýsir í
formála að hann hafí að nokkru
leyti stuðst við samantekt frá Andr-
ési G. Þormar — »drög að því sem
kalla mætti aðfarasögu símans.«
Að öðru leyti er verkið Heimis.
Byggir hann einkum á rituðum
heimildum, t.d. blaði sem símamenn
hafa gefíð út árin í gegnum.
Síminn kom til sögunnar um og
upp úr miðri 19. öld austan hafs
og vestan. Fljótlega var ísland nefnt
vegna hugsanlegs sæstrengs yfír
Atlantshaf. íslendingar létu sig það
litlu varða. »Tómlæti íslendinga í
þessu máli sýnir ef til vill betur en
flest annað hve langt þeir stóðu að
baki öðrum menningarþjóðum um
miðbik 19. aldar,« segir Heimir.
Miðað við bágan efnahag og strjál-
býli landsins telur hann það hafa
verið skiljanlegt. »Hitt er öllu óskilj-
anlegra hve blöð og tímarit á íslandi
voru fáorð um þessa uppfínningu
þó að fregnin um hana færi eins
og eldur í sinu heimsálfanna á milli
og hver stórviðburðurinn ræki ann-
an í ritsímamálum nágrannaþjóð-
anna.«
Það var ekki fyrr en um aldamót
að Islendingar tóku við sér. En þá
brugðu þér líka við svo um mun-
aði. Sæsími til Seyðisíjarðar og
landsími þaðan til Reykjavfkur var
stórvirki á síns tíma mælikvarða.
Aldrei er sú saga rekin öðruvísi en
nefnt sé nafn Hannesar Hafstein.
Einkum er minnisstæð andstaða sú
sem þetta vakti. Væri fráleitt að
segja að íslendingar hafí þá verið
einhuga þjóð. Flest var gert að
ágreiningi og hart deilt. Eftir á
munu þó flestir hafa fallist á að
Hannes hafí valið réttu leiðina.
Heimir upplýsir »að ísland varð eina
landið þar sem talsími var tekinn í
notkun á undan ritsíma.« Þótt ís-
lendingar hefðu orðið seinir til tókst
þeim þannig að ná öðrum á miðri
leið.
í fyrstunni varð að leita til út-
lendinga vegna tæknimála og
stjómunar. íslendingar kunnu lítt á
vélar um aldamót. En það lagaðist
með árunum. Og gagngerðastri
breytingu hefur síminn ef til vill
valdið úti um sveitir landsins.
Símstöðin var miðdepill hverrar
sveitar. »A þessum bæjum tóku
bændur og fólk þeirra að fást við
hin nýju undratól fjarskiptanna auk
amboða við heyvinnu, mjaltir og
gegningar. Og ekki er að efa að
gestagangur hefur verið og oft hef-
ur verið hellt upp á könnuna í
eldhúsum símasetranna þegar
menn komu til þess að hringja eða
bara til þess að leita frétta...«
Heimir Þorleifsson
Símstöðvunum var valinn staður
þar sem húsakynni voru rúm og
efnahagur í betra lagi. Hvort
tveggja var sprottið af nauðsyn,
einnig hið síðartalda. því símstöðv-
arstjóramir fengu svo til ekkert
fyrir vinnu sína — annað en heiður-
inn og svo auðvitað þau forréttindi
að njóta þess sjálfír að hafa síma.
Og meir en svo að þeir legðu á sig
fyrirhöfnina því sjálfsagt þótti að
bera fram veitingar fyrir hvem
þann sem að garði bar til að nota
símann. Sannar það hversu mikið
fólk var reiðubúið að leggja á sig
til að rjúfa einangrun og fásinni.
Síðan hefur síminn smásaman orðið
almenningseign jafnhliða þvi sem
tækninni hefur fleygt fram svo að
segja með hveiju árinu. Er gerð
grein fyrir þeirri hlið málanna,
meðal annars, í lokakafla þessarar
bókar.
Þar sem þetta er afmælisrit er
víða staðnæmst við hátíðleg forms-
atriði, svo sem ræður, sem haldnar
hafa verið, og skeyti, sem send
hafa verið við sérstök tímamót í
sögu stofnunarinnar. Þannig verður
þetta að vemlegu leyti stjómunar-
og framkvæmdasaga. Hvergi er þó
hlaupið yfír almenna þáttinn. Og
með þvi að hér og þar em teknar
upp samtímaumsagnir úr blöðum
má geta sér til, á hvem hátt sfminn
breytti íslensku þjóðlífí og hvemig
litið var á tilkomu hans. Sjálft heit-
ið: »sími« — er svo íslenskt sem
verða má. 0g þannig hefur þetta
tæki líka orðið sjálfsagður og ómiss-
andi þáttur í daglega lífinu.
Margar myndir em í bókinni,
flestar gamlar. Skemmtilegust þyk-
ir mér mynd sem tekin er uppi á
heiði fyrir austan í upphafi sima-
lagningan Ung og fögur ráðskona
er að elda mat úti undir bem lofti.
Ekkert borð. Enginn stóll. Og ekk-
ert nema jörðin! Sjálf situr ráðskon-
an á steini og les í bók meðan sýður
í pottunum. Sannkölluð kyrrlífs-
mynd. í samanburði við það sem
margur vinnandi maður mátti þá
búa við — kaldan skrínukost —
hefur þetta verið lúxusaðbúnaður.
Þama er líka tekinn upp »matseðill
í samsæti á Seyðisfírði við víxlu
sæsímans 25. ágúst 1906« — stór-
fróðlegt plagg fyrir þá sem áhuga
hafa á matargerð.
Allt er þetta löngu liðið. En eftir
lifír síminn, rótgróinn og hvers-
dagslegur eins og hann hafí verið
hér frá upphafi vega.
Bæjarabrauð -
ný á markaðnum
BÆJARABRAUÐ heitir nýr
flokkur Samsölubrauða. Tvær
gerðir brauða í þessum flokki
eru komin á markað, Rúgkjarna-
brauð og Sólkjarnabrauð.
Bæjarbrauðin em súrdeigsbrauð,
unnin eftir margreyndum, þýskum
uppskriftum. Þau em treljarík og
næringarefnarík, en saðsöm og ein
sneið inniheldur 58 kcal.
Brauðin em seld niðursneydd í
umbúðum sem opna má og loka
eftir þörfum.
Von er á fleiri brauðtegundum í
þessum flokki.
Nýju brauðtegundirnar frá Sam-
sölunni, fleiri munu fylgja á
eftir.
Veiðiþáttur
Umsjón: Guðmundur Guðjónsson
• •
FIJOÐLEGAR TOLUR
UR MIÐFIRÐINUM
Það var altalað í hópi stang-
veiðimanna í fyrrasumar,
hversu góðar heimtur voru í
Miðfjarðará á merktum Iaxi og
þegar gögn voru skoðuð að
veiðivertíð lokinni, kom í ljós
að verulegur hluti aflans úr
Miðfjarðará síðasta sumar var
af eldisuppruna, árangur hinna
og þessara seiðasleppinga. Fjöl-
margir merktir laxar, en við
skulum líta aðeins á þetta nánar
og hafa til stuðnings stutta
skýrslu Tuma Tómassonar
fiskifræðings á verðskrá Veiði-
félags Miðfjarðarár.
Áður en farið er að velta tölum
til og frá skulum við riija upp
hvemig veiðin gekk í Miðfjarðará
á síðasta sumri, en þar var um
talsverðan veiðibata að ræða frá
árunum áður. Það veiddust 1050
laxar, þar af um 820 smálaxar
og var sú skipting í aflanum í
stíl við gang mála í flestum lax-
veiðiám landsins, þ.e.a.s. stórlax-
inn vantaði að verulegu leyti. Auk
þessa veiddu bændur 291 lax í
ádrátt um haustið og þegar litið
er á heildartölu veiddra laxa, 1050
plús 291, alls 1341, lítur dæmið
bara fjári vel út, því talsvert
mikill lax var talinn vera í ánni
er netaveiðum bænda iauk. En
það furðulega var, að um þriðj-
ungur þessara laxa reyndust vera
af eldisuppruna. Laxar í Miðfjarð-
ará í fyrra áttu þrenns konar
uppruna, það voru í fyrsta lagi
laxar sem komu undan náttúru-
legu klaki í ánni, þá laxar sem
áttu uppruna að leita til seiða-
sleppinga á ólaxgeng svæði á
vatnasvæðinu og loks laxar sem
skiluðu sér eftir að hafa verið
sleppt í ána sem gönguseiðum.
I smálaxaveiðinni á stöng voru
64 prósent úr fyrsta hópnum, 23
prósent voru úr öðrum hópnum
og 13 prósent úr þriðja hópnum.
Sömu tölur fyrir stórlaxana voru
55 prósent, 38 prósent og 7 pró-
sent. Þetta sýnir, að u.þ.b. þriðj-
ungur aflans er af eldisuppruna
eins og áður sagði, en mjög var
mismunandi hvar eldislaxamir
veiddust helst, minnst í Núpsá og
Vesturá, en mest í Austurá og
Miðfjarðará. í tveimur síðast
nefndu ánum var tæplega helm-
ingur stangarveiddra laxa af
uinræddum eldisuppruna. í Aust-
urá komu þeir fyrst og fremst úr
öðrum hópnum, en í MiðQarðará
úr þriðja hópnum sem um var
getið. I Núpsá voru eldislaxar í
verk hefur verið unnið við
Seltjörn á Reykjanesi en það
hófst sumarið 1982 og er enn
ekki lokið. Þar breyttu félags-
menn Stangveiðifélags Kefla-
víkur með aðstoð Jóns Krist-
jánssonar fiskifræðings fisk-
lausu litlu vatni í skemmtilegt
veiðivatn sem býður upp á
vænan urriða af eigi ómerkari
stofni en Laxár-Mývatnsstofni.
Jón fiskifræðingur rannsakaði
vatnið sumarið 1982 og fann þá
út að það myndi vera físklaust,
að öðru leyti en því að mikið
reyndist ver af homsflum, en
urrða þykja þau vera kostafæða.
Sama sumar settu félagar úr
SVFK 2500 urrðiðaseiði í vatnið
undir umsjá Jóns Kristjánssonar
og sumarið eftir var enn sleppt í
það seiðum. Sumarið 1984 var
engu sleppt í vatnið þar eð engin
stangarafla um 35 prósent, þar
af 30 prósent úr öðrum hópnum.
í Vesturá gætti eldislaxa minnst,
þar var aðeins tæplega 15 prósent
af stangaraflanum af þessum
uppruna.
í stangaraflanum veiddust 92
merktir laxar, 55 í Miðfjarðará,
þar af 7 fyrir neðan brú, 20 í
Vesturá, 8 í Austurá og 2 í
Núpsá, auk þess sem 7 veiddust
á ótilgreindum stöðum. í neta-
aflanum í september voru eigi
færri en 93 laxar af 291 merktum.
Fyrir neðan Miðfjarðarárbrú við
Staðarbakka veiddust 75 laxar,
af þeim vora 59 merktir. Ofan
brúar veiddust 56 laxar þar af
30 merktir. I Vesturá veiddust
67 laxar, en aðeins 4 merktir,
aðeins 1 lax af 12 í Núpsá og
aðeins 3 af 77 í Austurá.
Á seinni árum hefur það
færst mjög í vöxt, að veiði-
bændur sjái sjálfir um sölu á
varningi sinum, þ.e.a.s. veiði-
leyfum í laxveiðiár sinar. í
Grímsá, Laxá i Dölum, Álftá á
Mýrum og fleiri er selt með
þessum hætti, bændur annað
hvort selja sjálfir, eða fá ein-
hvern aðila til að sjá um söluna.
í raun ætti þessi tilhögun að
tryggja stangveiðimönnum
lægra verð, því álagning leigu-
taka er hér ekki fyrir hendi.
Allt tal um dýr og ódýr veiði-
leyfi og sanngjamt og ósann-
gjamt verð er hins vegar löngu
orðið afstætt og í raun era öll
seiði af sama stofni fengust þá
og svo rann upp síðasta sumar
og var ekki laust við tilhlökkun í
mönnum að sjá hvemig til hefði
tekist.
Fiskifræðingurinn gekk á und-
an og lagði net í vatnið, eða tjöm-
ina öllu heldur, alls 7 talsins og
lágu þau í tjöminni næturlangt.
Við vitjun rejmdust vera 67 urrið-
ar í þeim, spikfeitir 20—43 senti-
metra langir. Var svo ekkert gert
í málinu uns veiðidagur ij'ölskyld-
unnar rann upp 23. júní, en þá
íjölmenntu félagsmenn SVFK og
þeirra fólk í vatnið. 70 fískar
komu á land, 1—2,5 punda þungir
og var þá farið að selja veiðileyfi
í tjömina. Var veitt til 20. ágúst
og veiddust 400—450 fiskar af
fyrrgreindri stærð. Slepptu menn
þá 4000 seiðum í vatnið og nú
er bara að sjá hvemig gengur á
sumri komanda.
(Byggt á félagsbl. SVFK)
Ýmislegt fróðlegt má sjá í
þessum heimtum og tölum öllum,
en athyglisvert í meira lagi hve
mikið af merkta laxinum veiðist
í Miðfjarðaránni sjálfri, einkum
neðarlega í henni en það ýtir undir
hugmyndir margra um að eldislax
gangi bæði hægt og illa í þær ár
sem þeir eigi ekki raunveralegan
upprana í. Annað atriði náskylt
er sú staðreynd, að 24 merktir
laxar reyndust vera aðkomulaxar,
úr ræktunartilraunum í Hrúta-
fjarðará, Vesturdalsá í Vopna-
fírði, Flókadalsá í Skagafirði og
úr ísafjarðardjúpi.
Þá má við þetta bæta, að af
gönguseiðum sem sleppt var í
Miðfjarðará veiddust tveir merktir
laxar í Hrútafjarðará, einn í
Langadalsá við ísafjarðardjúp,
einn við Færeyjar og einn við
vesturströnd Grænlands.
veiðileyfi dýr, bara misjafnlega
dýr.
Nú hefur ein laxveiðiáin enn
bæst í þennan hægt og bítandi
stækkandi hóp. Er það Reykja-
dalsá í Borgarfirði, sem verið
hefur „á“ þeirra Keflvíkinga í
allmörg ár. Leigutímabil þeirra
rann út eftir sfðustu vertíð og var
áin boðin út. Keflvíkingar sendu
tilboð svo og einhveijir fleiri, en
bændur vora á því að reyna
umrædda tilhögun að þessu sinni
hvað svo sem síðar verður.
Sveinn Hannesson í Ásgarði í
Reykholtsdal er formaður veiðifé-
lags Reykjadalsár og hann mun
sjá um sölu veiðileyfa. Verðið er
í hóf stillt, enda hefur áin ekki
verið gjöful síðustu árin og má
heita að hún hafí náð botni í fyrra
er aðeins 40 laxar og nokkrir
silungar komu á land. Sumarið
áður vora laxamir þó um 70 tals-
ins og þótti slakt. Stakk þessi
aflatregða í fyrra nokkuð í stúf
við aðrar laxveiðiár á landinu, en
á móti má geta þess, að vatnsleys-
ið mikla kom afar illa niður á
Reylqadalsá þar eð vatnsmagn
árinnar var orðið hrikalega lítið á
þeim tíma sumarsins sem laxinn
fer vanalega að ganga í ána fyrir
alvöra, eða seinni hluta júlí. Eftir
veiðitíma sýndi sig hins vegar að
nokkuð hafði þá gengið í ána' af
laxi og veiði var jafnan góð við
Svarthöfða síðasta sumar. Það
hefði því e.t.v. veiðst mun betur
í Reykjadalsá ef sumarið hefði
verið votviðrasamara.
En hvað um það, verðinu er
stillt í hóf eins og að framan er
getið, dýrast er áin í september,
4.100 krónur fyrir stöngina á
dag, en áin hefur löngum reynst
drýgst á þessum tíma. í júní
kostar dagurinn þúsund krónur
og um miðjan júlí kostar veiðileyf-
ið 2000 krónur fyrir stöngina á
dag. Sem fyrr hafa veiðimenn
piýðilega aðstöðu í húsi við Kljá-
foss í Hvítá.
Afrek Keflvíkinga:
Hornsílaljörn breytt
í gjöfult veiðivatn
Ánægjulegt lítið veiðikrafta-
Reykjadalsá bætist
í hóp óútleigðra