Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 4
4 '5 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986 * € C ( Myndirnar sýna hvernig tunglið hylur sólina smám saman uns hámarki er náð og sólröndin kemur aftur í ljós. Fyrsta myndin er tekin kl. 18:00, rúmri klukkustund fyrir hámyrkvann. Hámark myrkv- ans stóð yfir í fimm sekúndur „Mikill léttir að útreikningarnir stóðust“ - sagði Þorsteinn Sæ- mundsson stj örnufræðingur Morgunblaðið/RAX „VIÐ vorum nákvæmlega á réttum stað og réttum tima ,“ sagði Þor- steinn Sæmundsson stjörnufræðing- ur sem ásamt bandarískum vísindamönnum flaug i þotu inn á braut sólmyrkvans suðvestur af ís- landi á föstudag. Um borð í flugvél- inni voru 4 Bandaríkjamenn og 5 íslendingar og telur Þorsteinn að þeir hafi verið þeir einu i heiminum sem sáu þennan myrkva fullkomn- lega. „Það var mér mikill léttir að útreikn- ingarnir stóðust, 5 kílómetra skekkja til eða frá og við hefðum ekki séð svona fallegan sólmyrkva," sagði Þorsteinn. Hann sagði að útreikningar hans á braut myrkvans hefðu tekið meira en viku því að þessi myrkvi hefði verið mjög sér- stæður og meiri nákvæmni þurft við Kortið sínir miðlínu braut- ar sólmyrk- vans föstu- daginn 3. okt., við sjávarmál og í 40.000 feta hæð, og ertíminn skráðurfram með brautun- um. Almyrkvi við sjávarmál var frá 19:04 til 19:08 og í 40.000 feta hæðfrá 18:59 tíl 19:13. Leiðangursmenn fagna að loknum mælingum og myndatökum. Frá vinstri John Goodman, Mary Good- man, John Beattíe, Glenn Schneider og Þorsteinn Sæmundsson. reikningana heldur en venjulega. Þeir útreikningar sem gerðir voru erlendis reyndust ónákvæmir. Flogið var eftir brautinn sem myrk- vinn fylgdi, í 40 þúsund feta hæð (eða 12,2 km) á 550 km hraða en myrkvinn var á 3300 km hraða og elti flugvélina uppi. Hámark myrkvans stóð yfir í 5 sek. Myrkvinn var á mörkum þess að vera almyrkvi og hringmyrkvi þ.e.a.s. sólin myrkvaðist alveg, nema hvað fáein- ir geislar náðu að skína milli fjalla við darönd tunglsins. Greinilega mátti sjá eldrautt lithvolf sólar við tunglröndina og einnig sást kóróna sólar mjög vel. Þórír Baíd- vinsson arki- tektlátinn ÞÓRIR Baldvinsson arkitekt, fyrrverandi f orstöðumaður Teiknistofu landbúnaðarins, Iést á sjúkrahúsi í Reykjavík aðfarar- nótt laugardags, 84 ára að aldri. Þórir fæddist á Granastöðum í Köldukinn 20. nóvember 1901. For- eldrar hans voru Baldvin Baldvins- son bóndi og oddviti á Ófeigsstöðum og Kristín Jónsdóttir kona hans. Þórir stundaði nám hér heima og í Bandaríkjunum og varð arkitekt frá háskóla í San Francisco árið 1926. Að loknu námi starfaði hann um tíma á teiknistofu í San Francisco. Árið 1930 tók hann til starfa á Teiknistofu landbúnaðaríns í Reykjavík og starfaði þar í tæpa fjóra áratugi, eða til ársins 1969 er hann lét af störfum vegna ald- urs. Hann var forstöðumaður teiknistofnunnar frá 1937. Þórir teiknaði mörg hús í bæjum og sveit- um um land allt, meðal annars Alþýðuhús Reykjavíkur við Hverfis- Þórir Baldvinsson. götu, gamla Mjólkursamsöluhúsið við Laugaveg og eldra verslunarhús Kaupfélags Ámesinga á Selfossi. Hann skrifaði smásögur og ljóð í tímarit og blöð undir dulnefninu Kolbeinn frá Strönd. Hann skrifaði einnig um byggingamál og var um tíma ritstjóri tímaritsins Dvöl. Eftirlifandi eiginkona Þóris Bald- vinssonar er Borghildur Jónsdóttir. Söluherferð fyrír lýsispillum: Stórfelld lyftistöng fyrir seljendur sjávarafurða Washington, frá Jóni Ásgeiri Sigxirdssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „SÖLUHERFERÐ sú, sem nú er stöng fyrir seljendur sjávaraf- tækisins, sem á Long John að hefjast fyrir lýsispillum í urða,“ sagði Warren Rosenthal, Silver-matsölustaðina í Banda- Bandaríkjunum er stórfelld lyfti- stjórnarformaður Jerrito-fyrir- ríkjunum, á ráðstefnu íslensk- ------------—-------------—---------- ameríska verslunarráðsins i Krístín S. Kvaran: Vil samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn á þingi KRISTÍN S. Kvaran alþingismað- ur mun óska eftir samstarfi við þingflokk Sjálfstæðisflokksins á komandi þingi í framhaldi af umsókn hennar í Sjálfstæðis- félag Garðabæjar. Kristín var kosin á þing fyrir Bandalag jafn- aðarmanna í Reykjavík i síðustu kosningum, en hefur ekki starf- að með þingflokknum í tæpt ár. „Ég veit að í starfsreglum þing- flokks Sjálfstæðisflokksins er ekki gert ráð fyrir að þar sitji aðrir en þeir sem kosnir eru á þing fyrir flokkinn. Ég hef því ekki óskað eftir inngöngu í þingflokkinn," sagði Kristín í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Hins vegar veit ég að hægt er að eiga ágætis sam- vinnu við þingmenn flokksins og mun óska eftir sem mestu og bestu samstarfi við þá. Það er sfðan þing- flokksins að ákveða formið á því,“ sagði Kristín einnig. Washington í fyrradag. Um þessar mundir eru stórfyrir- tæki í lyfjaiðnaði að he§a áróðurs- herferð fyrir lýsispillum og er sérstaklega haldið á loft omega-3- efninu í lýsi en það er talið draga úr hættu á hjartasjúkdómum. Long John Silver fær mestan fisk frá íslandi, „gæðafisk, sem aðrir reyna að líkja eftir, og jöfn gæði, sem eiga engann sinn líka,“ að sögn Warren Rosenthal, framkvæmda- stjóra. Hann gat þess, að nú væri búið að ákveða að verja 165 milljón- um dollara í að endumýja eldhús veitingahúsakeðjunnar til að hægt verði að selja soðinn fisk hjá öllum veitingahúsum Long John Silver árið 1991. Ástæðan er minni áhugi al- mennings á olíusteiktum réttum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.