Morgunblaðið - 16.10.1986, Side 1

Morgunblaðið - 16.10.1986, Side 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 234. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986 Prentamiðja Morgunblaðsins Spánn: Steypi- regná sólar- ströndum Motril, Spáni. AP. STEYPIREGN aíðustu daga olU í gær flóðum á sólarstrðnd Spán- ar. Belgískur maður drukknaði er flóð sópaði bifreið hans út i sjó. Þrír menn a.m.k. slösuðust á Costa del Sol af völdum flóða, sem þar urðu. Rafmagnslaust varð á mörgum hótelum og gististöðum og símasambandslaust varð einnig. Rignt hefur linnulítið á sólar- strönd Spánar frá því í síðustu viku. Regninu hefur fylgt mikið hvass- viðri. fy'ón hefur orðið talsvert á vegum og byggingum af völdum veðursins á nær öllu svæðinu frá Barcelona til Malaga. í siðustu viku biðu sex manns bana á þessu svæði af völdum veðurs. Gífurlegt tjón varð á ávaxtauppskeru, baðmulla- rekrum og grænmetisuppskeru. af AP/Simamynd. völdum óveðurs á Þannig var umhorfs i bænum Murcia á Spáni i gær. Bflar ðsla flóðvatnið á gðtum bæjarins. Manntjón hefur orðið sólarströndum Spánar síðustu daga. AP/Simamynd. Beðið Yitzhak Shamir verðandi forsætisráðherra ísraels, hef- ur þurft að bíða eftir embættistöku vegna deilna stjómarflokkanna um stöðu- veitingar í stjóm hans. Shamir átti að taka við á þriðjudag. Tilraunir til að lægja öldur höfðu enn ekki tekizt í gær. Sovétmenn vilja semja um Evrópuflaugarnar Gorbachev segir Reykjavíkurfundinn ekki hafa misheppnast Genf, Moskvu, Washington, AP. MIKHAIL S. Gorbachev, aðalrit- ari Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, sagði í gær að Reykjavík- urfundur þeirra Ronalds Reagan, Bandar íkjaf orseta, hefði ekki misheppnast og að til- boð hans um afvopnun, sem lagt hefði verið fram á fundinum, stæði enn. Reagan fagnaði þvi loforði Gorbachevs í sjónvarps- ræðu að gefa ekki samningaum- leitanir um vígbúnaðartakmðrk- un upp á bátinn. Af hálfu Hvíta hússins var hins vegar mótmælt gagnrýni Gorbachevs á afstöðu Reagans á fundinum. Sovétmenn eru tilbúnir til að semja um að fjarlægja meðaldræg- ar kjamaflaugar úr Evrópu burtséð Jerúsalem: 40 manns slas- ast í sprengingu lon'ianlpm AP ^ ^ * Jerúsalem, AP. EINN maður beið bana og rúm- lega 40 slðsuðust þegar sprengja sprakk nærri grátmúmum í Jerúsalem f gærkvöldi, að sögn embættismanna. Sjónvarpið rauf útsendingu til að skýra frá sprengingunni. I hópi hinna slösuðu voru m.a. ferðamenn. Meintra tilræðismanna var leitað í gamla borgarhlutanum og handtók lögreglan nokkra menn. Sprenging- in er hin mesta í borginni í hálft þriðja ár. frá því hvort stórveldin nái sam- komulagi varðandi geimvamaáætl- un Bandaríkjamanna. Viktor Karpov, aðalsamningamaður Sov- étríkjanna í stórveldaviðræðunum í Genf um fækkun kjamavopna, hélt þessu fram á blaðamannafundi í Vestur-Þýzkalandi í gær. Karpov átti viðræður við ráða- menn í Bonn í framhaldi af Reykjavíkurfundinum, en í fyrra- dag ræddi hann af sama tilefni við Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands. Helmut Kohl, kanzlari, krafðist þess í fyrradag að Sovétmenn skýrðu afstöðu sína til samninga um Evrópuflaugamar og hvort þeir settu sem skilyrði fyrir samningum að Bandaríkja- menn hættu tilraunum vegna geimvamaráætlunarinnar. Talið er að yfírlýsing Karpovs sé svar við spumingu Kohls. Hann sagði Sovét- menn reiðubúna að semja um Evrópuflaugamar óháð öðrum vopnum ef Bandaríkjamenn vildu slíkt. Væru Sovétmenn tilbúnir til að líta framhjá kjamavopnum Breta og Frakka, en að samningur miðað- ist við að þeir héldu 100 SS-20 flaugum í Asíu og Bandaríkjamenn jafnmörgum á sínu landssvæði. Kohl fer til Washington í næstu viku og mun þar leggja að Reagan að halda afvopnunarviðræðum áfram og komast sem fyrst að samningum við Sovétmenn. Sam- komulag um Evrópuflaugamar mundi stórauka möguleika hans i kosningunum í Þýzkalandi í janúar. Utanríkisráðherrar Varsjár- bandalagsríkjanna luku fundi sínum í Búkarest í gær og sögðust „hrygg- ir“ jrfir niðurstöðum Reykjavfkur- fundarins og kvöttu Bandaríkja- menn að koma til móts við afvopnunartillögur Sovétmanna „af skynsemi". Stjómmálaskýrendur sögðu orðalag yfírlýsingu ráðher- ranna mjög hófsamt og hvergi var veizt að Bandaríkjamönnum. Á fundinum skýrði Eduard She- vardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, frá viðræðum á Reykjavíkurfundinum. Samninganefndir stórveldanna í Genf héldu fyrsta fund sinn eftir Reykjavíkurfundinn í gær. Max Kampelman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna, sagði blaðamönn- um við upphaf viðræðnanna að nú yrði reynt að koma hugmyndum frá Reykjavikurfundinum á blað. Kvað hann fundina í Höfða hafa verið „mjög þýðingarmikið og jákvætt skref í átt til samkomulags" í Genf. Grænlendingar taka útlend lán Kaupmann&höfn, frá Nils Jörgen Bruun, fréttarítara Morgunblaðins: GRÆNLENZKA landsstjórnin hefur ákveðið að taka erlend lán til þess að ná endum saman f ríkisbúskapnum á næsta ári. Verður leit- að til útlendra peningastofnana i því sambandi. Hafa Grænlendingar ekki tekið erlend lán áður. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1987 verður lagt fyrir landsþingið er það kemur saman n.k. mánudag. Þar er gert ráð fyrir lántöku að upphæð 200 milljónum danskra króna vegna fjárfestinga i þágu atvinnulífs, einkum í fískvinnslu. Niðurstöðutölur fjárlagafrum- varpsins eru þrír milljarðar danskra króna, eða jafnvirði 16 milljarða ísl. kr. Þrátt fyrir erlendu lánin miðar fjárlagafrumvarpið í núver- andi gerð við 131 milljóna danskra króna halla, eða 700 millj. fsl. kr. Að sögn Hans Pavia Rosing, sem fer með efnahagsmál í landsstjóm- inni, verður það verkefni iands- þingsins að skera gjaldalið fjárlaganna niður um þessa upphæð því ekki komi skattahækkanir til greina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.