Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
79
Sigrún Ólafs í fyrstu seglbátaferð sinni.
nokkuð þungur straumur, en hann
ber nafn er lætur kunnuglega í
eyrum, sjálfur Golfstraumurinn. En
við vorum heppin, sjórinn var svo
að segja lygn alla leið, voru því sjó-
veikiplástrar rifnir af og þurfti
þeirra ekki frekar við, það sem eft-
ir var ferðarinnar.
Mikil umferð skipa er þarna und-
an Floridaskaganum, og sum skipin
svo sannarlega engin smásmíði,
þannig að nauðsynlegt er að fylgj-
ast vel með allri þessari umferð.
Um leið og komið er á grunnsvæð-
ið umhverfis Bahamaeyjar, er svo
hægt að fara að anda rólegar. Mjög
góð sjókort má fá af Bahamaeyja-
svæðinu, og árlega er gefin út bók
með öllum hugsanlegum upplýsing-
um varðandi siglingaleiðir. Bók sú
er hér um ræðir heitir „The Yach-
tman’s guide to the Bahamas", og
er sem fyrr segir gefin út ný og
endurbætt árlega. Aðrar upplýsing-
ar um svæðið berast svo manna
milli, þegar komið er í hafnimar
eða akkerisplássin.
A Bimini fylltum við út þau skjöl
er þarf til að fá leyfi til siglinga á
erlendum bátum á Bahamaeyjum,
og fómm í tollskoðun. Þama rejmd-
ist gott að liðka fyrir gangi mála
með því að greiða hinum opinbem
starfsmönnum þjórfé. Á Bimini var
tekið til við að raða hópnum niður
á kojumar um borð í Tranquilly.
Þijú svefnrými vom í skútunni, það
stærsta og besta afturí, eitt frammí
og svo miðskips, en þar var borð-
stofa að degi til. Vegna nokkurs
þægindamunar milli svefnplás-
sanna var ákveðið að skiptast á um
þau á 4 daga fresti. Þetta fyrir-
komulag reyndist hið besta, og
sannaðist þama hið fomkveðna að
„þröngt mega sáttir sitja".
Frá Bimini var síðan siglt til
Honeymoon Harbour, þar sem við
hvíldumst yfír nótt. Daginn eftir
var svo synt í tæmm sjónum, flat-
magað á ströndinni og siglt á
seglbretti. Um kvöldið, sem og oft-
ar seinna meir í ferðinni, fómm við
á gúmmíbátnum til nálægra eyja í
skoðunar- og rommkaupaferð.
Gúmmíbáturinn var mikið notað-
ur í snatt milli eyja, þegar legið var
í akkerisplássum og einnig í krabba-
ferðir. Það skal þó tekið fram, að
enginn veiddist krabbinn í ferðinni.
Þó var í hópnum mikill krabbaveiði-
maður, þar sem Óli var, og hann
var einnig vopnaður hinu merkileg-
asta vopni og veiðarfæri, svokölluðu
„hawaian sling". Þetta merkilega
vopn er nokkurskonar teygjubyssa,
6em notuð er til að skjóta skutli
heðansjávar. Okkar óheppni var
bara sú að hitta ekki á nein auðug
krabbamið í þessari ferð.
Atli sýndi aftur á móti frábær
tilþrif, er hann veiddi 15 punda
barracuda-físk á handfæri. Við vor-
um á siglingu, og lét Atli færið
liggja úti, svona af gömlum vana,
og allt í einu var kvikindið komið á.
Rommkaupaferðimar urðu strax
vinsælar, og að því er okkur fannst,
einhvemveginn tilheyrandi á þess-
um fomu sjóræningjaslóðum. Þá
var farið í nærliggjandi bátahöfn
að kvöldi til, í þeim tilgangi að
höndla romm hjá eyjaskeggjum.
Ein vinsæl dægradvöl þama er
svo að ráðast til uppgöngu í báta
sem hafa strandað á grunninu við
eyjamar. Þessar heimsóknir em
kallaðar strandpartý, og er stjómað
af innrásarliðinu. Þá er þeim er
strandað hafa veitt hjálp við að
losna, og komast aftur á flot ef
mögulegt er, annars er bara beðið
eftir næsta flóði og lífinu tekið með
ró á meðan. Við urðum aldrei fyrir
slíkri innrás, þar sem skútuna okk-
ar tók aldrei niðri. Það má þakka
Sigga skipstjóra og bræðmm hans
tveimur, er greinilega þekktu alla
staðhætti þama af fyrri reynslu.
Næsti áfangastaður okkar var
Berry Islands, þar köstuðum við
akkerum í höfn að nafni Alder
Harbour. Innsiglingin þama var
alveg sérstaklega fögur, og legið
var við akkerin í lítilli vík sem þama
var. Á meðan við dvöldum þama,
sigldu inn nokkuð margar skútur,
fæstar þeirra köstuðu akkemm,
enda margir sem aðeins sigla þama
um og skoða með því að bíða eftir
flóði til að komast sem næst landi.
Þama dóluðum við svo meira um á
Tranquilly, fengum góðan vind, og
lærðum hjá kunnáttumönnunum að
stýra og haga seglum. Við skipt-
umst á um að stýra og standa
vaktir við stýrið. í höfn að nafni
Chub Cay áttum við svo eftir að
dveljast í 3 daga þar sem það
hvessti nokkuð, en á þessum
árstíma getur komið fyrir að hvass-
ir vindar biási og sjór taki að ýfast.
Að þessum 3 dögum liðnum héldum
við svo af stað til Nassau. Ferðin
þangað gekk mjög vel, þrátt fyrir
að við fengjum mótvind, enda kom
hjálparvélin í Tranquilly þá að góð-
um notum.
Nassau, höfuðborg Bahamaeyja,
sem staðsett er á eynni New Provid-
ence, er miðdepill alls athafnalffs
eyjanna. Þar búa yfir 100.000
manns á einni af smærri eyjum í
byggð. Mikil umferð skipa er til
Nassau, og þar má sjá allar stærð-
ir og gerðir báta og skipa, er koma
þangað með ferðalanga í leit að
sól, sandi, sjó og skemmtun.
Við lögðumst að í smábátahöfn
á Paradise Island, er neftiist Hum>.
ane Hole Marina. Þessi litla
paradísareyja tengist svo New
Providence með gríðarmikilli brú. Á
paradísareynni hefur verið útbúin
sannkölluð paradís ferðamanna,
með spilavítum, hótelum í lúxus-
klassa, miklum baðströndum og
afar fallegu umhverfi.
Við dvöldum í 3 dásamlega daga
í Nassau. Mikið var dvalið í spilavít-
unum, og ekki voru allir jafn
ráðdeildarsamir með fé sitt þar. En
ekki kom þó til þess að neinn þyrfti
að leysa úr skuldafangelsi, þegar
haldið var af stað frá Nassau.
Nú var heimferðin hafin og siglt
var yfir grunnið til Cat Cay. Þessi
leið er alveg einstaklega skemmti-
leg, botninn sést alla leiðina, og
sjórinn er þama alveg hreint ótrú-
lega tær. Þama tókum við myndir
af skútunni á siglingu á myndband
er var með í ferðinni. Tíminn var
einnig notaður til að synda allt í
kringum skútuna, liggja í sólbaði á
dekkinu og æfðar vom dýfingar af
einstakri list. Við vomm misjafn-
lega dugleg við að nota köfunarbún-
aðinn. Hann skiptist f tvær
mismunandi gerðir eftir brúkunar-
gildi, annarsvegar til að svamla
rétt undir yfirborði sjávar án nokk-
urra kúta, og svo útbúnað er nota
mátti til að kafa dýpra með því að
vera með loftkút á bakinu. Einhver
séríslensk hákarlahræðsla var nú f
okkur til að byija með, en Siggi
sannfærði okkur fljótlega um að
ekkert væri að óttast.
Matmálstímar vom oftast með
þeim hætti að við grilluðum matinn
á grilli, sem var innbyggt í dekkið
aftast í skútunni. Einnig var oft
farið í land á eyðieyjunum og kveikt
þar bál til að elda við. Að sjálf-
sögðu var svo annað slagið eldað á
hefðbundinn máta, á gaseldavélinni
sem var um borð í Tranquilly. Við
lifðum á nautakjöti og grænmeti
að mestu alla ferðina, humar og
kjúklingar vom svo matreiddir til
tilbreytingar annað slagið.
Allur kostur var tekinn um borð
strax f upphafi, í Fort Lauderdale,
en vegna þess hve verðlag á mat-
vöm er hátt á Bahamaeyjum, var
þessi háttur hafður á. Sérstaklega
er vatnið dýrt á eyjunum, þar sem
það er af skomum skammti þar.
Geymslur fyrir matinn um borð
dugðu okkur svo alla ferðina, svo
ekki var þörf á meiru. Við töldum
okkur sleppa mjög vel með 600 til
700 dollara í allan kostnað við ferð-
ina, þ.e. í mat og svo allan kostnað
er fylgdi skútunni.
Hér ætla ég að láta staðar num-
ið í þessari ferðalýsingu af ógley-
manlegri siglingu um Bahamaeyjar.
Það er skoðun mín að æ fleiri muni
velja að ferðast á þennan máta,
frekar en að fara í hinar hefð-
bundnu sólarlandaferðir. Óhætt er
að velja hvaða árstímá sem er til
ferðar um Bahamaeyjar. Alltaf er
veðrið jafn dásamlegt og aldrei of
heitt. Það er þó svo að Bandaríkja-
menn sækja helst þangað að vetri
til, á flótta undan vetrarkuldunum
í nyrstu fylkjunum. Á þeim tíma
er verðlag á Bahamaeyjum ívið
hærra en annars, og auðvitað margt
um manninn. Leið sú er við fórum
er ekki mjög löng þegar ljtið er á
víðfeðmi þessa svæðis. Á lengri
tíma má auðvitað komast víðar, en
þessu stjómar hver og einn og
skipuleggur eftir eigin höfði.
Eitt er þó víst, svona ferð verður
hveijum sem fer ógleymanleg, og
hver og einn stjómar sinni ferð með
það eitt að leiðarljósi, að njóta alls
þess er Bahamaeyjar bjóða uppá
sem allra best.
Höfundur er kennari og býr á
Seyðisfirði.
í vetrarskoðun MAZDA eru eftir-
farandi atriði framkvæmd:
O
o
0
o
o
o
o
o
o
€)
0
0
0
0
0
0
Skipt um kerti og platínur.
Kveikja tímastillt.
Blöndungur stilltur.
Ventlar stilltir
Vél stillt með nákvæmum stillitækjum.
Vól gufuþvegin.
Skipt um bensínsíu.
Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla athuguð.
Kannaður bensín, vatns- eða olíuleki.
Loftsía athuguð og hreinsuð, endumýjuð ef með barf.
Viftureim athuguð og stillt. i
Slag í kúplingu og bremsupetala athugað.
Frostþol mælt.
í Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á.
Þurrkublöð athuguð.
Silikon sett á þéttikanta hurða og far- angursgeymsiu.
I Ljós stillt.
I Hurðalamir stilltar.
| Þrýstingur í hjólbörðum athugaður.
Verð með söluskatti: Kr. 3.670
Innifalið í verði: Platínur,
kerti, ventlalokspcikkning,
bensínsía, frostvari á rúðu-
sprautu og þar að auki: ný
rúðuskafa í hanskahóifið!
Pantið í tíma í símum 681265
eða 681299.
BILABORG HF
Smiöshöfða 23sími 6812 99
ÞJÓNUSTA
Blaóió sem þú vaknar við!