Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 56
MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR B. OKTÓBER 1986
m
IÞINGHLÉI
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Frá dómkirkju til þinghúss
Síðasta þing líðandi kjörtímabils verður sett innan vörð. Áhorfendur fylgjast með. Fremst á myndinni
fárra daga. Nýtt þing verður kjörið að vori. Mynd- sést á bak styttu Jóns Sigurðssonar, forseta, sem
in sýnir þingmenn ganga frá dómkirkju til þinghúss svip setti á þingstörf meðan sjálfstæðisbarátta
við þingsetningu. Lögreglumenn standa heiðurs- þjóðarinnar var í mótun.
Islandssaga morgundagsins:
Hverþjóðsem-
ur eigin sögu
í túnfæti upplýsingaþjóðfélagsins
Líldegt er talið að íslendingum fjölgi um ná-
lægt tuttugu þúsund einstaklinga fram að
aldamótum.
Þetta er töluvert minni fjölgun en verið
hefur næstliðna áratugi. Fækkun fæðinga og
breytt aldursskipting í þjóðfélaginu valda þvi,
að hlutfall hinna eldri hækkar en hlutfall hinna
yngri lækkar í íbúatölu landsins. Samtímis má
gera ráð fyrir því að hlutur frumframleiðslu,
fiskveiða og landbúnaðar, í þjóðarbúskapnum
dragizt saman að tiltölu en hlutur þjónustu-
greina vaxi. í þinghléi í dag verður reynt að
horfa fram á veginn, þessi mál varðandi. Stuðst
verður við heimildarrit Magnúsar Ólafssonar,
hagfræðings, íslenzk sveitarfélög við aldar-
hvörf, sem dreift var á landsþingi Sambands
islenzkra sveitarfélaga fyrir skemmstu.
Mannfjöldaspá
in þjóð, Japanir,
státar af lengri
meðalævi en Is-
lendingar. Stór-
bætt aðbúð
hverskonar, svo
sem húsnæði,
mataræði og
vinnuaðstaða, sem og heilsugæzla
og heilsurækt, hafa hækkað með-
alaldur fólks hér á landi verulega,
frá því sem var fyrir hálfri öld
eða svo.
Hinsvegar hefur fæðingum
fækkað umtalsvert. Á árunum
1950-1960 fjölgaði íslendingum
að meðaltali um meira en 2% á
ári. Á næstu árum hrapaði „vöxt-
ur“ þjóðarinnar niður í 0,7%.
Stefnir í 0,5% um næstu aldamót,
samkvæmt mannijöldaspám.
í ritlingi Magnúsar Olafssonar
segir:
„Til að gera sér grein fyrir
þeirri grundvallarbreytingu, sem
er að gerast í aldursskiptingu
þjóðarinnar, er eftirminnilegt að
hafa eftirfarandi tölur í huga:
Árið 1960 var 35% þjóðarinnar á
aldrinum 0-14 ára, 1985 rúmlega
fjórðungur og um næstu aldamót
um 20%, samkvæmt spá. Auðvelt
er að ímynda sér þær gífurlegu
afleiðingar, sem þessi breyting
hefur á þjóðlífíð, uppeldis- og
skólakerfíð.
Á sama tíma hefur vitanlega
átt sér stað samsvarandi fjölgun
meðal eldri íslendinga, en hún
skiptist nokkuð jafnt milli þeirra
sem eru á vinnualdri ogþeirra sem
eru komnir yfír 65 ára aldurs-
mörkin. Það er ekki fyrr en upp
úr næstu aldamótum, sem fólki á
vinnualdri tekur að fækka og
veruleg §ölgun verður í elztu ald-
urshópunum".
í mannfjöldaspám, sem hér er
stuðst við, er gert ráð fyrir að
konur eigi tvö böm að meðaltali.
Heilbrigði og lífsmáti
Hver og einn einstaklingur hef-
ur með lífsmáta sfnum veruleg
áhrif á eigið heilsufar og lífslíkur.
Höfundur rits þess, sem hér er
stuðst við, segir:
„í Bandaríkjunum hefur t.d.
verið sýnt fram á, að um það bil
helmingur allra dauðsfalla af
völdum algengustu sjúkdóma þar-
lendis tengist greinilega á einn
eða annan hátt lífsvenjum fólks.“
Margra mál er að að heilbrigð-
isvandamál líðandi stundar og
næstu framtíðar „einkennist öðru
fremur af lífsstíl og umhverfís-
tengdum sjúkdómum".
Af þessum sökum, sem og hinu,
að sívaxandi kostnaður við heil-
brigðisþjónustu veldur landsfeðr-
um áhyggjum, má gera ráð fyrir,
að fjármagni verði í vaxandi
mæli beint til forvama.
Mataræði, hreyfing og hollar.
lífsvenjur skipta meginmáli. Sjúk-
dómar samtímans tengjast fremur
velferð en skorti, a.m.k. á Vestur-
löndum.
Forvamir byggjast ekki sízt á
því að fræða fólk, almennt, um
gildi hollra lífshátta. Fleira kemur
þó til: barnaeftirlit, mæðravemd,
bólusetning gegn smitsjúkdóm-
um, umferðarlöggjöf, öryggi á
vinnustöðum til sjós og lands og
sitt hvað fleira.
Á þessu sviði gegnir upplýs-
ingaskylda flölmiðla stóru hlut-
verki, ekki sízt sjónvarps.
Samtímis því sem forvamir eru
styrktar verður að sjálfsögðu að
halda í horfínu með hefðbundna
heilbrigðisþjónustu. Hér á landi
eru 230 læknar á hverja hundrað
þúsund íbúa, sem er hæsta lækna-
hlutfall í heiminum (213 í Svíþjóð,
219 í Bandaríkjunum, 154 í Bret-
landi, 128 í Japan). Blikur eru
hinsvegar á lofti varðandi aðrar
heilbrigðisstéttir. Hjúkrunarfræð-
inga vantar á flestar heilbrigðis-
stofnanir landsins.
Fyrirsjáanleg fjölgun aldraðra
í samfélaginu gerir og kröfur um
óhjákvæmileg viðbrögð, um
heimaþjónustu, heimahjúkrun,
skipulag tómstunda og stofnanir
(dvalarheimili og sjúkrahús fyrir
öldrunarsjúklinga). Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið, segir mál-
tækið.
Framvindan í
þjóðarbúskapnum
Við tölum gjaman um mikil-
vægi fræðslukerfís okkar, heil-
brigðiskerfís, hins almenna
tryggingakerfís, félagslegra
framkvæmda og félagslegrar
þjónusta hverskonar, að ógleymdu
mikilvægi almennrar kjarastöðu
fólks. Allt þetta — sem og flest
önnur samfélagsleg fyrirbæri —
sækja kostnaðarlega undirstöðu
sína til atvinnulífsins. Það sem
fyrst og fremst ræður ferð um
getu okkar og stöðu, sem þjóðar
og einstaklinga, að þessu leyti,
er einkum tvennt. í fyrsta lagi
þau verðmæti, sem til verða hjá
atvinnuvegum landsmanna á
hverri tíð. í annan stað viðskipta-
kjör okkar út á við, kaupmáttur
útflutningstekna okkar gagnvart
innfluttum nauðsynjum.
Ef við ætlum að gera hvoru
tveggja: að tiyggja fulla atvinnu
til frambúðar og sambærileg al-
menn lífskjör við það sem bezt
þekkist annars staðar, verðum við
að halda í við aðrar þjóðir um
menntun, þekkingu og tæknivæð-
ingu á hraðferð þjóða inn í framtíð
vaxandi samkeppni.
Styrkja þarf stöðu hefðbund-
inna atvinnuvega, landbúnaðar og
sjávarútvegs, með arðsemi að leið-
arljósi. Stofnstærð nytjafíska og
sölumörk búvöru þrengja þó um-
fang þessara greina. Og vaxandi
tækni veldur því, að þær munu
auka afköst með fækkandi starfs-
fólki. Störf fyrir þúsundir, sem
bætast við á íslenzkan vinnumark-
að næstu árin, verða að stærstum
hluta að koma frá öðrum greinum,
einkum þjónustugreinum, en jafn-
framt nýiðnaði og stóriðju. Fleira
kemur til: ferðaútvegur, fískrækt,
ylrækt og skógrækt, svo eitthvað
sé nefnt. Við eigum að skjóta sem
flestum stoðum undir atvinnu- og
efnahagslíf okkar; ekki treysta
um of á eina eða fáeinar starfs-
greinar.
Upplýsingaþjóðfélagið
í dag búa rúm 90% þjóðarinnar
í þéttbýli. Þetta hlutfall var aðeins
20% um aldamótin. Mikil byggða-
röskun hefur fylgt svo stórtækri
byltingu í búsetu fólks í landinu.
Talið er að um 60% af útfluttri
vöru og þjónustu komi frá „lands-
byggð,“ svokallaðri, þéttbýli og
stijálbýli þar, en 40% frá „höfuð-
borgarsvæðinu". Þó gera megi ráð
fyrir áframhaldandi fólksstreymi
frá stijálbýli til þéttbýlis er hyggi-
legt, ef nýta á land og lög, gögn
og gæði, svo sem bezt verður á
kosið, að halda landinu öllu í
byggð, m.a. með sterkum byggða-
kjömum í öllum landshlutum.
Styrkjaþarf atvinnulí^í stijálbýli.
Framundan er mikið þjóðfé-
lagslegt breytingaskeið í kjölfar
tækni-, framleiðslu- og upplýs-
ingabyltingar. Við erum, hvort
sem okkur líkar betur eða ver, á
hraðferð úr þjónustuþjóðfélagi
yfír í upplýsingaþjóðfélag. Þessi
hraðferð krefst sneggri viðbragða
forráðamanna atvinnu-, við-
skipta- og þjóðlífs. Hraðari
ákvarðanataka krefst síðan meiri
og ítarlegri upplýsinga, hverskon-
ar. Það er megineinkenni upplýs-
ingaþjóðfélagsins.
Við semjum sjálf framtíð eigin
þjóðar, að diýgstum hluta. Til
þess leggur forsjónin okkur í
hendur það sem til þarf. Alþingi,
sem saman kemur eftir fáeina
daga, hefur verk að vinna við að
semja íslandssögu morgundags-
ins. En þjóðin er í ritstjórasæti
við þessa söguritun. Hún velur
höfunda mikilvægustu kapítul-
anna, meðal annars þingmenn, í
fijálsum, leynilegum kosningum.
Sjálf skrifar hún ýmsa lykilkafla,
svo sem þá er gerast á svokölluð-
um vinnumarkaði. Og sjálf sýpur
hún seyðið af niðurstöðunni, hver
sem hún verður.
Þórður Þórðar-
son - Minning
Fæddur 26. nóvember 1893
Dáinn 24. september 1986
Það er alltaf gott að vita til þess
að þreyttum gefíst værð, en
samt . . .
Líklega er það hvers og eins eig-
ingirni að ætlast til að tilveran sé
alitaf áfram eins og hún var. Við
höfum nú með aðeins hálfs árs
miUibili misst báða afana okkar.
Fýrst afa á Ás og nú afa í Barmó,
það er stór missir.
Afí í Barmó átti aðeins 2 mánuði
í að fylla 93 ár, og það er líklega
lengra tímabil og viðameira en fljót-
legt er að gera sér grein fyrir.
Afí, Þórður Þórðarson, hafði yndi
af lestri og las mikið meðan sjón
leyfði. Sérstaklega voru rímur hon-
um hugleiknar og kunni hann heilu
bálkana utanbókar, enda stálminn-
ugur.
Liðnar stundir með afa úti í skúr
rifjast upp, þar sem hann smíðaði
margt handa okkur krökkunum og
rétti okkur hjálparhönd við frum-
raunir okkar ásamt leiðbeiningum
sem síðar urðu gott veganesti. Afi
var nefnilega þúsundþjalasmiður í
orðsins fyllstu merkingu og það
segir meira en mörg orð. Nú er afí
horfínn á vit forfeðra sinna, en
yndislegar minningar lifa áfram.
Eftir stendur kjölfestan hans, hún
amma, sem aldrei haggaðist þó
hart væri í sjóinn. Hún stendur
þetta brot af sér, sem og fleiri, og
við biðjum góðan guð fyrir hana.
Hans Unnþór og Helena Mjöll
VJterkurog
k-7 hagkvæmur
auglýsingamióill!