Morgunblaðið - 05.10.1986, Blaðsíða 72
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Níu ára krakkar úr Langholtsskóla í badmintonkennslu:
Áhersla lögð á
u nd i rstöðuat r iði n
„Svo átt þú að horfa á bottann, rátta vel úr hendinni og nota úlnllð-
inn þegar þú slaerð." Jóhann Kjartansson leiðbainir Bimi Hrafnkels-
syni.
MorgunblaSIS/VIP
Tæknin nfð, stigið fram f vinstri fðt og spaðinn reiddur til höggs. Jón
Þórarinn sposkur á svip og fólagi hans, Fjalar, bendir á boftann sem
nálgast og er ekki árennilegur ásýndum.
Borðaði
morgunmat
tvisvar sama
morguninn
BALDUR Sveinn Helgason er einn
þeirra Langholtsskólakrakka sem
fá kennslu hjá TBR en hann er
nú samt ekki alger nýgræðingur
f íþróttinni. „Mamma og pabbi
voru með badmintontfma sein-
asta vetur og þá fór óg með þeim
og pabbi kenndi mór mikið. Þau
eru lika með tíma f vetur og óg
fer alltaf með þeim þannig að ég
spila tvisvar í viku,“ sagði hann.
Baldur sagðist hafa lagt aðrar
íþróttagreinar á hilluna og ætlar
að einbeita sér að badminton,
„það er svo frábært þegar maður
er í stuði og hittir boltann," bætti
hann við til skýringar. Erfiöast
fannst Baldri að hita upp fyrir æf-
ingar því hann væri stirður eftir
svefninn. Hann sagðist einu sinni
næstum því hafa sofið yfir sig. „Ég
vakna sko alltaf klukkan 6 og fæ
mér morgunmat og halla mér svo
1 aftur. Einu sinni gleymdi ég að ég
hafði borðað morgunmat og fékk
j mér hann aftur og þá var ég nú
Ísoldið þungur á æfingunni."
Metið hans Baldurs í að hafda
boltanum á lofti er 28 skipti „en
þá sló ég boltann eiginlega alveg
uppí þak og hafði betri tíma til að
miða," sagði hann til skýringar.
Baldur Ingi Ólafsson:
Ekki
felldur í
badminton
„MÉR finnst skemmtilegra f bad-
minton en fótbolta því að fót-
boltinn er eitthvað svona, óg
meina, maður meiðir sig meira
og er frekar feildur í fótbolta en
f badminton," sagði Baldur Ingi
Ólafsson ánægður eftir slysa-
lausa æfingu hjá TBR.
Þetta var 3. eða 4. badmin-
tontíminn hans Baldurs og samt
fannst honum að hann hefði lært
heilmikið, sérstaklega um gripin
og háu slögin. Það sem honum
þótti aftur á móti erfiðast að eiga
við var að halda boltanum á ? lofti
og eins gátu lágu boltarnir frá
keppinautunum verið erfiðir viður-
eignar. „Ég hef getað haldið
boltanum uppi tuttugu sinnum,"
bætti hann við til að tryggja að
lesendur færu nú ekki að halda að
hann væri einhver aukvisi í íþrótt-
inni.
Um tildrög þess að hann fór að
æfa badminton sagði Baldur:
„Kennarinn okkar bað okkur að
koma með sér niður í TBR og þeg-
ar við vorum komin þangað
fengum við að vita að við fengjum
tíma fram að jólum og svo gáfu
þeir okkur spaða." Baldur sagðist
ákveðinn að halda áfram eftir jól
því það væri svo gaman að spila
badminton og eiga nýjan spaða.
BADMINTON er íþrótt sem á
sífellt auknum vinsældum að
fagna hór á landi. Ungiingasíðuna
langaði að forvitnast um ungl-
ingastarf þeirra. Þar var ekki
komið að tómum kofanum því þá
voru á æfingu sprækir strákar úr
9 ára bekk f Langholtsskóla.
Að sögn Jóhanns Kjartanssonar
þjálfara er það orðin árviss regla
að 9 ára árgangi Langholtsskóla
er boðinn ókeypis tími og kennsla
fram að jólum ár hvert auk þess
sem félagið gefur þeim spaða. Eft-
ir áramót er krökkunum síðan gefin
kostur á að halda áfram að æfa
og hefur það verið tekið fegins
hendi. Með því að fá krakka úr
Langholtsskóla eru meiri líkur á
að þau haldi badmintoniðkun
áfram því stutt er á æfingar og
krakkarnir þekkjast innbyrðis.
Aðaláhersla á undir-
stöðuatriðin
Jóhann sagði að það væri mjög
mikilvægt að krakkarnir fengju
strax frá byrjun góða kennslu í
undirstöðuatriðunum því í badmin-
ton skipti tæknin mjög miklu máli.
„Markmiðið er að krakkarnir fái til-
finningu fyrir spaðanum og kúl-
unni. Það er algengt að þessir
krakkar láti kúluna detta of nálægt
sér í byrjun því þau hafa ekki feng-
ið tilfinningu fyrir lengd spaðans,"
bætti hann við.
Annað unglingastarf
En annað unglingastarf félags-
ins er einnig blómlegt. Tveir
almennir barna- og unglingaflokk-
ar eru starfræktir, annar fyrir
byrjendur en hinn fyrir lengra
komna. Þetta annar þó ekki eftir-
spurninni en með tilkomu nýs
íþróttahúss sem er í byggingu auk-
ast möguleikarnir ennfrekar.
Skemmti-
legra að nota
fæturna
FJALAR Þorgeirsson er þriðji f
röð systkina sinna sem fær bad-
mintonkennslu hjá TBR og sagði
hann aö sór þætti badminton
mjög skemmtilegt og þá sórstak-
lega tvfliðaleikur. „Það er ein-
hvern veginn skemmtilegra að
vera tveir á móti tveimur en einn
á móti einum," sagði hann.
Þrátt fyrir að vera ánægður með
að fá tækifæri til að munda bad-
mintonspaðann sagðist Fjalar þó
hafa meiri áhuga á fótbolta því
honum þætti skemmtilegra að
nota fæturna en hendurnar.