Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 1 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ólafsfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Ólafsfirði. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 62437 og hjá afgreiðslu Mbl. í Reykjavík í síma 91-83033. J®nyj0MinlrlfofottS> Skrifstofa Norrænu ráðherranefnd- arinnar óskar eftir að ráða Aðstoðardeildar- stjóra (Seksjonssjef) Norræna ráðherranefndin er samvinnustofn- un ríkisstjórna Norðurlanda. Samvinnan snertir allflest svið samfélagsins. Skrifstofan annast undirbúning og útreikninga og sér jafnframt um að ákvörðunum nefndar- manna og annarra stofnana sem heyra undir ráðherranefndina sé hrint í framkvæmd. Staðan sem nú er auglýst er við fjárhags- og stjórnunardeild og mun viðkomandi koma til með að leysa deildarstjórann af þegar þörf krefur. Starfsmenn deildarinnar gera útreikninga og annast fjárhagsáætlanir fyrir skrifstofuna, ýmsar norrænar stofnanir og samnorræn verkefni. Þá hefur fjárhags- og stjórnunardeild einnig umsjón með skjala- og bókasafni skrifstof- unnar auk þess sem hún annast starfs- mannahald, innkaup, útgáfumál og fleira. Umsækjendur verða að hafa viðeigandi menntun og starfsreynslu. Krafist er reynslu af stjórnunarstörfum í einka- eða ríkisgeira. Reynsla af nútímalegu skrifstofuhaldi og skipulagningu þess kemur sér vel. Staða þessi krefst þess að viðkomandi sé samvinnuþýður og geti jafnframt starfað sjálfstætt. Einnig er krafist mjög góðrar dönsku-, norsku- eða sænskukunnáttu. Skrifstofan hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um stöðu þessa. Viðkomandi mun starfa í Kaupmannahöfn. Ráðningin er til fjögurra ára en til greina kemur að framlengja hana að þeim tíma liðn- um. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá núverandi starfi. Laun og starfsaðstaða eru góð og mun skrifstofan aðstoða við að út- vega húsnæði í Kaupmannahöfn. Umsóknarfrestur er til 27. október 1986. Nánari upplýsingar veita: Alf Nilsson, deildarstjóri eða Ragnar Kristof- fersen starfsmannastjóri í síma Kaupmanna- höfn (01) 11 47 11. Skriflegar umsóknir skal senda: Nordisk Ministerrád Generalsekretæren Store Strandstræde 18 DK-1255 Köbenhavn K Denmark. Framtíðarvinna Duglegt og samviskusamt starfsfólk óskast í pokadeild okkar. í boði er næg vinna, góð laun og góö vinnuaðstaða. Mötuneyti á staðnum. Þeir sem áhuga hafa á að vinna hjá traustu og sívaxandi fyrirtæki vinsamlega hafið sam- band við Braga Erlendsson milli kl. 13.00 og 16.00. Ptastprent hf Höfðabakka 9. Sími 685600. Álftanes Blaðbera vantar á Suðurnesið. Upplýsingar í síma 51880. fHwgtmftlfifett RAÐNINGARSTOFA REYKJAVÍKURBORGAR Atvinnurekandi Hefur þú störf fyrir fatlaða? Erum í leit að ýmis konar störfum, þ.á m. skrifstofustörfum og léttum iðnaðarstörfum. Hálfan eða allan daginn, fyrir fólk með hinar ýmsu tegundir fötlunar. Vinsamlegast hafið samband við Ástu B. Schram, deildarstjóra, eða Elísabetu Guttormsdóttur, félagsráð- gjafa, á Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, s. 18000. 'Æku RIKISSPÍTALAR Æfii lausar stoður BARNAHEIMILI Fóstrur og starfsmenn óskast til starfa á dagheimilið Sólhlíð, Kleppi, m.a. í hálft starf e.h. og á kvöldvaktir kl. 15.30-19.30. Upplýsingar veitir forstöðumaður, sími 38160. Fóstrur og starfsmenn óskast til starfa á dagheimilið Stubbasel í Kópavogi. Upplýsingar veitir forstöðumaður, sími 44024. Reykjavík, 5. okt. 1986. JL húsið auglýsir í eftirtalin störf: 1. Símavarsla o.fl. 2. Stúlkur í matvörumarkað. Umsóknareyðublöð hjá deildarstjóra. Jli Jón Loftsson hf. /A A A A A A k i 1. J ! _J> 11111 J J 121 Verkfræðingur Hjá eirium viðskiptavini okkar er laust starf fyrir verkfræðing með vatnafræði sem sér- svið. Fyrirtækið er umsvifamikið á sviði verklegra framkvæmda og vel staðsett í Reykjavík. Starfið felst einkum í ráðgjöf og hönnun á ýmsum mannvirkjum sem tengjast rennsli og ágangi vatns. Viðkomandi verður gefinn kostur á upprifjun og frekara námi fyrir og í starfi. Ætlast er til að viðkomandi sýni sjálfstæði og frumkvæði á sínu sviði, í umhverfi þar sem margir tæknimenn vinna saman. Skriflegar umsóknir sendist Magnúsi Haraldssyni, fyrir 12. október nk. RÁÐGARÐUR STIC^RNUNAR (XRF.KSTRARRÁIX',|ÖF NÓAT ÚNI I 7, 105RHYKJAVÍK. SÍMI (91)686688 Deildarstjóri Óskum að ráða deildarstjóra til starfa hjá stóru deildaskiptu innflutnings- og þjónustu- fyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Sölustjórnun, markaðssetning, uppbygging og viðhald erlendra og innlendra viðskiptasambanda, áætlanagerð, auglýs- inga- og kynningamál. Við ieitum að manni með viðskipta-A/erslun- armenntun og/eða reynslu af sölu- og markaðsmálum. Nauðsynlegt að viðkomandi geti stjórnað og skipulagt störf þeirra starfs- manna sem undir hann heyra. í boði er: Áhugavert vellaunað stjórnunar- starf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Starfsþjálfun erlendis. Viðkomandi getur haf- ið störf fljótlega eða eftir nánara samkomu- lagi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Skriflegar umsóknir sendist Ráðningarþjón- ustu Hagvangs hf. merktar: „Deildarstjóri hjá traustu fyrirtæki" fyrir 15. okt. Hagvangurhf RÁÐNINCARPJÓNUSTA GRENSÁSVEGI 13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666 Hveitimyllan hf. óskar að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: Verksmiðjustjóra Verksmiðjustjóra er ætlað að skipuleggja og stjórna framleiðslu á hveiti í verksmiðjunni, annast viðhald og eftirlit með tækjum og búnaði og sjá um verkstjórn. Hann ber ábyrgð á nýtingu hráefna og ber að stuðla að hámarksnýtingu framleiðslu- tækja verksmiðjunnar. Leitað er að vélvirkja, vélstjóra eða manni með sambærilega starfsreynslu. Reynsla í meðferð véla og tölvubúnaðar er æskileg og þekking á ensku eða einu Norðurlandamáli er nauðsynleg. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að fara utan til þjálfunar í nokkurn tíma. Bakara Starf bakara felst einkum í rekstri tilrauna- og kennslubakarís þar sem framleiðsluvörur Hveitimyllunnar verða prófaðar. Einnig fer þar fram vinna við vöruþróun og vörukynn- ingar og boðið verður upp á ýmsar nýjungar í þjónustu til viðskiptavina. Almennt eftirlit með hráefnum fer einnig fram í bakaríinu. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að fara erlendis til þjálfunar í stuttan tíma. Sölustjóra Hlutverk sölustjóra er að vinna að markaðs- setningu á framleiðsluvörum Hveitimyllunnar hf. Ennfremur verður það sérstakt verkefni sölu- stjóra að annast nauðsynlegan undirbúning, s.s. hönnun umbúða, vörumerkis, skipu- leggja auglýsinga- og kynningarstarf og taka upp bein samskipti við væntanlega viðskipta- vini og skipuleggja þjónustu við þá. Leitað er að manni með reynslu af markaðs- málum, sem á gott með að umgangast fólk og er tilbúinn að vinna úti á markaðnum. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að fara utan til þjálfunar í stuttan tíma. Hveitimyllan hf. er nýtt fyrirtæki á Islandi, i eigu Finax Forsaljnings ab. i Svíþjóð, Valsemöllen as. i Danmörku og Fóðurblöndunar hf. Starfsemi þess verður öll í Sundahöfn í Reykjavík. Fyrirtækiö mun framleiða hveiti á neytendamarkaö og ennfremur fyrir stórnotendur. Áhersla veröur lögð á góöa og örugga þjónustu viö viöskiptavini. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist Hveitimyllunni hf., Pósthólf 4114, 124 Reykjavík, fyrir 15. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.