Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 78
Jt
■>
Skútusigling við Bahamaeyjar
- ævintýri sem ekki gleymist
— eftir Krlstjönu
Bergsdóttur
Ýmsir möguleikar hafa opnast
nú á síðari árum fyrir íslenska
ferðamenn, sem kanna vilja ókunn-
ar slóðir. Skútusigling er einmitt
ein þeirra leiða, er notið hafa auk-
inna vinsælda undanfarið. Það er
þó ekki árennilegur ferðamáti fyrir
þá sem aldrei hafa siglt skútu, eða
átt slíkt fley til að sigla á. Þetta
er þó framkvæmanlegt, án sér-
fræðikunnáttu í siglingum eða
eignar á skútu, viljinn er allt sem
þarf.
Um síðustu áramót sannreyndum
við þetta, 6 manna hópur frá ís-
landi. Við leigðum okkur seglskútu
og skipstjóra á Florida og lögðum
upp í ánægjulega og ákaflega
reynsluríka siglingu um Bahama-
eyjasvæðið. Skipstjórinn okkar var
Sigurður E. Sigurðsson, sem verið
hefur búsettur í Fort Lauderdale á
Florida í fjölda ára. Einnig bættist
óvænt í hópinn þaulreyndur háseti,
Ólafur nokkur Sigurðsson, bróðir
Sigurðar. Þriðji bróðirinn, Kristinn
Sigurðsson, kom svo með í 6 manna
hópnum frá íslandi. Hér eftir í þess-
ari ferðasögu köllum við þá bræður
Sigga, Óla og Kidda. Þijár stelpur
voru með í hópnum, Sigrún, Kathy
og Kristjana, og svo annað bræðra-
sett, þeir Atli og Gyifí. Þau 5
síðasttöldu voru öll algjörir nýgræð-
ingar í siglingum. Bræðumir Siggi,
Óli og Kiddi hinsvegar allir þaulvan-
ir siglarar, og þóttumst við því vel
sett.
Fyrir þau okkar, sem aldrei höfð-
um siglt á seglskútu fyrr, var þetta
óborganlegt tækifæri til að nema
listina. Við fengum námskeið í sigl-
ingum auk þess sem mikil skemmt-
un fyigdi með í kaupunum. Það var
bara hoppað um borð og samstund-
is lagt af stað. Þetta var hægt
vegna mikillar reynslu Sigga af
siglingum, auk þess sem hann þekk-
ir hafsvæðið við Bahamaeyjar eins
og lófann á sér. Siggi gjörþekkir
allar siglingaleiðir þama og stað-
hætti. Fegurð þessa svæðis er að
hálfú falin neðansjávar, en þann
hluta er nauðsynlegt að skoða. Til
þess að það væri mögulegt höfðum
við allan nauðsynlegan köfunarbún-
að meðferðis. Einnig var með um
borð gúmmíbátur með utanborðs-
mótor, svokallaður „dinghy". Allan
þennan útbúnað sá Siggi um að
útvega, eins og allt annað er þurfti
til ferðarinnar. Siggi útvegaði alla
matvöm og drykkjarföng er til
þurfti og útvegaði einnig af sinni
einstöku lipurð allt það er sérstakar
óskir bámst um, frá okkur land-
kröbbum.
Bahamaeyjar liggja 50 kflómetra
undan strönd Floridaskagans. Eyj-
amar liggja á 700 mílna löngu
kristaltæm hafsvæði, sem af nátt-
úmnnar hendi virðist hafa verið
sérhannað sem paradís siglara.
Eyjamar, sem flestar em óbyggð-
ar, mynda langa keðju af eyjum,
víkum og riQum. Eyjamar em lágar
og klettóttar, umkringdar kóralrifj-
um og sandbotni, en að þeim
flestum má fínna rennur, sem sigla
má eftir inní ægifögur bátalægi og
friðarhafnir.
Það er einmitt í hinum tæra sjó
sem sæfarandinn nýtur sín best,
blágrænn, heiðblár og flöskugrænn
hafflöturinn á víxl, er svo hreinn
og tær, að alltaf má sjá til botns
þegar siglt er á gmnninu umhverf-
is eyjamar. A eyjunum sjálfum er
svo að fínna stórkostlegar strandir
þaktar örfínum kóralsandi, oftast í
skjóli pálmatijáa og kletta. Á
slíkum ströndum er ýmislegt að
fínna úr heimi sjávarins, er skolast
hefur á land. Þar má fínna meðal
annars, risastóra kuðunga, sem ég
kann ekki að nefna. Slíkir kuðungar
em reyndar söluvara á eyjunum,
þá pússaðir og snyrtir, tilbúnir sem
minjagripir oní tösku ferðamanns-
ins. En persónulega fínnst mér
skemmtilegra að afla sjálf þeirra
muna, er varðveita eiga minninguna
um undraheima Bahamaeyja.
Columbus fann eyjamar árið
1492 og er saga þeirra samtvinnuð
sögu fmmbyggja Ameríku. Ný-
lendustefna Evrópuríkja hafði það
í för með sér að friðsamir eyja-
skeggjar, „Lucayar", sem lifðu á
fískveiðum og landbúnaði vom al-
gerlega þurrkaðir út. Spánveijar
fíuttu þá nauðuga til þrælkunar-
vinnu í námum sfnum og á plantekr-
um. Eyjamar lögðust síðan í eyði,
og urðu með tímanum bækistöðvar
sjóræningja er sátu fyrir flutninga-
skipum Spánveija. Þessi plága varð
svo fyrst upprætt af kapteini nokkr-
um að nafhi Roger, er seinna meir
varð fyrsti ríkisstjóri Bahamaeyja.
Þó héldu sjórán áfram um nokkurt
skeið sem aðalviðurværi manna á
nokkmm eyjanna. Enn þann dag í
dag bera sumar eyjamar og um-
hverfí þeirra nöfn frægra sjóræn-
ingja og minna okkur á tilvist þeirra
fyrr á öldum.
Bahamaeyjar vom bresk nýlenda
í 300 ár, en hlutu sjálfstæði árið
1973. Innfæddir em bæði svart og
hvítt fólk, sem flest býr í borgum
á stærstu eyjunum. Fáar smærri
eyjamar em byggðar, en mikið er
um það að erlendir auðkýfíngar
kaupi sér eyju til að byggja þar hús
og hafnir. A slíkum eyjum býr oft
fólk er annast eignir auðkýfínganna
og sinnir jafnframt einhverri þjón-
ustu við ferðamenn.
Loftslag eyjanna er helsta að-
Bimini, fyrsti áfangi ferðarinn-
ar.
dráttarafl þeirra, en þar er hitastig
mjög jafnt allan ársins hring. Með-
alhiti yfír árið í höfuðborginni
Nassau er til dæmis 25 stig. Hita-
munur á heitasta og kaldasta
mánuði er svo aðeins 4 gráður.
Tímabilið frá nóvember og út jan-
úar telst vetrartími. Að vetri til fer
veðurhæð sjaldnast yfír 4—5 vind-
stig og lítið er um regn. Stormar
em afar fátíðir að vetri til og vind-
ur er algengastur um 2—3 vindstig.
Sumar telst vera tíminn frá maí og
út ágúst, en þann tíma er vindur
að öllu jöfnu minni en að vetrinum,
en þó er oftast nær einhver gola.
í september og október er sá tími
er búast má við fellibyljum á þessu
svæði. Með þessum stormum er
mjög vel fylgst, og er flaggað á
eyjunum og auk þess sendar út-
varpstilkynningar um storma sem
em í aðsigi. Allir geta því leitað í
var, þar sem með góðum fyrirvara
má sjá þessa storma fyrir.
Besta leiðin til að kynnast Ba-
hamaeyjum er að ferðast þangað
sjóleiðina. Seglskútan er við siglp-
um á var af gerðinni Irwin, 42 fet
á lengd og hét Tranquilly. Hún
reyndist okkur viðvaningunum hinn
ágætasti farkostur, enda hönnuð til
skemmtisiglinga af þessu tagi.
Skútan ristir ekki dýpra en svo, áð
við gátum siglt upp að landi eigin-
lega hvar sem var. Þetta er einmitt
stór kostur þegar siglt er á milli
eyja til að skoða þær, því það verð-
ur svo auðvelt að stinga sér bara i
sjóinn og synda í land.
í ferð sem þessari er bókstaflega
allt hægt að gera, þar sem við réð-
um allri tilhögun sjálf. En þó er
gott að gera einhveija ferðaáætlun.
Á þessum 2 vikum er við höfðuip
til ferðarinnar, vom allir sammála
um að sigla sem mest. Þó þannig
að góður tími væri til að kanna sem
flestar af litlu óbyggðu eyjunum,
skoða Qölskrúðugt lífið neðansjávar
á gmnninu og að sjálfsögðu til að
liggja í sólbaði á ströndunum setji
em hver annarri fallegri. Það var
einnig ákveðið að koma við í höfuð-
borginni Nassau, á eynni New
Province, og kanna þar glæsilegt
næturlífíð ásamt því að skoða þessa
stærstu borg eyjanna. Áætlun sú
er við gerðum um ferðina í upp-
hafí, stóðst svo alveg þegar upp var
staðið
Við lögðum af stað frá Font
Lauderdale 2. janúar. Ifyrsti áfangi
ferðarinnar var sigling til eyjar að
nafni Bimini. Á þessari siglingu
vissum við að væri eini kafli ferðar-
innar, er gæti þýtt siglingu í
ókyrmm sjó. Þama upp með
Floridaskaganum er nefnilega
Alder Cay — ein af eyðieyjum Bahama.